Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989. Fréttir Hállarekstur ríkis og fyrirtækja sýgur til sín erlent flármagn: Flestöll íslandsmet í erlendum skuldum í hættu skuldir hvers mannsbams aukast um 52 þúsund á þessu ári Erlendar skuldir á mann í árslok 1986 '4y 6 ' • 4 ■ 2 □ ísland Venesúela A ísrael öman í þús. handaríkjadollara Chíle Grikkland Kongó Nikaragúa Panama Kostaríka Þrátt fyrir yfirlýsingar fjármála- ráðherra og fleiri ráðherra ríkis- stjómarinnar um aðhald í erlend- um lántökum er sýnt að á þessu ári veröa lántökur meiri en oftast áður. Þá er gert ráð fyrir að ráð- herrunum takist að halda sig innan ramma lánsíjárlaga en það hefur aldrei tekist síðastliðin tiu ár. Ekki má mikið út af bera svo gildandi íslandsmet frá 1985 falli. í ljósi breyttra gengisforsendna, sem fram koma í nýrri þjóð- hagsspá, er ljóst að nýjar erlendar lántökur umfram afborganir og vexti verða ekki undir 12,9 mill- jörðum. Stór hluti af þessum lán- tökum fer í að greiða niður hafla- rekstur ríkissjóðs og taprekstur fyrirtækja. Eftir að gat upp á rúman milljarð er komið á ríkissjóð vegna skuld- bindinga, sem ráðherrar ríkis- stjómarinnar samþykktu í tengsl- um við kjarasamninga, er sýnt að erfitt verður að skila hailalausum ríkisrekstri í ár. Þegar jafnframt er haft í huga að spariskírteini rík- issjóðs seljast mun minna en sem nemur þeirri fjárhæð sem skírteini hafa verið iniileyst fyrir er ekki ólíklegt að hallarekstur ríkissjóðs muni eins og undanfarin ár enn auka á skuldasöfnunina. Nýjar lántökur gætu orðið um 21,9 milljarðar Ef forsendur lánsfjárlaga halda mun hvert mannsbam á íslandi skulda erlendis um 560 þúsund krónur í lok þessa árs. Þaö er um 52 þúsund krónum meira en um síðustu áramót. Samkvæmt lánsfjárlögum er gert ráð fyrir að ný erlend lán á þessu ári umfram afborganir á eldri lán- um verði um 12,4 milljarðar. Þær gengisforsendur, sem hggja að baki lánsfjárlögum, em þegar brostnar. Ef miðað er við spá Þjóðhagsstofn- unar má reikna með að nýjar lán- tökur umfram afborganir verði um 12,9 milljarðar. Það er meiri aukning á erlendum lánum en áður að undanskildum tveimur árum, 1982 og 1985. Lánsfjárlög eru hins vegar með óábyggilegustu áætlunum sem um getur. Lántökur á árinu 1988 fóru þannig um 97 prósent fram úr láns- fjárlögum. Á þessum áratug hafa lántökur farið að meðaltah um 45 prósent fram úr lögum. Ef reiknað er nieð aö lántökur á þessu ári fari jafnmikið fram úr lánsfjárlögum og nemur meðaltali síðustu tíu ára geta nýjar lántökur umfram afborganir numið aht að 21,7 mihjörðum. Það jafngildir því að erlendar skuldir hvers manns- bams aukist um 87 þúsund krónur á þessu ári. Það yrði met langt umfram gildandi lántökumet. Skuldugasta þjóð í heimi Eins og sjá má á súluriti hér á síöunni skulduðu íslendingar um 6.700 dollara í árslok 1986. Þegnar annarra þjóða skulduðu þá mun minna. íraelsmenn komu næstir og skuldaði hver þeirra sem nemur um 4.500 dohurum. Þar á eftir koma þjóðir sem við íslendingar viljum síður bera okkur saman við í efnahagsmálum. Þetta súlurit er sótt í upplýsingar sem Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, skrifaði í vikuritið Vís- bendingu fyrir skömmu. í grein sinni segir Þorvaldur að þessi samanburður gefi ef til vill ekki rétta mynd af því hversu skuldugir íslendingar séu í saman- burði við aðrar þjóðir. íslendingar Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson komast þannig ekki á hsta yfir þær þjóðir sem þurfa að nota mest af útflutningstekjum sínum tíl greiðslu á afborgunum og vöxtum á erlendum skuldum. Eitt ár og fjóra mánuði að vinna fyrir skuldunum íslendingar eru hins vegar númer átta á hsta yfir þær iðnaðarþjóðir sem skulduðu mest í hlutfalli við útflutningstekjur í árslok 1987. Þá námu skuldir íslendinga um 98 prósentum af útflutningstekjun- um. Fyrir ofan íslendinga voru Bandaríkjamenn, Kanadamenn, Nýsjálendingar, Ástralir, ísraels- menn, Danir og írar. Miðað viö forsendur lánsfjárlaga og gengisforsendur þjóðhagsspár stefnir hins vegar í aö í árslok verði erlendar skuldir íslendinga meiri en útflutningstekjumar eða 133 prósent af þeim. Það tekur okkur því um eitt ár og fjóra mánuði að vinna fyrir skuldunum. Ef aöstæður þeirra iðnríkja, sem voru með okkur á hstanum, hafa ekki snúist á verri veg síðan í árs- lok 1987 myndi þetta hlutfall skjóta okkur í fimmta sætið á milli Ástr- ala og ísraelsmanna. Skuldir íslendinga hafa einnig vaxið í dohurum talið síðan 1986. Hvert mannsbarn skuldar ekki lengur 6.500 dohara heldur mun skuldin verða á þessu ári um 9.900 doharar. „Braut eilífrar skuldasöfnunar“ í umfjöllun um erlendar skuldir og greiðslubyrði í nýjasta hefti af Hagtölum mánaðarins, sem hag- fræðideild Seðlabankans gefur út, segir meðal annars: „Það ætti að vera alvarlegt um- hugsunarefni að bæði skulda- og greiðslubyröi fer nú hækkandi á ný og fyrr eða síðar munu vaxandi erlendar skuldir leiða til lakari kjara á erlendum lánum. Rík ástæða er til að snúa þeirri þróun við með viðeigandi efnahagsstefnu. Vahð stendur um þaö hversu stór- um hluta af útflutningstekjum sín- um þjóðin vill veija á hveijum tíma til að greiða afborganir og vexti af erlendum lánum. Eftir því sem sá hluti er stærri verður minna af útflutningstekjum þjóðarinnar til ráðstöfunar fyrir hana sjálfa. En með því að örva hagvöxt og útflutn- ing, halda aftur af vexti þjóðarút- gjalda og efla innlendan lánamark- að er unnt aö snúa af braut eilífrar skuldasöfnunar og byrja að greiða niður erlendar skulchr." 119 milljarðar á tíu árum Þessi „eilífa skuldasöfnun“, sem hagfræðideild Seðlabankans hefur áhyggjur af, sést glögglega þegar erlendar lántökur undanfarinna tíu ára eru skoðaðar. Á þessu tíma- bih hafa lántökumar numið um 119 mihjöröum umfram afborganir. Heildarskuld þjóðarinnar hefur því vaxið um 11,9 milljarða á hverju ári. Afleiðingamar em þær að á þessu ári munu um 18,6 prósent af útflutningstekjum íslendinga fara í að greiða vexti og afborganir af erlendum lánum. Þar af fara rúm 10 prósent.í vextinareina. Miðað við aö forsendur lánsfjár- laga standist stefnir í að erlendar skuldir þjóðarinnar verði rúmlega 140 milljarðar í árslok. Það em um 47,6 prósent af landsframleiðslu. í fyrra var þettá hlutfah 41,3 pró- sent. Það mun því stökkva upp um rúm 6 prósent á þessu ári. Hlutfall erlendra lána af lands- framleiðslu var hærra á árunum 1983 til 1985 eftir að landsfram- leiðsla hafði dregist stórlega saman í kjölfar minnkandi afla. Hæst komast það í 51,1 prósent árið 1985. Ef lánsfjárlög fara jafnmikið úr böndunum og þau hafa gert allan þennan áratug getur þetta hlutfah nálgast metið frá 1985. Hallarekstur ríkissjóðs og taprekstur fyrirtækja En hvað gerir þjóöin við alla þessa fjármuni sem hún tekur að láni erlendis frá? Ríkissjóður hefur þegar tekið þá fjármuni að láni sem honum er heimilt samkvæmt lánsfjárlögum. í byrjun þessa árs tók hann 100 milljón dohara að láni. Það jafn- gilti þá um 5,4 mihjörðum en heim- ilt var að taka rúmlega 5,1 milljarð í lánsfjárlögum. Þessir fjármunir runnu til þess að gera upp skuldir ríkissjóðs við Seðlabankann. Þær skuldir voru tilkomnar vegna gíf- urlegs haha á ríkissjóði á síðasta ári. Af öðrum lántökum má nefna að Atvinnutryggingarsjóði er heimUt að taka 1 mUljarð að láni erlendis. Sá mUljarður fer í að skuldbreyta lánum fyrirtækja sem eru tilkomin vegna tapreksturs á undanfomum árum. Þá hefur Verðjöfmmarsjóð- ur tekið 800 mUljón króna lán tU þess að bæta upp verð á frystum fiskafurðum á Bandaríkjamarkaði. Fiskveiðasjóði er síðan heimUt aö taka 800 miUjón króna erlent lán vegna greiðsluhaUa hjá sjóðnum. Fjárfestingar minnka en lántökurnar aukast Eins og sjá má af þessu sýnis- horni af erlendum lántökum eru lánin ekki aUtaf tekin til þess að fjárfesta í atvinnutækjum er munu skUa sér í áuknum hagvexti J næstu árum. Stór hluti af skulda- söfnuninni fer í að greiða um- frameyðslu ríkissjóðs og taprekst- ur fyrirtækja. Miöað við nýja þjóð- hagsspá bendir fátt til þess að þetta breytist. Gat hefur myndast á ríkis- sjóði og fyrirtækin verða áfram rekin með tapi. í þessú samhengi er forvitnilegt að skoða þróun í fjárfestingum. Á síðasta áratug voru fjárfestingar á bUinu 25 til 30 prósent af lands- franfleiðslu. Það var hærra en hjá flestum aðUdarríkjum Efnahags- og framþróunarstofnunar Evrópu (OECD) þar sem fjárfesting er um fjórðungur af landsframleiðslu. í byijun þessa áratugar var þetta hlutfall rúm 25 prósent en lækkaði síðan jafnt og þétt þar tíl það var komið í 18,5 prósent árið 1986. Síð- an hefur fjárfesting verið á bUinu 18 tíl 19 prósent af landsframleiðslu eða mun minni en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman viö. Á sama tíma og dregiö hefur úr fjárfestingum hefur ekkert lát ver- iö á innstreymi erlends lánsfjár- magns. Það hefur heldur auldst eftir því sem hðið hefur á áratug- inn. Atvinnuiífið staðnað Þegar Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóöhagsstofnunar, kynnti nýja spá um þróun efnahagsmála fram til 1993 benti hann á lækkandi hlutfall fjárfestingar af landsfram- leiðslu og taldi það vera orðið hættulega lágt. Það kom síðan í ljós í spánni að vegna lítillar nýsköpun- ar í atvinnulífinu geta íslendingar búist við að lífskjör hér muni drag- ast aftur úr þvi sem gerist í ná- grannalöndunum. í forsendum Þjóðhagsstofnunar er fiskeldi eina útflutningsgreinin þar sem búist er við útflutningur aukist á næstu árum. í spá Þjóðhagsstofnunar kom fram að ef forsendur stofnunarinn- ar um uppgang í fiskeldi reynast byggðar á of mikilh bjartsýni er sýnt að hin „eilífa skuldasöfnun" mun halda áfram langt fram á næsta áratug.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.