Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Síða 5
FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1989.
5
Fréttir
Öm Friðriksson, prestur á Skútustöðum í Mývatnssveit, á stærsta myndavélasafn landsins:
Presturinn hefur safnað
um 210 Ijósmyndavélum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii
Presturinn á Skútustöðum í Mý-
vatnssveit hefur þá tómstundaiðju
að ^safna gömlum myndavélum og
mun óhætt að fullyrða að safn hans
sé það stærsta hér á landi. Séra Örn
Friðriksson á orðið um 210 mynda-
vélar af ýmsum gerðum og er safnið'
hið myndarlegasta. Allar vélarnar
eru í lagi enda sagðist Öm ekki hafa
áhuga á aö eiga vélamar öðruvísi.
„Það er um áratugur síðan ég byij-
aði á þessu," sagði Öm. „ Þegar ég
las í dönsku ljósmyndatímariti um
prófun á gamalli vél, sem fundist
hafði á fomsölu, kviknaði áhuginn.
Ég fór að leita að gömlum myndavél-
um og hef verið að því síöan.“
Fólk sendir myndavélar
- Hvemig eignast þú þessar vélar?
„Ég hef aðallega fengið vélar frá
Danmörku, Noregi, Þýskalandi og
einnig frá Bandaríkjunum. Einnig
hefur fólk gert nokkuð að því að
senda mér vélar og ég er auðvitað
þakklátur fyrir það.
Ég fékk t.d. tvívegis á síðasta vetri
og aftur í vor senda böggla í pósti sem
innihéldu myndavélar og ég veit ekk-
ert hveijir sendu mér þetta. Ég veit
að víða em til gamlar vélar sem fólk
Örn og um fjórðungur af myndavélasafni hans. Eins og sjá má eru myndavélarnar af öllum mögulegum stærðum
og gerðum en á myndinni eru um 50 myndavélar. DV-mynd gk
lætur bara liggja uppi í hillu og hef
látið hafa það eftir mér að þessar
vélar séu betur komnar í safninu hjá
mér þar sem þeirra er vel gætt og
hugsað um að þær séu í góöu lagi.“
Elsta vélin frá 1910
Myndavélarnar í safni Arnar eru
af öllum stærðum og gerðum: kassa-
vélar, belgvélar, örsmáar vélar sem
eru ekki öllu stærri en sígarettu-
kveikjarar og áfram mætti telja. En
hverja heldur hann mest upp á?
„Ætli það sé ekki þessi héma,“ seg-
ir Öm og dregur fram Rolleiflex 4x4
vél eða „Baby Rolleiflex", eins og
hún mun vera kölluð, en vinur Arn-
ar keypti þá vél fyrir hann í verslun
í Munchen. .
„Elsta myndavéhn mín er hins veg-
ar þessi héma,“ segir Öm og hampar
vél sem heitir Ensign Midget og mun
vera frá árinu 1910. „Ég las um mann
í Bandaríkjunum sem átti svona vél.
Hann gaf vélina á þekkt ljósmynda-
vélasafn þar sem ekki átti þessa vél
svo hún er sjaldgæf, þessi vél, í dag.
Jú, það segir sig sjálft að þetta er
dýrt tómstundagaman og konan mín
er ekki alltaf hrifin af því þegar ég
er aö kaupa vélar, þetta bitnar á
heimihnu. En ég er safnari að eðhs-
fari,“ sagði Öm Friðriksson.
Símalaust í
„húsahverfi“
- leysist væntanlega á næstu vikmn
Að undanförnu hafa töluverð
óþægindi hlotist af því að ekki er enn
búið að tengja símalínur í nýtt hverfi
í Grafarvogi sem liggur á milli
Keldnaholts og Keldna.
Hér er um svokahað ,,-húsa“hverfi
að ræða. Þarna eru stórir vinnustað-
ir og tugir húsa eru í byggingu. Hafa
iðnaðarmenn og húsbyggjendur
kvartað sáran yfir símaleysi - sér-
staklega með tilliti th þess ef slys ber
að höndum. Samkvæmt heimildum
DV sóttu sumir um síma í febrúar-
mánuöi - hefur þeim ekkert orðið
ágengt enn.
Kristinn Einarsson, fulltrúi á skrif-
stofu Bæjarsímans, sagði í samtah
við DV að þessum aðilum hefði verið
bent á þann möguleika að notast við
farsíma. En ekki hefðu allir unað því
vegna mikils kostnaðar við shkt.
„Það er búið núna að tengja vem-
legan hluta af strengjum í þessu
hverfi. Einnig er unnið að því nú að
tengja línumar. Verkið er langt kom-
ið og við reiknum frekar með að not-
endur geti fengið síma á næstu 1-2
vikum - það fer eftir því hve verkið
er langt komið á hveijum stað,“ sagði
Kristinn.
Bráðlega ætti því að vera hægt að
hringja upp í Baughús, Sveighús,
Garðhús og fleiri götur í nýja hverf-
inuíGrafarvogi. -ÓTT
Akurnesingum
fer fækkandi
Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi:
Ársskýrsla Akraneskaupstaðar
fyrir síðasta ár er komin út og er
þetta í þriðja sinn sem ársskýrsla
bæjarsjóðs er gefin út. Skýrslunni
verður dreift í hvert hús í bænum.
Gísh Gíslason bæjarstjóri htur yfir
farinn veg í skýrslunni og tiltekur
opnun Jaðarsbakkalaugar sem.einn
helsta viðburð síðasta árs.
„Þar með var tekið í notkun mann-
virki, sem bæjarbúar höfðu lengi
beðið eftir ef marka má aðsókn.
Sundlaugin, íþróttahús íþrótta-
bandalags Akraness og félagsaðstaða
Knattspymufélags ÍA og Sundfélags
Akraness, sem einnig var tekin í
notkun á árinu, hafa valdið straum-
hvörfum í allri starfsemi á Jaðars-
bökkum," segir Gísh meðal annars.
í skýrslunni kemur fram að Akur-
nesingum fækkaði nokkuð í fyrra -
úr 5.426 í 5.395, eða um 0,5 af hundr-
aði.
Tekinn á 128 km hraða
Einn ökumaður var sviptur öku- miðnætti. Var hann tekinn á 128 km
leyfi til bráðabirgða á Akureyri í hraða á Drottningarbraut en þar er
fyrradageftirmikinnhraðaksturum 70 km hámarkshraði. -SMJ