Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1989.
3
Fréttir
Vinnuveitendur krefjast fundar með forsætisráðherra:
Ríkisstjórnin hefur
ekki efnt loforðin
- krafist efnda áður en næstu kjarasamningaviðræður hefjast
Unnið að undirbúningi ævintýrisins
og árangurinn er greinilegur.
DV-mynd Garðar
Akranes:
Ævintýri
undirbúið
Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi:
Vinnuveitendasambandið, Félag
iðnrekenda og Samtök fiskvinnslu-
stöðva hafa sent Steingrími Her-
mannssyni bréf þar sem þessi sam-
tök átelja harðlega að ríkisstjómin
skuli ekki tryggja viðunandi sam-
kepnnisstöðu útflutningsgreinanna
eins og ráðherrar hétu í tengslum
við kjarasamninga. í bréfinu segir
að nauðsynlegt sé að staðið verði við
efndir frá samningunum frá í vor
áður en hægt sé að ganga til nýrra
samninga.
Forystumenn vinnuveitenda segja
að þrátt fyrir að þrír mánuðir séu
liðnir af átta mánaða samningstíma
séu atvinnuvegirnir enn reknir með
tapi. Þó mat Þjóðhagsstofnunar á
taprekstri fiskvinnslunnar sé lægra
en mat Samtaka fiskvinnslunnar sé
ekki um það deilt að þessi grein sé
rekin með tapi. í tengslum við kjara-
samninga í vor hafi það komið skýrt
fram í viðtölum fulltrúa vinnuveit-
enda við ráðherra ríkisstjórnarinnar
að „viðunandi" samkeppnisstaða
væri taplaus rekstur. Fulltrúar
vinnuveitenda skora því á Steingrím
Hermannsson og ríkisstjórn hans að
efna ioforð sín.
I bréfi vinnuveitenda kemur fram
að þeir hafi reynt að fá upplýsingar
um stefnu stjórnvalda hjá sjávarút-
vegsráðherra en þar hafi verið fátt
um skýr svör. Vinnuveitendur óska
eftir fundi með Steingrími þar sem
hann skýri fyrir þeim með hvaða
hætti ríkisstjórnin muni standa við
loforð sín þá fimm mánuði sem eftir
eru af samningstímanum. -gse
Brekkuhæjarskóli á Akranesi hef-
ur iðað af lífi undanfarna daga þótt
nemendur skólans séu í sumarfríi.
Ævintýrið á götunni, norrænt
námskeið um götuleikhús, hefur þar
aðsetur sitt og er unnið frá morgni
tif kvölds við undirbúning leiksýn-
ingar sem sett verður upp á Akra-
torgi á laugardaginn kl. 14.
Þegar fréttamaður DV heimsótti
þennan norræna hóp var unnið af
miklu fjöri við að búa tii hatta af öll-
um stærðum og gerðum og ekki síst
í öllum regnbogans litum.
Akranes:
Draga úr
ólyktinni
Garðar Guðjónsson, DV, Akxanesi:
íbúar Neðri-Skagans á Akranesi
hafa minni ástæðu en oft áður að
kvíða komandi loðnuvertíð því þegar
vertíð hefst að nýju í haust verður
kominn upp búnaður sem á að draga
mjög úr bræðslufnyk frá Síldar- og
fiskimjölsverksmiðju Akraness.
„Það getur komið lykt þegar við
vinnum lélegt hráefni en þegar unnið
er nýtt hráefni á hún nánast að
hverfa," sagði Björn Jónsson, verk-
stjóri hjá SFA, í samtali við DV. Hann
kvað búnaðinn, sem nú er verið að
setja upp, kosta um 17 milljónir
króna.
Þegar brætt er í verksmiðjunni
koma fituagnir með gufunni upp um
skorsteinmn og leggur þá mikla
ólykt yfir neðri hluta bæjarins.
Fnykurinn er svo megn að varla er
hægt að hengja út þvott og betra er
að hafa glugga lokaða. Nýi búnaður-
inn á að kæla gufuna frá bræðslunni
þannig að fituagnirnar verða eftir og
á þá ólyktin að minnka verulega eöa
hverfa alveg.
Vegna ólyktarinnar hafði verk-
smiðjan aðeins starfsleyfi til 1. jan-
úar í ár en leyfið var framlengt þar
sem undirbúningur að endurbótum
var hafinn.
Ámeshreppur:
Mikill /
gestagangur
Regína Thorarensen, DV, Gjögri:
Mikið hefur verið um gesti í Ámes-
hreppi í sumar, einkum þó núna í
júlímánuði. Alhr bústaðir yfirfulUr
en margir burtfluttir Ámeshrepps-
búar hafa byggt sér sumarbústaði
hér í hreppnum. Kunna að meta góða
og hreina loftið á Ströndum því hér
þekkist ekki mengun.
I
-I
:
’’ ■■■''
:...‘iv-i'-:';i: ú-x.:,
i
■
'"-.'S
M
::
j|
'
í|:Iilli|l|||i|lll'
llllllllllllllllillll
wmmmmmmmmrnmmmm
,. jjgiÍPllSÍp;'
ííííAWÍíííAíííííSSÍÍíSií::''
I
i^|!||||
ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍp:;::::;;
:
:
.....II
;
evkiavtk
.
Bílverk
Víkurbraut 4
Höfn, Hornafirði
.vSSiSiSiSj
B.G. bftasala
Grófinni 8,
Keflavík
-'wm
llíiiÍiÍiÍiÍ:
:
i$i:i*i$i:i:!ÍS!:i:
lllll
Bifreiöaverkst,
STÓRBÍLASÝNINGAR
Muggs,
Hólagötu 33,
Vestmannaeyjum
SUBARU
Stórbílasýningar laugardag og sunnudag
kl. 14.00-17.00 á ofangreindum stöðum.
Lánskjör allt að 3Vi ári. 3ja ára ábyrgð.
- Réttur bfll á
réttum stað
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
sími 91-674000