Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Síða 15
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989. 15 Kvótakerfið: Síðasta úiræðið „Vestfirskir togarar, sem hafa veitt undanfarin ár 700 til 1000 tonn á ári, fá nú skammtað [... ] 400 til 500 tonn“, segir greinarhöf. m.a. - Togar- ar við bryggju á ísafirði. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan á Vestfjörðum samþykkti nýverið að leita eftir lögfræðiáliti á möguleikum Vestfirðinga til máls- höfðunar gegn sjávarútvegsráð- herra vegna þess ranglætis sem' ráðherrann hefur beitt vestfirska útgerð og þar af leiðandi Vestfirð- inga alla við úthlutun leyfa til veiða á þorski, grálúðu og öðrum botn- fiski. Fólk kann að spyija hvers vegna svo harkalega aðgerð sem málshöfðun hlýtur að teljast. Svar- ið er því einfalt: Vestfirðingar sem hafa andæft gegn kvótakerfinu frá upphafi hafa beðið hvem pólitíska ósigurinn á fætur öðram í baráttu sinni gegn þeirri svívirðu sem kvótakerfið er gagnvart Vestfirð- ingum og vestfirskri byggð. Það er því ljóst að síðasta úrræðið til að ná fram réttlæti er að leita til dóm- stóla. Hreint vanmat Kvótakerfið varð upphaflega til vegna svartrar skýrslu fiskifræð- inga þar sem tahð var að þorsk- stofninn væri í hreinum voða og misvitrir stjórnmálamenn náðu fram á Alþingi kvótalögunum í skugga þeirrar skýrslu. Síðar kom á daginn að hreint vanmat á þorskstofninum leiddi til þessarar niðurstöðu. Kerfið var sett á til friðunar, en því hefur veriö beitt af fullum fantaskap gegn þeim minnihluta- hópi íslenskum sem byggir Vest- KjaUarinn Reynir Traustason skipstjóri og formaður Bylgjunnar firði. Þar ber hæst að hiutdeild Vestfirðinga í heildarþorskafla hef- ur hrapað út 18,6%, þegar best lét í frjálsri sókn, niður í tæp 14% á fimmta ári í kvótakerfi. Þessi 5%, sem þarna ber í milli, eru, ef miðað er við 360.000 tonna ársafla, 18.000 tonn og munar um minna. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra upplýsti í útvarps- viðtali að grálúöan væri Vestfirð- ingmn slík búbót að dygði til að bæta upp skerðinguna í þorskinum og menn þyrftu því ekki að kvarta. Nú er nýjasti skandallinn í kvóta- kerfinu sá að dæmi eru um 500 tonna niðurskurð á grálúðuveiði einstakra togara á Vestfjörðum. Lætur nærri að heildarskerðing á grálúðuveiði fjórðungsins sé 3000 tonn á einu ári. Vestfirskir togarar, sem hafa veitt undanfarin ár 700 til 1000 tonn á ári, fá nú skammtað eins og skít úr hnefa 400 til 550 tonn á sama tíma og heildargrálúðuveið- in er í hámarki, eða nálægt 50.000 tonnum á ári. Hvert fer svo mismunurinn? Jú, það ætti fáum að koma á óvart: stór hluti fer austur á firði, til togara sem lítið hafa sinnt grálúðuveiðum hingað til. Austfirskum sóknar- markstogurum eru skömmtuð af ofrausn 550 tonn á skip. Þetta er nákvæmlega í anda hins heimsku- lega kvótakerfis því það sér hvert barn að engin hagkvæmni er fólgin í því að sigla hringinn í kringum landi, eða tæpa 3 sólarhringa í veiðiferð, til að ná í grálúðu sem Vestfirðingar hafa við bæjardyrnar hjá sér en mega ekki lengur nytja nema í litlum mæli. Nýja menn Það fer að teljast fullreynt að kvótakerfið hefur ekki náð þeim tilgangi sem því var a.m.k. opin- berlega ætlað. Ef litið er til aflastýr- ingar hefur veiðin öll árin, sem kerfið hefur verið við lýði, farið 20-30% fram úr áformun stjórn- valda. Ef menn líta svo til stærðar fisk- veiðiflotans 1989 kemur í ljós að um allt aðra stærö er að ræða held- ur en var í árdaga kerfisins 1984. Varlega áætlað er sóknargetan 30% meiri núna. Þetta gerist auö- vitað þannig að einstakhngarnir þenjast út og verða stærri og sterk- ari og er staðan orðin sú í dag að talsvert er orðið í umferð af bátum sem hafa sömu og jafnvel meiri sóknargetu en togarar. Þessir „bát- ar“ fá að veiða eins og þeir geta af öllu öðru en þorski ef þeir róa á sóknarmarki. Þetta er að gerast á sama tíma og allir eru sammála um að flotinn sé of stór! Síðast en ekki síst er allur frysti- iðnaðurinn í eða við gjaldþrot en öll útgerð og vinnsla átti að blómstra eins og fjóla á fjóshaug ef kvótakerfisins nyti við. Það er sem sé ljóst að kvótakerfið hefur brugðist í öllum meginatriðum. Það þýðir einfaldlega að þeir sem stefnuna mótuðu og framfylgdu eiga að draga sig í hlé og hleypa að nýjum mönnum sem bera meiri virðingu fyrir því frumkvæði sem sprettur af frelsi einstaklinga til heilbrigðrar samkeppni. Kvótakerfið mismunar mönnum og landsvæðum þar sem sumir fá í krafti peninga eða pólitískra að- gerða meiri aðgang að fiskistofnun- um við landið. Reynir Traustason „Kerfið var sett á til friðunar, en því hefur verið beitt af fullum fantaskap gegn þeim minnihlutahópi íslenskum sem byggir Vestfirði.“ Hundahald og hreinræktun „Eitt merki þess að vel hafi tii tekist er ef hundurinn hlýðir tafarlaust skipun stjórnanda síns,“ segir m.a. í greininni. Tilefni skrifa minna hér er efni lesendabréfs sem birtist í DV 11. maí og bar yfirskriftina „Að kaupa hundinn i sekknum“. Höfundur kýs að halda nafni sínu leyndu. Bréf þetta álít ég villandi og ófull- nægjandi og ætti höfundur þess að vita að efni af þessu tagi gerir eng- inn skil í stuttu máli. Fjallaði bréf- ið um mikilvægi reglna fyrir hunda, ættbókarskírteini o.fl. Vil ég leyfa mér að fjalla um þessi at- riði og einnig um skyldleikaræktun hunda hér á landi. Við lestur fyrrnefnds lesenda- bréfs fær sá sem ekki til þekkir rangar hugmyndir um tilgang ætt- bókarskírteinis fyrir hunda. Til- gangur þess er að staðfesta að um hreinræktaðan hund sé að ræða. Hreinræktaður er sá hundur sem tilheyrir ákveðnu hundakyni, t.d. íslenska fjárhundakyninu. í því felst að hinn hreinræktaði hundur á að bera þau einkenni sem prýða eiga viðkomandi hundakyn', líkam- leg og geðræn. Því til staðfestingar fær kaupandinn svonefnd ætt- bókarskírteini, þ.e. að hundurinn sé hreinræktaður, og er það gefiö út af Hundaræktarfélagi íslands og staðfest af ræktendum. Hvort hundurinn ber svo í raun þessi einkenni er annað mál. Tryggir ættbókarskírteinið engan veginn að svo sé. Markmið allra hreinræktunar er að viðhalda og styrkja þá eiginleika sem sam- kvæmt alþjóðareglum eiga að vera til staðar í hreinræktuðum dýrum. Þessir eiginleikar eru sem fyrr seg- ir líkamlegir og geðrænir. Slík ræktun ætti aðeins að fara fram með úrvalsdýrum. Markmið góðs ræktanda er að leitast við sem best hann getur að styrkja þessa eiginleika og reyna að útiloka KjaUaiinn Árni St. Árnason Ijósmyndari framburð hugsanlegra erfðagalla með rangri pörun. Öll önnur ræktun hefur af fag- mönnum verið tahn framleiðsla enda oft miklir fiármunir í húfi úr einu goti. Ein besta tryggingin gegn því að ekki sé verið að kaupa „hundinn i sekknum“ er því að kynna sér foreldra viðkomandi hvolps. Þeir gefa allgóða mynd af því hvernig afkomandinn mun líta út og hvort hann muni verða geð- prúður. Úr gotum slíkra úrvalsdýra geta þó einnig komið gaUaðir einstakl- ingar þótt galli þeirra komi ekki fram fyrr en seinna. Einnig getur rangt uppeldi skemmt góðan ein- stakhng. Ættbókarskírteinið tryggir því á engan hátt gæði þess dýrs sem verið er að kaupa þótt það geti verið leiðbeinandi fyrir kunn- ugan í þessum efnum. Oft hefur verið talið að skyld- leikaræktun framkalh aðeins ómyndug dýr. Skyldleikaræktun er þegar t.d. móðir og sonur eru pöruð saman á frjósemistíma tík- urinnar. Mikiha fordóma hefur gætt í garð þeirra sem skyldleika- ræktun hafa stundað. Fordæming er óhollur siður enda hefur það komið í ljós að þeir sem hvað hæst hafa hrópað gegn slíkum ræktendum hafa á endanum þurft að hlaupa í felur þegar slík dýr hafa unnið tíl verðlauna á sýning- um fyrir útlit og andlega yfirburði. Skyldleikaræktun ber þó að stunda með mikiUi aðgát og nákvæmni. Shk ræktun er í eðli sínu viðkvæm- ari en hin hefðbundna og alls ekki á hvers manns færi. TU þess þarf sérþekkingu. Rétt er að reglur eru hverjum hundi mikilvægar og talið er að honum líði best þegar honum er ljóst hvers ætlast er til af honum þegar hann fær skipun - að vita hvað má og má ekki. Slíkar reglur þarf hundurinn aö_ læra, það þarf m.ö.o að kenna honum þær. Oftast er það hlutverk eigandans og þarf hann þá að temja sér ótak- markaða þoUnmæði, sjálfsaga og skipulagningu á meðan þjálfun hundsins stendur yfir ef árangur- inn á að vera varanlegur. Eitt merki þess að vel hafi til tekist er ef hundurinn' hlýðir tafarlaust skipun stjórnanda síns með rófuna veifandi. Það er samt hinn mann- legi þáttur sem bregst í 90% tilvika og er hundinum þá kennt um þegar þjálfunin misheppnast. Reynslan hefur samt sannað það að sé hund- urinn rétt meðhöndlaður frá upp- hafi þjálfunar til loka hennar og eftir það skilar hann hlutverki sínu með sóma. Á íslandi eru fáir slíkir hundar. Flestir þeirra hafa hlotiö þjálfun af eigendum sínum sem borið hafa til þess gæfu að ná góðum árangri. Einn hlýðniskóh mun vera hér á landi og því miður er það álit mitt að sá sé á miklum villigötum í hugsunarhætti og aðferðum. Þar gætir að mínu mati of mikilla fordóma fyrir nýjum og bættum vinnubrögðum til þess að varanleg- ur árangur geti náðst. Þetta álit mitt læt ég í ljós af reynslu minni af þjálfurum vestan hafs og austan og mun rökstyðja síðar ef tilefni verður til. Væntan- leg samkeppni mun vonandi breyta þessu ástandi til betri vegar á næstu misserum því þegar upp er staðið er það árangur hundsins sem skiptir máli og fólk horfir á en ekki álit þröngsýnna aðila sem að- eins sjá eina leið en loka fyrir aðr- ar. Kynni mín af mörgum „mennt- uðum“ hundum úr þessum skóla og eigendum þeirra styrkja þessa skoðun mína. Hið göfuga markmið allrar menntunar er að gera betri einstakling úr þeim sem fyrir er, einstakling sem er fær um að tak- ast á við þau verkefni sem honum eru falin og leysa þau á þann hátt sem ætlast er til af honum. Þetta á jafnt viö um dýr og menn. Það er von mín að þetta innlegg mitt verði öðrum hvatning til frek- ari skrifa um hina vaxandi hunda- menningu sem á sér stað í landinu. - Rökstudd skoðanaskipti með það að leiðarljósi að byggja upp og bæta það sem betur má fara er ein leið í þá átt. Árni St. Árnason „Ein besta tryggingin gegn því að ekki sé verið að kaupa „hundinn í sekkn- um“ er því að kynna sér foreldra við- komandi hvolps.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.