Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1989. Fréttir Fullkomnasta fiskeldisstöð landsins að rísa í Öxarfirði: Sljórna alveg hita- stiginu í kerunum - stofnkostnaður áætlaður um 160 milljómr króna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Fullvíst má telja að fiskeldisstöðin Silfurstjarnan hf., sem verið er að reisa af krafti í Núpsmýri í Öxar- firði, verði hin fullkomnasta sinnar tegundar hér á landi enda hafa þeir sem að stöðinni standa ýmsa mögu- leika sem aðrir fiskeldismenn hafa ekki. Það kemur fyrst og fremst til af því að „innan seilingar“ er meira en nóg af bæði heitu og köldu vatni og að sjálfsögðu sjó. Stöðin er byggð upp með tækni sem ekki hefur verið notuð áður hér á landi og gerir það að verkum aö hægt er aö stjóma vaxtarhraða fiskanna þannig aö allt árið um kring er hægt að slátra fiski af sömu stærð. „Þetta er eina fiskeldisstöðin hér á landi sem hefur þá möguleika að geta stjómaö algjörlega hitastigi 1 kerunum," sagði Guðmundur Valur Stefánsson, fiskeldisfræðingur og líf- fræðingur, en hann er jafnframt rekstrarstjóri stöðvarinnar, er DV leit þar inn á dögunum. Guðmundur útskýrir í fáum orðum hvernig því kerfi er beitt sem stjómar hitastiginu í kerunum en allur eldisvökvi, vatn og sjór, er mjög skammt frá stöðinni og hægt aö stjóma því hve mikið af heitu vatni fer inn í kerin^og bland- ast þar kalda vatninu og sjónum. Margir hluthafar Trausti Þórhallsson, sem.er einn af stjómarmönnum stöðvarinnar og sér jafnframt um alla aödrætti við byggingu hennar, sagöi að eigendur stöðvarinnar væra ýmsir heima- menn sem eiga 35% hlutafjár, aðilar annars staðar frá eiga einnig 35%, Byggðastofhun 20% og landeigandi 10%. Effir að vatnsmagn í Núpsmýri hafði verið kannað með borunum má segja að framkvæmdir þar hafi hafist af fullum krafti í september á síðasta ári, enda sýndu boranir að nægilegt vatnsmagn var fyrir hendi. „Ef við miöum við að hér í stöðinni verði jafnmikið af bleikju og laxi get- ur stöðin afkastað um 750 tonnum á ársgrundvelli. Ef við værum ein- göngu með bleikju væm afköstin um 1000 tonn en 450-500 tonn ef við vær- um eingöngu með lax,“ sagði Trausti um afkastagetu stöðvarinnar þegar hún verður komin í fullan gang. Með eigið seiðaeldi Silfurstjaman er með eigið seiða- eldi í Sigtúnum sem er skammt frá Núpsmýri. Þegar rétti tíminn rennur Unniö er af fullum krafti við framkvæmdir í Núpsmýri, eins og sjá má á myndinni, en áætlað er aö byggingarfram- kvæmdum Ijúki að mestu leiti á þessu 4ri- # DV-myndirgk Trausti Þórhallsson horfir yfir eitt keranna sem þegar er komið hjá Silfurstjörnunni í öxarfirði. upp em seiðin flutt að Núpsmýri og þar em 8 ker sem þau em sett í til að byija með. Þar er hægt að stjóma vaxtarhraða í hveiju keri fyrir sig með því að .stilla hitastig eldisvökv- ans. Að þessu loknu fara fiskarnir í þrjár tegundir af kerum áður en þeir enda í sláturkemm sem svo era köll- uð. Reiknað er með að laxamir verði þá um 6 pund að þyngd en bleikjum- ar talsvert léttari. Segja má að fleira en eitt sé merki- legt við uppbyggingu þessarar stöðv- ar. Eitt er það magn af heitu og köldu vatni sem er í nokkur hundmö metra fjarlægð og heita vatnið er mikið og heitt. Þá er „sjótakan" merkileg en í flæðarmálinu er dælustöð með 5 dælum sem hver dælir 120 lítram á sekúndu af sjó í rörum upp í stöðina um tvö 450 millimetra rör. Slíkt hefur ekki verið framkvæmt hérlendis áð- ur. Stofnkostnaður um 160 millj'- ónir „Það er stofnkostnaðurinn sem skiptir öllu máli,“ sagði Trausti er hann var inntur álits um hvort að- standendur stöðvarinnar hefðu ekki áhyggjur af lágu markaðsverði á eld- isfiski um þessar mundir og þeim spádómum að þetta lága verð haldist eitthvað áfram a.m.k. „Ef stofnkostnaðurinn fer yfir ákveðin mörk er þetta vonlaust. Viö teljum okkur vel samkeppnisfæra hvað þetta varðar. Stofnkostnaður stöðvarinnar fullbúinnar fer ekki yfir 150-160 milljónir. Þetta er hægt vegna þess aðallega að hér er mjög góður vinnukraftur og gætt er mikill- ar hagkvæmni við öll innkaup. Þá var mjög öflugt eftírlit með hönnun stöðvarinnar og það skiptir sköpum að vel sé passað upp á þessa hluti. Ég get nefnt sem dæmi að hönnunar- kostnaður nemur ekki nema um 2 milljónum króna,“ sagði Traustí en þess munu dæmi hér á landi að hönn- unarkostnaður fiskeldisstöðva hafi farið hátt í 200 milljónir króna. „Þessir hlutír mega ekki kosta meira til þess að stööin geti borið fjármagnskostnað. Slíkt verður að vera hægt að gera í lélegustu árum. Ef það tekst ekki blasir við stríð sem endar með skelfingu," sagði Trausti Þórhallsson. Sigtryggur Sigurjónsson, eigandi Norðurvíkur á Húsavík: Ovissuástand í byggingariðnaði Gyffi Kristjánason, DV, Akureyri: „Það er mikið óvissuástand í byggingariðnaði hér á Húsavík, því miöur. Enn sem komið er hafa menn þó nóg aö gera en það er mikil óvissa sem blasir við þegar kemur fram á haustið," segir Sig- tryggur Siguijónsson, eigandi byggingarfyrirtækisins Norður- víkur á Húsavik. Noröurvík hefur í 20 ár starfaö í byggingariðnaði á Húsavík og reyndar víða. Fyrirtækiö hefur unniö þjónustu- starfsemi fyrir Húsavíkurbæ, Fisk- iðjusamlagið og fleirl aðila og einn- ig starfaö við nýbyggingar, s.s. flug- stöðina á Aðaldalsflugvelli, íþrótta- höllina á Húsavfk að hluta og viö byggingu skrifstofu „sýslumanns- embættísins" svo eitthvað sé nefnt af nýlegum verkefnum. Af og til hefur fyrirtækið svo unnið við byggingar á eigin vegum, byggt íbúðir og selt á fijálsum markaði en Sigtryggur sagði þaö fyrst og fremst hafa veriö gert til þess að geta haldið uppi starfsemi þegar minna hefur verið aö gera á „útboðsmarkaðnum' ‘. Lægð síðan 1975 „Það má segja að hér á Húsavík hafi verið lægö í byggingariðnaði síðan árið 1975. Það var mikil upp- bygging á ámnum 1970 og fram til ársins 1975 en þá fór að draga ipjög úr byggingarframkvæmdum og þaö má segja það eins og það er að hér hefur t.d. verið litiö byggt af einbýlishúsum síðan þá.“ í samtölum DV við fleiri aöila á Húsavík, sem tengjast bygginga- riönaði, kom fram aö menn óttast mjög það atvinnuástand sem þeir telja að muni blasa við þegar kem- ur fram á haustiö. Lítið sé byggt á vegum bæjarins, en á vegum hins opinbera sé þó í byggingu fjölbýlis- hús fyrir verkamannabústaði sem fyrirtækið Fjalar sé með. Erfíðleika 1 byggingariönaði á Húsavík rekja menn m.a. til þess að ekki hafi orðið fólksfjölgun á Húsavík undanfarin ár, rekstur „lykilfyrirtækja“ í bænum, s.s. Fiskiðjunnar og Kaupfélagsins, hafi gengiö illa og þetta segi til sín. Þetta sjónarmið kom fram hjá fleiri en einum viömælenda DV, en ein- hverra hluta vegna vom menn ekki tilbúnir til þess að láta hafa þessa hluti eftir sér undir nafni. DV Athugasemd við athugasemd sýslumanns Vegna athugasemdar Sigurð- ar Eiríkssonar, sýslumanns f Suöur-Múlasýslu, sem birtist í DV 22. júlí 1989, vll ég segja eft- irfarandi. Á íslandi ríkir prent- frelsi og skoðanafrelsi og mun ég ekki spyija sýslumann hvort og hvaöa fréttir ég sendi eða senda honura fréttir til yfir- lestrar áöur en þær birtast í DV. Það er alveg rétt sem sýslu- maöur segir, fréttin er ekki frá embætti hans komin, hún er frá mér og ég ber ábyrgð á henni. Má ég minna á 59. gr. umferðar- laga en þar segir: Eigandi eða umráðamaður ber ábyrgð á aö ökutæki sé í lögmætu ástandi. Ökumaður skal gæta þess að ökutæki sé í góðu lagi. Sérstak- lega skal þess gætt að stýris- búnaður, hemlar, merkjatæki og Ijósabúnaður séu í lögmætu ástandi og virki öragglega. Og í annarri málsgr. 68. gr. sömu laga segir: „Verði starfsmaður verkstæöis þess var að öryggis- búnaði vélknúins ökutækis, sem þar er til viögerðar eða breytinga, sé áfátt skal hann skýra yfirmanni verkstæðisins frá því en honum ber aö gera eiganda ökutækisins viðvart og síðan tilkynna þaö hlutaðeig- andi lögreglu eða bifreiðaeftir- liti ef eigi veröur úr bætt.“ Ég hélt að lögreglubifreiöar þyrftu aö vera í fullkomnu lagi, sérstaklega hemlar og stjóm- tæki, og.er illt til þess að vita að ekki skuli gert við slika hluti strax og bilunar verður vart og borið við auraleysi. Það má vel vera aö starfsmenn verkstæða eigi einungis að ger%þaö serg á verkbeiðni stendur en væri ekki í Iagi aö þeir prófuðu hemla og stýrisbúnaö lögreglu- bifreiöanna f leiöinni, þótt ekki haii þaö staðið í verkbeiðninni, áður en þær em settar út í umferðina. Talandi um lög- reglubifreiöir, er ekki aöalskoð- un bifreiða lokiö í uradæmi sýslumanns í Suður-Múla- sýslu? Mér finnst endilega að skoðunarmiðar frá 1988 séu á framrúðum einhverra lögreglu- bifreiða í umdæminu. „Hvað höfðingjarnir hafast aö hinir ætla sér leyfist það.“ Og eitt enn, var yfirlýsing sýslumanns borin undir rétt stjómvöld áður en til birtingar kom? Ægir Kristinsson DV, Fáskrúðsfirði Heimsmót blásarasveita: Akureyrar* sveitin fékk gull- verðlaun Gyffi Krisjánsscm, DV, Akureyit Það er óhætt aö segja að blás- arasveit Tónlistarskólans á Ak- ureyri hafi gert góöa ferð til Hollands á dögunum en þar tók sveitin þátt i heimsmóti blás- arasveita í bænum Kerkrade. Akureyringamir gerðu sér ekki miklar vonir fyrirfram, enda ungir krakkar í sveitinni að mestu. Sveitinni gekk þó allt í haginn og þegar upp var staö- iö haföi þessi sveit frá Akureyri unnið til gullverölauna. Þessi árangur er ekki síst mikill sigur fyrir stjómandann, Roar Kvam, en hann hefur unn- ið geysilega mikiö uppbygging- arstarf á sínu sviði á Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.