Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 1989. íþróttir____________________________________________dv Skýrsla laganefndar FRÍ um frj álsíþróttaaðstöðu í Laugardalnum: Eina rökrétta lausnin er gerviefni á aðalvöllinn - aðstaðan á Valbjamarvelli ónýt. Milljónaviðgerðir dugðu í 1 ár. Alþjóðleg mót úr sögunni Síöari hluta síðasta árs var laganefnd Frjálsíþróttasam- bands íslands falið að gera úttekt á frjálsíþróttaaðstöðu í Reykjavík og þá sérstaklega með tilliti til ástands Valbjam- arvallar. Nefndinni var einnig fabð að koma með tillögur til úrbóta. Niðurstaðan er vægast sagt hrikaleg, aðstaðan á Valbjam- arvelb ónýt og nefndin gerir það að tillögu sinni að gerviefni verði lagt umhverfis aðalleikvangjnn í Laugardal. Þá myndi aðalvöllurinn í Laugardal standast ýtmstu kröfur um alþjóðlegan völl. Staðan er ne&nlega þannig í dag að ekki er grundvöllur fyrir því að bjóða er- lendum keppendum til keppni í fijálsíþróttum í Laugardal. • Mjög stór göt eru á hlaupabrautinni og þarf ekki mikið út af að bera til að slys hijótist af. Reyndar hafa þegar orðið siys á hlaupabrautinni. DV-mynd S I laganefnd FRI eiga sæti fag- menn, Birgir Guðjónsson, sem er formaður, Jón M. ívarsson og Kristinn Siguijónsson. Allir eiga þeir langan feril að baki í fijáls- íþróttahreyfingunni, upphaflega sem iðkendur en síðan sem leið- togar og dómarar og allir hafa þeir starfað um árabil við mótshald. Birgir er alþjóðlegur tæknidómari hjá Alþjóðafrjálsíþróttasamband- inu. Aðrir nefndarmenn eru bygg- ingameistarar og því sérfræðingar i mannvirkjagerð og úttekt þeirra. Það er þvi ljóst að skýrsla nefndar- innar er byggð á fræðilegri og hag- nýtri þekkingu. Hrikalegt ástand í skýrslu nefndarinnar var lögð megináhersla á úttekt hlaupa- brautar og spjótkasts- og hástökks- svæðis. Við lestur skýrslunnar kemur margt merkilegt og miður skemmtilegt í Ijós. Valbjamarvöll- ur var vígður árið 1978. Skömmu eftir að völlurinn var tekinn í notk- un fór að bera á því að gerviefnið vildi losna frá undirlagi og þurfti fljótlega að hefja viðgerðir. Umrætt gerviefni hleypir í gegnum sig vatni og því þurfti undirlagið líka að gera það. Undirlagið var ranglega blandað og líktist helst götumalbiki og því alltof þétt. Viðamikil viðgerð fór fram á þriðjungi hlaupabraut- arinnar árið 1985 og kostaði hún um 5 milljónir á núvirði. Þessi við- gerð entist ekki nema í eitt ár. Rifið og bólótt í dag er ástand hlaupabrautarinnar ömurlegt. Það er víðast hvar laust frá undirlaginu, rifið og hefur hlaupið upp í stórar bólur. Hæðar- munur er mikill og brautir víða bylgjóttar. Sums staðar er hæð- armismunur 7 sentímetrar á sjö metra kafla. Ekkert hefur dugað á spjótkastssvæðinu Á atrennubraut fyrir spjótkast hafa verið lagðir nokkrir gúmmírenn- ingar sem hafa bæði verið límdir og negldir niður. Hvorugt hefur dugað og renningamir jafnvel runnið til undan kösturum í keppni. Atrennubrautin er aðeins um 30 metrar að lengd en þyrfti aö vera 36,5 metrar. Brautin er mis- hæðótt og myndast stórir pollar á henni eftir rigningar. 7 sentímetra dæld á hástökkssvæðinu Hástökkssvæðið er mjög gallað svo ekki sé meira sagt. Eftir svæðinu er dæld sem dýpkar til austurs og nær um 7 sentímetra dýpt þar sem hún er dýpst, greinilega til vatnsaf- rennshs. Stökkvari kemst ekki hjá þvi að hlaupa yfir umrædda dæld. I rigningu myndast stórir pollar sem og annars staðar á þessum ónýta velli. Ályktun nefndarinnar Ályktunin sem nefndin dregur að loknu starfi sínu er þannig: „Þver- halh á hlaupabraut í norðvestur- hluta er meiri en reglur Alþjóða- fijálsíþróttasambandsins leyfa og samkvæmt því er brautin ekki lög- leg. Met sem kunna að vera sett í hringhlaupum, þ.e. 400 m og yfir, er því ekki hægt að staðfesta. Hæðarmismunur (bylgjur) á beinu brautunum, sérstaklega vestanmegin, gerir þær ahs óvið- unandi og hættulegar. Brautimar eru flestar ónothæfar vegna þess að gerviefhið er víða laust og aht í rifum og bólum. Þetta ástand brau- tanna hefur reyndar þegar valdið slysum. Bæði hástökks- og spjótkasts- svæði em alls óviðunandi." Og laganefndin leggur meginá- herslu á lokaatriðið í ályktun sinni. Þar segir orðrétt: „Vöhurinn upp- fyllir nú ekki lágmarkskröfur Al- þjóðaftjálsíþróttasambandsins og er því ekki fært að halda þar keppni samkvæmt alþjóðastaðh." „Langæskilegast að leggja gerviefni á aðalvöllinn“ Tihögur nefndarinnar til úrbóta era þessar: „Langæskhegasti kosturinn fyrir ftjálsíþróttahreyfinguna er því að gerviefni verði lagt á hlaupabraut aðalvaUarins í Laugardal. ÁðskUd- um brautum verði helst fjölgað í 8, í það minnsta á beinu brautinni að marki (vestanmegin). Æskilegt væri að kanna möguleika á hita- lögnum í brautir til að auðvelda notkun árið um kring. Veröi þetta gert og nákvæmlega farið eftir þeim staðh sem upphaf- lega var greint frá mun aðalvöUur- inn í Laugardal geta staðist ýtrastu kröfur um alþjóðlegan vöU. „Þaö er rétt að aðstaðan fyrir fijálsar íþróttir er mjög slæm hér í Laugardalnum og hefur verið það lengi. Það hefur staðið til í nokkum tíma að fara út í miklar fram- kvæmdir en af því hefur því miöur ekki orðið enn,“ sagði Jóhannes ÓU Garðarsson, vaUarstjóri á Laugardalsvelh, í samtali við DV. „Það sem menn era að velta fyrir sér núna er hvort byija eigi á því aö endurbyggja aUa aðstöðuna á Valbjamarvelh eða að leggja gerv- iefni á malarbrautina á aðalvellin- um. Mín persónulega skoðun er að það eigi að byija á því að endur- byggja aðstöðuna á Valbjamar- veUi. Ef byijað yrði á því á leggja gerviefni á hlaupabrautina á aðal- vellinum er ég hræddur um að aldrei yrði gert handtak við Val- bjamarvöU." Heldur þú að þess verði langt að bíða að háfist verði handa við fram- kvæmdir á öðrum hvorum staðn- um? „Það er mjög erfitt að segja til um það. Maður hefur oft heyrt að það eigi að fara að gera eitthvað en það hefur ekkert gerst. Það er mjög brýnt að bæta þá afleitu aðstöðu sem fyrir hendi er. Ég get hins veg- ar sagt frá því að á allra næstu dögum verður hafist handa við að ValbjarnarvöU má þá gera síðar að æfingaveUi með minni tilkostn- aði“. Undir þetta rita þeir Birgir Guð- jónsson, Jón M. ívarsson og Krist- inn Siguijónsson. Byggt á skýrslu laganefndar FRÍ um frjálsiþróttaaðstöðu í Reykja- vik/-SK rífa upp svæðið þar sem spjótkastið og hástökkið fer fram á Valbjamar- velh. Við eigum til gerviefni á það svæði þannig að sá hluti málsins ætti að leysast mjög fijótiega. Ég reikna með að þær framkvæmdir kosti um 300 þúsund krónur. Og svo verðum við bara að vona að þessi mál leysist sem aUra fyrst,“ sagði Jóhannes Óh Garðarsson. -SK • Jóhannes Óli Garðarsson, vall- arstjóri i Laugardal, á malarbraut aðalvallarins. DV-mynd S • Mjög víóa á brautinni liggur gerviefnið laust ofan á undirlaginu og um allt gúlpar gerviefnið upp. DV-mynd S • Aðstaðan á spjótkastsvæðinu er hrikaleg og hægt að fletta gervi- efninu af með annarri hendi. DV-mynd S • Hlaupabrautin á Valbjamarvelli er viða mjög bylgjótt og hólar og hæðir um allL DV-mynd S Aðstööuleysiö í Laugardal: „Lengi staðið til að ffara út í framkvæmdir“ - segir vallarstjórinn á Laugardalsvelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.