Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Page 9
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989.
9
Utlönd
Li Peng er í sviðsfjósinu
Hörð gagnrýni var í Dagblaði Al-
þýðunnar, áhrifamesta blaðinu í
Kína, í morgun á ástandið í kínversk-
um stjómmálum. Athygli vekur að
ekki var minnst á Zhao Ziyang, for-
mann Kommúnistaflokksins. Hins
vegar fékk andstæðingur Zhaos,
harðlínumaðurinn Li Peng, að láta
ljós sitt skína á forsíðu blaðsins.
Vestrænir stjómarandstæðingar
sögðu í morgun að fregnir gæfu til
kynna að Zþao hefði tapað valdabar-
áttunni og verið látinn víkja. Að
minnsta kosti virtist hann ekki vera
til samkvæmt Dagblaði alþýðunnar.
Ekki var heldur minnst á fullyrðingu
talsmanns kínverska utanríkisráðu-
neytisins í gær um að Zhao væri enn
formaður.
Stjómarerindrekar kváðust í gær-
kvöldi hafa heyrt fregnir af því að
stjómmáiaráð Kina hefði haldið fund
og sakað Zhao og þijá aðra um að
mynda valdakliku í andstöðu við
flokkinn.
Dagblað alþýðunnar birtir bréf Lis
til hermanna þar sem þeir em hvatt-
ir til að framfylgja herlögunum. Sagt
er frá fundi Lis með nýjum sendi-
herrum þar sem hann sagði þeim frá
Námsmenn samþykktu í morgun að halda áfram mótmælaaðgerðum sínum
þrátt fyrir ótta við árás hersins sem hvattur hefur verið tíl að framfylgja
herlögunum. Simamynd Reuter
upplausninni í Peking. Námsmönn-
um utan af landi er skipaö af stjóm-
málaráðinu að halda sig utan höfuð-
borgarinnar. í blaðinu er einnig
mynd af ástandinu á Torgi hins
himneska friðar þar sem námsmenn
halda áfram mótmælaagerðum sín-
um.
Námsmenn hótuðu því í morgun
að herða jafnvel á kröfum sínum um
lýðræði þrátt fyrir óttann við að her-
menn geri árás á þá. Að sögn sjónar-
votta voru um tuttugu þúsund náms-
menn á torginu í morginu. Strax eft-
ir að tilkynnt hafði veriö í hátalara-
kerfi um ákvörðun námsmanna um
aö halda áfram mótmælaaögerðun-
um voru þeir beðnir um að yfirgefa
torgið, meðal annars af heiibrigðisá-
stæðum þar sem mikið rusl hefur nú
safnastfyrir. Reuter
Námsmenn í Peking gera óspart grín að leiðtogum Kína og hafa þeir hengt upp teikningar með miður fallegum
athugasemdum um þá á Torgi hins himneska friðar. Simamynd Reuter
Fjórum Tékkum
vísað úr landi
Bresk yfirvöld sögðu í gær að
ákvörðun um brottvísun fjögurra
tékkneskra sendiráðsstarfsmanna
úr landi væri í engum tengslum við
brottvísim átta sovéskra sendiráðs-
manna og þriggja fréttamanna frá
Bretlandi fyrir viku.
í kjölfar þeirrar brottvísunar guldu
Sovétmenn líku líkt og vísuðu ellefu
Bretum úr landi. Þá fóru þeir einnig
fram á við bresk yfirvöld að þau
fækkuðu í starfsliði breska sendi-
ráðsins í Sovétríkjunum og öðrum
breskum stofnunum þar í landi til
samræmis við fjölda Sovétmanna í
Bretlandi en þeir eru nú 205.
Tékknesku mönnunum, sem vísað
var úr landi vegna „athæfis er sam-
rýmdist ekki stöðu þeirra,“ þ.e.
njósna, var gefinn fjórtán daga frest-
ur til að yfirgefa Bretiand. Það eru
þrír stjómarerindrekar og einn
tæknilegur ráðgjafi sendiráðsins
sem fengu reisupassann.
Bretar vísuðu þremur Tékkum úr
landi í september síðastliðnum fyrir
njósnir. Samkvæmt yfirlýsingu
breska utanríkisráðuneytisins í gær
var tékkneski sendiherrann nú
minntur á að þá hefði honum verið
gefin aðvörun um að Bretar myndu
ekki þola slíkt athæfi.
í kjölfar brottvísunarinnar í sept-
ember kom mikill afturkippur í sam-
skipti þjóðanna. Má til dæmis nefna
að bresk yfirvöld lögðu tvívegis fram
mótmæli við tékknesku stjómina á
um einu ári vegna meintrar barsmíð-
ar á breskum fréttamönnum í Tékkó-
slóvakíu. En samskipti landanna
fóm batnandi þar til nú.
Reuter
ISLANDSMOTIÐ I KNATTSPYRNU
2. DEILD KARLA
STJARNAN - TINDASTÓLL
leika á Stjörnuvelli laugardag 27. maí kl. 14.
_ Garðbæingar og aðrir stuðningsmenn Stjörnunnar!
Fjölmennið á fyrsta leik sumarsins og.styðjið við bakið
á ykkar mönnum.
VWNIRMGW
"IMUíax mOfjtvi&MiMd-uTÁaGýiH
SJOVA-ALMENNAR FALKIiyM"
Nýtt félag nieð sterkar rætur I B^B B ■l
jslensku
pottarnir og
pönnurnar
frá Alpan hf.
Flug og bíll í víku 1 Amsterdam
Hlíðstætt tílboð fvrír 2 og 3 víkna ferðír
* Staðgreiðsluverð, mioast við tvo fúllorðna og tvó börn.
Austurstrætí 22, simi 623060.