Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989. Mannréttinda- brot í Rúmeníu gagnrýnd - fulltrúar Islands gagnrýnir Fulltrúar íslands ásamt fulltrúum Kanada, Frakklands, Sviss og Spánar gagnrýndu harðlega meint mann- réttindabrot yfirvalda í Rúmeníu á ráðstefnu um mannréttindi er hófst í París í gær. Gagnrýnin kom í kjölfar frétta um að einri helsti andófsmaður Rúme- níu, Doina Comea, hefði orðið fyrir alvarlegum barsmíðum af völdum öryggislögreglu á meðan hún var í stofufangelsi. Talsmaður mannréttindasamtaka Rúmeníu skýrði frá því að Cornea hefði þurft að leita sér læknishjálpar eftir barsmíðamar. Comea hefur verið mjög gagnrýnin á stjórnar- stefnu Ceausescu, forseta Rúme- níu,m og hefur hvatt Vesturlönd til að samþykkja efnahagslegar þving- anir á Rúmeníu. Rúmensk yfirvöld voru einnig gagnrýnd á ráðstefnunni í gær fyrir þá ákvörðun að jafna við jörðu þús- undir ungverskra þorpa. Fulltrúi Rúmeníu munu ávarpa ráðstefnugesti í dag, miðvikudag. Hans er að réttlæta þá ákvörðun rúmenskra yfirvalda að skrifa undir samþykktir ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, en sú ráðstefna var haldin í janúar síðasthðnum, með þeim fyrirvara að yfirvöld þar í landi væru ekki háð ákvæðum um mannréttindi. í ráðstefnu þessari taka þátt 35 þjóðir en hún er sú fyrsta af þremur sem haldnar verða næstu þijú ár. Munu þær fjalla um mannréttindi í ljósi samskipta austurs og vesturs. Næsta ráðstefna mun fara fram í Kaupmannahöfn að ári en árið 1991 munu Sovétmenn verða gestgjafar. Reuter Hætta framkvæmdiim V-þýsk orkufyrirtæki tilkynntu í gær að framkvæmdir við byggingu endurvinnslustöðvar fyrir kjam- orkuúrgang yrðu stöðvaðar tíma- bimdið. Fyrirtækin sögðu að fram- kvæmdir yrðu ekki stöðvaðar að fullu. Margir telja þó, þrátt fyrir yfir- lýsingar fyrirtækjanna, að þessi ákvörðun þýði í raun að fram- kvæmdir við hina 4 milljarða dollara stöð, sem staðsett er í Wackersdorf í Bæjaralandi, stöðvast. Wackers- dorf-stööin hefði verið. sú fyrsta sinnír tegun<far í V-Þýskalandi. Umhverfisvemdarsamtök fógnuðu ákvörðun fyrirtækjanna. Mikil átök hafa oft brotist út á byggingarstað vegna mótmæla umhverfisvemdar- sinna. Rúmlega milljarði dollara hefur þegar verið varið til framkvæmda stöðvarinnar. Ákvörðun fýrirtækjanna mun leiða til þess að Frakkar og Bretar muni þurfa að aðstoða V-Þjóðverja við endurvinnslu kjarnorkuúrgangs. Reuter Fleiri ásakanir um misferli Birgir Þórissan, DV, New York: Enn einn forystumanna demó- krata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings situr nú undir ásökunum um fjár- málamisferh. Fiölmiðlar bám í gær ónafngreindar heimildir í dóms- málaráðuneytinu fyrir því að rann- sókn standi yfir á launagreiðslum á skrifstofu Wilhams Grey sem er tjórði maður í virðingarröð þing- flokks demókrata. Grey brást hinn versti við og kall- aði þetta svívirðilegar lygar. Hann krafðist þess að dómsmálaráðuneyt- ið gerði hreint fyrir sínum dyrum og kæmist til botns í því hver stæði fyr- ir söguburðinum sem hann vill meina aö tengist framboði hans til stöðu þriðja æðsta manns þing- flokksins sem losnaði er Tony Coelho sagði af sér fyrir helgi vegna vafa- sams fjármálavafsturs. Grey hefur verið mest áberandi svartra þing- manna og einkum látið fjármál tíl sín taka. Ekkert lát virðist á hneykshsmál- um að sinni. Gingrich, varaleiðtogi þingflokks repúblikana, sem mest hefur borið sakir á demókrata, segist vita af um um það bil tug þingmanna sem ekki hafi hreint mjöl í pokahom- inu. Demókratar hafa svarað fyrir sig með ásökunum á hendur Gingrich. Á meðan þessu fer fram bíða menn spenntir eftir því hvað Wright þing- forseti tekur til bragðs. Enginn veit fyrir víst hvað hann ætiast fyrir. Wright sagði í gær að hann myndi gera það sem væri sér og þinginu fyrir bestu og túlkuðu flestir það sem merki um að hann myndi segja af sér. En aðrar sögur hermá að Wright, sem er maður sauðþrár, hyggist beij- ast til þrautar. Utlönd í gær hófst f Parfs ráöstefna um mannréttindi. íslendingar eru meðal þátttökuþjóða. Símamynd Reuter HEMLÁHLUTIR í VÖRUBÍLA • Hemlaborðar í alla vörubíla. • Hagstætt verð. • Betri ending. ®]Stilling Skeifunni 11,108 Reykjavík Símar 31340 & 689340 Væntanlegir keppendur geta fengið allar upplýs- ingar í síma 652743 nk. fimmtudagskvöld milli kl. 21 og 23. Keppendur mæti fyrir kl. 12 á keppnis- dag. Keppnin er háð þurru veðri. Dalshrauni 1 - Hafnarfirði Fundir mánudags- og fimmtudagskvöld M. 21-23, sími 652743. FERÐATILBOÐ SUMAFSINS! AMSTERDAM 1-3 víkna Evrópuferðír frá kr. Nánari upplýsingar hjá söluskrif- stofum Arnarflugs, umboðsmönnum og ferðaskrif- stofum. Síðastí söludagur Símar 84477 623060 * Staðgreiðsluverð fyrir 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, og bíl í A-flokki í viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.