Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 35
MÁNUpAGUR J5, JÚNt .1989, 35 Fréttir Suöureyri: Togari stöðvaður Kristín Eide Hansdóttir leggur blóm- sveit að minnisvarða látinna sjó- manna á Fáskrúðsfirði. Þorleifur Kristmundsson prófastur fylgist með. DV-mynd Ægir Heiðraðir á Ægir Kristiiisson, DV, Fáskrúðsfirði: Við messu í Fáskrúðsfjarðarkirkju á sjómannadaginn voru tveir sjó- menn heiðraðir. Það voru Einar Ágústsson matsveinn og Friðrik Stefánsson skipstjóri. Eftir messu var bænastund við minnisvarða látinna sjómanna. Þar minntist sóknarprestur látinna sjó- manna og sérstaklega Trausta Hreinssonar, 17 ára pilts sem lést í hörmulegu slysi er hraðbátur, sem hann var í, sigldi á land. Þá lagði Kristín E. Hansdóttir blómsveig frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Fá- skrúðsfjarðar að minnisvarðanum og kirkjukór Fáskrúðsíj arðarkirkj u söng. Einar Ágústsson og Friðrik Stefáns- son. DV-mynd Ægir Selfoss: Mikill er hraðinn Regina Thorarensen, DV, Selfossi: Mikið rauðmagaát var hjá okkur hjónunum um síðustu helgi. Adolf, flugvallarstjóri á Gjögri, sendi okkur þá með Arnarflugi 10 rauðmaga sem voru nýveiddir. Ég bauð Hilmari syni mínum í veisluna ásamt sonum sín- um því að kona hans er að syngja erlendis. Hann spurði hvort hann mætti ekki bjóða 2 skólabræðrum úr Samvinnuskólanum með, mönnum á fimmtugsaldri. Það var sjálfsagt. Það reyndust greindir myndarmenn, skemmtilegir og traustvekjandi, og ekki mikill framsóknarsvipur á þess- um piparsveinum. Rauðmagaveislan var bráð- skemmtileg og mikið borðað, svesk- jugrautur og rjómabland á eftir og harðfiskur, sem keyptur var hjá Bó- asi Emilssyni. Hann rekur hér harð- fisksölu á Selfossi og fiskur hans er orðlagður fyrir gæði. Maður minn og annár gestanna, ættaður frá Langanesi, voru sammála um að rauðmagi, sem veiddist í fjörum í kringum Reykjavík, væri laus í sér og horaður. Þaö hefðu einhvemtíma þótt galdr- ar að fá nýveiddan rauðmaga frá Gjögri á Ströndum og borða hann samdægurs eða kl. 7 um kvöldið austur á Selfossi. Amarflugsmaður- inn kom rauðmagasendingimni á sérleyfisrútuna til Selfoss og var hún komin kl. 3 til okkar. Já, mikill er hraöinn í okkar þjóðfélagi. Sigurjón J. Sigurðssan, DV, ísafirði: Elín Þorbjamardóttir, togari út- gerðarfélagsins Hlaðsvíkur hf. á Suð- ureyri, var innsiglaður af bæjarfó- getanum á ísafirði 5.júní vegna 4 milljóna kr. skuldar á staðgreiðslu skatta. Samkvæmt heimildum blaðs- ins spannar skuldin yfir fyrstu mán- uðina 1989 og hluta af árinu 1988. Pétur Kr. Hafstein, bæjarfógeti á ísafirði, sagðist í samtah-við DV ekki vilja gefa nákvæmar upplýsingar um Siguiján J. Sigurðsson, DV, ísafirði: „Þessi innsiglun á Elínu Þorbjam- ardóttur getur haft mjög alvarleg áhrif á byggðarlagið. Það blasir við að ef togarinn fer ekki á veiðar, þó svo að Fiskiöjan Freyja hf. sé með greiðslustöðvun, að atvinna stöðvast bara sjálfkrafa og því blasir bara at- vinnuleysi við.“ „Það má segja að Fiskiðjan Freyja hf. og Hlaðsvík hf. séu með um 50-70% af öllum umsvifum í þorpinu, alveg sama hvaða nafni það nefnist. einstaka gjaldendur en sagði að þeg- ar kæmi að lokun væru orðin vem- leg vanskil og það ætti sér alltaf tölu- verðan aðdraganda. Menn fengju aðvaranir og frest. „Fiskiðjan Freyja hf. bað um greiðslustöövun í síðasta mánuði og í tengslum við þá beiðni kom ekki fram beiðni fyrir Hlaðsvík hf. Stjóm- endum fyrirtækisins var þá gerð grein fyrir því að þetta vandamál yrði að leysast mjög fljótt sem ekki hefur verið gert og þá kom að þessu. Það bendir því allt til þess að það allt leggist niður,“ sagði Ragnar Jör- undsson sveitarstjóri, aðspurður um hvaða áhrif þessi stöðvun togarans hefði á atvinnulífið á staðnum. - En er einhver lausn í sjónmáh? „Nei, ég er búinn að vera hér á staðnum í þrjú ár og á þeim tíma hafa menn alltaf verið að leysa mál- in. Það átti að leysa þessi mál strax árið 1986 með skuldbreytingu við fyr- irtækið og búið var að leggja drög að því. Þaö datt síðan upp fyrir. Síðan komu ákveönar hugmyndir Forráðamenn fyrirtækisins hafa rætt við mig en ekki komið með neina efnislega lausn á þessu máh.“ - Er mikið um vanskil á staögreiðslu skatta á Vestfjörðum? „Ég hef nú ekki nákvæmlega fjár- hæðirnar en það eru ahtaf nokkrir aðilar sem þarf að ýta við. Við erum í aðgerðum þessa dagana gegn nokkrum aðilum sem höfðu fengið frest til síðustu mánaðamóta þannig að það má búast við einhveiju meira,“ sagöi Pétur. um samkomulag við Byggðastofnun, ríkisvaldið, Sambandið og stærstu skuldara við fyrirtækið um aö skuld- breyta og hagræða. Það datt upp fyr- ir. Síðan var reynt við Atvinnutrygg- ingarsjóöinn og beðið. Síðan lokuð- ust ahar dyr þar. Þá opnaðist glufa á Hlutafjársjóði en eins og öhum er kunnugt virðist hann vera alveg máttlaus sjóður, þannig að við bíðum bara eftir öðrum bjargráðasjóði," sagði Ragnar. Blue Coral Super Wax er sannkallaö ofurbón. Bóniö er boriö á og síðan þurrkaö yfir með hreinum klút. Ekkert nudd, ekkert puö, tekur enga stund. Samt er árangurinn jafnvel betri en meö venjulegu puöbóni. „Bíðum eftir öðrum bjargráðasjóði“ - segir sveitarstjórinn á Suöureyri wm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.