Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 9
MIÐYIKUDAGÚR 31. MAÍ 1989. 3 9 Utlönd George Bush Bandaríkjaforseti hefur nú staðfest þrálátan grun sem margir hinna almennu borgara víða um heiminn hafa löngum haft; há- stemmt orðalag stjómarerindreka og sijómmálamanna er ekkert nema blaður. Á blaðamannafundi á þriöjudag, aö loknum láötogafundi Nato-ríkia, var forsetinn spurður hvers vegna hann vaeri andvigur útrýmingu skammdrægra kjamorkuvopna í Evrópu. Forsetinn, hátíölegur á svip, byrjaði mál sitt á því aö lesa úr lokaskýrslu fundarins. En áður en yfir lauk endaði hann á því að segja, sposkur á svip, bla, bia, bla. Sérfræðingar í afvopnunar- og vamarmálum hafa án efa fengið hroli viö að heyra í forsetaniun. Nakasone segir sig úr sljórnarfiokknum Nakasone, fyrrum forsætisráöherra Japans, sagði sig úr stjórnarflokk landsins í morgun til aö axla ábyrgð á Recruit-hneyksiinu svokallaða. Nakasone bar vitni fyrir rétti í síöustu viku vegna aöildar sinnar að hneykslinu og viðurkenndi að hafa þegiö póhtísk framlög frá fyrirtæk- inu. Hann neitaði hins vegar aö hafa gert eitthvað rangt. Reeruit-fyrirtækið Iét af hendi rakna stórar peningaupphæðir og óskráö hlutabréf í kosningasjóði stjórnmálamanna í staðinn fýrir greiða. Nakasone héit embætti forsætisráöherra á árunum 1982-1987. Fíkniefnasalar grunaðir um sprengjutilræði öryggislögregtu Kolumbíu í gær. Fjórir létu lífið í tilræðinu. Símamynd Reuler Yfirvöld í Kolumbíu gruna meðlimi í Medellín-samtökunum rnn aðild aö sprengjutilræði við Miguel Maza Marquez hershöfðingja og yfirmann öryggislögreglu Kolumbíu í gær. Sprengja sprakk í kyrrstæðum bíl í norðurhluta Bogata í gærdag rétt í þann mund er bílalest Marquez átti leið hjá. Aö minnsta kosti Ijórir létust í tilræöinu, þrír almennir borgarar og einn lögreglumaður, og hátt í 40 manns særðust. Miklar skemmdír urðu og splundraðist rúðugler í gluggum nærliggjandi bygginga. Mar- quez var fluttur á sjúkrahús en var lítið særður og var sleppt fljótlega. Martel-samtökin eru víðtækustu fíkniefnasmyglsamtök Kolumbíu en Marquez er yfirmaöur rannsóknar á umfangi slíkra samtaka í landinu. Hann kvaðst halda að tilræðið tengdist handtöku á tveimur mönnum í Bogata um helgina en annar þeirra manna er fyrrum lögreglumaður. Svartamarkaðsbrask Miðar á messu Jóhannesar Páls páfa n. í Finnlandi eru nú til sölu á svörtum markaöi þrátt fyrir það að kaþóiska kirkjan þai- í landi dreifi ókeypis miðum til sóknarbarna sem og almennings. Páfi kemur til Finnlands á sunnudag og mun messa í Helsinki á mánu- dag. Kirkjunnar menn kváðust áhyggjufullir yfir þessu svartamarkaðs- braski á rniðurn á messuna og vildu koma því á framfæri að miðar standa ölum til boða ókeypis. Þaö má svo geta þess að miðar á messuna kosta um 165 doilara eða sem svarar til um 9.400 íslenskum krónum. íbúar í Peking lesa frásagnir dagblaða frá Hong Kong af mótmælunum á Torgi hins himneska friðar. Tugir þús- unda manna hafa þyrpst til torgsins til að virða fyrir sér eftirlíkingu af frelsisstyttu Bandaríkjanna sem komið hefur verið fyrir á torginu. Simamynd Reuter Yfirvöld í Kína hvassyrtari Kínversk yfirvöld sýndu-í morgun vaxandi reiði gagnvart námsmönn- um og verkamönnum á Torgi hins himneska friöar í Peking en á mót- mælendum var ekkert fararsnið. Á fyrstu síöu Dagblaðsins í Peking var mönnum skipað að gera torgið virðu- legt á ný og þótti orðalagið hvassara en áður. Mótmælendur voru einnig hvattir tíl þess í hinum opinberu íjölmiölum að fjarlæga eftirlíkingu af frelsis- styttu Bandaríkjanna sem þeir reistu á torginu í gær til þess að blása nýju lífi í mótmælaaðgerðimar. Það bar árangur því tugir þúsunda komu til torgsins til að virða styttuna fyrir sér. í morgun voru um tíu þúsund námsmenn og verkamenn saman komnir á torginu, flestir þeirra um- hverfis styttuna sem er úr plasti. Fjörutíu námsmenn sitja enn um aöalbækistöðvar lögreglunnar skammt frá torginu í mótmælaskyni viö handtöku þriggja meðlima sam- taka verkamanna. Lögreglan hefur ekki gefið neinar yfirlýsingar varð- andi handtökumar en fréttastofan Nýja Kína greindi frá því í gær að mótmælendur á mótorhjólum hefðu verið handteknir fyrir óspektir á al- mannafæri og ellefu manns væm í haldi á meðan rannsókn færi fram. Fjórir mótmælendur hafa verið handteknir í Shanghai vegna ræðu- halda á fjöldafundum þar sem krafist var lýðræðis og frelsis. Að sögn kín- verskra heimildarmanna var ekki um að ræða námsmenn. Reuter Færeyska stjórnin Landsstjómin í Færeyjum sprakk í gær eftir aö Sjálfstýriílokkurinn dró sig úr stjórnarsamstarfinu. Það kom þó ekki á óvart því að undanfarnar vikur hefur flokkurinn verið andvíg- ur skattatillögum stjómarinnar. Jogvan Sundstein lögmaður segir að hinir þrír flokkarnir í stjórninni muni ekki fara frá fyrr en þeir hafi reynt að semja við stjórnarandstöðu- flokkana tvo, Jafnaðarflokkinn og Sambandsflokkinn, um nýja sam- steypustjóm. Það þykja þó meiri lík- ur á kosningum en á myndun nýrrar samsteypustjómar. Eftir kosningamar í nóvember síð- astliðnum hafnaði Jafnaðarflokkur- inn samvinnu með Fólkaflokkinum. Sambandsflokkurinn var í fyrstunni viljugur til samstarfs með Þjóðveld- isflokknum og Jafnaðarflokknum. Ekkert varð þó úr slíkri samsteypu- sprungin stjórn þar sem Sambandsflokkurinn var andvígur tiilögum Þjóöveldis- flokksins um yfirtöku Færeyinga á ýmsum málefnum sem Danir fara nú með. Sambandsflokkurinn reyndi síðar stjórnarmyndun meö Fólka- flokknum og Sjálfstýriflokknum. Sú tilraun fór út um þúfur þegar bæði Sambandsflokkurinn og Fólkaflokk- urinn vildu vera í forsvari lands- stjórnarinnar. Ritzau Vilja reka Heaths Margir háttsettir íhaidsmenn kröfðust þess í gær að Edward Heath yrði rekinn úr flokknum vegna árása á stjómarstefnu Marg- aretar Thatcher forsætisráðherra, sérstaklega í málefnum er varða Evrópubandalagsins, EB. Heath hefur ásakað Thatcher fyr- ir aö vera eigingjörn, hræsnisfuil og yfiriætisfull. Segja margir aö árásir Heaths hafi komiö sér sérstaklega illa fyrir ihaldsflokkinn vegna kosninga á Evrópuþingið sem fram fara í næsta mánuði. Þá á flokkurinn einnig erfitt uppdráttar vegna efiia- hagsöröugleika í landinu. Thatcher var hvergi brugöið og sagði aöspurð: „Við vitum öil Stjómarstelna Thatoher, lorsætis- hvemig Ted er.“ ráðherra Breta, hefur verið mjðg gagnrýnd af Edward Heath, fyrrum formanni flokksíns. Teikning Lurle Búsetar mótmæla í danska þinginu Um eitt hundrað grímuklæddir menn réðust inn á danska þingið í gær og gerðu sig heimankomna. Mennimir létu öllum illum látum. Til að mynda fóru þeir upp á svalir þar sem gestir geta hlustað á þingftmdi og tæmdu úr ruslafötum yfir höfuð þingmanna. Mennimir iásu upp tílkynningu fyrir hönd búseta í Kaupmannahöfn í þinginu og fóru fram á að búsetar fengju aö halda þeim húsura er þeir hafa lagt eignarald á. Þeir yfirgáfu þingið eftir um þaö bil tuttugu mín- útna dvöl en lögregla tók 20 þeirra i sína vörslu. Reuter Landnemar handteknir ísraelska lögreglan handtók í gær þrjátíu landnema í leitinni að þeim sem réðust inn í þorpið Kifl Harith á vesturbakkanum á mánudaginn og skutu til bana unglingsstúlku. Land- nemarnir segjast hafa skotið í sjálfs- vörn en þeir kveiktu einnig í húsum Palestínumanna. í frétt ísraelska sjónvarpsins frá atburðinu mátti sjá holu eftir byssukúlu í einu húsi og þótti aug- ljóst að landnemar hefðu verið að verki. Sagt er að sextán ára gömul stúlka hafi verið skotin til bana þar sem hún var innanhúss nálægt úti- dyrum. Landnemar segjast hins veg- ar hafa farið til bænagjörðar við gamlar grafir þegar arabar heföu ráðist á þá með gijótkasti. Þess vegna hafi þeir skotið á arabana. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar skiptu landnemarnir sér í tvo hópa þegar þeir komu inn í þorpið. Fór annar hópurinn afsíðis og kveikti í heystökkum. Báðir hóparnir eru sagðir hafa skotið á bíla, hús og vatnstanka er þeir héldu frá þorpinu. Segjast lögreglumenn vera þeirrar skoðunar að landnemarnir hafi með árásinni verið að hefna fyrir prest sinn sem meiddist í grjótkasti araba ÍÖðruþorpÍ. Reuter ísraelskir landnemar í bænum Ariel á vesturbakkanum ráðgera að láta arabíska verkamenn bera merki sem auðkennir þá. ísraelskir þingmenn úr átta flokkum hafa skrifað undir skjal þar sem stjórnin er hvött til þess að fordæma slíkt. Landnemarn- ir segja þörf á merkjunum þar sem leiðtogar uppreisnarmanna hafi hvatt til þessað gyðingar verði myrt- ir í hefndarskyni fyrir araba sem láta lífið í uppreisninni. Heitar umræður urðu á ísraelska þinginu í gær um árásir ísraelskra landnema á þorp araba og ísraelska hermenn. Hét Yitzhak Rabin varnar- málaráðherra því að binda enda á árásirnar. ísraelskur lögreglumaður æfir skotfimi. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.