Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989. Préttir Bryta Héraðsskólans í Reylganesi sagt upp störfum: Lagði hendur á nemendur - segir skólastjórinn en einn nemandinn nefbraut brytann vnborg Daviösdóttir, DV, faafirfli- „Það er sannað að brytinn lagði hendur á nemendur oftar en einu sinni og eitt sinn fékk hann nemanda tU að berja frá sér og þegar sá nem- andi losnaði nefbraut hann kokkinn. Brytinn er sá eini sem hefur lagt hendur á nemendur og þegar þannig er tel ég ekki hægt að hafa slíkt starfsfólk,“ sagði Skarphéðinn Ólafs- son, skólastjóri í Reykjanesi, í sam- tali við DV, aðspurður um ástæður fyrir uppsögn brytans þar. Skólahaldi í Héraðsskólanum í Reykjanesi lauk í byrjun maí og í sömu viku var þeim tveimur starfs- mönnum sagt upp störfum sem einir hugðust halda áfram þar næsta vet- ur, auk ráðsmanns sem starfað hefur við skólaxm í 20 ár. Það eru Heiðar Guðbrandsson bryti og kona hans sem hefur starfað í eldhúsi. „Skólanefnd ákvað að hafna um- sókn hans um stöðuna og auglýsa hana lausa. Um aðrar uppsagnir er það að segja að það er skylda mín samkvæmt lögum að segja upp laus- ráðnu fólki fyrir 1. júní ef ég vil breyta ráðningarsamningi þess. Varðandi það að hér sé engum aga haldið uppi þá er það aðeins mat brytans og ég er ekki sammála því. í skólahúsinu er alis staðar agi nema í mötuneytinu og sífellt rifrildi hefur verið milli brytans og nemenda. Nemendur alls skólans lögðu undir- skriftarhsta fyrir skólanefndarfund og sögðust ekki koma næsta vetur ef þessi maður yrði áfram. Það er ekki rétt að ráðuneytismenn hafi komið hingað gagngert til að kynna sér agamál. Þeir komu til að ganga frá eldri málum sem komu upp hér fyrir tveimur árum og kynntu sér auðvitað skólastarfið um leið. Mér hafa engar athugasemdir borist vegna agavandamála,“ sagði Skarp- héðinn. Héraðsskólinn í Reykjanesi við ísafjarðardjúp. Enn á ný hefur þar komið til árekstra og deilna. Brottrekni brytinn: Bömin sljóma skólanum V2boig Davíösdótlir, DV, fsafirðfc Að sögn Heiðars Guðbrandssonar, sem sagt hefur verið sagt upp sem bryta við Héraðsskólann í Reykja- nesi, eru engar ástæður fyrir upp- sögninni gefiiar í uppsagnarbréfinu. „Því er haldið fram af nemendum að ég hafi valdið meiðslum á einum þeirra,“ sagði hann. „Ég neita að hafa valdið þessum meiðslum og hef grun um að þau hafi komið til áður en til þess kom að ég íjarlægði nem- andarm úr borðsalnum dag einn í vor. Skólastjórinn gerði engar at- hugasemdir við það mál þá. Ég fór fram á rannsókn á tildrögum þess atburðar og afleiðingum en því var hafnaö. Ástandið hér í vetur hefur verið þannig að hér er engum aga haldið uppi og raunin er sú að bömin stjóma skólanum. Þetta hef ég bent skólastjóra á en án árangurs. Hér komu menn frá ráðuneytinu til að kanna ástandið og skólastjóramun bárust athugasemdir frá ráðherra eftir það en ekkert breyttist. Þá hefur skólasljóri einnig haft ýmislegt við það að athuga að ég tók við bókhaldi mötuneytisins að beiðni skólanefndar fljótlega eftir að ég hóf störf. Þetta er alveg lýsandi fyrir samskipti skólastjórans við starfs- fólk hér en engu að síður hyggst ég sækja um aftur í haust," sagði Heið- ar. Vandamal vegna erfiðra nemenda - segir formaöur skólanefndar Vilborg Daviðsdóttir DV, ísafirðfc „Þama er eingöngu um að ræða samstarfserfiðleika milli skólastjóra og bryta og hvort þeir em afleiðing þess að skólastjóm em ekki nógu röggsamleg ætla ég ekki að dæma um á þessu stigi,“ sagði Jón Guðjóns- son, formaður skólanefndar Héraðs- skólans í Reykjanesi, þegar DV spurði hann um þær deilur sem þar hafa komið upp. „Ástæðan fyrir því að skólanefnd tók þá afstöðu að auglýsa stöðu bryt- ans lausa vom lýsingar nemenda á því að hann hefði lagt hönd á þá. Þaö em hins vegar málsem nefiidin get- ur ekki kannaö. Á þessum undir- skriftarlista em nöfn bama niður í 10 ára aldur og ég held að viss vangá felist í því að blanda þeim í svona mál þar sem þau em áhrifagjamari en þau sem eldri em. Varðandi það hvort agavandamál séu til staðar þá er ekki hægt að ganga fram lyá því að skólinn hefur þurft að taka við nemendum utan héraðs, og þá nemendur sem hafa átt við félagsleg vandamál að stríða, til þess að fá nægan nemendafjölda. Margir þessara nemenda hafa reynst alveg þokkalegir en aðrir lakari og þeir hafa stundum ráðið ferðinni. Af þessum ástæöum þarf að vera styrk stjóm á skólanum og það hafa verið vandamál við skólann vegna þessa sem hafa verið og em til athuganar. Ég vil taka fram að rekstur mötu- neytis hefur verið mjög hagstæður fæðiskaupendum eftir að þessi bryti tók við og kostnaður þar er a.m.k. fjóröungi lægri en í sambærilegum skólum og engar kvartanir hafa komið yfir því að fæðið hafi ekki verið viðhlítandi. Brytinn hefur fiúl- an rétt á að sækja um á ný.“ Skólastjórinn fékk áminningu frá ráðhenra - fyrir aö leysa skólanefiidina fi:á störfiim Wborg Davíðsdóttir, DV, feafiröfc Skólastjóri Héraðsskólans í Reykjanesi hefur átt 1 samstaríserf- iðleikmn við fleiri en brytann. í vetur sendi hann ráðuneyti menntamála bréf þar sem hann kvaðst hafa leyst skólanefndina frá störfum og gerði tillögu um nýja nefnd. í svarbréfi ráðuneytisins dags. 17. mars, undir- rituðu af ráðherra, er skólastjóra veitt áminning fyrir þessi vinnu- brögð „sem samræmast ekki starfi yðar“, eins og það er orðað. Einnig er tekið fram að ráðuneytið hafi enn ekki hafnað ósk meirihluta skólanefndar um að skólastjóra verði vikið úr starfi. í bréfi ráðherra segir að einstakir skólanefndarmenn hafi lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir að segja af sér geri skipaður skóla- stjóri slíkt hið sama. Skólastjórinn er minntur á að honum beri sam- kvæmt lögum að vinna í.fullu sam- ráði við nefndina sem er lögformlega skipuð og fundið að því að hann hafi ekki sent nefndinni afrit af bréf hans til ráðuneytisins um viðhald skóla- mannvirkja í Reykjanesi. Tekið er fram að ráðuneytið hafi beðið nefnd- ina um umsögn um þetta mál og muni taka ákvörðun um fram- kvæmdir þegar hún liggur fyrir. Með bréfi þessu sendir ráðuneytið ljósrit af bréfi Ríkisendurskoðunar þar sem fram kemur að skólastjóri hefur ekki fyllilega gengið frá reikn- ingsskilum vegna reksturs mötu- neytis skólans skólárin 1985-6 og 1986-7 og er hann minntur á bréf sem sent var þessu máli viðvíkjandi 15. desember sl. og farið fram á að hann ljúki því uppgjöri án tafar. Svo ótrúlegt sem það nú er slapp ökumaður sendibílsins án alvarlegra meiðsla. Bíllinn valt eftir að ökumaðurinn nauðhemlaði og bíllinn lenti við það út á gras sem er við vegkantinn. ökumaðurinn hemlaði vegna þess að ekið var í veg fyrir bílinn. DV-mynd S Hallinn tíu milljarðar Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að viðskiptahallinn á þessu ári verði 10,1 núlljarður króna. Þetta er um 600 mfiljónum meiri halli en í fyrra. Hallinn í ár er hins vegar lægra hlutfaU af landsfram- leiðslu en í fyrra. Miðað við slíkan samanburð er hallinn i ár í raun 800 mUljón krónum lægri. Þjóðhagsstofnun spáir því að vöru- skiptajöfnuðurinn verði hagstæður 1 ár um 500 núlljónir en hann var óhagstæður um 560 mUljónir í fyrra. Þá er spáð að þjónustujöfnuðurinn verði jákvæður um 1.300 mUljónir en hann var neikvæður um 582 mUljón- ir í fyrra. Ástæðan fyrir því að þessi hag- stæða sveifla skUar sér ekki í lægri viöskiptahaUa er einkum sú aö spáð er að viðskiptakjör gagnvart útlönd- um muni versna um 1,1 prósent og eins er vaxtajöfnuðurinn ákaflega óhagstæður. Þá gerir mikUl innflutn- ingur á flugvélum og skipum haUann meiri. Búist er við að flugvélar og skip verði flutt inn fyrir um 7 mUlj- arða. Viðskiptahalhnn undanfarin þrjú ár jafngUdir um 32 mUljörðum króna á núvirði. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.