Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Side 6
6
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989.
Viðskipti_____________________________________________________________________________ðv
Iðnaðar-, Verslunar-, Alþýðu- og Útvegsbanki í einn banka:
Nýi bankarisinn stofnaður
fyrir bjóðhátfðardaginn?
Miklar líkur eru nú á að mesta
sameining fyrirtaekja á íslandi verði
að veruleika á næstu vikum. Iðnað-
arbanki, Verslunarbanki og Alþýðu-
banki hafa áhuga á að sameinast með
sprengikrafti, snerpu, innan nokk-
urra vikna, jafnvel fyrir þjóðhátíðar-
daginn 17. júní, og kaupa samhliða
Útvegsbankann. Jafnframt mun vera
mjög góður gangur í viðræðum
Landsbanka og Samvinnubanka um
að Landsbankinn kaupi hlut SÍS í
Samvinnubankanum sem þýðir í
reynd að þessir bankar sameinast. Á
næstunni gæti því legið fyrir að að-
eins þrír stórir bankar verði á ís-
landi.
Bankaráð Iðnaðar-, Verslunar- og
Alþýðubanka hafa gefið Jóni Sig-
urðssyni viðskiptará^herra viljayfir-
lýsingu með því innihaldi að fullur
vilji sé innan bankanna að sameinast
og kaupa Útvegsbankann. Mikil
vinna er hafin innan þessara banka
við að reikna út hagkvæmni samein-
ingarinnar. Þetta eru útreikningar
sem síðan veröa notaðir til að taka
endanlega ákvörðun, negla samein-
inguna niður fyrir fullt og fast.
Jafnræði allra þriggja
Bankamir þrír stefna að því að
hafa með sér jafnræði í sameining-
unni, samkvæmt áreiðanlegum
heimildum DV í gær. Það þýðir að
allir ætla að eiga jafnstóran hlut þeg-
ar Útvegsbankinn verður keyptur.
Ef þetta gengur eftir veröa Verslun-
ar- og Alþýðubankinn að auka hlut-
afé sitt. Alþýðubankinn verður sérs-
taklega að auka hiutafé sitt eða um
nokkur hundruð milljónir króna.
Eigið fé Iðnaðarbanka er um 950
milljónir króna, Verslunarbanka um
660 milljónir og Alþýðubanka um 305
milljónir króna. Verslunarbanki hef-
ur heimild fyrir hundrað milljóna
króna hlutafjárútboði og það sama
er að segja um Alþýðubankann.
Iðnaðarbanki ekki
meðallan sinn hlut
Uppi eru hugmyndir að svo gæti
farið að Iðnaðarbankinn kæmi ekki
með allan sinn hlut inn í nýja bank-
ann og stafar það af því að þá er
auðveldara að ná markmiðinu um
jafnræði bankanna.
Stóra spumingin er ekki síst sú
hvar Alþýðubankinn ætlar að fá auk-
- Landsbanki og Samvinnubanki líka að sameinast
Iðnaðarbankinn, Verslunarbankinn, Alþýðubankinn og Utvegsbankinn sam-
an i einn banka? Sá banki yrði næststærsti bankinn. Og þá er útlit fyrir að
allt smelli saman á milli Landsbankans og Samvinnubankans innan nokk-
urra vikna.
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
ið hlutafé á næstunni. í gær bentu
menn á nýlega grein í Frjálsri versl-
un þar sem sagt er frá því að verka-
lýðshreyfmgin sé rík og eigi millj-
arða í eignum. Þar sjá menn fjár-
magn fyrir Alþýðubankann. Þess má
geta að stjórnarformaöur Alþýðu-
bankans hf. er Ásmundur Stefáns-
son, formaður Alþýðusambands ís-
lands.
Lífeyrissjóður
verslunarmanna
Það vekur athygli í þessu sambandi
að Lífeyrissjóður verslunarmanna er
hluthafi í Iönaðarbankanum, Versl-
imarbankanum og Alþýðubankan-
um. Ekki má heldur gleyma því að
Lífeyrissjóður verslunarmanna var
inni í kauptilboðinu sem KR-ingamir
gerðu á sínum tíma í Útvegsbank-
ann. KR-ingamir vora þeir kallaðir,
aðilamir 33 undir forystu Kristjáns
Ragnarssonar, formanns LÍÚ, sem
gerðu kauptilboð í Útvegsbankann á
móti Sambandinu á sínum tíma. Þá
var Lífeyrissjóður verslunarmanna
tilbúinn að leggja 100 mUljónir í
púkkið.
Næststærstl bankinn
Innan bankanna þriggja ríkir
bjartsýni um að sameiningin takist,
mest vegna þess að það er hagkvæmt
fyrir alla. Gangi dæmið upp verða
fjórir bankar að einum. Upp hefur
þá risið á íslandi næststærsti banki
landsins, næstur á eftir Landsbank-
anum. Þessi banki gæti tekið að sér
viðskipti stórfyrirtækja á íslandi sem
hver bankanna þriggja ræður ekki
við núna vegna smæðar sinnar. Þessi
stóri einkabanki gæti því hæglega
náð í viðskipti sem Landsbankinn
situr nú einn að vegna stærðar
sinnar.
Augljós hagkvæmni er í samein-
ingunni. Útht er fyrir aö nýi bankinn
geti selt talsvert af fasteignum og
fækkað við sig starfsfólki svo um
muni. Þetta, ofan í aukin viðskipta-
sambönd sem koma meö stærð bank-
ans, gefur af sér stórfellda og marg-
þráða hagkvæmni í bankakerfinu.
Spillir pólitíkin fyrir?
Stjómmálamenn hafa hver af öðr-
um lýst því yfir að sameina verði
bankana og ná fram hagkvæmni.
Þetta segja þeir í orði. Hvað gera
þeir á borði? Fylgir hugur máli? Og
hjá öllum?
Innan raða stjómmálamannanna
finnast örugglega menn sem era á
móti því að nýr sterkur einkabanki
rísi. Hvers vegna? Vegna þess að
margir stjómmálamenn hafa völd og
áhrif í bönkunum á meðan þeir eru
ríkisbankar. Það þýðir aftur að hægt
er að veita fyrirgreiðslu til pólitískra
gæðinga.
Fari svo að einhverjir stjórnmála-
menn fái glýju í augun yfir stóra
einkabankanum og spilli fyrir sam-
einingunni hefur það legið í loftinu
að Útvegsbankanum yrði skipt yfir á
ríkisbankana tvo, Landsbankann og
Búnaðarbankann. Miðað við mikinn
gang í viðræðum Landsbanka og
Samvinnubanka og gott útlit um
sameiningu þar þykir næsta víst að
Útvegsbankinn yrði sameinaður
Búnaðarbankanum einum en ekki
Landsbankanum líka.
Þetta er stærð bankanna
Ef horft er á eignir bankanna er
stærð þeirra núna þessi á markaðn-
um: Landsbankinn er með 47%, Bún-
aðarbankinn 18%, Útvegsbankinn
12%, Iðnaðarbankinn 8%, Verslun-
arbankinn 6%, Samvinnubankinn
6% og Alþýðubankinn 3%.
Nýi einkabankarisinn hefði eftir
sameininguna 35 prósent af mark-
aðnum, Landsbankinn 53 prósent og
Búnaðarbankinn 18 prósent. Sem
sagt þrír bankar í landinu.
Verði einkabankarisinn ekki að
veruleika og Landsbankinn gleypi
Samvinnubankann og Búnaðar-
banki yfirtaki Útvegsbankann verð-
ur staðan þessi: Landsbanki 53 pró-
sent, Búnaðarbanki 30 prósent og
einkabankarnir allir til samans 17
prósent.
Samkvæmt heimildum DV er mjög
góður gangur í viðræðum Lands-
banka og Samvinnubanka og gott
hljóð í mönnum þar á bæ um að
Landsbankinn yfirtaki hlut Sam-
bandsins í Samvinnubankanum.
Sala spariskírteina:
Gap upp á 600 mil|jónir króna
Ríkinu hefur enn ekki tekist að
brúa bilið sem myndaðist í sölu
spariskírteina ríkissjóðs fyrstu tvo
mánuðina þegar sparifiáreigendur
innleystu rúma 1,4 milljarða af skír-
teinum en keyptu ekki ný skírteini
nema fyrir um 500 milljónir. Næstum
milljarður var gripinn í burtu á þess-
um dögum. Hinn 19. maí, þegar næst-
um fimm mánuðir vora liðnir af ár-
inu, var staðan þannig að ríkið hafði
selt spariskírteini fyrir mn 969 millj-
ónir króna á meðan búið var aö inn-
leysa skírteini ásamt vöxtum fyrir
um 1.610 milfiónir. Þetta er gap upp
á rúmar 600 milljónir króna.
Næst 2ja milljarða afgangur?
Markrnið fiármálaráðuneytisins er
að selja spariskírteini og önnur verð-
bréf fyrir um 5,3 milljarða króna á
árinu og að innleyst verði skírteini
fyrir um 3,3 milljarða þannig að
hrein fiáröflvm verði um 2 milljarð-
ar. Það verður greinilega á brattann
að sækja hjá ríkinu og ólíklegt að
þetta takmark náist.
Kröftug sala ríkisvíxla
Eitt er athyglisvert við innlenda
fiáröflun ríkisins. Sala ríkisvíxla, 3ja
mánaða víxla, hefur verið mikil, að
sögn Más Guðmundssonar, efna-
hagsráöunautar Ólafs Ragnars
Grímssonar. Frá áramótum hafa
verið seldir ríkisvíxlar fyrir um 2,2
milljarða nettó. Það er mun meira
en ríkið geröi ráð fyrir aö selja.
Bankamir hafa keypt mest af ríkis-
víxlum. Þessi mikla sala ríkisvíxl-
anna endurspeglar aftur góöa
lausafiárstööu bankanna á fyrstu
mánuðum þessa árs. Nafnvextir rík-
isvixlanna era samt, eins og nafn-
vextir annarra víxla, lágir miðað við
verðbólgu og þar af leiðandi er ávöxt-
un mjög lítil. Og raunar vora raun-
vextir af víxlum neikvæðir á tíma-
bih fyrr á árinu. Kaup ríkisvíxla era
hins vegar betri kostur fyrir bankana
en að hggja með peningana í Seðla-
bankanum þar sem vextir eru lágir.
Ríkiö reiknar ekki með því að ríkis-
víxlamir skih neinu í hreinni fiáröfl-
un á árinu. Þó kynni svo að fara að
bankarnir kaupi nýja ríkisvíxla í
stað þeirra sem innleysast og þannig
koll af kolh. Þannig gæti hugsanlega
orðið um nokkra fiáröflun að ræða.
Líklegra er samt að lausafiárstaða
bankanna versni á næstu mánuðum
og að þeir losi sig við ríkisvíxlana.
Kertið nálgast 5 prósent
Vextir af spariskírteinum ríkis-
sjóðs til fimm ára era núna 7 pró-
sent. Ríkissfiómin stefnir að því að
lækka raunvextina niður í 5 prósent.
Að undanförnu hafa birst auglýs-
ingar frá fiármálaráðuneytinu. í
einni auglýsingunni er mynd af kerti
sem er að brenna niöur. Kertið er
núna við 7 prósenta markið en það
stefnir niður og fer næst niður í 6
prósent og áfram niöur í 5 prósent.
Ætlunin er að slökkva á kertinu viö
5 prósentin.
Vextir á Verðbréfaþingi íslands
hafa lækkað verulega á síðustu mán-
uöum eða um allt að 2,5 prósent. Þar
eru raunvextir nú í kringum 7,5 pró-
sent að jafnaði. Langflest bréfin á
Veröbréfaþingjnu era ríkisskulda-
bréf. Það merkir að vextir á nýjum
skuldabréfum ríkissjóðs hafa áhrif á
vexti eldri spariskírteina á Verð-
bréfaþinginu.
Eykst sala spariskírteina?
Að sögn Más Guðmundssonar býst
fiármálaráðuneytið viö verulegri
sölu spariskírteina með haustinu
þegar um nokkra innlausn verður
að ræða á spariskírteinum. Með öðr-
um orðum að þeir sem innleysa
spariskírteini sín í haust kaupi strax
aftur ný spariskírteini ríkissjóðs þótt
vextirnir verði þá um 5 prósent eða
tveimur prósentum lægri en nú er.
Þettaerspennandimál. -JGH
Þeir bjartsýnustu telja að bankamir
smelli saman eftir um mánuð eða
svo.
Flaggað 17. júní?
Næstu vikur era greinilega með
ótrúlegustu vikum í íslensku við-
skiptalífi. Aht útht er fyrir að fiórir
bankar verði að einum og að Lands-
bankinn og Samvinnubankinn sam-
einist. Það hefði þótt saga til næsta
bæjar.
Hver veit nema einkabankarisinn
flaggi á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17.
júní og hann verði kahaður Þjóðar-
bankinn? -JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækurób. 14-16 Vb.Sp
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 14-18 Vb
6mán. uppsögn 15-20 Vb
12mán. uppsögn 16-16,5 Ab
18mán. uppsögn 32 lb
Tékkareikningar.alm. 3-9 Sp
Sérlékkareikningar 4-16 Vb.Ab,-
Innlán verðtryggð Sp
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán. uppsögn 2-3 Allir
Innlánmeð sérkjörum 27-35 nema Úb Ab
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 8,25-9 Ab
Sterlingspund 11,5-12 Sb.Ab
Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Sb
Danskar krónur 7,5-8 Ib.Bb,-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) Sp lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 28-30,5 Lb.Úb .
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 27,5-33 Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 31,5-35 Lb
Utlan verðtryggð
. Skuldabréf 7,25-9,25 Lb.Bb
Útlántilframleiðslu
Isl. krónur 27,5-33 Lb.Úb
SDR 10-10,25 Allir
Bandaríkjadalir 11,25-11,5 nema Úb Allir
Sterlingspund 14,5 nema Úb Allir
Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 38,4.
MEÐALVEXTIR
óverðtr. maí 89 27,6
Verötr. maí 89 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala maí 2433 stig
Byggingavísitalamaí 445stig
Byggingavisitala maí 139stig
Húsaleiguvisitala 1,25% hækkun 1. april
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3,845
Einingabréf 2 2,138
Einingabréf 3 2,526
Skammtímabréf 1,326
Lífeyrisbréf 1,933
Gengisbréf 1,730
Kjarabréf 3,830
Markbréf 2,036
Tekjubréf 1,697
Skyndibréf 1,165
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,846
Sjóðsbréf 2 1.520
Sjóðsbréf 3 1,305
Sjóðsbréf 4 1,089
Vaxtasjóðsbréf 1.3072
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 278 kr.
Eimskip 348 kr.
Flugleiðir 171 kr.
Hampiðjan 154 kr.
Hlutabréfasjóður 127 kr.
Iðnaðarbankinn 156 kr.
Skagstrendingur hf. 200 kr.
Útvegsbankinn hf. 135 kr.
Verslunarbankinn 143 kr.
Tollvörugeymslan hf. 106 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum
og við-skiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnu-
banki kaupa viðskiptavixla gegn 31%
ársvöxtum og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.