Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1989, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1989, Qupperneq 28
36 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989. Andlát Siguijón Scheving Magnússon, fyrr- verandi lögregluþjónn frá Reyöar- firði, lést á heimili sínu, Öldutúni 12, Hafnarfirði, að morgni 11. apríl. Jóhannes Pétursson, Lindarflöt 8, Garðabæ, andaðist að heimili sínu að morgni 11. apríl. Jarðarfarir Jónmundur Ólafsson, fyrrv. kjöt- matsformaður, lést á heimili sínu fóstudaginn 7. apríl. Útfórin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 14. apríl kl. 15. Petrína Jónsdóttir, áður Grettisgötu 53, Æsufelli 4, er andaðist í Land- spítalanum 31. mars, verður jarð- sungin í dag, 13. apríl, kl. 13.30 frá Kapellunni. Guðrún (Nanna) Olgeirsson, Banka- stræti 14, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni fóstudag- inn 14. apríl kl. 10.30. Útför Guðrúnar Kristjánsdóttur, Hörgshlíð 6, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fóstudag- inn 14. apríl kl. 15. Guðjón Sigurðsson frá Stekk, Gnoð- arvogi 40, Reykjavík, verður jarð- simginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 14. apríl kl. 13.30. Minningarathöfn um Gunnar Bjarka Vestfjörð, Hafnargötu 122, Bolungar- vík, sem lést af slysförum 8. mars sl., fer fram í Hólskirkju, Bolungar- vík, laugardaginn 15. apríl nk. kl. 14. Fundir Digranesprestakall Kirkjufélagsfundur verður í safnaðar- heimilinu við Bjamhólastíg í kvöld, 13. apríl, kl. 20.30. Hermann Lundholm les sögu sem hann hefUr þýtt úr Esperanto. Jóhanna Bjömsdóttir sýnir myndir. Kaífiveitingar. Helgistund. Ávöxtunar- og rekstrar- bréfaeigendur halda fUnd að Hallveigarstöðum, Tún- götu 14, laugardaginn 15. apríl kl. 15. Tilkyimingar Afmælismót SSR í tilefni af 20 ára afmæli sínu mun Skáta- samband Reyftjavikur halda afmælismót að Úlfljótsvatni dagana 29. júní til 2. júlí í sumar og ber það heitið Flokkurinn í geimferð. Á það munu skátamir mæta í flokkum og hver flokkur eignar sér sitt svæði. Eins og nafnið gefur til kynna munu flokkamir hugsa sér að þeir séu á ferð um sólkerfið og þurfa þeir að bjarga sér hver sem best hann getur á hinum og þessum plánetum innan þess. Meðal annarra dagskrárliða verður haldin flokkakeppni og besta flokknum afhent verðlaun. Reikna má að þetta fyrirkomu- lag muni setja nýstárlegan og skemmti- legan svip á svæðið. Tekið skal fram að mótið er opið skátaflokkum af allri lands- byggðinni. Einnig verða þar vel skipu- lagðar fjölskyldubúðir með sérstakri dag- skrá fyrir böm yngri en 10 ára. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimiun, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag. Kl. 14 frjáls spilamennska. Kl. 19.30 félagsvist. Kl. 21 dans. Skurðlæknaþing íslands Dagana 14. og 15. apríl verður Skurð- læknaþing íslands háð að Holiday Inn og hefst þar kl. 14.30 föstudaginn 14. aprfl. Þinghald sem þetta er orðið árlegur viðburður. Þar kynna íslenskir læknar niðurstöður rannsókna sem þeir vinna að og em erindin að þessu sinni 35 tals- ins. I tengslum við þingið hafa Skurð- læknafélagið og Háskóh íslands boðið hingað þekktum bandarískum skurð- lækni, próf. Martin Adson, sem m.a. er nú forseti alheimssambands lifrar- og brisskurðlækna (World associatio'n 'of hepato-pancreato-billardy surgery). Mun hann halda hér tvo fyrirlestra. Hinn fyrri verður að Odda föstudaginn 14. aprfl kl. 13 og fjallar um brottnám meinvarpa úr lifur. AUir læknar og læknanemar em velkomnir á þennan fyrirlestur. Hinn síð- ari verður laugardaginn 15. apríl kl. 13 á þingstað og fjallar um þróun lifrarskurð- lækninga. Lokaprófstónleikar Lokaprófstónleikar verða haldnir á veg- um Tónlistarskólans í Reykjavík föstu- daginn 14. aprfl kl. 18 í Langholtskirkju. Á tónleikunum leikur hljómsveit Tónlist- arskólans í Reykjavík undir stjóm Mark Reedman. Á efnisskránni em: Concerto Grosso fyrir strengjasveit og píanó-fylgi- rödd eftir Emest Bloch, Concertino fyrir fagott og strengjasveit eför eftir Lars- Erik Larsson, einleikari er Jógvan Zac- hariassen fagottleikari og em tónleikam- ir fyrri hluti einleikaraprófs hans frá skólanmn. Loks verður frumflutt verk eför Bám Grímsdóttur, Naktir litir, og er þetta verk lokapróf hennar úr tón- fræðadefld skólans. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis. Mæögurnar Gabriela Kristjánsdóttir, til vinstri á myndinni, og Gunnþómnn Jónsdóttir, til hægri, hafa opnað hárgreiðslustofu að Hverfisgötu 64 A. Nefnist stofan Salon Gabriela. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Þórunnar Jóhannesdóttur, Hamarsgötu 12, Fáskrúösfiröi. Margrét B. Aöalsteinsdóttir Teitur Kristjánsson Hans K. Aðalsteinsson Ásgeröur Albertsdóttir Jóhanna G. Aöalsteinsdóttir Ólafur Júlíusson Guöný Aðalsteinsdóttir Þráinn Jóhannesson Aðalheiöur Aöalsteinsdóttir Bragi Bjarnason Lára G. Aðalsteinsdóttir Bjarni Sveinsson Sigríöur Aöalsteinsdóttir Jónina Aöalsteinsdóttir örn Aöalsteinsson Oddur Þorsteinsson Axel Aöalsteinsson Bjarney Rikharósdóttir börn og barnabörn Flogaveiki: Frá sjónarhóli sjúklings Sem flogaveikisjúklingur vildi ég mega segja ykkur svo ótalmargt, bæði ykkur sem óttist flogaveikina og einkenni hennar og ykkur hin- um sem eruð haldin sama sjúk- dómi og ég. Ég hefi verið að tína saman að undanfömu ýmsa minn- ispunkta um hitt og þetta sem í hugann hefur komið og ég veit að ykkur þykir þetta sundurlaust þó að ég hafi reynt sem best ég hefi getað. Fyrst af öllu vil ég leggja áherslu á það hversu fordómar hafa alltof mikið einkennt viðhorfið gagnvart flogaveikum og hræðsla við sjúk- dóminn ásamt mikilli óvissu um það hvemig við hinum ýmsu ein- kennum hans ætti að bregðast. Ég er ekkert hissa á þessu þar sem mörg einkenni þessa sjúkdóms virka óhugnanlega á þá sem ekki þekkja til, þau koma skyndilega og öllum að óvömm og það er erfitt að meta það hvemig á að hjálpa og ekki gera illt verra. Varðandi minnispunktana mína hér á eftir, sem góðvinur minn hefur farið yfir og heflað máske svohtið til, biö ég ykkur bara að taka viljann fyrir verkið. Það sama gangi yfir alla Þetta em svona hugleiðingar um það sem mér finnst æskilegt og hvernig ég lít á ýmsa hluti í tilver- unni og umhverfinu. Flogaveikum er eins og öðram nauðsynlegt að dreifa huganum, fá eitthvað út úr ljósu hliðunum, iðka skemmtilegar íþróttir, eiga góðan félagsskap. Svo finnst mér gott að vera í myrkri og horfa á kertaljós, það er hollt fyrir sáhna. Mér finnst flogaveikir skilja hverjir aðra betur innbyrðis en annað fólk út á við. Mér finnst það sama eiga yfir aha flogaveika að ganga, svo sem eins og það að allir eða enginn fái að taka bilpróf, en þetta er nú mitt sérmál. Ég játa það að þó ég kunni hluti vel þá er ég alltaf mjög lengi að koma þeim frá mér og þá heldur fólk að ég viti ekki betur. Við þetta þurfa margir flogaveik- ir að búa. Við þurfum því hjálp og stuðning bæði við nám, þjáífun og vinnu af því annars hættir okkur til að dragast aftur úr. Ég hef af því reynslu varðandi vinnu að vera sagt upp af því ég er lengur að tjá mig og komast í gang en gengur og gerist. Þetta eiga menn erfitt Kjallarinn Kjartan Jónsson teppahreinsunarmaður með að skilja sem von er og halda að letin ein ráði ferðinni. Svo er manni treyst miklu verr yfirleitt og það framkahar spennu og kvíða sem getur svo aftur valdið því að framkalla flog. Við eigum okkar félagsskap, LAUF, þar sem miklu fleiri þyrftu að vera. LAUF þarf líka að ná miklu betur til almennings þótt þar sé margt mjög vel gert. Og ég veit að alltaf vantar fé fyrir svona fé- lagsskap svo eitthvað sé unnt að gera. Lyf eru vandamál Svo em það lyfin sem óhjá- kvæmilega fylgja og alltaf eru mik- ið vandamál. Þegar maður tekur mikið inn af lyfjum er gott að hlaupa eða fara í líkamsrækt því þá fara lyfin fyrr úr skrokknum. Það fer líka mikið eftir því hvort maður borðar reglulegar máltíðir á réttum tíma. Oft hefi ég velt fyrir mér hvort allt fæði sé jafnhoht þeg- ar mikið er tekið af lyfjum. Þarf ekki að hafa gætur þar á? Og svo eru það sjálf einkennin - flogin - krampaköstin eða hvað menn vilja kalla það. Við vanlíðan af öhu tagi, við mikla spennu eða breytingar, kem- ur krampinn frekar og þá er að leggja áherslu á það að veija höfuð og háls framar öðru. Og þá er um að gera að fólk, sem er nálægt, kunni að bregöast rétt við. Ég mæU með heitu pottunum í laugunum til afslöppunar ef maður er að stirðna og stífna upp. Það gefur góða raun. Ég held ég ljúki þessu á fordóm- unum, bæði hjá flogaveikum sjálf- um og öðmm. Mér finnst aUtof margir floga- veikir reyna að fela þessa hluti. Það er auðvitað tóm vitleysa. Sumir skammast sín fyrir þetta, aðrir þræta fyrir, nei, það er ekkert að mér, sumir halda að þeir missi vini og kunningja ef þeir segja eins og satt er. Sumir halda að þeir verði þá fyrir aðkasti og margt fleira kemur tíl. Stundum held ég að það sé allt að helmingur flogaveikra sem ekki vUja viðurkenna þetta fyrir öðrum. Ég hefi a.m.k. talað við fjöldann aUan af þeim sem eru með flogaveiki og þvertaka fyrir það. Þeir sem viðurkenna sjúkdóminn vUja oft ekki eða þora ekki að tala um hann, segja frá sinni reynslu svo unnt sé að bera saman bækum- ar. Svona er þetta nú. Að lokum vildi ég biðja aUa að sýna aðgát þegar þeir umgangast flogaveika. Þetta gUdir jafnt um aUa en ekki síst á þetta máske við um lögregluna sem þarf virkhega vel að aðgæta hvort um er að ræða flogaveikisjúkhng á fullum lyfium eða fullan mann. Ég á svo þá ósk besta að hægt sé að hjálpa og styðja flogaveika í erf- iðri baráttu þeirra í stað þess að verið sé að leggja stein í götu þeirra, hindra það að þeir megi lifa sem eðlUegustu lífi innan um annað fólk. Kjartan Jónsson ,,Eg mæli með heitu pottunum í laug- unum til afslöppunar ef maður er að stirðna og stífna upp. Það gefur góða raun.“ Námskeið Kvikmyndir i>v Námstefna unri eldvirkni á Islandi á nútíma í september á hausti komanda gengst Endurmenntunamefnd Háskóla íslands, í samvinnu viö Flugleiöir og Samvinnu- ferðir-Landsýn hf. fyrir námstefnu (sem- inari) um eldvirkni á íslandi á nútíma. Dagana 11-16. september munu 12 ís- lenskir jarövísindamenn halda fyrir- lestra og efht verður til lengri og styttri skoðunarferöa, m.a. til Vestmannaeyja eöa Mývatns. Námstefnan er fyrst og fremst ætluð erlendum visindamönnum og námsmönnum í járðvísindum, en öll- um þó heimil þátttaka. Allir fyrirlestrar og öll leiðsögn fer fram á ensku. Tilgang- urinn með þessu framtaki er að kynna íslenska vísindastarfsemi erlendis og gefa erlendum visindamönnum enn fleiri tækifæri til þess að ffæðast um efni sem eru séríslensk á einhvem hátt. Nám- stefnan er haldin í tilraunaskyni og hefur verið valið heitiö „On the hot spot“ und- ir yfirskriftinni „The Reykjavík aca- demic seminar". Verði árangur fullnægj- andi má búast við að námstefnur undir sömu yfirskrift en með nýju efni verði árlegur viðburður um hrið og þá jafnt á sviði raunvísinda sem hugvísinda. Leiðrétting í Sviðsfiósi síðastliðinn fimmtudag var rangt fariö með nafn hönnuöar og saumakonu kjóls fegurðardrottn- ingar Suðurlands. Þar var sagt að fegurðardrottningin og móðir henn- ar heföu saumað kjóhnn en hið rétta er að Fjóla Bachmann átti heiöurinn af bæði að hanna og sauma kjólinn. Þá misritaðist einnig nafn móður ungfrú Suðurland. Hið rétta er að hún heitir Kristín Kristinsdóttir. Raunir einfaldra Nicky og Gino Aðalhlutverk: Tom Hulce, Ray Liotta Leikstjóri: Robert M. Young Handrit: Danny Porfirio Sýnd í Regnboganum Gino (Ray Liotta) er læknanemi og vinnur á spítala í Pittsburg. Hann hefur fengið inngöngu í Stan- ford háskólann til frekari mennt- unar og þarf því aö flytja um set. Gino á erfitt með að fara því að hann hefur áhyggjur af Nicky (Tom Hulce) tvíburabróður sínum, sem er þroskaheftur. Bræðumir búa einir saman og era mjög samrýmd- ir. Þrátt fyrir fötlun sína stundar Nicky vinnu sem öskukarl og notar peningana til að kosta námið fyrir Gino. Gino tekur að sér að kenna Jennifer (Jamie Lee Curtis) lækn- isfræði og þau fara að eyða tíman- um saman. Þetta veldur því að Nicky finnst hann verða útundan og er ekki sáttur við tilvemna. Nicky á marga vini en það era allt- af einhveijir sem hrekkja hann. „Stífla" myndast í samskiptum þeirra bræðra því að hvoragur get- ur tjáð sig um það sem honum hgg- ur helst á hjarta en í lokin ná þeir þó saman aftur. Nicky og Gino er þriðja myndin um bræður sem sýnd er í kvikmyndahúsum borg- arinnar en engin þeirra er eins. Ein er gamanmynd, önnur „gamandr- ama“ og þessi drama. Handritið er vel skrifað og aðalpersónum eru gerð góð skil. Þaö er látlaust en ekki htlaust og áhorfandinn á auö- velt með að hrífast með og finna til með persónunum. Robert M. Yo- ung (Extremities) á góðan dag og missir myndina ekki niður í leið- indi og væmni (þó að lokaatriðin ’séu á mörkunum). Tom Hulce (Amadeus, Slam Dance) er frábær sem hinn þroskahefti Nicky og ber myndina uppi með leik sínum. Ray Liotta (Something Whd) er ágætur skapgerðarleikari og hreint magn- aður í reiðiköstunum. Jamie Lee Curtis er líklega meira með í aug- lýsingaskyni því að hlutverk henn- ar býður ekki upp á mikh thþrif. Margar skemmthegar aukapersón- ur koma við sögu, einkum ösku- karhnn Larry. Þeir sem vhja sjá viðkunnanlega mynd og hrífandi leik ættu að leggja leið sína í Regn- bogann. Stjömugjöf: ★ * * Hjalti Þór Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.