Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989. Lífsstni Gúrkustríð: Verðið hækk- að um 40% Verð á gúrkum hækkaði um 40% strax efdr helgina. Kílóverðið er nú í heildsölu 120-125 krónur. Það þýðir um 180 krónur út úr búð. Gúrkur voru komnar niöur í 80-120 krónur kflóið út úr búð þannig að hér er um 40% hækkun að ræða. Gúrkuverð er enn talsvert lægra en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt heimfldum DV má búast við frekari hækkun á gúrkuverði fljótlega. Garðyrkjubændur funduðu um helg- ina og ákváöu umrædda hækkun en mikfl óánægja var meðal þeirra vegna lágs verðs. Þetta lága verð er komið til vegna geysimikfls framboðs á gúrkum. Sölufélag garðyrkjumanna, Mata h/f, Bananar h/f og Sambandið annast öll dreiíingu og sölu á gúrkum. Bændur keppast við að bjóða þess- um heildsölum vöru sína á sem lægstu verði og afleiðingin er verð- hrun. Það má því segja að gúrkustríð sé í gangi. Síðastliðið sumar var mjög mikið framboð á tómötum og verðið lækk- aði mjög mikið þegar hða tók á sum- arið. Þetta varð til þess að bændum þótti þeir fá fulflítið fyrir tómata- framleiðslu sína og margir þeirra juku gúrkurækt en minnkuðu að sama skapi ræktun á tómötum. Þetta leiðir til offramboðs á gúrk- um með tilheyrandi lágu verði. Það má því segja að garðyrkjubændur hafi sjálfir kallað yfir sig gúrkustríð- ið. -Pá Tómatar hafa náð botninum - veröið hækkar fyrir helgi „Ég býst við að tómataverð hafi ansalahófstáíslenskumtómötum. kflóið. Verðsveiflur af þessu tagi nú náö botninum,“ sagði Reynir Heildsalar, sem dreifa og selja virðast ekki standa í neinu sam- Pálsson hjá Sölufélagi garðyrkju- grænmeti, búast við að verðið bandi við framboð og eftirspum. mannaísamtaliviðDV.Heildsölu- hækki aftur fyrir helgina, nánar Garðyrkjubændurviljahaldaverð- verð á tómötum er nú 130-147 krón- tiltekið á fimmtudag. Búist er við inu uppi en neytendur og dreifinga- uroghefurekki verið svo lágt sið- að verðið farið í 145-160 krónur raðilarvfljahaldaþvíniðri. -Pá Verkjatöflur valda nýma- skemmdum Nýlegar bandarískar rannsóknir sýna fram á að mikfl neysla verkja- stfllandi lyfja sem innihalda efnið acetaminophen eða paracetamól get- ur valdið nýmasjúkdómum eða var- anlegum nýmaskemmdum. Niðurstöður þessara rannsókna birtust nýlega í New England Jour- nal of Medicine og styðja þær það sem lengi hefur verið vitað um auka- verkanir lyfja af þessu tagj. í íslensku lyfjabókinni stendur við öfl lyf sem innihalda umrætt efni: „Langvarandi notkun lyfsins getur hugsanlega valdið nýmaskemmdum og í stórum skömmtum getur lyfið haft skaðleg áhrif á lifrina“. Margar tegundir verkjastillandi lyfja innihalda paracetamól en hér á landi em vinsælastar tegundimar panódyl og parkódín. Báðar gerðirn- ar em seldar án lyfseðils innan ákveðinna marka. Efni þetta var fyrst notað til lækn- inga í lok síðustu aldar en notkun þess jókst mjög í kjölfar rannsókna sem birtar vom 1949. Síðustu 10 ár hefur notkun þess farið mjög vax- andi. Lögð er áhersla á að hér er einung- is átt viö ofneyslu efnisins eða endur- tekna inntöku á stóram skömmtum. Þeim sem nota lyfið sjaldan og lítið í einu stafar lítil eða engin hætta af notkun þess. -Pá Verðlag á framköllun: Ljósmyndabúðin með sérstöðu Ljósmyndabúðin Laugavegi 118 hefur nokkra sérstöðu meðal fram- köllunarfyrirtækja hvað varðar verðlag. Þar er verð lægst á 13 af 15 atriðum sem Verðlagsstofnun kann- aði verð á í lok aprfl. Könnunin náði til 16 fyrirtækja í Reykjavík, Hafnar- firði og Kópavogi. Algengt var sam- kvæmt niðurstöðum könnunarinnar að verð hjá öðmm fyrirtækjum væri 40-65% hærra en hjá Ljósmyndabúð- inni á Laugavegi. Fremur lítill verömunur var al- mennt á þjónustu einstakra fyrir- tækja. Má nefna sem dæmi að stækk- un á 10xl5cm 12 mynda filmu kostaði 555 krónur hjá 10 af 16 fyrirtækjum og framköllun kostaði 195 krónur hjá 11 fyrirtækjum. Mestur verðmunur kom í ljós á eft- irtökum sem kostuðu 170 krónur mest en 78 krónur minnst. Munurinn er 118%. Verð á 24 mynda litfilmu frá Kodak var 315-360 krónur en sams konar filma frá Fuji kostaði frá 225-265 krónur. -Pá Miklar verðsveiflur eru á islensku grænmeti þessa dagana. Gúrkur voru hækkaðar um 40% um helgina. Tómatar hafa lækkað undanfarna daga en búist er við hækkun aftur fyrir helgina. Málningar- og lakkleysar: Sala heimil með skilyrðum Heflbrigðis- og tryggingaráðuneyt- ið hefur heimilað að selja á almenn- um markaði málningar- og lakk- leysa, tfl að fjarlægja málningu eða lakk, sem innihalda allt að 2% met- anól. Umbúðir skulu merktar með krossi og áletrununum: Hættulegt við inn- öndun, geymist þar sem börn ná ekki tfl. Umbúðir skulu vera vel luktar. Haldið frá hitagjöfum - reykingar bannaðar. Varist snertingu við húð. Fram tfl l.janúar 1990 verður heim- ilt að selja sömu vöru með 5% metan- ólinnihaldi og skulu umbúðir merkt- ar eins og áður greinir nema með hauskúpu og leggjum í stað kross. Vamaðarmerki skulu vera svört á ná ekki til skal vera með letri sem er greinilegra en letur á öðmm við- vörunum. -Pá Neytendur X VARÚD KCTTULECT Þessi tvö merki skulu eftirleiðis vera á öllum umbúðum ufan um málning- ar- og lakkleysa sem innihalda met- anól. Krossinn fyrir 2% innihald en hauskúpa og leggir fyrir 5% inni- hald. appelsínugulum gmnni en textinn skal vera svartur á hvítum gmnni. Viðvömnin Geymist þar sem börn Svíþjóð: Talið er að heilt tonn af kvika- silfri. sem rekja má til hitamæla, komist út í umhverfiö frá sænskum sjúkrahúsum og heimilum. Þetta era meðal niöurstaöna raimsóknarhóps sem staríar við tækniháskólann í Lundi viö að meta mengun í umhverfinu. Hóp- urinn telur nauðsynlegt að reyna sem fyrst að stemma stigu viö kvikasilfursmengun og ráðleggur yfirvöldum aö setja hömlur á sölu hitamæla tfl almennings. Lagt er ttl aðnotendum hitamæla verði gert skylt að skila þeim inn til endurvinnslustöðva en nú er taliö að einungis 10% af notuðum hitamælum endi þar. Alls sleppa 5,6 tonn af kvikasilfri út í náttúmna í Svíþjóð á hveiju ári. Stefnan er aö stöðva slíka mengun alveg á næstu ámm. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.