Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 12. JÚNl 1989. dv_____________________________________________________íþróttir Þeir spiluðu mjög fallega knattspyrnu - segir Þórður Þórðarson um lið Austurríkismanna 1953 íslendingar hafa aöeins einu sinni mætt Austurríkismönnum í lands- leik og var það í júní áriö 1953 í Reykjavík. Okkar menn biöu þá lægri hlut, 3-4, eftir að hafa ráðiö ferðinni lengst af. Komust íslendingar í 3-1 í fyrri hálfleiknum en Austurríkismenn minnkuðu bihö fyrir hlé í eitt mark. í seinni hálfleiknum höföu síöan gestimir umtalsverða yfirburöi og skoruöu í tvígang. íslendingar fengu engu aö síður færi til að jafna en það brást. œ Voru áhorfendur nærri 10 þúsund að sögn eins þeirra sem var viðstadd- ur er leikurinn var spilaður á gamla Melavellinum. „Leikmenn Austurríkis voru mjög skemmtilegir á sínum tíma. Þeir spil- uðu mjög fallega knattspymu og voru erfiðir viðureignar," sagði Þórður Þórðarson, landsliðsmaður af Skaganum, en hann spilaði leikinn gegn Austurríkismönnum í júní árið Þórður í baráttu í háloftum. 1953. Þórður var bjartsýnn á leikinn á miðvikudag í samtali við blaðið og kvaðst vonast eftir íslenskum sigri: „Ég vona að strákamir vinni leik- inn á miðvikudaginn. Til að komast áfram í keppninni er nauðsynlegt að vinna leikinn og ég tel að við eigum möguleika á framhaldi í heimsmeist- arakeppninni,“ sagði Þórður. „Mér fannst íslenska hðið leika mjög kröftuga knattspyrnu í Moskvu. Þetta var mest barátta en htið um faheg upphlaup.“ Þórður sagöi að ekki væri ástæða til að breyta leikaðferð íslenska hðs- ins fyrir þennan leik gegn Austurrík- ismönnum. „Ég kysi að láta íslensku leikmenn- ina hggja aftur og beita síðan skyndi- upphlaupum. Á hinn bóginn myndi ég breyta framlínunni en við veröum að skora mörk í þessum leik,“ sagði Þórður sem sphaði 18 landsleiki á ferhnum og skoraði í þeim 9 mörk. JÖG Ísland-Austurríki: Frétta- Allirá völlinn - segir formaður HSÍ Á fundi með blaðamönnum í síðasthðinni viku vhdi Jón Hjaltahn Magnús- son, formaður HSÍ, hvetja landsmenn til að sækja leik íslendinga og Austur- ríkismanna. Leikurinn fer fram í Laugardalnum á miðvikudag og hefst hann klukkan 20. Knattspymumenn okkar hafa sjaldan eða aldrei staðið jafnnærri þeim möguleika að spha í úrshtum heimsmeistaramótsins. Það fer fram á Ítalíu á næsta ári eins og fram hefur komiö í fjölmiðlum. Einn keppinauta íslenska hðsins í baráttunni fyrir þessu sæti í úrshtum' er hö Austurríkismanna. Þvi má ljóst vera að íslenska hðið þarf á öhum þeim stuðningi að halda sem mögulegt er að veita því í leiknum við það austurríska. Austurríkismenn eiga sterkt iið í dag og eru þeir líklegir tii alls á Laugar- dalsvelli. Þeir hafa gert mörgum þjóðum skráveifu á knattspyrnuvellinum síðustu árin og ekki er langt um liðið síðan þeir lögðu V-Þjóðverja með miklum mun. Að ofan er Franz Beckenbauer orðinn brúnaþungur enda staðan 4-1 fyrir Austurríki. Staðan Sovétríkin.......5 3 2 0 &-2 8 Tyrkland.........5 2 1 2 8-6 5 Austurríki.......3 1114-53 ísland.......„...4 0 3 1 3-5 3 A-Þýskaland......5 113 4-93 Tveir landslelkir gegn Austurriki sama daginn Þaö eru ekki aðeins opinberir landshös- menn • Austurríkis sem leika gegn ís- lenskum stallbræðrum sinum á miðvikudag. Klukkan 13 þann dag mætast nefnhega ís- lenskir og austurrískir íþrótta- fréttamenn í mikilli viðureign. Fer hún frara á gervigrasvellin- um í Laugardal. í báöum hðum verður vænt- anlega margt öflugra leik- manna og eru th að mynda nokkrir íslensku fréttamann- anna í eldlínunni á íslandsmót- inu. Austurríska hðið leikur einn- ig við 2. deildar hð UBK. Hanappi leikjahæstur Geerhard Hanappi er leikjahæsti landshðs- maður Austurríkis- manna. Hann hefur sphaö 93 landsleiki. Þeir voru sterkir Sterkasta höiö sem Austurríkismenn hafa teflt fram frá upphafi lagði margt knattspyrnuveldiö á árunum 1931 tíl 1934. Liðið var þá lengi ósigrandi. Árið 1931 unnu Austurríkismenn Tékka 2-1, Skota 5-0, Þýskaland 5-0, Ung- verja 6-0 og Svisslendinga 8-1. Árið 1932 unnu Austurríkis- menn ítah 2-1, Ungveija 8-2 og 3-2, Svía 4-3, Svisslendinga 3-1 og Belga 6-1. Fengu skell í Noregi Austurríkismenn koma á Laugardals- vöh með stórt tap á bakinu en þeir biðu á dögunum lægri hlut fyrir Norð- mönnum, 4-1. Leikurinn var sphaður í Noregi og var hann höur í undirbúningj beggja þjóöa fyrir viöureignir í for- keppni heimsmeistaramótsins. 25 HAFG8EIÐSIUSI0FAN KLAFPAKSTÍG KMS sjampó og næríng. Tímapantanír i sima 13010 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann við Hamrahlíö eru lausar til umsóknar eftirtaldar kennarastöður: danska, eðlisfræöi, enska, félags- fræði, franska, hússtjórn, íslenska, jarðfræði, leiklist, líf- fræði, lögfræði, myndlist, saga, sálfræði, spænska, stærð- fræði, tölvufræði og þýska. Að Menntaskólanum á Egilsstöðum vantar kennara i frönsku, stærðfræði og tölvufræði. Umsóknir ásamt úpplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 30. júní nk. Við íþróttakennaraskóla íslands að Laugarvatni eru tvær kennarastöður lausar til umsóknar. Meðal kennslugreina eru: uppeldis- og sálarfræði, kennslufræði og sundkennsla. Nánari upplýsingar gefur skólastjórinn í síma 98-61115, Laugarvatni. Menntamálaráöuneytió ÁRSRIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS 1989 ER KOMIÐ ÚT Fæst í bókaverslunum, blaðsölustöð- um og hjá kvenfélögum um land allt. Kvenréttindafélag íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.