Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 34
$ íþróttir Frétta- stúfar Inter sló met Inter Miiano sló stigamet í ítölsku knattspyrnunni um helgina eítir að liðið sigraöi Atalanta, 4-2, á heimavelli sínum. Inter var þegar orðinn ítalskur meistari en liðið hlaut 56 8tig sem er met í 1. deild- inni. Þjóðverjamir Andreas Brehme og Lothar Matthaus skoruöu báð- ir fýrir Inter í gær og Serena skoraöi síöan tvívegis. Elicio Nic- olini og Armando Madonna geröu mörk Atalanta í leiknum. Þess má geta að þremur leikmönnum var vikiö af leikvelli í þessum hörkuleik. Fortunato og Nicolini frá Atalanta fengu aö sjá rauða spjaldið ásamt Matthaus. Chang vann Edberg Michael Cbang frá Bandaríkjun- um sigraöi Svfann Stefan Edberg í úrslitaleik opna franska meist- aramótsins í tennis í gær. Keppn- in fór fram á Roland Carros leik- vanginum i París. Chang vann, 3-2, í geysilega jöfnum og spennandi leik. Fyrst sigraði Chang, 6-1, en síðan vann Edberg tvo leiki i röð, 4-6 og 3-6. Þá tók Chang við sér á nýjan leik og vann tvær síðustu loturnar, 6-4 og 6-2, og tryggði sér um leið sigurinn á mótinu. Chang er yngsti þátttakandinn sem hefur sigraö á opna franska meistaramótinu en hann er að- eins 17 ára gamall. Leikið á laugardögum íslandsmótið í handknattleik 1989 hefst laugardaginn 7. október nk. Leikimir í 1. deild karla verða allir leiknir á laugardögum í vet- ur og munu allir heflast kl. 16.30. Tíu umferðir verða spilaöar fyrir áramót og síöan þrjár strax í byijun janúar. Síðustu frmm umferðimar verða leiknar aö lokinni heimsmeistarakeppninni í Tékkóslóvaitíu sem verður í lok janúar. Einar þjálfar hjá TSÍ Einar Á. Sigurgeirsson hefúr ver- ið ráðinn þjálfari hjá Tennissam- bandi íslands. Einar hefur búið i Ástralíu mestan hluta ævi sinnar en flutti8t til íslands í sl. haust. Einar hefur mikla reynslu í íþróttinni en hann hefUr leikið í Bandaríkjunum og Ástralíu. Ein- ar verður raeð námskeið á vegum TSÍ sem hefst i dag og fer kennsl- an fram á planinu við gervigrasiö í Laugardal. Námskeiöin eru öll- um opin en skráning fer fram hjá ÍSÍ. íþróttafréttalið leikur Það verða ekki eingöngu A-íands- liö Í8lands og Austurrfkis sem leiöa saman hesta sina í undan- keppni HM á Laugardalsvellin- um á miövikudag. Sama dag leika íþróttafréttamenn íslands og Austurríkis 1 óopinberum „vin- áttulandsleik“. Austurrísku fróttamennimir munu fiölmenna til íslands vegna HM leiksins og fóru fram á að fá leik viö kollega sina á íslandi og þá ósk fengu þeir uppfyllta. Ekki er enn búið að ákveöa hvar leikurinn fer fram. m IBV vann Stokkseyri Vestmannaeyingar unnu stór- sigur, 6-0, á Stokkseyri, sem leik- ur í 4. deild, í 2. umferð mjólkur- bikarsins í Eyjum í gærkvöldi. HUDAaUHÁM Nýja stjarnan í Mosfellsbæ, Pjakkur, sem stóð efstur i B-flokki. Knapi var Ragnar Ólafsson. DV-mynd E.J. Danir skeiðrenna - á kostnaö tölts íslenskir dómarar voru á ferö í Danmörku nýlega aö dæma þar ís- lenska hesta eftir íslenskum reglum. Var það í fyrsta skipti sem slíkt er gert. Einn þessara dómara var Sigr- ún Sigurðardóttir. Gefum henni orð- iö: „Upphaf ferðar okkar til Dan- merkur var þaö að Landsamband danskra hesteigenda hafði samband við Þórð Axelsson og bað hann að koma til Danmerkur að dæma og hafa með sér tvo dómara. Hann bað okkur Jón Guðmundsson að fara með sér og varð það úr. Mótið fór fram á stað sem heitir Hedehuset, rétt hjá Hróarskeldu, dagana 3.-4. júní sl. Aðstæður voru þokkalegar en mótið vel skipulagt. Frönsk kona, Dominique Peder, sem er gift ís- lenskum manni, Jóni Jónssyni, sá um skipulagninguna. Hún talar ís- lensku reiprennandi. Sem dæmi um áhuga hennar á aö mótiö færi vel fram má geta þess að hún þýddi á dönsku allar íslensku reglumar og eyðublöðin sem viö sendum henni fyrir mótið,“ segir Sigrún. „Alls voru skráðir 57 keppendur í A og B-flokki gæðinga, bamaflokki og unglingaflokki. Auk þess var keppt í 150 metra skeiði, 250 metra skeiði og tölti. Á mótinu kepptu margir knapar sem íslendingar kannast við frá Evrópumótunum, svo sem Dorte Rassmussen, sem sigr- aði í A-flokki á Blossa og Preben Troels-Smith sem vann B-flokkinn á Væng. A-flokks hestamir vom töluvert sterkir, allir vel vakrir. Þaö virðist sem Danimir æfi skeið á kostnað tölts. Athyglisverðasti knapi mótsins fannst mér vera June Hansen, átta ára gömul stelpa sem ætti fuflt erindi í keppni á íslandi." -EJ Hörkukeppni hjá Herði - næstum allir klárhestamir fengu 8,0 eða meira Gæðingakeppni Haröar í Mosfellsbæ fór fram í síðustu viku. í fyrsta sinn fór öll keppnin fram á hinum nýja velli félagsins í Mosfellsbæ en ekki á Amarhömrum eins og vaninn hefur veriö til þessa. Dómar gæðinga vom á flmmtudaginn en úrslit og kapp- reiðar á laugardaginn. Þátttaka var geysimikil, til dæmis vom 39 gæðing- ar skráðir til keppni í B-flokki en 32 gæðingar mættu. Sýningar tóku drjúgan tíma á fimmtudeginum og síðasti knapi lauk sinni sýningu eftir miðnætti á fimmtudagskvöldið klukkan 0.30. í Mosfellsbæ er ein besta aðstaða hestamanna fyrir hestamót. Harðar- menn njóta vinnu sinnar frá því að þeir héldu íslandsmót í fyrrasumar. Ekki hafa þeir lokið ölium fram- kvæmdum á mótsstað því að þeir em að reisa þar 170 fermetra félags- heimili. Byggingarmeistarinn er Pét- ur Jökull Hákqnarson, formaöur Hestasambands íslands. Gæöingar sýndust vel. Klárhest- amir vora þó betri en vekringamir. Af 32 dæmdum B-flokks hestum fengu 30 einkunnina 8,00 eða meir. Efsti hestur fékk 8,56 í einkunn en 10. hestur 8,28. Átta A-flokks hestar fengu 8,00 í einkunn eða meir. í efsta sæti í B-flokki stóð eftir röð- un Pjakkur með einkunnina 8,39. Knapi var Ragnar Ólafsson. Næstur kom Muni, sem Sveinbjöm Ragnars- son sýndi, með 8,56. Þá kom Stígur, sem Lúther Guðmundsson sýndi, með 8,49. Þá Sókrates, sem Snorri Dal sýndi, með 8,44 og loks Dropi, sem Garðar Hreinsson sýndi, með 8,36. í A-flokki stóð efstur Blöndal, sem Erling Sigurðsson sýndi, meö 8,19 í einkuim. Drífandi, sem Ragnar Ól- afsson sýndi, varð í öðm sæti með 8,15, þá Loki, sem Haraldur Sigvalda- son sýndi, með 8,05 í einkunn, þá Stuðufl, sem Garðar Hreinsson sýndi, með 8,17 í einkunn og loks Flugar, sem þeir Erling Sigurðsson og Steindór Steindórsson sýndu, með 8,16 í einkunn. Unga kynslóðin fékk einnig að sýna gæðinga sína. Bræðumir Hákon og Guðmar Þór Péturssynir hvor sinn flokkinn. í bamaflokki sigraði Guðmar Þór Pétursson á Vin með 7,801 einkunn. Guðmundur Jóhann- esson varð annar á Glað, Ragnar Garðarsson varð þriðji á Glókolli með 7,62, Hjördís Baldursdóttir varð íjórða á Fjölni meö 7,17 og Þórhildur Scheving fimmta á Smjörva með 6,95 í einkunn. Hákon Pétursson sigraði í ungl- ingaflokki á Stjama með 7,92 í ein- kunn. Sigurður Narfi Birgissqn varð annar á Johnson með 7,77, Ásbjöm Jónsson þriðji á Faxa með 7,91, Rósa Emilsdóttir fjórða á Þyrli með 7,64 í einkunn og Berglind Árnadóttir funmta á Snjalli með 7,50 í einkunn. Harðarfélagar verðlauna ávallt tamningu unghrossa. Að þessu sinni stóð efst þar Perla sem Sigurður Sig- urðsson sýndi. Blakkur kom næstur en Erling Sigurðsson sýndi Blakk. Krossi varð þriðji. Gísli Ellertsson sýndi hann. Kappreiðarnar í fyrsta skipti á nýj'a vellinum Kappreiðarnar eru einungis fyrir fé- laga í Herði. Erling Sigurðsson varð sigursæll í skeiðinu. Hann sigraði í 150 metra skeiði á Flugari en Vana í 250 metra skeiðinu. Auk þess sat hann Blöndal sem varð í öðm sæti í 250 metra skeiði. i 300 metra brokkinu sigraði Jo- hnson á 41.11 sek., knapi var Sigurð- ur Narfl Birgisson. Bæjarblesi varð annar á 42,89 sek., knapi Valdimar Kristinsson, og Blakkur þriðji. Knapi var Snorri Dal. í 250 metra stökki sigraði Póri á 19,56 sek., knapi var eigandinn, Þór- unn Þórarinsdóttir. Hjörtur varð annar á 19,75 ’sek., knapi var Snorri Dal. Sleipnir varð þriðji á 19,85 sek., knapi var eigandinn Sigurður Sig- urðsson. Flugar sigraði í 150 metra skeiðinu á 15,31 sek., knapi var Erling Sigurðs- son. Freymóöur varð annar á 15,68 sek., knapi var Hinrik Gylfason. Blakkur varð þriðji á 16,50 sek., knapi var Páll Kristjánsson. í 250 metra skeiði sigraði Vani á 23,74 sek., knapi var Erling Sigurðs- son. Blöndal varð annar á 24,50 sek., knapi var Erling Sigurðsson. Fleiri hestar lágu ekki. Dæmt um allar trissur - kynbótahross dæmd víða Kynbótahross eru dæmd um allar trissur þessa dagana. Um það bil 130 hross voru dæmd í Rangárvallasýslu fyrir viku (DV 5.6.1989) og annað eins í Kjalamesþingi í siöustu viku. 15 stóðhestar fengu dóm. Einungis einn þeirra, Sokki frá Kolkuósi, fékk 1. verðlaun en auk hans fengu sjö hestar 7,75 í aðaleinkunn eða meira og komust því í ættbók. Af sex vetra og eldri stóðhestum fékk Sokki 8,001 einkunn, Vonameisti frá Skollagróf fékk 7,96, Merkúr frá Miðsitju 7,93, Reykur frá Holtsmúla 7,86, Hrimfaxi frá Breiðagerði 7,79, Svarti-Safir frá Reykjavik 7,79 og Fiðr- ingur frá Ingveldarstöðum 7,72. Fimm vetra stóðhestamir vom þrír. Þjálfi frá Keldudal fékk 7,93 í ein- kunn, Gjafar frá Reykjavik 7,84 og Hrafnfinnur frá Kvíarhóli 7,70. Fjögurra vetra stóðhestamir voru þrir. Einungis einn fékk hæíileikaein- kunn, Funi frá Garðsá, sem fékk 7,64, en Ljósfari frá Þverá og Bragi (heim- ilisfangs ekki getiö) fengu byggingareinkunnir. Einungis górar hryssur fengu 1. verðlaun en 73 af 105 fengu 7,50 eða meira og komust í ættbók. Af sex vetra hryssunum fékk Sæla frá Gerðum 8,11 en það var hæsta einkunnin á sýningunni. Salia frá Litla-Dal fékk 8,00 og Perla frá Hvassafelli eirnúg. Ein fimm vetra hryssa, Gerpia frá Högnastöðum, fékk 1. verðlaun, 8,03 í einkunn. Einnig vora fjórir hestar dæmdir sem afkvæmi. Þar fékk ísak frá Litla- Dal geysiháa hæfileikaeinkunn, 8,49, en fékk þó aöeins 5,0 fyrir skeið en hann er skeiölaus. Hann fékk 7,96 fyrir byggingu og þvi 8,22 í aöaleinkunn. -EJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.