Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1989, Blaðsíða 50
50 Afmæli Ragnhildur Einarsdóttir Ragnhildur Einarsdóttir húsmóðir, Sogabletti 2 við Sogaveg í Reykjavík, eráttræðídag. Ragnhildur fæddist í Reykjavík og hefur búið þar alla tíð. Hún lauk prófi frá Verslunarskóla íslands og vann á Landsímanum í nokkur ár. Ragnhildur giftist 26.11.1931 Þórði Sigurbjömssyni, f. 21.11.1907, d. 23.10.1985, deildarstjóra hjá Toll- gæslunni. Foreldrar Þórðar voru Sigurbjöm Sigurðsson, verslunar- maður í Reykjavík, er var í beinan karllegg frá séra Hjálmari Þor- steinssyni í Tröllatungu, og Margrét Þórðardóttir, bókhaldari og versl- unarstjóri í Borgarnesi, en hún var í beinan kvenlegg frá Önnu Vette Amundsen, kaupmannsdóttur frá Bergen. Ragnhildur og Þóröur eignuðust sex dætur, en barnabörnin eru nú tuttugu og tvö auk eins langömmu- barns Ragnhildar. Albróðir Ragnhildar var Ásmund- ur Hjörtur, f. 4.7.1911, d. 4.1.1931. Hálfsystir Ragnhildar, samfeðra, var Anna Einarsdóttir, f. 2.7.1907, d. 1928. Faðir Ragnhildar var Einar Gunn- arsson, ritstjóri og stofnandi dag- blaðsins Vísis, hálfbróðir Jóhannes- ar, biskups kaþólskra, og Friðriks, fóður Gunnars, fyrrv. formanns VSÍ. Einar var sonur Gunnars Ein- arssonar kaupmanns og Jónu Andreu Sigurðardóttur, hreppstjóra í Möðradal í Fljótum, Jónssonar. Sigurður var bróðir Metúsalems sterka, b. í Möðrudal, afa Halldórs Stefánssonar, alþingismanns og for- stjóra Tryggingastofnunar ríkisins, fóður Ragnars, stjómarformanns ísal. Móðir Jónu var Ástríður Vern- harösdóttir, prests í Reykholti, Þor- kelssonar og konu hans, Ragnheið- ar, systur Eyjólfs „eyjajarls". Ragn- heiður var dóttir Einars, b. í Svef- neyjum, Sveinbjömssonar. Gunnar var sonur Einars, b. og alþingismanns í Nesi, Ásmundsson- ar, bróður Gísla, föður Garðars, stórkaupmanns í Reykjavík, afa Garðars Halldórssonar, húsameist- ara ríkisins. Meðal systra Einars var Halldóra, amma Halldóra Sig- urjónsdóttur, skólastjóra á Laugum, móður Kristínar Halldórsdóttur al- þingismanns. Önnur systir Einars var Anna, amma Svövu, móður Rolfs Johansen stórkaupmanns. Móðir Gunnars var Margrét Gutt- ormsdóttir, prófasts í Vallanesi, Pálssonar, langafa Eggerts Briem, óðalsb. í Viðey, afa Eggerts Briem prófessors. Guttormur var afi Páls, ritstjóra Austra, afa Hjörleifs Gutt- ormssonar alþingismanns og Sig- urðar Blöndal skógræktarstjóra. Þá var Guttormur faðir séra Jóns í Hjarðarholti, langafa Jóns Ragnars Stefánssonar dósents. Móðir Mar- grétar var Margrét, systir Guttorms Vigfússonar á Amheiðarstöðum, afa Guttorms, alþingismanns í Geitagerði, ættföður Þormaranna. Margrét var dóttir Vigfúsar, þrests á Valþjófsstað, Ormssonar. Móðir Einars í Nesi var Guðrún Bjamardóttir, b. í Lundi, bróður Kristjáns, b. á Illugastöðum, föður Benedikts, alþingismanns í Múla, afa Bjöms Sigfússonar háskóla- bókavarðar, fööur Sveinbjöms próf- essors og Sigfúsar dósents. Móöir Ragnhildar og seinni kona Einars var Margrét Líndal, dóttir Hjartar Líndal, hreppstjóra á Efri- Núpi í Miðflrði, afa Guðrúnar, kennara í Hvammstimgu, Bene- diktsdóttur og langafa Þóm Hjartar- dóttur, formanns Alþýðusambands Ragnhildur Einarsdóttir. Norðurlands. Þá var Hjörtur langafi Úlfhildar Rögnvaldsdóttur, bæjar- fulltrúa á Akureyri. Hjörtur var sonur Benedikts, smáskammta- læknis í Hnausakoti, Einarssonar, b. í Núpsdalstungu, Jónssonar. Móðir Benedikts var Mildiríður Jónsdóttir, smiðs á Ytra-Bug, Guð- mundssonar, lögréttumanns á Fróðá, Jónssonar, lögsagnara að Þverá í Núpsdal, Eiríkssonar, b. á NúpiíMiðfirði. Guðrún Jóhannsdóttir Guðrún Jóhannsdóttir kennari, Bræðraborgarstíg 24, Reykjavík, er niræð í dag. Guðrún er fædd á Sel- landi í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla íslands 1931 og var kennari 1 Vestur-Eyjafjallahreppi 1931-1933. Guðrún var verslunarmaður í Reykjavík 1934 og forstöðukona hjá Mjólkursamsölunni frá byijun 1935-1942 og 1958-1972. Hún var starfsmáður Morgimblaðsins 1975- 1988. Guðrún var stofnfélagi Al- þýðuflokksins og er félagi í stúkunni Einingin. Guðrún giftist 21. maí 1938 Jóni Olafssyni, f. 20. júní 1898, d. 22. mars 1964, verkamanni í Rvík. For- eldrar Jóns vora Ólafur Jóhann Ólafsson, b. í Söðulsholti í Eyja- hreppi, og kona hans, Kristín Ás- mundsdóttir. Kjörsonur Guðrúnar og Jóns er Jóhann Þórir Jónsson, f. 21. október 1941, ritstjóri í Rvík, kvæntur Sigríði Vilhjálmsdóttur skrifstofustjóra. Böm þeirra eru Kristín María Kjartansdóttir, f. 21. janúar 1961, gift Ingólfi Haukssyni, lögg. endurskoðanda í Rvík, böm þeirra era Sigríður Jóna og Hlynur; Hannes, f. 5. júní 1964, hagfræði- nemi í UCSB í Bandaríkjunum, og Steinar, f. 6. febrúar 1967, sálfræði- nemi í HÍ. Fósturdóttir Guðrúnar og Jóns er Guðfmna íris Þórarins- dóttir, f. 27. janúar 1943, starfsstúlka á EUiheimihnu Grand, gift Einari Vemer Ipsen sjómanni. Börn þeirra era Jón Rúnar, f. 15. febrúar 1965, d. 16. maí 1967, Guðrún Jóna, f. 21. ágúst 1967, starfsstúlka á sjúkrahúsi í Rvík, Jón Rúnar, f. 3. september 1969, verkamaður í Rvík, Karl Ágúst, f. 13. nóvember 1978, og Halldór Bjarki, f. 12. desember 1979. Systkini Guðrúnar era Guðbjörg Álexandersdóttir, f. 23. júh 1891, er látin, Oddfríður Steinunn Jóhanns- dóttir, f. 6. júní 1896, er látin, Bjarn- heiður Jóhannsdóttir, f. 30. júh 1901, Ragna Guðrún Jóhannsdóttir, f. 30. júh 1901, er látin, Guðjón Jóhanns- son, f. 2. júní 1906, er látinn, Tómas Óskar Jóhannsson, f. 25. apríl 1903, er látinn, og Bjami Jóhannsson, f. 16. september 1908. Foreldrar Guðrúnar vora Jóhann Bjömsson, verkamaður í Rvík, og kona hans, Helga Tómasdóttir, b. í Seh í Grímsnesi, Erlendssonar. Jó- hann var sonur Bjöms, b. í Hjaha- nesi á Landi, Bjömssonar, b. í Hjallanesi, Gíslasonar, b. í Hjalla- nesi, Guðmundssonar. Móðir Bjöms Bjömssonar var Hildur Fihppusdóttir. Móðir Hildar var Guörún Jónsdóttir, b. í Stóraklofa, Bjamasonar, prests í Fehsmúla, Helgasonar. Móðir Guörúnar var Hildur, systir Bjöms, langafa Sig- rúnar, móður Hannesar þjóðskjala- varðar, Þorsteins Þorsteinssonar hagstofustjóra og Jóhönnu, móður Óskars Gíslasonar ljósmyndara og ömmu Ævars Kvaran leikara og Gísla Alfreðssonar þjóðleikhús- stjóra. Bjöm var einnig langafi Steinunnar, móður Tómasar Guð- mundssonar skálds. Hhdur var dóttir Högna, lögréttumanns á Laugarvatni, Bjömssonar, bróður Sigríðar, móður Finns Jónssonar biskups, föður Hannesar biskups, Guðrún Jóhannsdóttir. ættföður Finsenættarinnar, langafa Níelsar Finsen, nóbelsverðlauna- hafa í læknisfræði. Móðir Jóhanns var Guðrún, systir Jónasar, langafa Þórs Jakobssonar, deildarstjóra hafísrannsóknadeild- ar Veðurstofunnar, og.rithöfund- anna Svövu, fyrrv. alþingismanns, og Jökpls Jakobssonar. Annar bróð- ir Guðrúnar var Jóhann, langafi Ingólfs Margeirssonar ritstjóra. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Mörk á Landi, Finnbogasonar, b. á Reyni- felh á Rangárvöhum, Þorghssonar, fööur Áma, langafa Júhusar Sólnes alþingismanns og langafa Sigurðar, afa Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, og einnig lang- afa Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings. Guðrún tekur á móti gestum á af- mæhsdaginn í salarkynnum Þýsk- íslenska hf., Lynghálsi 10, kl. 17-19. lilja Eyjólfsdóttir Lhja Eyjólfsdóttir, Hringbraut 57, Hafnarfirði, er áttræð í dag. Lhja er fædd í Hafnarfirði en fluttist síðan með foreldram sínum að Brúsastöð- um við Hafnarfjörð og ólst þar upp. Lhja giftist 7. desember 1929 Bessa B. Gíslasyni, f. 12. febrúar 1902, d. 30. nóvember 1988, skipstjóra og fiskverkanda í Hafnarfirði. Foreldr- ar Bessa vora Gísh Guðmundsson, b. og meðhjálpari á Sölvabakka í Refasveit í A-Húnavatnssýslu, og kona hans, Anna Bessadóttir. Böm Lilju og Bessa era Erla, f. 2. janúar 1932, gift Ehasi Helgasyni, netagerð- armeistara í Hafnarfirði; Sjöfn, f. 12. febrúar 1934, gift Þórði Þorvarðar- syni, verslúnarmanni í Hafnarfirði, og eiga þau fjögur böm; Ægir, f. 15. nóvember 1935, kaupmaður í Hafn- arfirði, kvæntur Guðnýju Am- bergsdóttur og eiga þau fimm böm, og Elsa Anna, f. 18. febrúar 1948, gift Þóri Gunnarssyni vátrygginga- manni og eiga þau íjögur böm. Bamabömin era orðin þrettán. Systkini Lhju vora Þórður, Guð- björgFriðrika, Ingólfur, Kristín, Kristján, Sigurður, Theodóra, Hjálmar, Fanney, Ingólfur yngri og Jóna. Hálfbræður Lhju vora Valdi- mar og Kristinn. Fjögur era enn á lífi. Foreldrar Lhju vora Eyjólfur Kristjánsson, b. og verkamaður í Hafnarfirði, og kona hans, Ingveld- ur Jónsdóttir. Föðurbróðir Lhju var Jón, afi Jóns Böðvarssonar, rit- stjóra Iðnsögu íslands. Eyjólfur var sonur Kristjáns Weldings í Hafnar- firði, Friðrikssonar Weldings í Hafnarfirði, Friðrikssonar Weld- ings í Hafnarfirði, Kristjánssonar Welding s, verslunarmanns í Hafn- arfirði, ættföður Weldingsættarinn- ar. Móðir Eyjólfs var Kristín Þórð- ardóttir, vinnumanns í Vorsabæ á Skeiðum, Jónssonar og konu hans, Þórdísar Þorsteinsdóttur. Ingveldur var dóttir Jóns, b. í Hvammi í Kjós, Þorleifssonar, b. á Nesjavöhum í Grafningi, Guðmundssonar, ætt- föður Nesjavallaættarinnar. Móðir Lilja Eyjólfsdóttir. Ingveldar var Salvör Sigurðardóttir, b. 1 Selkoti í Þingvahasveit, Þorkels- sonar og konu hans, Ingveldar Ein- arsdóttur. Lhja tekur á móti gestum á afmæhsdaginn 1 Veitingahúsinu Gaflinum eftir kl. 20. • / 90 ára 60 ára Guðrún Jóhannsdóttir, Bergstaöastræti 24, Reykjavík. Anna Kjartansdóttir, Selvogsgrunni 11, Reykjavík. Þorsteinn Valdimarsson, Gunnlaugsgötu 21, Borgamesi. Guðný Jósefsdóttir, Uppsalavegi 10, Húsavík. CA 85 ára 50 ara Sóley Sveinsdóttir, Melabraut 67, Seltjamarnesi. Gránufélagsgötu 22, Akureyri. Garðar Brynjólfsson, F.mil G. Pétursson, Krossholti Í5, Keflavík. Dalbraut 20, Reykjavík. Jón Hilmar Stefánsson, Sefgöröum 2, Seltjamamesi. Hann verður að heiman á afmæhs- 'daeinn. 80 ára Jóhannes Pálsson, Grundargeröi 3C, Akureyri. Lhja Eyjólfsdóttir, Hringbraut 57, Hafnarfirði. Rakel Guðlaugsdóttir, Hehuhrauni 12, Skútustaöahreppi. Ghjum 1, Mýrdalshreppi. 40 ára Bergsveinn Auðunsson, 75 ára Vogagerði 6, Vatnsleysustrandar- hreppi Jósefína Jóhannsdóttir, Vesturgötu 14, Ólafsfirði. Gunnar Rafn Einarsson, Kolgeröi 1, Akureyri. Garðar Garðarsson, Hjallalundi 13A, Akureyri. Oddur G. Hjaltason, 70 ára Brúnavegi 3, Reykjavík. Sigrún Guðmundsdóttir, Sigrún Pálsdóttir, Höföabrekku 20, Húsavík. uUUW«.^l 601 {IdlUdl Illvl. Þórarinn Sigurjónsson, Hraunstíg 2, Hafnarfirði. Hálfdán Sveinsson Hálfdán Sveinsson verslunarmað- ur, Heiðarási 15, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun, þriðju- dag. Hann fæddist í Krossanesi í Skagafirði en ólst upp í Lýtings- staöahreppi. Hálfdán flutti th Sauð- árkróks um fermingu og bjó þar th ársins 1957 er hann flutti til Reykja- víkur þar sem hann hefur búið síð- an. í Reykjavík hefur hann lengst af unnið í Raftækjaversluninni Segh við Nýlendugötuna. Kona Hálfdáns er Pála Ástvaldar- dóttir og eiga þau eina dóttur. Sú er Ásta, gift Sigurjóni Ámundasyni múrara og eiga þau tvo syni, Hálf- dánogPál. Foreldrar Hálfdáns vora Stefana Jónatansdóttir og Sveinn Friðriks- son. Hálfdán tekur á móti gestum í Drangey, félagsheimih Skagfirð- inga, Síðumúla 35, milh klukkan 18 og 22 á afmæhsdaginn, þriðjudaginn 13.7. Hálfdán Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.