Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 12. JÚNl iðéd. ■ Lesendur Andrés önddýr Móðir hringdi: Mig langaði til að vekja athygli á því hversu dýr Andrésar andar blöðin eru orðin. Ég hef lengi keypt þau handa guttanum mínum en sé mér nú ekki lengur fært að gera það vegna verðsins. í lausasölu kostar eintakið nú 201 krónu, en það eru 804 krónur á mán- uði eða 10.452 á ári. Finnst mér þetta geggjað verð fyrir svona þunnt blað þó skemmtilegt sé. Maður vill gjarn- an gefa börnunum blaðið en verðið er allt of hátt. Það væri gaman að fá skýringu á þessu. Vegabréfin skömmtuð Vegabréfin eru dýr og þvi skömmtuð. Lesandi hringdi: Hvers konar spamaður er það hjá dómsmálaráðuneytinu að skammta lögreglustjóra- og sýslu- mannsembættum vegabréf? Þetta hlýtur að hefta ferðafrelsi fólks. Ég hef heyrt að vegabréfin séu skömmtuð til tveggja mánaða en það dugar engan veginn nú á aðalferðatíma ársins. Fólk verður að geta fengið sín vegabréf. Og til að spara vegabréfin eru börn og unglingar undir 16 ára aldri skrifuð í vegabréf foreldra sinna en það gengur auðvitað alls ekki. Hvernig stendur á þessu? DV leitaði svara hjá dómsmála- ráðuneytinu og fékk þau svör að vegabréfin hefðu alitaf verið skömmtuð, þetta væri ekkert nýtt. Lögreglustjórar og sýslumanns- embætti fá vegabréf í samræmi við þá notkun sem veriö hefur hjá þeim. Það getur verið að einhver töf hafi orðið á afgreiðslu vegabréfa hérna heima því afgreiðsla vega- bréfanna frá Englandi, þar sem þau eru prentuð, hefur gengið hægt. Einnig hefur ráðuneytið betur fylgst með notkuninni. Engin vandræði hafa samt komið upp og allir komist í sínar ferðir. Ástæða skömmtunarinnar mun vera sú að vegabréfin eru gífurlega dýr. Andrés önd hefur lengi skemmt mörgu barninu. KHstileg verk Kristinn Magnússon skrifar: í grein, sem E. Jóhannsdóttir skrifar í DV mánudaginn 22. maí, fer hún nokkrum orðum um kristileg verk. Hún endar greinina með þvi að spyija hvar þetta „kristilega" fólk sé eiginlega. Af greininni sýnist mér að með orðinu „kristilegt" sé hún að meina þá sem ástunda góð verk sem vissulega eru lofsverð. En góð verk ein og sér gera engan að frelsuðum kristnum manni, til þess þarf einnig trú. í Biblíunni, orði Guðs, segir í Efes- usbréfinu, 2. kafla, og versununum 8 og 9: „Þyí að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á yerkum, enginn skal miklast af því.“ Á þessu sjáum við að þó verk- in séu góð eða „kristileg" þá megna þau lítið ef trúna vantar. Til þess að verða kristnir einstakl- ingar verðum viö að taka við Jesú Kristi inn í líf okkar og velja það að fylgja honum. Eins og segir í Jóhann- esarguðspjalli, 1. kaila, versi 12: „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.“ Ef þú vilt sigur og framgang í líf þitt þá leitaðu til Jesú í bæn og mun hann mæta þér. E. Jóhannsdóttir. Ef þú vilt finna kristið fólk hér á landi ráðlegg ég þér að tala við sr. Halldór S. Gröndal, sem þú virtist þekkja, og ég er viss um að hann mun leiðbeina þér. Einnig eru stórir hópar sannkristins fólks utan þjóð- kirkjunnar sem myndu með gleði aðstoða þig, t.d. í samfélaginu Trú og líf, Smiðjuvegi 1 í Kópavogi, og Veginum, kristnu samfélagi í Mjódd- inni í Breiðholti. Að lokum óska ég þér Guðs bless- unar og vona að þú finnir sannleik- ann í Jesú Kristi því að hann þráir að mæta öllum og hann elskar þig það mikið að hann var tilbúinn að gefa líf sitt svo að þú mættir lifa að eilífu í gleði með honum. Hópar sannkristins fólks eru utan þjóðkirkjunnar. í NOKKRA DAGA! MARGVERÐLAINAÐDR Kodak Express Quality control service miniiiiTntiiii mnimmmii LJÓSMYNDAÞJONUSTAN HF LAUGAVEGl 178 • SiMI 68 58 11 nimmiiinmiiiininninnii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.