Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Side 25
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989. 33 Mænuskaðar á íslandi: Þrýstingssár Svo sem sagt hefur verið frá í fyrri grein um mænuskaða á ís- landi eru þrýstíngssár (legusár) stundum fylgifiskar lömunar en geta einnig fylgt hreyfihömlun af öðrum orsökum. Orsök Vefir líkamans, þar á meðai húð- in, þurfa súefni sér til lífsviðurvær- is og súefnið berst með blóðinu. Hindrist' blóðrennsh til vefja er drep yfirvofandi og síðan opið sár sé um húðdrep að ræöa. Heilbrigð- ur maður með óskert húðskyn og hreyfigetu er nánast sífellt á hreyf- ingu þótt hann í orði kveðnu sé kyrr í stól eða hggi í fleti sínu. Þessi hreyfing, sem oftast er ósjálfráð og ómeðvituð, verður til vegna ómeðvitaðra óþæginda sem skapast vegna súrefnisskorts í þeim veíjum sem líkaminn hvíhr þyngst á í það og það skiptið. Með hreyfingunni og meðfylgjandi til- færslu á þrýstipunktum kemur hún í veg fyrir drep í húðinni. Þrýstingssár getur og hæglega myndast af núningi, t.d. undir spelku eða af hjólatól. Mænuskaddaður sjúkhngur með skert skyn og hreyfigetu verður á hinn bóginn ekki var við óþægind- in sem fylgja súrefnisskorti í húð- inni og getur þar að auki ekki hreyft sig vegna lömunar. Honum er því verulega hætt við þrýstings- sári. Mest er hættan þar sem grunnt er á beini. Holdgrönnum hættir því fremur við shku svo og vannærðum og óreglusömum. Fyrirbyggjandi aðgerðir Hvort sem sjúkhngur situr eða hggur verður þunginn að dreifast sem jafnast á hvhdarflötinn. Með það markmið í huga hafa verið hannaðar dýnur, sessur og koddar af miklu hugviti. Þegar best lætur eru dýnur þessar á iði þannig að meginþrýsingurinn verður ekki á sama húðsvæði nema stund og stund í einu. Annað veigamikið atriði í húð- vernd þessara sjúkhnga er að halda húðinni þurri og hreinni svo hún soðni ekki en þá er hún enn við- kvæmari en ella. Erfitt er að setja fastar reglur um hreýfingarþörf enda einstaklings- bundið. Eftirfarandi reglur eru þó stundum hafðar th viðmiðunar: Liggjandi, hreyfihamlaður sjúkl- ingur þarf helst að snúa sér á 2-3 KjaUaiinn Leifur Jónsson læknir (roði - þroti - hiti) eða sjúkhngur allur sýktur, þ.e. með hita og önnur sýkingareinkenni. Svo er þó sjaldn- ast og þarf með verklegum hætti (hníf, skærum o.s.frv.) að hjálpa líkamanum að losna við drepið. Með þessu er átt við að skilja lif- andi vefi frá hinum dauðu. Þetta þarf yfirleitt að gera í áfongum og stunda þess á milli umbúðaskipti með rökum kompressum (saltvatn, bórsýra, edikssýra) og þurrka vel upp úr sárinu við skiptingarnar, allt út í ystu kima. Þegar tekist hefur með þessum hætti að snúa vöm í sókn, og eftir eru í sárinu eingöngu lifandi vefir má taka af- stöðu til þess hvort taka eigi stefnu á að láta sárið sjálft gróa eða grípa til skurðaðgerðar. Sjálfgræðsla sárs er tímafrek og „Aríðandi er að veita sjúklingi sem fyrst upplýsingar um eðli þrýstings- sára svo hann megi sjálfur taka þátt 1 og helst hafa frumkvæöi að fyrirbyggj- andi aðgerðum.“ stunda fresti, annars er hætta á þrýstingssári. Sitjandi sjúklingur þarf helst að vega sig upp með handafh nokkrar sekúndur á hálf- tíma fresti og þar að auki að halla sér út af í 10 mín. á tveggja stunda fresti til að létta á setfletinum. Ef hann er ekki fær um að gera þetta hjálparlaust þarf hann að fá aðstoð. Áðumefndar dýnur og sessur minnka þó tíðni þessara aðgerða. Meðferð Roði eða blámi á húð, einkum yfir grunnt hggjandi beini, getur bent til byrjandi þrýstingssárs. Þarf þá með einhverjum hætti (t.d. með svamphring) að létta með öhu þunga af þessu svæði og sjá hvort því tekst að jafna sig. Séu aðgerðir hafnar of seint dettur gat á húðina og kemur þá óft í ljós að miklu víð- áttumeira drep er í undirhúðarfit- unni en húðsárið sjálft segir til um. Stór holrúm eru því út undir húð- ina til allra átta, full af dauðum og fljótlega sýktum fituvef. Með öllu er tilgangslaust að ætla sér að lækna þetta ástand með sýklalyfjum og óþarfi nema sýking sé í lifandi vefjum í kringum sárið kostar vinnu en er á stundum ör- uggari og réttlætanleg m.t.t. annars ástands sjúklings. Tilgangur skurðaðgerðar er ekki einasta að loka sárinu heldur einnig að koma, eftir bestu getu, í veg fyrir að sár myndist á sama stað að nýju. Svo sem áður var sagt er hætta á sári mest á þeim hvíldarflötum þar sem grynnst er á beini. Hefst aðgerð þá oft á því að meitlað er af beini en síðan er eftir þörfum flutt húð með undirliggjandi húðfitu og jafnvel vöðva til að bólstra yfír beinið og bæta blóðrásina. Húðflutningur einn sér dugir sjaldnast th þvíhkra viðgerða. Lokaorð Áríðandi er að veita sjúklingi sem fyrst upplýsingar um eðli þrýst- ingssára svo hann megi sjálfur taka þátt í og helst hafa frumkvæði að fyrirbyggjandi aðgerðum. Gott næringarástand, reglulegt líferni og skhningur á hættunni er nauð- synlegur, bæði th að hindra mynd- un þrýstingssárs svo og th að græða það. Leifur Jónsson DV Kvikmyndir • Flagð fögru i undir ikinni Hasttuleg sambönd (Oangerous Ual- sons) Aðalhlutverk: Glenn Close, John Malkovich Lelkstjóri: Stephen Frears Handrít: Christopher Hampton Sýnd i Bíóborginni. Frakkland á seinni hluta 18. ald- ar. Fyrirfólkiö gengur um með hár- kollur og hvítpúðrað í framan. Húsnæöiö er stórir kastalar með gullbryddaða veggi og kristals- jjósakrónur. Marquise de Merteuh (Glenn Close) býr í einum slíkum. Hún er fógur en fláráð. Kvennabós- inn Vicomte de Valmont (John Malkovich) sækist eftir því að sænga með henni en hún er ekki á þeim buxunum nema hann geri henni greiða fyrst. Hann á að fleka hina óspjölluðu Ceche de Volanges (Uma Thurman) og hina trúuðu og flekklausu Madame de Tourvel (Michelle Pfeiffer). Ástæöan er annars vegar hefnd og hins vegar heiður Valmont sem kvennabósa. Öllum brögðum er beitt til að ná sínu fram og svik og prettir eiga sér stað á báða bóga. En eins og svo oft áður þá kemur krókur á móti bragði og hvorugur hefur sígur. Það er ekki oft sem vel tekst til að koma leikriti yfir á hvíta tjaldið, en i „Hættulegum samböndum" tekst það meistaralega vel. Ástæð- urnar eru margar. Myndin er tekin upp í raunverulegum köstulum og herragörðum í Frakklandi þannig að sannfærandi andrúmsloft myndast Búningar eru ftekklausir svo og leikur. Þar fer John Malkovich fremstur í flokki, í lík- lega sínu besta hlutverki til þessa. Hann er frábær í hlutverki kvenna- bósans Valmont, með allar sínar augngotur og látbragð, smjaðrandi, ákveðinn og hehlandi. Glenn Close stendur honum ekki langt að baki. Annars er erfitt að gera upp á milli leikaranna því þeir standa sig ahir mjög vel undir öruggri leikstjórn Stephen Frears. Fahegar umbúðir duga skammt ef innihaldið er ekki gott, en hér er á ferðinni mjög gott handrit, sem er byggt á bók Chod- erlos de Laclos „Lés Liaisons Dang- ereuses". Það er spennandi og held- ur áhorfandanum vel viö efmð. MæM eindregiö með henni fyrir þá sem vhja sjá skemmthega og vand- aða mynd. Stjömugjöf: * * * Zi Hjalti Þór Kristjánsson seut' SAMTÖK ENDURHÆFÐRA MÆNUSKADDAÐRA Með ínnííega þakklætí fyrir ómetanlegan stuðníng ogvelvíldíokkargarð Saðarland Reprósf. Borgarbakarísf. Kornhlaðan hf. Faxafell hf. Örn og Örlygur Brimborg hf. Ágæti Heimilisprýði Eyðublaðatækni hf. Bræðurnirörmsson hf. IKEA Securitas sf. ístak hf. Hampiðjan hf. Prentiðn Fjöltæknisf. Hleragerðin hf. Tölvuspil hf. Delta Lækjarkot Stikansf. Steinsson hf. Rydens-kaffi hf. Radíóbúðin hf. Hagkaup Freyja Marko-merki Sparisjóður Kópavogs Víðir Finnbogason hf. Vestfirska harðfisksalan Kjallarinn Sporiðsf. Fiskbúð Hafliða S.Ó.-búðin Storkurinn Veröld Hitastýring hf. Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar Trésmiðafélag Reykjavíkur Þýsk-lslenska hf. íslenskir aðalverktakar sf. Kaupvangurhf. Bitabær Reykjanes Vélsmiðja Þorsteins Hitaveita Suðurnesja Drifás Fiskeldi hf. Aastarland Nesprent Sýslumaður Austur- Skaftafellssýslu Egilsstaðarapótek Hraðfrystihús Eskifjarðar Fellsf. Ylur M.Snædal, heildverslun Friðþjófurhf. Rafgeisli Bæjarskrifstofurnar Neskaupstað Kaupfélag A-Skaftfellinga Landsbanki Islands, Fáskrúðsfirði Hafnarapótek Bæjarfógeta- og sýsluskrifstofa Seyðisfirði Verslunarmannaf. Hornafjarðar Síldarvinnslan hf. Verkalýðsfélagið Jökull Landsbanki íslands, Höfn Tangi hf. Sparisjóður Norðfjarðar Reyðarfjörður Neshreppur Hafnarhreppur Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar Lífeyrissjóður Austurlands Samfrost Bretti hf. Sparisjóður Vestmannaeyja Skipalyftan hf. Hótel Gestgjafinn Vestmannaeyjakaupstaður Mjólkurbú Flóamanna Selfosskaupstaður Bókhalds- og fasteignaþj. S.Hj. Hótel Selfoss AB Skálinnsf. Norðarland Sparisjóður Þórhafnar og nágr. Hraðfrystihúsið Drangsnesi Haraldurhf., Dalvík Vör hf. Sandblástur og málmhúðun sf. Tréverhf. ísbúðin Akureyri Parið sf. Baugsbrotsf. Járntækni hf. Þórshafnarhreppur Samherji hf. Amaro Iðja K. Jónsson & Co hf. Kaupfélag Eyfirðinga Sparisjóður Glæsibæjarhrepps Slippstöðin hf. Akureyri Flugfélag Norðurlands Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Matursf. Upsaströnd hf. Sölufélag A-Húnvetninga Sparisjóður Hríseyjarhrepps Hólmavíkurhreppur Rækjuvinnslan Særún hf. Valberg hf. Bæjarfógeta- og sýsluskrifstofa Húsavíkur Húsavíkurkaupstaður Útgerðarfélag Akureyringa hf. VestarJand og Vestfirðir Efnalaugin Lísa Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðar Verslunarmannafélag Akraness Skaganesti Bátastöðin Knörr Sementsverksmiðja ríkisins Endurskoðunarstofansf. Akraneskaupstaður Hótel Borgarnes Glerslípun Akraness hf. Borgarprent hf. Eðalsteinninn Hraðfrystihús Patreksfjarðar Tálknafjarðarhreppur Patrekshreppur Islax ísafjörður Gullauga Óðinn bakari Einar Guðfinnsson hf. Kaupfélag ísfirðinga Lífeyrissjóður Vestfirðinga Flugfélagið Ernir Kjötpokaverksmiðjan hf. Verkalýðsfélagið Baldur Skrifstofa Bolungarvíkur ishúsfélag Isfirðinga hf. Hrönn hf. ishúsfélag Bolungarvíkurhf. Apótekið isafirði Hraðfrystihúsið hf., Hnífsdal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.