Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989. Fréttir Deilan innan Atlantshafsbandalagsins: Lítil von um samkomulag Bush Bandaríkjaforseti og Thatcher, forsætisráðherra Breta, eiga erfiðan fund framundan með hinum fjórtán leiðtogum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Brussel á mánudag. símamynd Reuter Embættismönnum innan Atl- antshafsbandalagsins, Nato, mis- tókst í gær að ná samkomulagi um afstöðuna til skammdrægra vopna í Evrópu. Að sögn þeirra gæti svo farið að leiðtogar bandalagsins leggi á hilluna tilraunir til að ná samkomulagi fyrir fund Nato sem hefst á mánudag. Ágreiningurinn kom fyrst upp á yfirborðið í síðasta mánuði. Þá fóru V-Þjóðverjar fram á að viðræður um fækkun eða útrýmingu skammdrægra kjarnorkuflauga - ílauga sem draga 500 kílómetra eða minna - hefjist hið fyrsta milli Nato og Sovétríkjanna en Sovét- menn hafa hvatt til viðræðna eins fljótt og auðið er. Krefjast árangurs í Vín Bush Bandaríkjaforseti hefur verið mjög andvígur hinni svoköll- uðu þriðju núll-lausn, þ.e. útrým- ingu skammdrægra kjamorku- vopna í Evrópu, en Bonnstjórninni hefur tekist að fá forsetann á sitt band að nokkm leyti. Hann hefur nú falhst á að viðræður um framtíð þeirra geti farið fram. En hann set- ur skilyrði sem erfitt er fyrir V- Þjóðverja að samþykkja. Samkvæmt upplýsingum vest- rænna fréttaskýrenda em skiiyrð- in í fyrsta lagi að viöræður geti fyrst hafist þegar undirritaður samningur um fækkun hefðbund- inna vopna liggur fyrir og þegar byrjað hefur verið að framfylgja honum. Vínarviðræðurnar svokölluðu, viðræöur stórveldanna um fækkun hefðbundinna vopna, hófust í marsmánuði og búast má við að þær haldi áfram næstu ár. Sovét- menn hafa sagt að þeir vilji að samningur um fækkun hefðbund- inna vopna og framkvæmd hans ljúki fyrir 1997. Bandarískir emb- ættismenn segja að það taki a.m.k. fimm ár að ljúka slíkum viðræðum og framfylgja skilmálum samnings af þessu tagi. Afstaða V-Þjóðverja í þessu máli er hins vegar sú að viðræður hefi- ist strax og einhver árangur hefur náðst i Vín. Að sögn Volkers Rúhe, ráðgjafa og sérfræöings í öryggis- málum í Kristilega demókrata- flokknum, flokki Kohls, mun af- staða Bandaríkjanna draga um of á langinn að viðræður hefiist. Leggjast gegn útrýmingu í öðru lagi leggjast Bandaríkja- menn gegn algerri útrýmingu skammdrægra kjamorkuvopna á landi. Bandaríkin og Bretland halda því fram að slíkt bann myndi gera Nato vamarlaust gagnvart miklum yfirburðum Sovétríkjanna og bandamanna þeirra á sviði hefð- bundinna vopna. Bonnstjómin kveðst andvíg útrýmingu eins og „nú stendur á“ en heimildarmenn í V-Þýskalandi sögðu á þriöjudag að Kohl væri andvígur því að styðja tillögu Bandaríkjanna gegn algera banni á skammdræg kjarnorku- vopn. Og í þriðja lagi setja Bandaríkja- menn sem skilyrði að ef samningar um fækkun skammdrægra kjam- orkuvopna náist verði ekki farið að framfylgja þeim fyrr en fækkun hefðbundinna vopna, samkvæmt lokaniðurstöðum Vínarviðræön- anna sem nú standa yfir, sé lokið. Auk þess vilja Bandaríkjamenn fá samþykki V-Þjóðveija fyrir hönnun og uppsetningu á arftaka Lance-flauganna skammdrægu en þær verða úreltar um miðjan næsta áratug. Hafa Bandaríkja- menn samþykkt þá afstöðu V- Þjóðverja að formleg ákvörðun Nato-ríkjanna um framleiðslu þessa vopns verði ekki tekin fyrir 1992. Málamiðlunartillaga Ágreiningur þessi hefur reynst öllum aöilum erfiður. Um síðustu helgi lögðu Bandaríkjamenn fram málamiðlunartillögu þar sem þeir fallast á eina af kröfum V-Þjóð- veija. Þar samþykkja þeir að fresta uppsetningu nýrra skammdrægra flauga í Evrópu þar til 1992 en fara fram á að í staðinn falli V-þjóð- veijar frá kröfum sínum um að viðræður hefiist fljótlega um fækk- un eöa útrýmingu þeirra sem fyrir eru. í svari Kohls, kanslara V-Þjóö- veijanna, ítrekaði hann afstöðu ríkisstjórnar sinnar þess efnis að viðræður um fækkun skamm- drægra kjarnorkuvopna í Evrópu hefiist hiö fyrsta. Að sögn vestrænna fréttaský- renda er því haldiö fram í gagn- tilboði V-Þjóðverja að viðræður um skammdrægu vopnin geti ekki beö- ið þar til Sovétmenn hafi þegar fækkað í hefðbundnum herafla sín- um til samræmis við hefðbundinn herafla Nato-ríkjanna. Hugarfarsbreyting V-Þjóðverjar hafa hingað til verið dyggir stuðningsmenn varnar- stefnu Nato. í landinu eru 320 þús- und bandarískir hermenn og 88 Lance-kjamorkueldflaugar. En hjá stórum hluta V-Þjóðverja má nú greina hugarfarsbreytingu og þrýsta þeir á um afvopnunarvið- ræður stórveldanna. Nýleg skoðanakönnun, sem gerð var í V-Þýskalandi, sýnir að 77 pró- sent íbúanna styðja þá tillögu að viðræður austurs og vesturs hefiist sem fyrst. Niðurstöður kannana sýna að fæstir V-Þjóðverja óttast innrás frá Sovétríkjunum á meðan Gorbatsjov er þar við völd og að flestir líta á skammdrægu flaug- arnar sem ógn. Þá segja V-Þjóðveijar að skamm- drægum kjarnorkuvopnum Nato í Evrópu, kæmi til notkunar þeirra, myndi fyrst og fremst verða beitt gegn A-Þýskalandi og þar af leið- andi myndu bæði þýsku ríkin sitja í súpunni. Klofnar bandalagið? Ríkisstjóm V-Þýskalands hefur fengið tveimur kröfum sínum framgengt. Annars vegar sam- þykkja Bandaríkjamenn að íhuga möguleikann á viðræðum og hins vegar að ákvörðun um uppsetn- ingu nýrra skammdrægra vopna í Evrópu verði frestað a.m.k. fram til ársins 1992. Það kemur sér vel fyrir Kohl því slík ákvörðun yrði mikið hitamál í kosningunum sem áætlað er að fari fram í desember 1990. Sumir óttast að Atlantshafs- bandalagið muni klofna í tvennt í afstöðu sinni til þessa ágreinings á fundinum í Brussel. Víst er að enn hefur ekki náðst samkomulag en þrátt fyrir það telja margir að ólík- legt sé að 40 ára afmæli Nato verði fagnað með klofningi. Reuter Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Asparfell 8, 6. hæð B, þingl. eig. Jón Skúli Þórisson, mánud. 29. maí ’89 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur em Klemens Eggertsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Austurberg 38, hluti, þingl. eig. Pétur Jónsson, mánud. 29. maí ’89 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Þorfinnur Egils- son hdl. Jakasel 26, þingl. eig. Guðlaugur Ól- afsson, mánud. 29. maí ’89 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands og borgarsjóður Reykjavíkur. Laufísvegur 58, 2. hæð, þingl. eig. Kristín Karlsdóttir, mánud. 29. maí ’89 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Lands- banki íslands. Möðrufell 13, 2. hæð f.m., þingl. eig. Nanna Jónsdóttir, mánud. 29. maí ’89 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Lands- banki íslands. Neðstaberg 6, þingl. eig. Ólafúr Guðnason, mánud. 29. maí ’89 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands og Tollstjórinn í Reykjavík. Vallarás 1, íb. 02-06, talinn eig. Judy Wesley, mánud. 29. maí ’89 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur em_ Veðdeild Landsbanka íslands og Ásgeir Thor- oddsen hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTTH) Í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Álftamýri 38, 3. hæð t.h., þingl. eig. Hrafiihildur Eyjólfsdóttir, mánud. 29. maí ’89 kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Gjaldheimtan f Reykjavík. Hagamelur 14, kjallari, þingl. eig. Sigrún B. Línbergsdóttir, mánud. 29. maí ’89 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands, Gjaldheimtan í Reykjavík og Guðjón Aimann Jónsson hdl. Hraunbær 158, hluti, þingl. eig. Magn- ús Heiðarsson og Bryndís Axelsdóttir, mánud. 29. maí ’89 ld. 10.15. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hringbraut 87, hluti, þingl. eig. Jakob Þorsteinsson, mánud. 29. maí ’89 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík og Skúíi J. Pálmason hrl. Hulduland 3, hluti, þingl. eig. Leifúr Gunnarsson, mánud. 29. maí ’89 kl. 13.45. Uppþoðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Hulduland 22, þingl. eig. Þórir 0. Halldórsson, mánud. 29. maí ’89 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Hverafold 56, þingl. eig. Kristján Daníelsson, mánud. 29. maí ’89 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Hverfisgata 44, þingl. eig. Skúli Áma- son, mánud. 29. maí ’89 kl. 13.45. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hæðargarður 5, hluti merktur P, þingl. eig. Erlendur H. Borgþórsson, mánud. 29. maí ’89 kl. 10.30. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Kjartansgata 1, kjallari, þingl. eig. Stefan Gíslason og Siv Marita Öster- man, mánud. 29. maí ’89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki Is- lands. Klapparstígur 29, þingl. eig. íslenska umboðssalan hf., mánud. 29. maí ’89 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Kríuhólar 2, 3. hæð E, þingl. eig. Kristín Lára Þórarinsdóttir, mánud. 29. maí ’89 kl. 14.30. Uppboðsbeiðend- ur eru Landsbanki íslands, Verslunar- banki íslands hf. og Ólafúr Gústafsson hrl., Langagerði 52, hluti, þingl. eig. Guð- rún Bjömsdóttir, mánud. 29. maí ’89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í ReykjaVík. Laugamesvegur 86, 4. hæð t.h., þingl. eig. Guðrún Ólga Clausen, mánud. 29. maí ’89 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Veð- deild Landsbanka Islands. Laugamesvegur 116, 3.t.h., þingl. eig. Haraldur Bjamason og Ólöf G. Ket- ilsd., mánud. 29. maí ’89 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Laugavegur 33B, hluti, þingl. eig. Vic- tor hf., mánud. 29. maí ’89 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Laugavegur 46, hluti, þingl. eig. Kjart- an Ölafsson, mánud. 29. maí ’89 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. Leimbakki 32, 3. hæð t.v., þingl. eig. Haukur Már Haraldsson, mánud. 29. maí ’89 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Mjölnisholt 14, 3. hæð, austurendi, þingl. eig. Albest hf., mánud. 29. maí ’89 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Neðstaleiti 28, hluti, þingl. eig. Ingvar Herbertsson og Svanborg Daníelsd., mánud. 29. maí ’89 kl. 15.15. Uppboðs- beiðendur em Indriði Þorkelsson hdl. og Hróbjartur Jónatansson hdl. Tómasarhagi 46, kjallari, þingl. eig. Magnús Wium Vilhjálmsson, mánud. 29. maí ’89 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Helgi V. Jónsson hrl. Vesturás 46, þingl. eig. Hreinn Ágústs- son, mánud. 29. maí ’89 kl. 13.30. Upp- boðsbeiðendur em Eggert B. Ólafsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTID í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Brautarholt 18, 2. hæð, þingl. eig. Prentsmiðja Áma Valdimarssonar hf., fer fram á eigninni sjálfri mánud. 29. maí ’89 kl. 17.45. Uppboðsbeiðandi er Hróbjartur Jónatansson hdl. Búland 10, þingl. eig. Óðinn Geirsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 29. maí ’89 kl. 16.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Búland 17, þingl. eig. Böðvar Valtýs- son, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 29. maí ’89 kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Deildarás 19, þrngl. eig. Valgerður M. Ingimarsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 29. maí ’89 kl. 16.15. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.