Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Side 31
 31 • Niels Guðmundsson, sem gerði mark Víkverja í leiknum við Árvakur, snýr hér á Pál Björnsson sem betur er þekktur fyrir handknattleik með Gróttu. Vikverji vann Árvakur, 1-0, og kemst því í 3. umferð. DV-mynd Brynjar Gauti Mj ólkurbikarkeppnin: Grindavík sló Blikana aftur úr bikarnum - Augnablik skoraði 10 mörk Grindvíkingar unnu 2. deildar lið Breiöabliks, 3-2, í 2. umferð mjólkur- bikarkeppninnar í Grindavík í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Blikar fara heim frá Grindavík með tap á bakinu því að í fyrra léku Grindvík- ingar sama leikinn og unnu þá Kópa- vogsliðið í 2. umferð bikarsins. í gær náðu Grindvíkingar að skora tvívegis fyrir leikhlé. Var þar Þórar- inn Ólafsson að verki í bæði skiptin. Sigurður Halldórsson, fyrrum leik- maður Augnabliks, minnkaöi mun- inn fyrir Breiðablik en Hjálmar Hall- grímsson kom Grindvíkingum í 3-1 áður en Sigurður skoraði aftur fyrir Breiðablik. Þrátt fyrir þunga sókn á lokakaflanum náðu Bhkar ekki að jafna og sagan endurtók sig frá því í fyrra. Rokleikur í Garði í Garöinum áttust við Víðir og 3. deildar lið ÍK í miklum rokleik. ÍK- menn náðu ekki aö fylgja Grindvík- ingum eftir og slá 2. deildar lið út út bikarnum því Víðismenn sigruðu í leiknum,. 3-1. Óskar Ingimundar- son, þjálfari Víðis gerði fyrsta mark- ið og Grétar Einarsson bætti öðru við snemma í síðari hálfleik. Gunnar Guðmundsson minnkaði muninn fyrir ÍK meðö stórglæsilegu marki, einhverju því glæsilegasta sem sést hefur í Garöinum. Vilberg Þorvalds- son innsiglaði síðan sgur Garðs- manna með marki 10 mínútum fyrir leikslok. Stórt hjá Stjörnunni Stjaman úr Garðabæ vann stóran sigur, 7-0 á Reyni í Sandgerði. Valdi- mar Kristófersson og Sveinbjörn Hákonarson gerðutvö mörk hvor og þeir Valur Amason, Valgeir Bald- vinsson og Heimir Erlingsson skor- uðu eitt mark hver. Stjarnan er meö feiknalega sterkt lið um þessar mundir og gæti komist langt í bik- amum. Það sem setur leiðinlegan svip á liðið em sífelldar skammir í Sveinbimi Hákonarsyni út í allt og alla. Þetta tuð í Sveinbirni eyðileggur liðsandann og vonandi að leikmaöur- inn sjái að sér í framtíðinni. Selfoss fór létt með Ólsara Selfyssingar unnu stórsigur á Víking Ólafsvík á Selfossi. Leiknum lauk með 6-0 sigri heimamanna sem vora yfir 3-0 í hálfleik. Þingmaðurinn Ingi Björn Albertsson gerði tvö mörk og Gunnar Garðarsson skoraði einnig tvö. Gylfi Sigurjónsson og Bjöm Ax- elsson bættu síðan við sínu markinu hvor. Augnablik gerði tíu Augnabliksmenn voru á skotskónum þegar þeir tóku á móti Höfnum á aðalveOinum í Kópavogi. Augnablik gerði 10 mörk gegn tveimur mörkum Suðurnesjamanna. Staðan í hálfleik vat jöfn 2-2 en í seinni hálfleik var einum Hafnamanni vikið af leikvelli og eftir það var einstefna Kópavogs- hðsins alger. Bjarni Frostason geröi 5 mörk fyrir Augnablik, Valdimar Jensen 2 og þeir Kristján Hahdórs- son og Heiðar Breiðfjörð sitt markið hvor auk þess sem eitt markanna var sjálfsmark. Guðmundur Frans Jón- asson gerði bæði mörk Hafna. Þróttur áfram Þróttur vann öruggan sigur á Njarð- vík, 3-0, á gervigrasinu í Laugardal. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Þrótt- ara. Sigurður Hahvarðsson gerði tvö mörk og Ásmundur Vilhelmsson eitt mark. Víkverjar unnu Árvakur Víkverjar, sem leika í 3. dehd, unnu sanngjarnan sigur á 4. deildar liði Án'akurs í Laugardal í gær. Níels Guðmundsson gerði eina mark leiks- ins í fyrri hálfleiknum og tryggöi Víkveijum áframhaldandi þátttöku í bikarnum. Mikih vindur setti svip sinn á leikinn og var erfitt að hemja boltann. -RR/ÆMK NÝTT Á ÍSLANDI M Frank Shorter SPOfíTSWEAR, FRANK SHORTER sportfatnaður. Amerískur gæðafatnaður á góðu verði Langholtsvegi 111 104 Reykjavík æ70'90 Þaö var mikil spenna í leik Þróttar og HuginS á Neskaupstað. Eför venjulegan leiktíma var staðan 3-3 og eftir framlengingu stóðu leikar 4-4. Þá varö að grípa til vítakeppni og hana unnu Noröfirðinga, 3-0. Þorlákur Arn- arsson gerði tvö mörk fyrir Þrótt og Bjami Freysteinsson og Hörð- ur Rafnsson eitt hvor. Fyrir Hug- in skoruöu Sveinbjöm Jóhanns- son, Kári Hrafnkelsson, Finnbogi Sigurðsson og Þórir Ólafsson eitt mark hver. Leiknir vann Á Eghsstöðum vann Leiknir hð Hattar, 4-2. Jakob Atlason geröi 2 mörk fyrir Leikni og Gunnar Larsson og Helgi Ingason eitt hvor. Jóhann Sigurðsson og Jón Kristinsson gerðu mörk Hattar. Sigurmarkið á elleftu stundu HeOgi JónaBon, DV, Ólafefiröi: Völsungar unnu 2-1 sigur á Leiftri á Ólafsfiröi í gærkvöldi. Kristján Olgeirsson kom Völs- ungum yflr snemma í leiknum en Hahdór Guömundsson jafhaöi fyrir leikhlé. Þegar aöeins 3 mín- útur vora eftir náði Sveinn Freysson að skora sigurmark Völsunga og fleyta þeim áfram á ellefiu stundu. Stólarnir áfram Á Sauöárkróki mættust Tinda- stóh og KS og lauk leiknum með 1-0 slgri heimamanna. Siglfirð- ingar sóttu melra í byijun en Stólarnir náðu aö tryggja sér sig- ur meö tnarki Eyjólfs Sverrisson- ar úr aukaspymu. íþróttir Neisti vann SM Kristinn Hreinsson, DV, Norðurlandi Neistinn sigraði SM, 2-1, á Hofsósi í D-riðh 4. deildar. Oddur Jónsson og Hjalti Þórðarson gerðu mörk Neistans en mark SM gerði Sigur- bjöm Magnússon. • Efling vann UMSE-b, 3-2, og skoruðu Einar Jónsson, Ólafur Jóns- son og Þórarinn Jónsson sitt markið hver en Ingólfur Samúelsson og Þröstur Guðmundsson gerðu mörk UMSE-b. • Loks sigraði Hvöt hð HSÞ-b, 2-1, í hörkuleik. Axel Stefánsson skoraði bæði mörk Hvatar en Viðar Sigur- jónsson hafði áður komið HSÞ-hðinu yfir. HELLESENS Stuðningshappdrætti IK Vinningsnúmer: 185 Árangur í 1. umferð: 10 stig af 19 = 53% Markaskorarar i 3. flokki: Sævar Sævarsson 1 Jóhann Ólafsson 1 Markaskorarar í 4. flokki Erpur Sígurðsson 2 Guðmundur Eyþórsson 1 Markaskorarar í 5. flokki: Atli Kristjánsson 3 Jón Hallgrímsson 3 Ólafur Júlíusson 3 Sverrir Sverrísson 2 Theodór Narfason 2 Ingi Guðlaugsson 1 DURACELL Úrslit í 1. umferð: 26.5. 3. deild Grindav.-ÍK 4-0 27.5. 3. fl. Týr-lK 5-2 30.5. 5. fl. A. Þróttur-ÍK 0-6 30.5. 5. fl. B. Þróttur-lK 2-2 31.5. 4. fl. ÍK-Fylkir 3-3 2.6. 3. fl. IK-KR 0-3 3.6. 5. fl. A. ÍK-Þór V. 4-1 3.6. 5. fl. B. ÍK-Þór V. 2-0 STYRKTARAÐILI ÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.