Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989. 10 Utlönd Að loknum Nato-fundinum: Samkomulag í höf n Sögulegum fundi leiötoga aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins, Nato, lauk í Brussel í gær. Þrátt fyrir alvar- legan ágreining milli ríkjanna um framtíð skammdrægra kjarnorku- vopna í Evrópu náðist málamiölun- arsamkomulag sem gaf leiðtogunum tækifæri til að sýna heiminum sam- einaða ásjónu. Málamiðlunarsamkomulagið kveður á um heimild til viðræðna við Varsjárbandalagið um fækkun skammdrægra kjamorkuvopna í Evrópu þegar samkomulag um fækkun hefðbundinna vopna hggur fyrir. Þá er einnig gert ráð fyrir því að framkvæmd samkomulagsins um hefðbundnu vopnin verði hafm að einhverju leyti áður en viðræður um fækkun skammdrægra vopna hefjist. Að auki kemur fram að náist sam- komulag um niðurskurð skamm- drægra vopna hefjist hann ekki fyrr en skilmálum samkomulagsins um hefðbundnu vopnin hafi verið full- nægt. Ágreiningurinn leystur Agreiningurinn um skammdrægu kjamorkuvopnin setti svip sinn á fundinn og óttuðust sumir að banda- lagið myndi klofna í afstöðu sinni til þessa máls. V-Þjóðverjar höfðu fariö fram á að Nato hæfi hið fyrsta við- ræður við Sovétríkin um fækkun skammdrægra vopna í Evrópu en mikill meirihluti þeirra er staðsettur í V-Þýskalandi. Ráðamenn bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum voru andvígir slíkum viðræðum þar eð þeir töldu þær geta leitt til algerrar útrýmingar slíkra vopna og þar með til varnarleysis Nato gegn yfirburð- um Varsjárbandalagsríkja á sviði hefðbundinna vopna. Hafna „núll-lausninni“ George Bush Bandaríkjaforseti og Margaret Thatcher, forsaétisráð- herra Bretlands, kveða málamiölun- arsamkomulagið ekki gera ráð fyrir algerri útrýmingu vopnanna í Evr- ópu, hinni svokölluðu „þriðju núll- lausn“. Vísa þau sér til stuðnings í ákveðinn kafla samkomulagsins þar sem segir að við núverandi aðstæður og í fyrirsjáanlegri framtíð sé ljóst að kjarnorkuvopn, þ.m.t. kjamorku- flaugar á jörðu niöri, séu nauðsynleg. Að auki segja ráðamenn Bretlands og Bandaríkjanna að orðalagiö „fækkun að hluta til“, en það er við- haft um fyrirhugaðar viðræður um fækkun skammdrægu kjarnorku- vopnanna, taki af allan vafa um út- rýmingu flauganna og sé því aðeins um takmarkaða fækkun vopnanna að ræða. Nokkir v-þýskir embætt- ismenn telja aftur á móti að sam- komulagið útiloki ekki útrýmingu. Leiðtogamir komu sér einnig sam- an um að rannsókn og hönnun á hugsanlegum arftaka Lance-flaug- anna, sem eru skammdrægar kjarn- orkuvopnaflaugar, yrði haldið áfram en ákvörðun um uppsetningu nýrra flauga yrði frestað a.m.k. til ársins 1992. Bandaríkjamenn munu sjá um kostnað hönnunar hinna nýju flauga. Ekki em allir sammála um túlkun samkomulagsins um skammdrægu vopnin en ljóst er að Bretland og Bandaríkin gáfu eftir í mörgum mál- um. Viðræður em nú heimilaðar um fækkun vopnanna þó að það veröi ekki strax eins og V-Þjóðverjar fóm fram á. Þá var frestun á uppsetningu nýrra flauga ein af kröfum Kohl, kanslara V-Þýskalands, en flaugarnar em flestar í V-Þýskalandi. Samkomulag- ið er mikilsvert fyrir kanslarann, ekki síst í ljósi þess að áætlað er að kosningar fari fram í V-Þýskalandi í lok næsta árs. Skora á Sovétríkin „Mikilsverðar breytingar eiga sér nú stað í Sovétríkjunum," segir í yfirlýsingu leiðtoganna sem lögð var fram að fundinum loknum í gær. í yfirlýsingunni era pólitískar umbæt- ur ráðamanna í Sovétríkjunum lof- aðar en þó er bent á að enn sé margt ógert í þessum efnum. Segir þar að nokkur ríki A-Evrópu hunsi þá öldu umbóta er gengur yfir austantjalds- lönd. Þá hvöttu leiðtogarnir til aukinnar samvinnu austurs og vesturs á sviði efnahags- og viðskiptamála, barátt- unnai- gegn fikniefnabölinu, svæðis- bundnum deilumálum víðs vegar um heiminn og hryðjuverkum svo eitt- hvað sé nefnt. Sautján blaðsíöna skjal, sem verið hefur í undibúningi í tvö ár, var og Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, ræðir við blaða- menn að loknum fundi leiðtoga Nato-ríkja. Kvaðst hún ánægð með niðurstöður fundarins. Simamynd Reuter kynnt að loknum fundinum. í skýrsl- unni er fjallaö um afvopnunar- og öryggismál Nato. George Bush Bandaríkjaforseti og Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, voru ánægðir með niðurstöðu ieiðtogafundar Nato-ríkja. Deilur V-Þjóðverja annars vegar og Bandaríkjamanna og Breta hins vegar um framtíð skamm- drægra kjarnorkuvopna settu sinn svip á þennan fund en málamiðlunarsam- komulag náðist aðfaranótt þriðjudags. Símamynd Reuter Styðja tillögur Bush Leiðtogarnir gáfu einróma sam- þykki sitt við afvopnunartillögur Bush um fækkun hermanna í Evr- ópu sem forsetinn lagði fram sem svar við afvopnunartillögum Gor- batsjovs Sovétleiötoga. Fréttaskýr- endur sögðu fyrir fundinn að Bush yrði að taka frumkvæðiö af Gor- batsjov í afvopnunarmálum og skipa sér fremst í flokki Nato-þjóða á þess- um fundi. Margir telja að svo hafi hann gert með tillögum sínum. í tillögum Bush er m.a. lagður til 20 prósent niðurskurður í fjölda her- manna í V-Evrópu, 15 prósent niður- skuröur í fjölda árásarþyrla og flug- véla og að Vínarviðræðunum verði hraðað eins og kostur er. Sovétmenn hafa tekið tillögum Bush vel en kveðast þó þurfa að skoða þær nánar. Reuter Nauðungamppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Álakvísl 48, þingl. eig. Halldór Jónas- son, föstud. 2. júní ’89 kl. 14.30. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Álfheimar 40, 2. hæð t.v., þingl. eig. Marteinn Hafþór Hreinsson o.fl., föstud. 2. júní ’89 kl. 13.30. Uppboðs- beiðendur em Tryggingastofhun rík- isins, Gjaldheimtan í Reykjavík, Bjami Ásgeirsson hdl., tollstjórinn í Reykjavflc, Ásgeir Thoroddsen hdl. og Guðjón Ármann Jónsson hdl.________ Ásgarður 151, hluti, þingl. eig. Ingi- björg Finnbogadóttir, föstud. 2. júni ’89 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Bergstaðastræti 17, kjallari, talinn eig. Ragnar Þór Benediktsson, föstud. 2. júní ’89 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Tryggingastofaun ríkisins, Gjald- heimtan í Reykjavík og Guðjón Ár- mann Jónsson hdl. Birtingakvísl 30, þingl. eig. Esther Ásgeirsdóttir, föstud. 2. júní ’89 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Helgi V. Jónsson hrl., Sigurður G. Guðjóns- son hdl. og Veðdeild Landsbanka ís- lands. Dalsel 27, þingl. eig. Helgi Guðmunds- son, föstud. 2. júní ’89 ld. 13.30. Upp- boðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Landsbanki íslands, Bún- aðarbanki íslands, Veðdeild Lands- banka íslands og Guðjón Armann Jónsson hdl. Engjasel 17, hluti, þingl. eig. Halldóra Þ. Olafsdóttir, föstud. 2. júní ’89 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík og Bjöm Ólafur Hallgrímsson hdl. Funahöfði 17, þingl. eig. Entek á ís- landi hf„ föstud. 2. júní ’89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Iðnlánasjóður, Ólafur Gústafeson hrl., Iðnaðarbanki íslands hf„ Fjárheimtan hf„ Guðríður Guðmundsdóttir hdl. og Iðnþróunar- sjóður. Gijótasel 13, þingl. eig. Eiður Guðjo- hnsen, föstud. 2. júní ’89 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru Valgeir Krist- insson hrl„ Guðjón Ármann Jónsson hdl„ Steingrímur Eiríksson hdl„ Kristinn Hallgrímsson hdl„ Verslun- arbanki íslands hf. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Grýtubakki 2, l.t.v., þingl. eig. Guð- bjöm Kristmundsson, föstud. 2. júní ’89 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands, Gjald- heimtan í Reykjavík, Ásgeir Thor- oddsen hdl„ Veðdeild Landsbanka ís- lands, Gjaldskil sf. og Eggert B. Ólafs- son hdl. Heiðnaberg 4, þingl. eig. Helga Guð- jónsdóttir, föstud. 2. júní ’89 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hofsvallagata 19, hl„ talinn eig. Andrea Jónsdóttir c/o Þorst. Egg- ertss. hdl„ föstud. 2. júní ’89 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hraunbær 78, hluti, þingl. eig. Borg- þór Jónsson, föstud. 2. júní ’89 ld. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Guðríður Guðmundsdóttir hdl. Hraunbær 102 G, jarðhaBð B„ þingl. eig. Ingibjörg Guðmundsdóttir, föstud. 2. júní ’89 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Ólafur Thoroddsen hdl„ Útvegsbanki íslands hf„ Skúh J. Pálmason hrl„ Ámi Ein- arsson hdl„ Útvegsbanki jslands hf. og Veðdeild Landsbanka íslands. Hverfisgata 105,1. hæð í vesturenda, þingl. eig. Þorgils Axelsson, föstud. 2. júní ’89 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur em Fjárheimtan hf„ Iðnaðarbanki ís- lands hf. og Gjaldheimtan í Reykja- vík. Kóngsbakki 2, 2. hæð t.h„ þingl. eig. Þorsteinn Hansson, föstud. 2. júní ’89 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Langholtsvegur 17, kjallari, talinn eig. Sigrún Gunnarsdóttir, föstud. 2. júní ’89 kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur em Baldur Guðlaugsson hrl„ Baldvin Jónsson hrl. og Ólafúr Garðarsson hdL_____________________________ Langholtsvegur 105, kjahari, þingl. eig. Skúh Guðmundsson og Lára H. Þórisdóttir, föstud. 2. júní ’89 kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Ár- mann Jónsson hdl„ Hahgrímur B. Geirsson hrl„ Ólafúr Gústafsson hrl„ Verslunarbanki íslands hf. og Veð- deild Landsbanka íslands. Laugamesvegur 44, kjahari, þingl. eig. Jóhann Þorsteinsson, föstud. 2. júní ’89 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Ásgeir Thoroddsen hdl„ Sigríður Thorlacius hdl. og Veðdefld Lands- banka íslands. Laugavegur 63, hluti, þingl. eig. Úl- tima hf„ föstud. 2. júní ’89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Magnús Norðdahl hdl„ Landsbanki íslands og Ólafúr Gú- stafsson hrl. Laugavegur 136, hl„ þingl. eig. Jón Valur Smárason, föstud. 2. júní ’89 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Trygginga- stofiiun ríkisins, VeðdeUd Lands- banka Islands, tollstjórinn í Reykja- vík, Gjaldheimtan í Reykjavík og Guðmundur Kristjánsson hdl. Lyngháls 7, þingl. eig. Sultu- og efha- gerð bakara, föstud. 2. júní ’89 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík og Iðnþróunar- sjóður. Skeljagrandi 7, íb. 1-3, þingl. eig. Magnús Hákonarson og Karolína Snorrad., föstud. 2. júní ’89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, VeðdeUd Landsbanka íslands og tollstjórinn í Reykjavík. Skógarás 4, þingl. eig. Guðmundur F. Valgarðss. og Katrín Valgarð, föstud. 2. júm' ’89 kl. 11.15. Uppboðs- beiðandi er Jón Ingólfsson hdl. Snorrabraut 35, hluti, þingl. eig. Sig- urður G. Magnússon, föstud. 2. júní ’89 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. Snæland 1, 2,t.h„ þingl. eig. Hanna Pétursdóttir, föstud. 2. júní ’89 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Stein- grímur Eiríksson hdl„ Iðnaðarbanki Islands hf„ Utvegsbanki íslands hf. og Guðjón Ármann Jónsson hdl. Stuðlasel 11, þingl. eig. Þorlákur Her- mannsson, föstud. 2. júní ’89 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Suðurhólar 28, íb. 03-02, þingl. eig. Ragna H. Jóhannesd. og Kristinn Gústafss., föstud. 2. júní ’89 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Teigasel 1, íb. 3-1, þingl. eig. Svein- bjöm Kristinsson, föstud. 2. júní ’89 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Gústafsson hrl. Torfúfell 44, 4.t.v„ þingl. eig. Ásta Magnúsdóttir, föstud. 2. júní ’89 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Vesturbrún 14, efrí hæð, þingl. eig. Stefan Sigurðsson, föstud. 2. júm' ’89 kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er Skúli J. Pálmason hrl. Yrsufeh 30, þingl. eig. Axel Axelsson, föstud. 2. júní ’89 kl. 15.00. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Öldugata 9, talinn eig. Viðar Olsen og Nanna Sigurðardóttir, föstud. 2. júní ’89 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. borgarfógetaembæ™ í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Kárastígur 8, 1. hæð, þingl. eig. Júlí- ana Brynja Érlendsdóttir, fer fram á eigninni sjálfrí föstud. 2. júní ’89 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands, Landsbanki ís- lands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Köhunarklettsvegur, fasteign, þingl. eig. Sanitas hf„ fer fram á eigninni sjálfrí föstud. 2. júnf ’89 kl. 17.30. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Skólavörðustígur 28, kjallari, talinn eig. Gunnar Þ. Karlsson, fer fram á eigninni sjálfrí föstud. 2. júní ’89 kl. 18.00. Uppboðsbeiðendur em Bjöm Jónsson hdl„ tohstjórinn í Reykjavík, Þórunn Guðmundsdóttir hrl„ Magnús Guðlaugsson hdl. og Kristinn Hall- grímsson hdl. Tryggvagata 4-6, íb. 02-07, þingl. eig. Kjartan Hjörvarsson og Edith Al- varsd., fer fram á eigninni sjálfri föstud. 2. júní /89 kl. 17.00. Uppboðs- beiðendur em Ásgeir Thoroddsen hdl„ Gjaldheimtan í Reykjavík, Lands- banki íslands, Jón Egilsson hdl„ Gjaldheimtan í Reykjavík, Inn- heimtustofhun sveitarfél., Fjárheimt- an hf„ Eggert B. Ólafsson hdl„ Iðnað- arbanki Islands hf„ Valgarður Sig- urðsson hdl„ Landsbanki íslands og Óskar Magnússon hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTTH) í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.