Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 28. JÚLl 1989. Fréttir Umdeild rarmsókn lögreglunnar á íkvelkjmnáli á ísafirði: Húseigandinn fékk tauga- áfall við yfirheyrslur - var með lögreglumann yfir mér á sjúkrahúsinu dag og nótt, segir Stefán Dan Óskarsson Þessi mynd var tekin af Stefáni i brunarústunum en eins og sjá má er flest í húsinu ónýtt. Stefán hefur ekki getað hafið viðgeröir vegna rannsóknar málsins. DV-mynd Sigurjón „Ég verð að segja eins og er að það var illa að þessu staðið hjá lögregl- unni. Ég var með lögreglumann yfir mér á sjúkrahúsinu dag og nótt án þess aö nokkur gæsluvarðhaldsúr- skurður hefði verið kveðinn upp. Það var ekki fyrr en þrem dögum eftir brunann sem mér var tilkynnt af hveiju en þá kom í ljós að þeir grun- uðu mig imi íkveikju. Á meðan fékk ég ekki að ræða við nokkurn mann, ekki einu sinni konu og börn, nema undir ströngu eftirliti. Auk þess fékk ég ekki að sjá nein blöð. Þetta stóð yfir í um 10 daga,“ sagði Stefán Dan Óskarsson en fyrir um það bil fimm vikum brann líkamsrækt, Stúdíó Dan, sem hann starfrækti á ísafirði, nánar tiltekið 20. júni. Stefán kom að brunanum og fékk taugaáfall, sem að sögn sjónarvotta leiddi til stjarfa með krampa. Stefán var fluttur á sjúkrahús ísafjarðar þar sem hann fékk meðferð við taugaá- falli. Þar var hann vaktaður dag og nótt af lögreglumanni en fljótlega vöknuðu grunsemdir um að um íkveikju væri að ræða. Þar eð Stefán var síðastur út úr húsi um kl. 23.30, en bruninn uppgötvaðist um 1.30, beindist rannsóknin að honum. Rannsóknarlögreglumaður kom til ísafiarðar frá Rannsóknarlögreglu ríkisins. „Eyðilagt rannsóknina“ „Mér fannst í sjálfu sér eðlilegt að vera yfirheyrður því ég var síðastur út úr húsi að því er best er vitað. Ég er hins vegar voðalega sár yfir því að málið skyldi vera meöhöndlaö á þennan hátt eingöngu því það ber vott um svo mikinn klaufaskap. Aö mínum dómi og margra annarra hef- ur lögreglan eyöilagt rannsóknina með þessum hætti þvi yfirheyrslur yfir öðrum voru litlar sem engar og lögreglan virðist ekki hafa gert neitt til aö afla gagna fyrir utan að sifia yfir mér. Rannsóknarlögreglumað- urinn virðist hafa ákveðið ég væri sá seki og með því hugarfari stýrði hann rannsókn og skýrslugerð." Þess má geta að þetta er flórði óupplýsti bruninn á Isafirði en ekki er enn vitað hver kveikti í Kirkj- unni, Vörumarkaði Shell og húsi í bænum. Sumir þessara bruna, og þar á meðal í Studio Dan, eru með sömu einkennum - kviknaö hefur í út frá eldi á mörgum stööum í einu. Samkvæmt heimildum DV er mikil reiði á ísafirði vegna meðferðar lög- reglunnar á Stefáni enda muna menn þar ekki eftir því að nokkur maður hafi verið vaktaður þar dag og nótt í jafnlangan tíma. Þá vakti rannsóknaraðferðin at- hygli bæjarbúa en meðal annars vakti viðtal við Stefán í bæjarblaöinu BB athygh lögreglunnar - að sögn fyrir þá sök aö Stefán mun hafa þar tekið svo til orða að hann.hefði heitar hendur.“ Annað taugaáfall á lögreglu- stöðinni Á þriðja degi eftir brunann var Stefán útskrifaður af sjúkrahúsinu og þá færöur til yfirheyrslu niðri á lögreglustöð. Þar þurfti hann að dúsa í klefa sem hann segir aö hafi verið illa lyktandi, gluggalaus og loftlítill. Segir Stefán að hann hafi þá enn verið undir áhrifum lyfia sem hann fékk vegna taugaáfallsins og ekki á nokkum hátt verið fær um að sitja undir yfirheyrslu. Honum hafi verið boðinn réttargæslumaður en hann sagðist ekki hafa áttað sig á því og afþakkað. Það telur Stefán að hafi verið mistök hjá sér. Eftir sex stunda yfirheyrslu var settur yfirlæknir sjúkrahússins, Bjöm Þór Sigurbjömsson, kallaöur niður á lögreglustöð þar sem hann úrskurðaöi að Stefán hefði fengið annað taugaáfall og að hann yrði að fara á sjúkrahúsið aftur. Bjöm sagði við DV að hann heföi ekki gert aðrar athugasemdir við aðbúnaðinn en þær að Stefán væri ekki fær um að sitja undir frekari yfirheyrslu. Því hefur verið haldið fram að Bjöm Þór hafi gert miklar athuga- semdir viö aðbúnað Stefáns í fanga- klefanum. Um það sagði Björn aö- eins: „Ég geri ekki ráð fyrir að þess- ir fangaklefar séu öðmvísi en aðrir í heiminum." Óvíst hvort Stefán kærir Stefán segist ekki hafa ákveöið hvort hann kærir meðferðina en hann hafi fengið Öm Clausen hæsta- réttarlögmann til að fylgjast með sín- um málum. Sagðist Stefán óttast aö ef hann kærði málið myndi það enn frekar frestast en öll hans starfsemi hefur verið innsigluð. Stefán má ekki vinna enn og telur læknir hans að hann verði í tvo mán- uði að jafha sig. -SM J Þoka hefur stöövað framkvæmdir við Kolbeinsey: Ovíst hvort steypu- mótin standast Lögreglan telur eðlilega að rannsókninni staðið: Stefán Dan ekki sjávarganginn , JHér er búin aö vera þoka frá því klukkan sjö á þriöjudagskvöldið og hafisinn er aöeins 3 mílur firá okk- ur,“ sagði Sigurður Steinar Ketils- son, skipherra á varöskipmu Óöni sem nú er statt við Kolbeinsey. Steypuframkvæmdir við sprungu- og þyrlupall í Kolbeinsey höfðu fram til þess tíma gengið vonum framar í blíðskaparveðri. ,JEn það þýöir ekkert annafi en aö vera bjartsýnn," sagöi Sigtirður Steinar eftir að hann haföi hlustað spenntur á veðurfréttimar í morg- un. ,JÞað verður bara bræla áfram en morgundagurinn lofar samt góðu. Viö áttum eftir að fara 60 ferðir út í eyjuna með þann steypu- farm sem var eftir í skiplnu á þriðjudaginn. Þyrlan var alls búin aö fara 135 ferðir meö steypu út í Kolbeinsey þegar þokan skall á. Þess vegna héldum við inn til Ak- ureyrar í gærmorgun til aö safna kröftum og lestuöum meira fyrir næstu lotu. Þaðan fórum viö svo í gærkvöldi. Við eigum nú eftir aö fara um 190-200 ferðir og bíðum átekta,“ sagöi Sigurður. „Við vonumst til að veðriö hafi ekki hreyft við mótunum. Þama hefur sjórinn brotið á eyjunni. Ef mótin hafa raskast þurfum viö auö- vitaö meiri tíma. En það þýöir ekk- ert annað en að vera bjartsýnn - þeir fiska bara sem róa.“ Reykjavlk: Ölvun við akstur Síðastlíðna nótt vora þrír öku- menn teknir grunaðir um ölvun við akstur í borginni. Á Reykjanesbraut vora tveir mót- orhjólapiltar stöðvaðir vegna hrað- akstm-s og mældist annar piltanna á 124 kílómetra hraða. Var hann svipt- ur ökuskírteini á staðnum. -J.Mai hafinn yfir grun - segir Jónmundur Kjartansson varöstjóri „Ég tel aö þama hafi verið afskap- lega eðlilega að málum staðið. Auð- vitað var þetta dálítið óvepjulegt mál vegna þess að Stefán var fluttur strax á spítala í því ástandi aö ekki var hægt að yfirheyra hann, að áliti læknis," sagði Jónmundur Kjartans- son, varðsfióri lögreglunnar á ísafirði og staðgengill yfirlögreglu- þjóns, þegar hann var spurður um þá ásökun Stafáns Dan að ekki hefði verið eðlilega að rannsókn bruna- málsins staðið. Rétt er að taka fram að Jónmundur stýrði ekki rannsókn málsins sjálfur. Lögreglan á ísafirði hefur nú lokið rannsókn málsins og verður það sennt fulltrúa lögreglustjóra sem mun senda það áfram til ríkissak- sóknara. Niðurstaða lögreglunnar er að um íkveikju sé aö ræða og kveikt hafi verið í á 9 stöðum. Þá grunar lögreglan ákveðinn aöila, sem kemur fram í skýrslunni, en Jónmundur kvaðst ekki geta gefið upp hver það væri. Jónmundur sagði aö rannsókn málsins hefði verið í höndum lög- reglunnar á ísafirði en hún hins veg- ar notið aðstoðar rannsóknarlög- reglumanns frá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Jónmundur sagði að Stefán hefði verið vaktaður af óeinkennisklædd- um lögregluþjóni frá 20. júní til 26. júní. Sagði Jónmundur að þegar í upphafi hefðu böm og kona Stefáns fengið að heimsækja hann og þegar á hefði liðið hefðu allar takmarkanir á heimsóknúm verið afnumdar. Lög- regluþjónn hefði þó ávallt veriö við- staddur og Stefáni óheimilt að ræða málið við nokkum mann. Eftir'að Stefán var útskrifaður 23. júní var hann formlega handtekinn og færður til yfirheyrslu. Var þar skipaður réttargæslumaður honum - tál handa. Jónmundur sagði að fljót- lega eftir yfirheyrslu hefði Stefán verið fluttur upp á spítala aftur að læknisráöi. Þá var hann úrskurðað- ur í gæsluvarðhald hjá sakadómi ísa- fiarðar sem átti að endurskoðast 27. júní. Ástæðan fyrir því var sú að ekki var taliö að yfirheyrslu væri lokið. Þegar Stefán var útskrifaður aftur 26. júní var hann yfirheyrður og síð- an sleppt. Síöan hefur hann verið yfirheyrður tvisvar vegna málsins. Jónmundur neitaði því harðlega að rannsókn málsins hefði verið van- rækt og sagðist hann efast um aö Stefán hefði yfirsýn yfir málið. Alla vega 13 aöilar hefðu verið yfirheyrð- ir vegna málsins og Branamálastofn- un hefði þar að auki framkvæmt rannsókn, „Það er auðvitað engin spurning að Stefán var meðhöndlaður sem grunaður. Hann er heldur ekki haf- inn yfir grun. Það var hins vegar eðlilega að rannsókn málsins staðið og var það gert til hlítar. En auðvitað á það að vera rannsakað bæði til sektar og sakleysis.“ -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.