Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Síða 3
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989.
3
DV
Fréttir
Þjóðhagsstofiiun spáir firam 1 tímann:
Hagvöxtur
lítill og
aukið at-
vinnuleysi
- auka verður hagnað og framleiðslu
Ef útflutningsframleiðslan verður
ekki aukin á næstu árum má búast
við að lífskjör íslendinga muni drag-
ast aftur úr lífskjörum í nágranna-
löndunum. Hagvöxtur mun verða
miklu minni á næstu árum en und-
anfama áratugi. Eðlileg afleiðing
þess er aukið atvinnuleysi og mun
þaö verða um 1,2 til 1,6 prósent á
næstu árum.
Þetta má lesa úr spá Þjóðhagsstofn-
unar um horfur í efnahagsmálum
fram til 1993. í spánni er gert ráð
fyrir samdrætti í útflutningi sjávar-
afurða næstu tvö ár en lítils háttar
aukningu á árunum 1992 og 1993.
Ekki er gert ráð fyrir meiri útflutn-
ingi á áh eða jámblendi. Hins vegar
er búist við að útflutningur á eldis-
fiski rúmiega tvöfaldist á tímabihnu.
Miðað við þessar forsendur og spár
alþjóðastofnana um horfur í efna-
hagsmálum í heiminum er ekki
ástæða til bjartsýni samkvæmt nið-
urstöðum Þjóðhagsstofnunar. Þórð-
ur Friðjónsson, forstjóri stofnunar-
innar, lagði á það áherslu þegar hann
kynnti þessar niðurstöður að eina
leiðin út úr þessari stöðnun væri
aukin framleiðsla, annars vegar með
þvi að skapa fyrirtækjum aðstæður
til að skha hagnaði sem nýta mætti
th framleiðsluaukningar, hins vegar
með því að auka framleiðsluna með
byggingu stóriðju.
Ef álverið í Straumsvik yrði stækk-
að um helming myndu útflutnings-
tekjur íslendinga aukast um 9,7 pró-
sent. Það mun leiða th um 4,4 pró-
sent meiri hagvaxtar samkvæmt
þeim forsendum sem Þjóðhagsstofn-
un reiknar með. Ef annað álver yrði
reist að auki, helmingi stærra en
núverandi álver í Straumsvík, ykjust
útflutningstekjur íslendinga um 32,5
prósent. Hagvöxtur ykist þá um 14,6
prósent.
-gse
Ríkissjóður og kjarasarnningarnir:
Komið gat upp á
rúman milljarð
Utgjöld ríkissjóös munu fara um
2,1 mhljarð fram úr áætlunum fjár-
laga vegna þeirra skuldbindinga sem
ríkisstjómin hefur lagt á ríkissjóð í
tengslum við kjarasamninga að und-
anfórnu. Á móti auknum útgjöldum
mun ríkissjóður fá auknar skatttekj-
ur vegna hærri skatta af launatekj-
um. Eftir sem áður er ljóst að ríkis-
stjórnin þarf að finna leið th að brúa
gat upp á tæplega 2 mhljarða ef áætl-
un fjárlaga um rúmlega 600 mihjón
króna tekjuafgang af ríkisbúskapn-
um á að standast.
Þetta kemur meðal annars fram í
nýju yfirhti um þjóðarbúskapinn
sem Þjóðhagsstofnun hefur sent frá
sér.
Þess má geta að DV birti frétt eftir
samninga ríkisins við opinbera
starfsmenn þar sem kom fram að
útgöld ríkissjóðs myndu aukast um
1,3 milljarða ef þeir samningar yrðu
fyrirmynd annarra samninga. Olaf-
ur Ragnar Grímsson fjármálaráð-
herra dró þá efni þessarar fréttar í
efa og taldi útgjaldaaukningu ríkis-
sjóðs ofáætlaða.
Síðar samþykkti ríkisstjórnin ýms-
ar skuldbindingar á ríkissjóð í
tengslum við kjarasamninga Al-
þýðusambandsins og vinnuveitenda.
Niðurstaðan hggur fyrir í yfirliti um
þjóðarbúskapinn. Ýmsar skuldbind-
ingar munu kosta ríkissjóð um 1,1
mhljarð. Launahækkanir fara 1
mhljarð fram úr áætlunum fjárlaga.
Niðurstaðan er 2,1 milljarður um-
fram útgjaldaáætlanir fjárlaga.
Launahækkanir munu skila ríkis-
sjóði einhverjum tekjum en ekki
meira en svo að rúmlega 1 mhljarðs
gaterkomiðáríkissjóð. -gse
iSIENSKT EIDHÚS
hannað fyrir þig
Þú kemur með óskirnar, við sýnum þér fjölbreytnina, gerum
teikningar og kostnaðaráætlun.
- Alveg eins og þú vilt hafa það.
Þegar þú kaupir íslenskar
innréttingar skapar þú
atvinnu hér heima.
Faxafeni 5, sími 685680 (Skeifunni)
innréttingarnar í verslun okkar eru hannaðar af
Finni P. Fróðasyni og smíðaðar hjá Ármannsfelli. Hér er tekið
mið af ströngum kröfum íslendinga.
Keflavík - Amsterdam - TOKYO
Auðvelt og þœgilegt með Arnarflugi og KLM ■ Kynntu þér
sérfargjöldin okkar