Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR/31. MAÍH989. Kaupmenn - verslanir Leysum út vörusendingar fyrir versianir gegn tryggingu. Þeir sem hafa áhuga leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild DV, merkt „Hagkvæmni-1990“. SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir aprílmánuð 1989 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 2. júní. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júní. Fjármálaráðuneytið MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ LAUSAR STÖÐUR Við Fjölbrautaskóla Vesturlands eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: rafvirkjun, félagsfræði, viðskipta- greinar, stærðfræði og tölvufræði (tvær stöður), eðlis- fræði og heilbrigðisfræði, hálf staða. Við Fjölbrautaskólann vió Ármúla eru lausar til umsókn- ar heilar stöður í hagfræði og vélritun, hlutastöður í verslunarrétti og tölvufræði og leik- og tónmennt. Þá vantar kennara í ensku og frönsku vegna afleysinga. Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er laust til umsóknar starf skrifstofu- og fjármálastjóra. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. júní nk. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Iðnskólinn í Reykjavík Innritun fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík og Mið- bæjarskólanum frá kl. 9.00-18.00 1. og 2. júní. Jafn- framt verður innritað í Iðnskólanum 5. og 6. júní kl. 11.00-18.00. Innritað verður í eftirtalið nám: 1. Samningsbundið iðnnám (námssamningur fylgi um- sókn nýnema). 2. Grunndeild í prentun. 3. Grunndeild í prentsmíði (setning-skeyting-offsetljós- myndun). 4. Grunndeild í bókbandi. 5. Grunndeild í fataiðnum. 6. Grunndeild í háriðnum. 7. Grunndeild í málmiðnum. 8. Grunndeild í rafiðnum. 9. Grunndeild í tréiðnum. 10. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði. 11. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun. 12. Franihaldsdeildir í bókagerð. 13. Framhaldsdeild í hárgreiðslu. 14. Framhaldsdeild í hárskurði 15. Framhaldsdeild í húsasmíði. 16. Framhaidsdeild í húsgagnasmíði. 17. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun. 18. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvélavirkjun. 19. Framhaldsdeild í vélsmíði. 20. Almennt nám. 21. Fornám. 22. Meistaranám. 23. Rafsuða. 24. Tæknibraut (lýkur með stúdentsprófi). 25. Tækniteiknun. 26. Tölvubraut. 27. Öldungadeild í grunnnámi rafiðna. 28. Öldungadeild í rafeindavirkjun. Innritun er með fyrirvara um þátttöku í einstakar deildir. öllum umsóknum nýnema fylgi staðfest afrit prófskír- teina með kennitöiu. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Utlönd Kona á leið frá sfórmarkaði með birgðir matvæla sem hún stal. Hermenn horfa á án þess að hafast nokkuð að. Simamynd Reuter Hunsa lögin um neyðarástand Fjöldi manns virti aö vettugi lög um neyðarástand sem sett voru í Argen- tíu í gær og hélt áfram ránsferðum í verslanir. Að minnsta kosti tólf manns hafa beðið bana síðustu tvo daga í mótmælaaðgerðunum gegn hárri verðbólgu, minnkandi kaup- mætti og matvælaskorti. Mótmælendur skutu á lögreglu- menn og settu upp vegartálma í út- hverfum Rosario sem er næststærsta borg Argentínu. Þar hafa sex manns beðið bana í róstunum undanfarna tvo daga, sextíu hafa slasast og rúm- lega eitt þúsund hafa verið hand- teknir. í San Miguel, úthverfi Buenos Aires, hafa fimm manns verið drepn- ir. Að sögn yfirvalda réðust vopnaðir hópar að lögreglumönnum í ýmsum fátækrahverfum borgarinnar. Leiðtogar kaupsýslumanna og verkamanna hafa hvatt Alfonsin for- seta til þess að flýta valdatöku Me- nems, leiðtoga perónista, vegna efna- hagskreppunnar í landinu. Gert hafði verið ráð fyrir að Menem, sem vann yfirburðasigur í kosningunum þann 14. mai síðastliðinn, tæki við völdum þann 10. desember næstkom- andi. Alfonsin og Menem munu hitt- ast í dag til viðræðna um ástandið í landinu. Á aðalleiðinni til Bueonos Aires hefur lögreglan komið upp vegatálm- um. Mikil hræðsla greip um sig í borginni í gær er orðrómur komst á kreik um að fjöldi hungraðra íbúa fátækrahverfa væri á ferli eftir að hafa gert sprengjuárásir í íjármála- hverfinu. Hvergi sást þó til mann- fjöldans. Yfirvöld hafa sakað öfgamenn til vinstri um að hafa skipulagt ráns- feröirnar en lögreglumaður sem var á verði fyrir utan stórmarkað í Rosario var á annarri skoðun. Kvað hann fólk hafa verið gripið æði. Kon- ur og börn hefðu látið greipar sópar um hillur verslunarinnar og kvað hann það hafa veriö bijálæði að reyna að koma í veg fyrir það. Reuter Lögregla handtekur ibúa I Rosario sem rænt höfðu matvælum i stórmarkaði. Símamynd Reuter Mótmælendur láta lífið Lögregla í Júgóslavíu skaut til bana albanskan mótmælanda í Kosovo-héraði gær þegar óeirðir brutust út þar að nýju þvert á bann júgóslavneskra yfirvalda á póhtísk mótmæli. Lögregla réðst til atlögu gegn kröfugöngu Albana í bænum Podujevo og og beitti táragasi gegn göngumönnum. Þetta eru fyrstu mótmæhn sem bijótast út síðan í marsmánuði en þá létust 24 í Kosovo-héraði þegar óeirðir brut- ust þar út. Þá mótmæltu Albanar því að Kosovo-hérað missti sjálfs- sljóm sína í hendur Serba en það er eitt stærsta sex héraða Júgóslav- íu. Samkvæmt fréttum Tanjug- útvarpsstöðvarinnar skiptust lög- regla og mótmælendur á skotum og særðust nokkrir. í fréttinni var fjöldi særðra ekki gefinn upp. Nokkrir mótmælenda í Podujevo-þorpi færðu sig um set og héldu baráttu sinni áfram í nær- liggjandi þorpum. Oeirðimar í mars era þær verstu í Júgóslavíu síðan kommúnistar tóku við völdum þar árið 1945. Reuter Oeirðir brutust út í Kosovo-héraði í Júgóslaviu í gær þrátt fyrir bann stjórnvalda. Albanir í Kosovo krefj- ast þess að héraðið haldi sjálfs- stjórn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.