Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989. Udönd í dýragarðinmn Sea World í Ohiofylki í Bandaríkjunum fæddist 15 punda selskópur í gær. Móðirin, sem hlotiö hefur nafnið Tassy, fannst undan strðnd Washingtonfylkis á vesturströnd Bandaríkjanna og var færð til Ohio til að ná kröftum á nýjan leik. Öllum til mikillar gleði hresstist hin 16 ára Tassy og eignaðist fljótlega kóp. Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Anatoly Lukyanov varaforseti greiða atkvæði á fulltrúaþinginu í gær. Símamynd Reuter Hið nýja fulltmaþing í Sovétríkjunum: Þremur vísað úr landi Yfirvöld í Nicaragua vísuðu tveimur bandarískum stjómarerindrekum úr landi í gær. Að sögn talsmanns utanríkisráðuneytisins var þeim gefið að sök að hlutast til um innanríkismál Nicaragua. Að sögn talsmannsins tók Ortega, forseti Nicaragua, ákvöröun ura að vísa stjómarerindrekunum úr landi eftir að honum bárust upplýsingar um að þeir hefðu fundað með kennurum sem nú íhuga verkfall til að krefjast hærri launa. Sendifulltrúi Bandaríkjanna í Nicaragua sagöi ásak- anir stjómvalda órökstuddar og kvað stjómarerindrekana hafa verið að kanna stöðu mála hjá kennurum. Kennarar hafa farið í nokkur verkfóll, sem staðið hafa stutt, og kreflast hærri launa. Gorbatsjov kjörinn forseti Ihugar fækkun hermanna í Evrópu í frétt bandaríska dagblaðsins Washington Times í morgun íhugar Bush Bandaríkjaforseti nú að fækka hermönnum Nato um 10 prósent. í frétt- inni segir að forsetinn muni tiikynna leiðtogum Atiantshafsbandalagsins um þessa ákvörðun á fúndi þess í Brussel á mánudag og þriðjudag. Tíu prósent fækkun þýðir að 34 þúsund hermenn verða kallaðir heim, segir í fréttinni. Þá segir að enn sé ekki búiö að ganga frá öilum atriðum þessarar áætiunar. Innbrotsþjófarnir fengu ádrepu Tæplega níræð kona las yfir hausamótunum á þremur innbrotsþjófum nýverið og sagði þeim að fá sér nú almennilega vinnu. Innbrotsþjófarnir, sem vom grímuklæddir, brutust inn á heimili lafði Mavis Pilkington í norðurhluta Bretlands 1 gær og komust undan meö 150 þúsund punda virði af skartgripum. Þjófarnir iokuðu lafðina og hina hvassyrtu móður hennar, Madge Caffey, 89 ára aö aldri, inni í baðherberginu. „Þið getið ekki stundað þetta nótt eftir nótt - þetta er ekki almennileg vinna,“ sagði frú Caffey þegar innbrotsþjófamir hótuðu að ræna henni. „Ekki viljiö þið gera þetta að ævistarfi?" bætti hún við. Að sögn lafði Pilkington haíði gamla konan greinifega mikil áhrif á þjófana því einn þeirra sagði við hana aö móðir hennar ætti skilið að fá orðu. Samstada mótmælir Hið nýja fulitrúaþing Sovétríkj- anna felídi í morgun, í sínu fyrsta embættisverki annan dag þingsins, ályktun um að fella tímabundið úr gildi umdeild lög gegn mótmælum. Ályktunin var felid með 1.261 at- kvæði gegn 831. Hún var lögð fram eftir að 1.500 mótmælendur söfnuð- ust saman fyrir framan þinghúsið í gær í þeirri von að hitta þingmenn. Fuiltrúamir kusu í gær Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtoga í nýtt emb- ætti forseta en fréttaskýrendur höfðu fastlega búist við að svo færi. Alls greiddu 87 þingmenn atkvæði gegn Gqrbatsjov af 2.123 þingmönnum sem mættir voru. Enginn bauð sig fram gegn Gor- batsjov því þingið hafnaöi einum frambjóðanda. Boris Jeltsin, sem margir vildu að byði sig fram, hafn- aði því. Enn á eftir að kjósa varafor- seta og sögusagnir hafa verið á kreiki um að Jeltsin muni bjóða sig fram í það embætti gegn frambjóöanda flokksins, Anatoly Lukyanov, núver- andi varaforseta. Gorbatsjov hefur haidið embætti forseta en hið nýja embætti mun hafa mun meiri völd. Má til dæmis nefna að forsetinn mun vera í for- svari fyrir varnar- og utanríkisstefnu þjóðarinnar. Þá mun hann einnig vera í forsæti fyrir æðsta ráðinu, um 500 manna þingi sem enn á eftir að kjósa í. Sovétleiðtoginn hlaut töluverða gagnrýni á fundi þingsins í gær. Gor- batsjov tók sjálfur til máls og viður- kenndi að mörg mistök hefðu átt sér staö við framkvæmd umbótastefn- unnar. Reuter Tillaga um hlut- laust svæði í Beirút Ástandið í Líbanon var helsta um- ræðuefnið á fundi leiðtoga Araba- bandalagsins í Casablanca í gær. Rætt var um aö koma á laggirnar hlutlausu svæði í Beirút þar sem þingmenn gætu komið saman til að kjósa nýjan forseta. Sýrlendingar, sem eru með flörutíu þúsund hermenn í Líbanon, hafa enn ekki sagt álit sitt á tillögunni sem gengur ekki jafnlangt og írakar vilja. Þeir fara fram á brottflutning alls sýrlensks herliðs frá Líbanon. Aðallega var boðað til leiðtoga- fundarins til þess að flalla um friðar- stefnu Palestínumanna en stríðið í Líbanon hefur kallað á umræður og valdið deilum. Enginn forseti hefur veriö í Líban- on síðan kjörtímabili Amins Gemay- el lauk í september síðastliðnum. Stóli Líbanons á leiðtogafundinum hefur verið auður á meöan leiðtogar kristinna og múhameðstrúarmanna halda áfram að deila í Líbanon. Þing hefur ekki komiö saman í Líbanon til að kjósa eftirmann Gemayels þar sem fulltrúar kristinna hafa neitaö að fara yfir hina svokölluðu grænu bnu, sem skiptir borginni, til þing- hússins í vesturhluta Beirút sem Hin óháöu verkalýðssamtök í Póllandi, Samstaöa, lögöu fram mótmæli til pólskra yfirvalda í gær vegna þess að dómstóli þar í landi halhaöi á þriðjudag beiðni samtaka námsmanna, NZS, um lögleiðingu. Stjómarandstaðan segir þessa ákvörðun dómsvalda brot á sam- komulagi sem sflóm og sflórnar- andstaöa náöu um lýðræöisum- baetur í landinu. Ákvörðunin leiddi til víðtækra verkfalla námsmanna og ákváðu nemendur í fimmtán háskóium í Varsjá auk þriggja annarra borga að halda tveggja daga löngu setu- verkíalli sínu áfram í gær. Leiö- togar NZS munu koma saman til fiindar í dag og þá mun ákvörðun um lengd setuverkfallsins verða tekin. Dómurinn mildaður Samkvæmt tilkynningu fangelsisyfirvalda á Ítalíu getur árásarmaður Jóhannesar Páls páfa, Mehmet Ah Ágca, nú sótt um reynslulausn úr fang- elsi tveimur áður fýtr eða árið 2005 í stað ársins 2007. Samkvæmt heimildum á Ítalíu heftir Agca, sem skaut að páfa í maí árlð 1981, tvívegis sótt um náöun en án árangurs. Jóhannes PáJI páfi heimsótti Agca í fangelsi árið 1984 og veitti honum fyrirgefhingu. Reuter Stuðningsmaður námsmanna í Póllandi lætur peninga af hendi rakna i verkfallssjóð nemenda í Varsjar-háskóla. Simamynd Reuter Sýrlendingar og múhameðstrúar- menn hafa yfirráö yfir. Tillagan um hlutlaust svæði var borin upp af Egyptalandi og Kuwait. Samkvæmt henni myndu engir er- lendir hermenn vera á svæðinu og ekki heldur líbanskir þjóðvarðliðar. Gert er ráö fyrir að líbanski herinn, sem nú er klofinn, hafi þar eftirlit og lúti hann nefnd skipaðri af leið- togafundinum. Að því er gert er ráð fyrir í tillögunni myndu hermenn úr báðum fylkingum verða kallaðir til eftirlits. Reuter Gaddafi Líbýuleiðtogi heilsar Hussein íraksforseta á einkafundi i Casa- blanca í gær þar sem leiðtogafundur Arababandalagsins stendur yfir. Gadd- afi, sem er bandamaður Sýrlendinga, studdi írana i Persaflóastríðinu. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.