Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 49
 49 8f LífsstHI Jóhann Pálsson, garóyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, segir að þegar vart veröi vió maðk í gróðri veröi að hindra framgang hans snögglega - áður en skaðinn er skeður. DV-mynd Hanna Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri Reykjavikurborgar: Tími trjámaðksins verður á næstu tveimur vikum - ný og hættulítil eiturefni eru notuð „I fyrra var uppgangstími trjá- maðksins í lok maí og byrjun júní. í ár reikna ég með að tíminn veröi eftír 1-2 vikur,“ sagöi Jóhann Páls- son, garðyrkjustjóri Reykjvíkur- borgar, í samtali við DV. „Á þeim tíma verður að hefta útbreiðslu hans mjög snögglega ef það á að spoma við honum. Maðkurinn er ekki lengi að éta upp laufið á trján- um. En það er töluvert persónu- bundið hvað menn gera. Ef varlega er farið er beðið og séð hvort hætta er á maðkári. Annars er gott að fá góða vorúð- un, það á ekki að vera til óþurftar. Nú er svokallað permasect efni mikið notað og það er skaðlaust. Það nær ekki að skemma frá sér eins og eiturtegundimar sem vora notaðar hér á árum áður - þær trufluðu t.d. fuglalíf. En'svo vilja sumir láta náttúruna sjálfa sjá um óþrifm.“ - En er hægt að segja að borgarbú- ar búi útí í náttúrunni? „Það á ekki við nema þá helst á útívistarsvæðum þar sem fjöl- breyttum tegundum hefur verið plantað. Þar er heldur ekki borið eins mikið á og gróðurinn þar er í meira jafnvægi. Ég ráðlegg fólki að úöa garða sína sjálft ef til þess kem- ur og það hefur aðstöðu til þess. En það þarf þá að fylgjast vel með hvort maökurinn er í gróðrinum. Fjórar tegundir af maðki em skæðastar. Þar má nefna haustfeta sem étirn hreinlega allt lauf sem fyrir honum verður og geta garðar litíð út eins og draugaskógar á eft- ir. Svo má nefna birkifeta sem sest að í birki og víðifeta sem heldur sig við víðitegundir." - Átt þú von á maðkári núna? „Það er ekki hægt að svara því ennþá. Vorið hjá okkur var kalt og ég veit ekki hvaða áhrif það kemur til með að hafa,“ sagði Jóhann. -ÓTT Um þessar mundir hafa ófáir lands- menn orðið varir við að boðið er upp á úðun í einkagörðum. Fólk stendur gjarnan hjálparlaust í gættinni þegar úöunarfólk knýr dyra. í mörgum til- fellum hefur meðalmaðurinn ekki hugmynd um hvemig hann á að snúa sér. Þarf að úða garðinn? Er það ekki bara eitthvert eitur og maður má ekki stíga inn í garðinn í nokkrar vikur? í dag em notuð skaðlítil efni til að úða með og er eitrinu blandað við vatn. Efnin em talin vinna vel á trjá- maðki. Hins vegar er mál garðyrkju- meistara oftast á þá leið að úðun eigi aðeins við þar sem maðkurinn kem- ur fram. Uðun er oft óþörf en til hennar þarf réttilega að grípa þegar maðkurinn byijar að éta laufblööin. Þessu geta garðeigendur gengið sjálf- ir úr skugga um með því að líta í brum og blaðaxlir plantnanna. Einn garðyrkjumeistari sagði í samtali við DV að enginn ætti „að vera áskrif- andi að úðun - slíkt á aðeins að fram- kvæma þegar þess er þörf.“ Brekkuvíðir er að laufgast og því orðið tímabært að skoða hann og aðrar tegundir og kanna hvort trjá- maðkur leynist í bruminu. Þessi planta (í Breiðholti) leit mjög vel út - en maðkurinn var til staðar þegar betur var að gáð. Þessi tegund hefur orðið illa úti vegna maðks. Perm- asectefnið vinnur vel á maðkinum. Brandur Gíslason skrúðgarðyrkjumeistari hefur úðað garða um margra ára skeið. Hann segir að garðeigendur eigi vel að geta séð sjálfir hvort þörf er á úöun. Mér fmnst að garðyrkjumenn eigi að annast úðun í ríkari mæli en raunin er. Tímabilið stendur nefni- lega aðeins yfir í tiltölulega stuttan tíma. Þeir hafa kunnáttuna og fólk getur reitt sig á þeirra þekkingu. Það er æskilegt að garðeigendur spyiji þá sem bjóða upp á úðun um þeirra kunnáttu. En vissulega eru margir aðrir góðir aðOar sem sjá um úðun.“ - Á að úða þar sem verið er að rækta upp viö sumarbústaði? Mér finnst að það eigi ekki að sprauta á gróður við sumarbústaði. Þar á ekki að truíla starfsemi náttúr- unnar. Við sumarbústaði á gróður- inn að geta spjarað sig sjálfur. Það væri þá helst að sprauta á plöntur sem fólk setur sjálft niður eins og víðitegundir. Aspir og sígræn tré hafa spjarað sig mjög vel eins og glögglega hefur komið fram, t.d. í Þrastaskógi. Maðkurinn byrjar á því besta Brandur Gíslason skrúðgarðyrkju- meistari, sem hefur séð um að úða garða í mörg ár, segir að „eitur sé eitur. Mér finnst að fólk eigi ekki að kaupa meira eitur en þarf hverju sinni og fara varlega þegar blandað er saman við vatn. Tíu grömm út í 10 litra af vatni duga. Ef fólk ætlar að úða sjálft þá ráðlegg ég að slíkt sé heldur gert á morgnana en -að kvöldi til því dagshitinn vinnur með eitrinu." - í hvaða plöntur sækir maðkurinn helst? „Fyrst og fremst í víðitegundir og það er auðvelt að sjá sjálfur. Birkiö er erfiöara því maðkurinn sem sækir í það er svo smár. Alaskaaspir spjara sig hins vegar ágætlega. Annars er maðkur algengastur í limgerðum. Það hefur verið sagt að maðkurinn byiji á því besta og það tel ég vera rétt. Hann sækir í ungar og ferskar plöntur. Þannig getur hann skemmt ársvöxtinn og það hefur líka áhrif áriö eftir. Eitt sinn vorum við pant- aðir til að úöa rótgróinn garð í Foss- vogi. Þetta var á þeim tíma þegar allt var í upplausn út af úðun. Þegar við komum á staðinn hélt ég að um gabb væri að ræða því þar var talað um uppétið gljáviðislimgerði. En það reyndist samt á rökum reist. Þetta sýnir að ef maðkurinn fær að grass- era þá étur hann fyrst það besta og endar á því sem er vont á bragðið. En það er æskilegast að sprauta á maðkinn þegar hann er að kvikna og taka við sér.“ Heimilið Úðunarmenn og sumarbústaöalönd Má bjóða þér úðun fyrir garðinn þinn? Þarftu meirí skattaafslátt? Þoð er frábœrf oð verslo í HAMBORG ■ Og þú fœrð söluskoftinn endurgreiddon. ' ARNARFLUG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.