Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 25
- cMIÐVIKUDAGUR 81. MAÍ.1989. 41 Sviðsljós Karl Steinar Guðnason alþingismaður fimmtugur: Ein fjölmennasta afmælisveisla á Suðumesjum Karl Steinar Guðnason, alþingismaður og for- maður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, varð fimmtugur á laugar- daginn. Telja heimamenn að af- mælisveislan hafi senni- lega verið sú fjölmenn- asta sem haldin hefur verið á Suðurnesjum. Mörg hundruð manns komu'í golfskálann í Leiru og bárust Karli Steinari fjölmargar gjaf- ir. Margar ræður voru fluttar og var lagið tekið afmæhsbaminu til heið- urs. í golfskálann komu margir kohegar Karls Steinars, stjórnmála- menn og félagar úr verkalýðsforystunni, ættingjar, vinir og fleiri. Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, óskar Karli Steinari til hamingju með afmælið. Þórdís Þormóösdóttir, eigin- kona Karls Steinars stendur álengdar og fylgist með. DV-myndir Ægir Már Þeir fylgdust hugfangnir með atburðarásinni í afmælisveislunni, Kjartan Jóhannsson og Eiður Guðnason, Alþýðuflokki, og Ólafur G. Einarsson, Sjálf- stæðisflokki. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Afmælisgestir skiptu hundruðum í golfskálanum í Leiru á laugardaginn. Var mál manna að aldrei hefði svo fjölmennt afmæli verið haldið á Suður- nesjum. ■ Ýmislegt Viögerðarþjónusta fyrir öll vélhjól, einnig tannhjól, keðjur, síur og fleira. K. Kraftur, Hraunbergi 19, sími 78821. Torfærukeppni. Torfærukeppnin á Ilellu verður haldin laugard. 10. júní nk. Keppt verður í tveimur flokkum: 1. flokki sérbúinna torfærubifreiða. 2. flokki almennra torfærubifreiða. Keppendur skrái sig í síðasta lagi laugardaginn 3. júní í síma 98-75353. Flugbjörgunarsveitin Hellu. ■ Feröalög FLOTT FORM Þú kemst i flottform i Kramhúsinu. Stór- lækkað verð. 8 tímar á kr. 2.800, 14 tímar á kr. 4.600, 30 tímar á kr. 9.300. Tímabókanir standa yfir í símum 15103 og 17860. íslenskt hótel í Lúx. Við erum í Mósel- dalnum, mitt á milli Findelflugvallar í Lúx. og Trier í Þýskalandi (20 km frá flugv. og 17 km frá Trier). Gestum ekið endurgjaldslaust til og frá flugv. ef óskað er. Ökum fólki á hina ýmsu staði í nágr. og sækjum það aftur gegn vægu gjaldi. Hotel Le Roi Dagobert, 32 Rue de Treves, 6793 Grevenmac- ner, Luxemburg, s. (352) 75717 og 75718, telexnr. 60446 Dagob-Lu. ■ Líkamsrækt ■ Þjónusta Gröfuþjónusta, sími 985-25007. Til leigu í öll verk Cat. 428 traktors- grafa. Höfum einnig vörubíl. Leitið tilboða. Kvöldsími 91-670260 og 641557. ljósakort á ■ Við smíðum stigana, einnig furuútihand- riðin. Stigamaðurinn, Sandgerði, s. 92-37631/37779. HJÚLBARÐAR þurfa aö vera meö góðu mynstri allt ár Slitnir hjólbaröar hafa mun minna vegc og geta veriö hættulegir - ekki síst í hálku og bleylu. DRÚGUM ÚR HRAÐA ÚUMFERÐAR RAÐ Ólyginn sagði. . . Rob Lowe er eitt helsta kvennagullið í Hollywood og komast víst færri að honum en vilja. Nú logar allt í málaferlum vestra því Rob er ákærður fyrir að fleka stúlku undir lögaldri. En ekki er öll sag- an sögð; hann mun hafa tekið allar athafnir þeirra upp á mynd- band sem síðan er notað gegn honum í réttarhöldunum. Það eina sem gæti orðið honum til bjargar er að gæði upptökunnar eru svo léleg að erfitt er að þekkja fólk á filmunni. Whitney Houston er þúin að kaupa þrúðarkjólinn. Þetta herma nýjustu sögur og þeim fylgir líka að frökenin sé í sjöunda himni af hamingju. Ekki hefur verið opinberað hvenær brúðkaupiö fer fram en það mun verða í sumar. Vel á minnst - þrúðguminn er enginn annar en Eddie Murphy. Hann hefur hins vegar lítið tjáð sig um þetta mál. Sylvester Stallone hefur sprengt sitt eigið met í launagreiðslum. Hann fær tvo og hálfan milljarð íslenskra króna fyrir hlutverk í tveimur mynd- um, Rocky V og Rambo IV. Rúm- ur milljarður fyrir eina mynd þykir dágott í henni Hollywood. Hver mynd er um 90 mínútur að lengd og geta þvi lesendur dund- að sér við að reikna út tímakaup- ið. Það fylgir sögunni aö kröfur hans hafi verið hærri, en eins og allir vita fær maður ekki allt sem maður vill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.