Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 1989. Utlönd LJOSMYNDASTOFAN MYND SÍMI 54207 LJOSMYNDASTOFA KÚPAV06S SÍMI43020 Almennar kosningar á írlandi: Það sem Irum er efst í huga nú þegar almennar kosningar eru á næsta leiti er staða efnahagsmála. Erlendar skuldir írlands nema 38 miHjörðum dollara og framlög til mennta- og félagsmála hafa verið skorin niðm-. Sjúkrahúsum er lok- að vegna fjárskorts og fólk verður að. fara á biðlista til að komast í aðgerðir. Nær því einn af hverjum fimm Irum er nú atviimulaus og fólks- flótti úr landinu er gífurlegur. Talið er að allt að 30 þúsund yfirgefi landið á ári hverju og fari til Bandaríkjanna, Bretlands og Ástr- alíu í leit að atvinnu. írar eru nú taldir þriðja fájækasta þjóð tólf aðildarríkja Evrópubandalagsins, EB. Harkalegar efnahagsaðgerðir Til að stemma stigu við efnhags- óreiðunni greip ríkisstjóm Charles Haugheys forsætisráðherra til harkalegra aðgerða. Gerðir vom kjarasamningar við verkalýðsfélög sem kveða á um að launahækkanir haldi í við verðbólguhraðann. Jafn- vægi hefur verið komið á lántökur, verðbólgan er komin niður í 3,3 Forsætisráðherra Irlands, Charles Haughey, boðaði til almennra kosninga sem fara fram þann 15. þessa mánaðar. Símamynd Reuter Staða efnahagsmála írum efst í huga prósent og viskiptajöfnuður er nú jákvæður. Það er þetta sem írar hafa í huga þegar þeir ganga aö kjörborðinu þann 15. þessa mánaðar til að kjósa stjómmálaflokk er þeir telja hæf- astan til að koma efnahagslífi landsins á réttan kjöl. Haughey vonast til að 1 þetta sinn fái flokkur hans, Fianna Fail, hreinan meiri- hluta á þingi en slíkt hefur gengið honum úr greipum í síðustu fjórum kosningum. Vill ná meirihluta Haughey ákvað í síðasta mánuði, þegar minnihlutastjóm hans varð undir í atkvæðagreiðslu, í sjötta sinn á tveimur árum að boða til almennra kosninga hið fyrsta til að freista þess að ná meirihluta.* Kjósendur vora alla jafna ánægðir með aðgerðir hans til að forða þjóð- arbúinu frá gjaldþroti, þótt harka- legar hafi þær verið, og vora vin- sældir hans í hámarki. Séu niðurstöður skoðanakann- ana, sem gerðar vora fyrri hluta hinnar þriggja vikna löngu kosn- ingabaráttu, skoðaðar sést að fylgi Haugheys fer minnkandi. En þrátt fyrir það telja flestir að honum muni takast að tryggja sér áfram- haldandi setu í forsætisráðherra- stólnum. Atvinnuleysi hitamál Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakannana hafa flestir kjósenda áhyggjur af atvinnuleysinu og fólksflótta úr landinu. Samkvæmt niðurstöðum könn- unar, sem birtist í írsku dagblaði nýlega, sögðust hátt í fimmtíu pró- sent aðspurðra undir 25 ára aldri, en nær því helmingur íbúa írlands er undir tuttugu og fimm ára aldri, hafa íhugað að flytjast á brott. Og í kosningabaráttunni lofar Haughey einmitt að vinna bót á þessum vandamálum. Haughey gagnrýndur Stjómarandstöðuflokkamir, Fine Gael og Framfarasinnaðir demókratar, segja aö Haughey hefði aldrei orðið eins ágengt og raun varö á í efnahagsmálum hefði þeirra stuðnings ekki notið við. Þessir flokkar, þvert á fordæmi í Kosningarnar þann 15. júní eru fimmtu kosningamar á átta árum á Ir- landi. Þessi mynd var tekin í febrúar í fyrra þegar írar gengu að kjör- borðinu. Símamynd Reuter írskmn stjómmálum, veittu efna- hagsaðgerðum forsætisráðherrans stuðning sinn. Þeir halda því fram nú að ákvörðun um kosningar sé ábyrgðarlaus og kosningar í raun óþarfar. Og sumir gagnrýnenda Haugheys segja hann tilbúinn til að brjóta harkalega á bak aftur stjómarand- stöðuna til að ná meirihluta. IRA vongóðir Fulltrúar stjómmálavængs IRA, írska lýðveldishersins, segjast vera vongóðir um góðan árangur í kosn- ingunum og kveðast bjartsýnir á að ná tveimur sætum. Gerry Ad- ams, leiðtogi Sinn Fein, sagði að þeir ættu möguleika í tveimur kjör- dæmum en Sinn Fein hefur fjórtán frambjóðendur á sínum snærum. í nýlegri skoðanakönnun kváö- ust innan við einn af hverjum fimm telja baráttu IRA fyrir sjálfstæði Norður-írlands vera kosningamál. Nærri því þijú þúsund hafa látið lifið í þessari baráttu. Kosningarnar á næsta leiti Kosningarnar þann fimmtánda júní era fimmtu kosningamar á írlandi á átta árum. Þá kemur í Ijós hvort Haughey nær takmarki sínu. Reuter i JUNI TILBOÐ! W A BARTÍASKOM FRA SMASKO hefst í dag. 25% afsláttur af öllum bamaskóm í búðinni. Mikið_úrvai af barnasumarskóm. Aðeins í 5 daga. ATH., 17. júní er að koma. smasKor SKÓL AV ÖRÐUSTÍ G 6 B, SKÓLAVÖRÐUSTÍGSMEGIN SÍMI 622812
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.