Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1989. 1 1 ( ‘ :' 1 ■ ‘ íþróttir Frétta- » stúfar McCarthytil Lyon Mick McCarthy, ír- inn stæðilegi sem spilað hefur meö Glasgow Celtic sið- asta kastið, hefur nú skipt yfir til Lyon í Frakklandi. Hefur hann skrifað undir Qögurra ára samning viö franska hðiö en McCarthy er nú þrítugur. Kóreumenn efstir í Austur-Asíuriöli HM Singapore og Mala- ysia skyldu jööi, 2-2, í landsleik í knatt- spyrnu um helgina. Leikurinn var hður í undan- keppni heimsmeistaramótsins í Austur-Asíuriðli. Mörk Singapore gerðu A. Mani (31. mín.) og Sahm Moin (38. mín.). Mörk Malaysiu gerðu Lim Teong Kim (18. mín.) og Dollah Sallah (83. mín.). Áhorfendur: 18.000 í sama riöli unnu S-Kóreu- menn Nepal, 4-0. Mörkin gerðu Lee Hwak-jong (31. mín.), Park Kyung-hoon (41. mín.), Kim Yong-se (43. mín.) og Lee Tae-ho (85. mín.). Áhorfendur: 18.000 Staðan: S-Kórea.....4 4 0 0 19-0 8 Malaysia....4 2 11 5-5 5 Singapore..4 112 5-63 Nepal......4 0 0 4 0-18 0 Stokkhólmsmaraþoniö Stokkhólmsmara- þonið fór fram um helgina og urðu lykt- ir þessar í karla- flokki: 1. Dave Clarke (Bre.).2:13,34 2. Carlos Retiz (Mex.).2:14:35 3. JohnBura (Tan.).....2:15.00 4. Kjell-Erik Stahl (Sví.).. 2:15.07 5. M. E1 Nechchadi (Mar.) 2:15.23 6. Ake Eriksson(Svt)...2:16.13 7. Jerzy Skarzynski (Pól,) ................. 2:17.32 Lyktir í kvennaflokki: 1. EvyPaim(Sví.)......2:33.26 2. R. Kokowska (Pól.).2:35.43 3. Jutta Pedersen (Svi)... 2:41.32 4. Maria Andersson (Sví.) 2:42.45 5. Anita Andersson (Sví.) 2:42.46 Cram fer á kostum Steve Cram, heims- methafi í mOuhlaupi, náði mn helgina frá- bærum árangri í 5.000 metra hiaupi. Fór liami þá vegalengdina á 13:28,58 minútum. Þessi tími tryggöi Cram sigur á breska meistaramótinu í frjálsum íþróttum en annar varð hinn heimsþekkti. hlaupari Eammon Martin. Úrslit í Englandi Fyrsta deiid: Meistarar Arsenal Silfurverðlaun: Li- verpool Fallin: Newcastíe, Middles- brough og West Ham Ónnur deild: Sigurvegari: Chelsea Sæti í 1. deild: Manchester City og Crystal Palace. Fallin: Shrewsbury, Birming- ham og Walsall. Þriöja deild: Sigurvegari: Wolverhampton. Sæti i 2. deiid: Sheffield United og Port Vale. Fallin: Aldershot, Gillingham, Chesterfield og Southend. Fjórða deilcL Sigurvegari: Rotherham. Sæti í 3. deild: Tranmere, Crewe og Leyton Orient Fall úr deildak.: Darlington. Sæti í deildak.: Maidstone. Bikarmeistarar: Liverpool Deildabikarmeistarar: Notting- ham Forest. Vestur-Þýskaland - knattspyma: 11. meistaratitill Bayern í sjónmáli - Bayern vann stórsigur gegn Uerdingen í Miinchen Bayern Múnchen þarf nú aðeins eitt stig til viðbótar til að tryggja sér vest- ur-þýska meistaratitilinn í ellefta skipti í sögu félagsins. Tveimur um- ferðum er ólokið í deildinni og er Köln nú sex stigum á eftir Bayern Múnchen en Köln á einn leik til góða gegn Stuttgarter Kickers, sem verður leikinn á þriðjudag. Bayern Múnchen tók Bayer Uerdingen í kennslustund á ólympíuleikvangin- um á laugardaginn var. Fimm sinn- um þurftu leikmenn Uerdingen að hirða knöttinn út úr markinu. Svnnn Jonny Eckström gaf Bayem Múnchen tóninn á 20. mínútu leiks- ins en Eckström mun á næsta keppn- istímbili leika með franska félaginu Cannes. Hans Dörfner skoraði annað markið fimm mínútum síðar. í síðari hálfleik bættu leikmenn Bayern Múnchen við þremur mörkum á síð- ustu tuttugu mínútum leiksins. Dörfner skoraði eitt og Hans Dieter Flick tvö. Bayer Uerdingen, sem er í tíunda sæti, hefur átt slæmu gengi að fagna seinna hluta keppnistímabilsins. í síðustu níu leikjum hefur liðinu að- eins tekist að skora eitt mark. Werder Bremen vann auðveldan sigur á Eintracht Frankfurt, 2-0, og var Frankfurt-liðið heppið að fá ekki á sig fleiri mörk. Staða þessa fræga liðs er mjög slæm og er liðið í mjög alvarlegri fallhættu. Frank Neu- • Hans Flick, til vinstri, skoraði tvö mörk tyrir Bayern gegn Uerdingen. barth skoraði fyrra mark Bremen í fyrri hálfleik og sjö mínútum fyrir leikslok bætti Frank Ordenewitz við öðru marki. Bremen, sem varð meistari í fyrra, leikur í UEFA- keppninni næsta vetur og að öllum líkindum mun Köln leika einnig í þeirri keppni. Hamburg SV náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn Kaiserslautem. Har- ald Spörl kom Hamburg yfir á 56. mínútu en fimmtán mínútum fyrir leikslok jafnaði Sergio Allievi fyrir Kaiserslautern. Ásgeir Sigurvinsson og félagar hans í Stuttgart gerðu markalaust jafntefh á útivelli gegn Bayer Leverkusen. Leikurinn þótti tíðindalítill. Thomas Allofs markahæstur með17mörk Thomas Allofs, Köln, er markahæst- ur í vestur-þýsku úrvalsdeildinni. AUofs hefur skorað 17 mörk á keppn- istímabilinu. Uwe Bein, Hamburg SV, kemur næstur með 14 mörk. Sjö leikmenn hafa skorað 13 mörk, Uwe Leifeld, Bochum, Karlheinz Riedle, Bremen, Harald Kohr, Kaiserslaut- em, Hans Jörg Griens, Mönc- hengladbach, Júrgen Wegmann, Bayern Múnchen, Roland Wohlfarth, Bayern Múnchen, og Fritz Walter, Stuttgart. Úrslit í úrvalsdeiidinni á Laugar- dag: Dortmund - Bochum............2-1 Bayern - Uerdingen...........5-0 Hannover - Núrnberg..........2-2 Leverkusen - Stuttgart.......0-0 Hamburg - Kaiserslautern.....1-1 Bremen - Frankfurt...........2-0 Múnchengladbach - Karlsruhe ....1-1 Staðan í deildinni er nú þessi: Bayem........32 18 12 2 61-24 48 Köln.........31 17 8 6 53-26 42 Bremen.......32 17 8 7 52-31 42 Hamburg......32 16 8 8 55-35 40 Gladbach.....32 12 14 6 43-37 38 Stuttgart....32 15 7 10 56-45 37 Dortmund.....32 11 13 8 52-36 35 Leverkusen...32 10 13 9 44-42 33 Kaiserslautem .32 9 13 10 46-41 31 Uerdingen....32 10 11 11 48-52 31 Karlsruhe....32 11 8 13 4348 30 St.Pauli.....32 8 14 10 34-37 30 Mannheim.....32 9 8 15 38-51 27 Bochum.......32 7 10 15 36-49 26 Númberg......32 7 10 15 34-52 24 Frankfurt....32 7 9 16 27-51 23 StuttgarterK ....31 8 5 18 37-67 21 Hannover.....32 3 10 19 32-69 16 JKS Maradona til Marseille? - vlðræður í gangi, Æðsti ráöamaður Marseille í Frakklandi, Bernard Tapie, sagð- ist fyrir nokkm vonast til að fá Argentínumanninn Diego Mara- dona til liðs við félagiö fyrir næsta tímabil. Forvígismaðurinn sagði aö ráöamenn landsmeistaranna frönsku heföu nú þegar rætt mál- in viö Maradona en hann leikur með Napólí á Ítalíu. „Það er ekki rétt að fara meö þetta mál í fjölmiðla þremur eða Qórum dögum áður en lyktir þess ráöast,“ er haft eftir þessum for- kólfi liðsins í öölmiðlum. Tapie hefúr raunar brugðist hinn versti við vegna þess hversu mjög þetta mál hefúr komist í flöl- miðla. segja fransklr ^ölmiðlar. Maradona neitar „Ef þetta gengur ekki upp þá fá þeir sem gátu ekki þagað aö gjalda þess,“ sagði Tapie viö franska fréttamenn. í franska íþróttaritinu L’Equipe segir aö yfirþjálfari Marseille, Michel Hidalgo, fyrmrn lands- liösþjálfari Frakka, hafi hitt Maradona að máli í Napólí fyrir helgi. Er haft eftir Hidalgo að Mara- dona vilji leika með Marseille á næsta tímabili. Ráðamenn Napóli sinntu lítt fyrirspumum blaðamanna vegna þessara sögusagna og kváöu þær kvitt sem gjaman væri í gangi í kringum félagaskipti Maradona. „Okkar viðbrögð era aö brosa," sagði talsmaður liðsins viö blaða- menn. Maradona hefur sjálfur alfariö neitaö þvi að hafa fengið boð frá Marseille. Í samtali við blaöa- menn kvaðst hann ætla að ljúka samningi sínum við Napólí en hann rennur sitt skeiö áriö 1993. í samtalinu við blaðamenn kvaðst Maradona ætla að veröa um kyrrt, ekki aðeins vegna þess að samningur hans væri tU 1993 heldur einnig vegna hins aö hann væri ánægður hjá félaginu. Þess má geta að einn stjórnarmanna Marseille hefur sagt aö fyrir- hugaöur samningur við Mara- dona sé til þriggja ára og að verö- ið sé 40 milljónir franka, metfé í franskri knattspymusögu. JÖG • John Barnes skoraói eitt marka Englendinga. Knattspyma: í London Vonir Pólverja um að leika í úrslitakeppninni á Ítalíu urðu að engu á Wembley í London á laug- ardaginn var. Englendingar léku Pólverja sundur og saman og sigmðu 1 leiknum, 3-0, eftir aö staðan í hálfleik var 1-0. Englend- ingar hafa forystu í riðlinum en haía leikið einum leik meira en Svíar. Viðureign þeirra, sem verður 6. september í Stokk- hólmi, sker úr um hvor þjóðin ber sigur úr býtum i riðlinum. Gary Lineker skoraði fyrsta markiö á 23. minútu. John Bar- nes skoraði annað markið á 70. mínútu eftir góða sendingu frá Gary Stevens. Átta mínútum fyr- ir leikslok gulltryggði Neil Webb Englendingúm sigurinn eftir góö- an undirbúning frá David Roc- astle, sem kom inn á sem vara- maður í síðari háifleik. Staðan í 2. riðli: England.......4 3 1 0 10-0 7 Sviþjóð.......3 2 1 0 4-2 5 Pólland.......3 1 0 2 2-5 2 Albanía.......4 0 0 4 1-10 0 -JKS Knattspyrna: írar sterkir í 6. riðli írar unnu mikilvægan sigur á Ungverjum, 2-0, í 6. riðli for- keppni heimsmeistarakeppninn- ar í knattspymu en leikur þjóð- anna fór fram í Ðublin í gær. Paul McGrath, Manchester Un- ited, skoraði fyrra mark ira á 34. mínútu. Tíu mínútum fyrir leiks- lok innsiglaði Millwall-leikmað- urinn Tony Cascarino sigurinn fyrir íra. írar áttu mun meira í leiknum og geta Ungverjar þakkað mark- verði sínum, Peter Disztl, það aö þeir töpuðu ekki með stærri mun en hann varði oft glæsilega í leiknum. Möguleikar Ungvetja að komast í úrslitakeppnina á It- alíu minnkuöu verulega í kjölfar tapsins í gær. Tæplega 50 þúsund áhorfendur fylgdust með leikn- um. Spánverjar eru nánast öruggir með sæti á Ítalíu næsta sumar. Þeir eru efstir í riðlinum, hafa aðeins tapað einum leik, það var gegn írum fýrir nokkrum vikum. Tvær efstu þjóðirnar vinna sér sæti í úrslitakeppninni. Staöan í 6. riðli: Spánn......6 5 0 1 14-1 10 írland.....6 3 2 1 5-2 8 Ungveijaland .5 13 14-55 N-Irland...6 2 1 3 5-7 5 Malta.....7 0 2 5 3-16 2 -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.