Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989. ■■ Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (1J27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. Verð I lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Bylting í Kína Miklir og merkir atburðir eru að gerast í Kína þessa dagana. Hundruð þúsunda námsmanna og óbreyttra borgara hafa haldið til í miðborg Peking dag eftir dag og staðið fyrir andófi gegn stjórnvöldum. Milljónir Kín- verja hafa þyrpst út á götur og torg í flestum stórborgum landsins og lýst yfir stuðningi með kröfum námsmanna um breytta stjórnarhætti. Kommúnistaflokkurinn hefur sakað námsmenn um andkommúnisma og fyrirskipað hemum að bæla niður uppþotin. Herlög hafa verið sett í landinu. En herinn hefur hikað við að framfylgja fyrir- skipunum stjómvalda og mikil átök eiga sér stað meðal æðstu valdamanna. Enn er allt í óvissu um atburðarás- ina en allar fféttir bera það með sér að mikil spenna ríki um framvindu mála. Þessi tíðindi em með miklum ólíkindum, ekki síst með tilhti til þess að tilefnið í upphafi virtist saklaust. Námsmenn fóm fram á viðurkenningu á samtökum sín- um. Þeir afhentu bænaskjöl og efndu til friðsamlegrar fiöldagöngu þar sem hvorki var blakað við flokknum né stjóminni. En mótmæh námsmanna smituðu út frá sér og mögnuðust af sjálfu sér. Fleiri og fleiri þustu út á göturnar og smám saman urðu kröfur stúdentanna að kröfum fjöldans, þar sem spjótum var beint að spilltu stjórnarfari og takmörkuðum mannréttindum. Inntak þessara mótmæla virðist vera fólgið í frelsis- þrá Kínverja, frelsi undan oki flokksins, frelsi th borg- aralegra mannréttinda. Bæld kúgun fær skyndilega út- rás í allsherjaruppreisn þeirra mhljóna manna sem hafa í fjömtíu ár mátt búa við alræði flokksins og marx- ismans. Málsmetandi Kínverji orðaði það svo að at- burðimir í Kína jöfnuðust á við frönsku stjórnarbylting- una fyrir tvö hundruð árum. Hvorki meira né minna. Þetta eru stór orð, en slík eru áhrifin, svo sterk er undiraldan, að ekki verður dregið í efa að fjölmennasta þjóð veraldar er um þessar mundir að vakna th hfsins, rísa gegn skapara sínum og drottnara og lýsa stríði á hendur þeim kenningum sem hafa ráðið í ferðinni hjá helmingi mannkyns. Kommúnisminn riðar th falls. Vel má vera að stjómarherrunum takist með aðstoð hersins að bæla byltinguna niður. Vel má vera að þeir haldi völdum með byssukjöftum. En eftir stendur sá óræki vitnisburður að Kínveijar em búnir að fá nóg af alræði öreiganna. Kínverski kommúnistaflokkurinn tók völdin í Kína eftir gönguna miklu fyrir fjömtíu árum. Mao Tse varð andlegur og veraldlegur leiðtogi Kínveija og orð hans vom lög. Kínveijar vom hehaþvegnir í strangtrúnaði kommúnismans og voru jafnvel taldir meiri fyrirmynd hins sanna kommúnisma heldur en Rússarnir. Hvergi hafa stjórnmálakenningar Marx og Lenins verið út- færðar af jafnhehagri sannfærmgu og af jafnmiklum Úölda manna. Jafnvel í klæðaburði hafa Kínveijar látið jafnræði og einfaldleika tala. Á yfirborðinu hafa Kín- veijar komist næst paradísinni. Atburðimir á Torgi hins himneska friðar segja hins vegar aðra sögu. Andófið er uppreisn gegn spilhng- unni, fátæktinni og Qötmnum sem Kínveijar hafa búið við. Andlegri kúgun í fjóra áratugi hefur ekki tekist að bæla niður frelsisþrána eða lifsþorstann hjá mhljarða múgi. Þessi bylting er ekki framkvæmd í krafti vopna og mannfóma. Styrkur hennar er þvert á móti fólginn í friðsamlegum aðgerðum, höldanum og lýðræðislegum leikreglum. Slíkt afl getur enginn hamið th lengdar. Kínveijar hafa snúið við blaðinu. Ehert B. Schram Gula hætlan og Gorbatsjov Sú var tíöin að litið var á Kína sem eins konar mótvægi við Sovét- ríkin í valdatafli risaveldanna og ástæðan fyrir því að Nixon Banda- ríkjaforseti lagði áherslu á það í utanríkisstefnu sinni um 1970 að nálgast Kína og koma á eðlilegri sambúð ríkjanna var ekki síst að reka fleyg á milli risanna tveggja í konunúnistaheiminum. Ástæðan fyrir því mikla lofi, sem hann fékk fyrir framgöngu sína i utanríkismálum, var ekki síst sú að hann hefði aukið friðarhorfur í heiminum með því að laöa Kín- verja að Vesturlöndum og koma í veg fyrir að Kínverjar og Sovét- menn steyptust saman í einhvers konar tröllaukna valdablökk sem yxi vesturveldunum yfir höfuð. Sú stefna, sem Henry Kissinger og Nixon ráku gagnvart Sovétríkj- unum, hin svokallaðaða détente, eða slökunarstefna, byggðist ein- mitt að verulegu leyti á þessu, Kína átti að vera mótvægi og óbeinn bandamaður Bandaríkjanna í sam- skiptum Bandaríkjanna við Sovét- ríkin og sá árangur, sem náðist í takmörkun kjamavopna í tíð Nix- ons, einkum SALT-samkomulagið, var ekki síst þakkað því að áhugi Sovétmanna á vinsamlegum sam- skiptum við Vesturlönd hefði auk- ist vegna vaxandi ótta þeirra við Kínveija á austurlandamærum sínum. Fyrir þann tíma, og einkum áður en vinsht urðu með Sovétmönnum og Kínveijum upp úr 1960, var litið á Sovétríkin og Kína sem eina heild, valdablökk heimskommún- ismans sem stóð fyrir öllu illu í veröldinni og ógnaði tilveru Vest- urlandabúa. Upp úr þessum jarð- vegi spratt Víetnamstríðið. Eftir aö í odda skarst milli Sovétmanna og Kínveija við Ussurifljótið á landa- mærunum 1969 lá um stund við stríði milli þeirra og menn á Vest- urlöndum kættust. Þá áttuðu menn sig á hinum djúpstæða ágreiningi ríkjanna sem nýta mætti Banda- ríkjunum í hag og það tækifæri greip Nixon. Það kom síðan í hlut George Bush, núverandi Banda- ríkjaforseta, að veröa fyrsti sendi- maður Nixons og Bandaríkja- stjómar hjá stjóminni í Peking allt frá því kommúnistar náðu völdum í Kína 1949. Fjandskapur Sambúð Kínvetja og Sovétmanna hefur verið ipjög stirð síöustu 20 ár og viðræður þeirra á milh um ágreiningsmálin hafa hvað eftir annað farið út um þúfur. Ágrein- ingsmáhn em mörg, einkum landa- merkjamál. Sovétmenn, eða öhu heldur Rússakeisarar, innhmuðu stór svæði í Mið-Asíu sem Kínvejar hafa ævinlega tahð sitt land og við- urkenna ekki yfirráðarétt Sovét- manna yfir. Sovétmenn em ákaf- lega tortryggnir út í Kínveija og ótti og andúð á þeim er stór þáttur í heimsmynd þeirra. Samkvæmt könnun, sem gerð var fyrir nokkmm ámm í Sovét- ríkjunum, em menn þar mun hræddari viö Kína en NATO. Vegna þessa ótta hafa Sovétmenn Uka ógrynni Uðs á landamærunum við Kína og það er að sjálfsögðu NATO í hag að Uðssafnaður Sovét- manna sé sem mestur þar, sem lengst frá Vestur-Evrópu. Það hefur veriö vestrænum ríkj- um í hag að ala á tortryggni milU Sovétmanna og Kínverja. Þess vegna glöddust Vesturlandamenn 1979 þegar Kínveijar gerðu innrás í Norður-Víetnam og börðust þar við skjólstæðinga Sovétmanna. í seinni tíð hefur ríkjunum lent saman í Kampútseu þar sem rauðu khmeramir, sem Kínveijar ásamt Bandaríkjastjóm styðja, beijast við hemámsUð Víetnama sem Sovét- KjaUaiinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður menn styðja. Það var því um margt að ræða þegar Gorbatsjov Sovét- leiðtogi fór í heimsókn til Peking að ræða friðsamleg samskipti nú á dögunum. Gorbatsjov í Peking Það merkilegasta við þessar vin- samlegu viðræður í Peking er hversu heimsbyggðin lætur sér fátt um fmnast. Ef til viU hefur þýöing þeirra horfið í skuggann af þeim stóratburðum sem nú eiga sér stað í valdabaráttu í Peking. Ekki aUs fyrir löngu hefðu fréttir um sættir og vinsamleg samskipti Sovétríkj- anna og Kína fyUt ráðamenn í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu kvíða og öryggisleysi. Vestræn ríki töldu sig þurfa á Kína að halda til að hafa hemil á útþenslustefnu Sovétríkjanna, eins og utanríkis- stefna þeirra var þá túlkuð. Sættir og samvinna Sovétríkjanna og Kína væri þvi ógnun við heims- friðinn. Þannig líta þeir enn á mál- in sem sjá heimskommúnismann sem eitt aUsherjarsamsæri gegn lýðfijálsum ríkjum og því miður eru slík sjónarmið talsvet sterk meðal sumra þingmann og ráða- manna í Washington. - En hinir eru fleiri sem Uta á málin af raun- sæi. Það er vandséð hvaða hag Sovét- menn og Kínveijar ættu að sjá sér i því að ráðast sameiginlega gegn vestrænum hagsmunum eða efna til ófriðar í Asíu. Það er þvert á móti augljóst að hagsmunir ríkj- anna beggja Uggja í sem mestum og bestum samskiptum við vestræn ríki, þaðan þurfa þau bæði nauð- synlega að afla sér tækni og verk- kunnáttu. í báðum ríkjunum er ólga innan- lands og svo virðist af fréttum frá Peking að þær breytingar, sem Gorbatsjov hefur beitt sér fyrir innanlands, eigi sér einarða tals- menn í Kína. Ef valdaskipti verða nú effir það uppgjör forystumanna, sem nú virðist fara fram á torgi hins himneska friðar í Peking, er þess að vænta að einhvers konar perestrjoka hefjist í Kína. Sættir Við þessar aðstæður er augljóst- lega ekki rétti tíminn fyrir þessi ríki að leggja út í einhveija ævin- týramennsku utanlands við að út- breiða þann kommúnisma sem ekki er einu sinni nothæfur óbreyttur til heimabrúks. Nú hafa þau komið sér saman um að leysa friðsamlega ágreiningsmál sín og draga úr spennunni sína á milU. Þetta virðist vera enn einn sigur- inn fyrir Gorbatsjov, þaö er greini- lega hann en ekki George Bush sem mest áhrif hefur á þróun heims- málanna um þessar mundir. Sættir við Kína gefa Gorbatsjov líka svigr- úm til enn frekari afvopnunar og þar með frjálsari hendur innan- lands til að takast á við efnahags- vanda Sovétríkjanna. Allt virðist þetta stefna í rétta átt en það sem er einna athygUsverð- ast eru viðbrögð umheimsins. Þetta er nú áUtið sjálfsagður hlutur. Þær hugmyndir, sem menn gerðu sér áður um að sættir Sovétríkjanna og Kína mundu sameina þessa risa í fjandskap við vestræn ríki og stór- auka ófriðarhættuna, virðast nú endanlega dottnar upp fyrir. Engar duldar merkingar eru lagðar í þessar sættir, bætt sambúð Sovétríkjanna og Kína er einfald- lega enn einn áfangi í friðarvið- leitni í heiminum, svo íjarstæðu- kennt sem það hefði verið taUð ekki alls fyrir löngu. Gunnar Eyþórsson „Ekki alls fyrir löngu hefðu fréttir um sættir og vinsamleg samskipti Sovét- ríkjanna og Kína fyllt ráðamenn í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu kvíða og öryggisleysi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.