Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Page 5
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989.
5
Fréttir
Deilur um skammdræg kjamorkuvopn innan Nato:
Kemur íslenska sendinefndin
til með að styðja báða aðila?
Innan Atlantshafsbandalagsins
er nú tekist á um afstöðu aðildar-
ríkja til skammdrægra kjarna-
flauga í V-Evrópu. Hefur bandalag-
ið nánast klofnað í tvennt í afstöðu
sinni en nú er reynt af miklum
krafti að leysa málið áður en leið-
togafundur Na.to hefst í Brussel í
næstu viku. Áður en fundurinn
hefst verður lausn nánast að hggja
á borðinu því ekki er til siðs í Nato
aö láta kjósa um hlutina og láta
þannig einfaldan meirihluta aðild-
arþjóða taka stefnumarkandi af-
stöðu.
Deilan snýst um tvennt: Annars
vegar afstöðuna til endurnýjunar
skammdrægra vopna en hins vegar
um afstöðuna til þess hvort viðræð-
ur um skammdrægar kjamaflaug-
ar eiga að hefjast strax.
Að sögn Steingríms Hermanns-
sonar forsætisráðherra styðja ís-
lensk stjórnvöld þá kröfu v-þýskra
stjórnvalda að uppsetningu flaug-
anna verði frestað. Sagði Stein-
grímur að enginn ágreiningur væri
um það innan ríkisstjórnarinnar.
í raun er ekki veriö að deila um
þetta atriði lengur því Nato hefur
náð samkomulagi um að fresta til
1992 uppsetningu flauganna.
Deilan snýst núna fyrst og fremst
um það hvort fallist verður á kröfu
V-Þjóðveija um að viðræður um
skammdrægu flaugarnar hefjist
strax. Hvað segir forsætisráðherra
um það?
„Okkar tillaga hefur verið sú að
viðræður verði undirbúnar á öllu
sviðinu, meðal annars á þessu sviði
og meðal annars í sambandi við
sjóinn. En við viðurkennum það
að ekki er óeðlilegt að taka þetta í
ákveðinni röð. Ég fyrir mitt leyti
tel nauðsynlegt að ná næst jafn-
vægi í hefbundnum vígbúnaði. Við
höfum orðað það svo að menn verði
að vera undir það búnir að hefja
næstu skref.“
Þarna tekur forsætisráðherra
undir þau sjónarmið Bandaríkja-
manna, Breta og reyndar Frakka
einnig að áður en rætt verði um
fækkun skammdrægra kjarna-
flauga verði að útkljá deilur um
hefbundin vopn.
Steingrímur sagðist reyndar hafa
forvitnast um hug manna til af-
vopnunar á hafinu sem hann sagð-
ist telja einna brýnast fyrir okkur
íslendinga. Hefði hann þá komist
að því að það væri mikil andstaða
gegn því að hefja slíkar viðræður
núna innan Nato. Sagðist Stein-
Þá verður einnig spennandi að ar verða því svo virðist sem okkur um megin við borðið í þeim tveim
sjá hvorum megin borös íslending- hafl tekist að skipa okkur sitt hvor- deilumálum sem fyrir liggja.
Sigurður M. Jónsson
grímur hafa fengið þau svör að
slíkt yrði að koma seinna í þessari
afvopnunarröð.
Fréttaljós
Engilsaxnesk afstaða
hjá Jóni Baldvini
Afstaða Jóns Baldvins Hanni-
balssonar utanríkisráðherra, eins
og hún birtist í skýrslu hans til
Alþingis, bendir til þess að hann
sé hlynntari sjónarmiöum Banda-
ríkjamanna í afstöðu sinni til
skammdrægu vopnanna.
Þar segir Jón Baldvin: „Ég hef
htið svo á að Atlantshafsbandalag-
ið ætti ekki að útiloka möguleikann
á að endurnýja birgöir skamm-
drægra kjamavopna við núverandi
aðstæður."
Þegar hann kynnti skýrslu sína
fyrir Alþingi áréttaði hann skoðun
sína á yfirburðum Sovétmanna á
sviði skammdrægra kjarnavopna í
ræðu sinni: „Yflrburðir Sovét-
manna á sviði hefb.undinna vopna
í Evrópu era gífurlegir. Á sviði
skammdrægra kjamavopna eru
yfirburðir þeirra jafnvel margfalt
meiri.“
Innan ríkisstjómarinnar hefur
þetta mál ekki verið rætt mikið
enda málefnum Nato haldið eins
íjarri Alþýðubandalaginu og unnt
er. Að sögn forsætisráðherra hefur
það helst verið í viðræðum for-
manna stjórnarflokkanna sem
þetta mál hefur verið rætt.
Það hefur þó einkum verið í viö-
ræðum utanríkisráðherra og for-
sætisráðherra sem afstaða íslands
hefur veriö mótuð.
Að sögn Hjörleifs Guttormsson-
ar, fulltrúa Alþýðubandalagsins í
utanríkismálanefnd Alþingis, er
þeirra afstaða skýr. Þeir styðja ein-
dregið þau öfl í V-Þýskalandi sem
vilja fækka skammdrægum
kjarnavopnum og taka þannig á
þeim eins og öðrum þáttum af-
vopnunar.
Forsætisráðherra og utanríkis-
ráðherra munu halda til Brussel á
sunnudaginn en leiðtogafundurinn
hefst á mánudag. Þar eð engin sam-
eiginleg yfirlýsing hefur fengið
samþykki fyrirfram verður niöur-
stöðu fundarins beðið með eftir-
væntingu.
ÞRJAR
□NFALDAR LQÐIR
HVERT Á LAND SEM ER
Við einföldum þér leitina að hagkvæmasta ferðamöguleikanum.
í hinni nýju sumaráætlun okkar eru allar ferðir merktar með
rauðum, grænum og bláum lit. Blár litur þýðir ferð á fullu
fargjaldi, grænn þýðir 20% afsláttur og rauður 40% afsláttur.
Sumaráætlunin 1989 fæst á öllum söluskrifstofum Flugleiða,
hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum.
Sumaráætlun Flugleiða - lykillinn
að ferðum þínum um landið.
FLUGLEIDIR
INNANLANDSFLUG:
R
co
á
s
<
w
5
<
NISSAN VANETTE
VÆNLEGUR KOSTUR
Nissan Vanette er vænlegur kostur fyrir sendibílstjóra og
verktaka.
Ef borið er saman verðið á Nissan Vanette og öðrum sambæri-
legum þá hefur Nissan Vanette vinninginn eins og á öðrum
sviðum.
Okkar verð: 840.000.-
Greiðslukjör sniðin að þínum þörfum. Sýningarbíll á staðnum.
3ja ára ábyrgð.
Sýningarsalurinn v/Sævarhöfða opinn frá kl. 14-17
laugardag og sunnudag
Ingvar
Helgason hf
Sævarhöfða 2, sími 67-4000