Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Side 8
8
FÖSTUDAGUR 28. JÚLl 1989.
Utlönd
Þúsundir Beirutbúa hafa fluið sprengjuárásir á borgina undanfarna daga.
Simamynd Reuter
Mikið sprengjuregn skók Belrút og næsta nágrenni í nótt, aðra nóttina
í röð, og hræddir fbúar borgarinnar flýðu heimili sín unnvörpum. Hundr-
uð sprengjukúlna og eldflauga lentu á borginni, 40 i einu, og lýstu upp
næturhimininn.
Sprengjumar féllu jafnt á kristna hlutann og hluta múhameðstrúar-
manna og á þorp í Bekadalnum sem er í 60 kflóraetra fjarlægð. Aö minnsta
kosti 22 létust fýrstu nóttina en ekki er vitað um mannfall eftir sprengju-
hríðina í gærkvöldi.
Skógareidar í Síberíu
Skógareldar í Tyumenhéraði í Síberíu hafa haft áhrif á gas- og ollufram-
leiöslu svæðisins. Eldarnir hafa þegar eyðilagt meira en 260.000 hektara
lands aö því er dagblaöið hrvestia sagði á fimmtudag. Eldurinn hefur
valdiö um 180 milljón króna tjónl í skógariönaði héraösins á dag.
Verkamenn í olíu- og gasiðnaðinum hafa ekki getaö unniö vegna eld-
anna en ekki hafa borist neinar tölur um framleiðslutap í Tyumen þar
sem meira en helmingur ollu- og gasframleiðslu landsins fer fram.
Ekki fleiri breytingar
Thatcher og Geoffrey Howe sem var að víkja úr embætti utanrikisráð-
herra Breta. Simamynd Reuter
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, ætlar ekki aö gera fleiri
breytíngar á ríkisstjóm sinni fyrr en eftir næstu kosningar að þvi er
bresk blöö skýrðu frá í morgun. Thatcher gerði mestu uppstokkun á
stjórn sirmi á tíu ára valdaferli fýrr í vikunni.
Dagblöðin The Times og Daily Telegraph skýröu frá því aö Thatcher
hefði sagt á fýrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar í gær að ekki yröi um fleiri
breytíngar að ræða fyrr en eftir næstu þingkosningar nema einhver stór-
slys ættu sér staö.
Borgarstjóri handtekinn
Borgarstjórinn í Atlantic City, helsta vigi fjárhættuspilara á austur-
strönd Bandaríkjanna, var handtekinn í gær ásamt tólf öðrum vegna við-
tækrar rannsóknar á spflJingu og vanrækslu í starfi.
James Usry borgarstjóri, Walter Collette, forseti borgarstjómar, og aðr-
ir borgarstarfsmenn og kaupsýslumenn voru handteknir af rfldslögregl-
unni eftir sjö mánaða rannsóka Mennimfr vora ákærðir fyrir mútu-
þægni, samsæri, vanrækslu í starfi og fyrir að hafa þegið og gefiö ólegleg-
ar gjafir.
Borgarstjórinn neitaði að ræöa við fréttamenn þegar hann var leiddur
út af heimili sínu.
Paul með græningjum
Paul McCartney segist ætla að reka áróður fyrir málstað græningja
þegar hann fer f fyrstu tónleikaferð sína 113 ár í september. Rokkstjarn-
an hefur boöið vinum jarðarinnar að slást i hópinn til aö vekja almenn-
ing tii v Itundar um umhverfiamái. Simamynd Reutor
Framburóur Lisbet Palme sannfærði meirihluta dómsins um sekt Petterssons. Símamynd Reuter
Palmemáliö:
Rétturinn
ósammála
arins. í áfrýjunarréttinum sitja íjórir
dómarar og þrír leikmenn. Skoðana-
könnun meðal útvarpshlustenda eft-
ir að dómurinn var kveðinn upp
leiddi í ljós að tveir af hverjum þrem-
ur Svíum vora í vafa um sekt Petters-
sons.
Hvert hneykslismáiið rak annað á
meöan iögreglurannsókn morðsins
stóð yfir og urðu þau til þess að
dómsmálaráðherra landsins neydd-
ist til að segja af sér, ásamt nokkrum
háttsettum lögreglumönnum og
embættismönnum. Margar samsær-
iskenningar voru settar fram um
morðið á Palme sem var ákafur tals-
maður friðar og afvopnunar í heim-
inum.
Pettersson, sem er yfirlýstur áfeng-
issjúklingm- og smáþjófur, var eitt
sinn sakfelldur fyrir að myrða ungl-
ing með byssusting, ekki langt frá
staönum þar sem Palme var myrtur.
Hann hefur alltaf harðlega neitað að
hafa myrt forsætisráðherrann.
Undirrétturinn var ekki sammála
um gildi framburðar Lisbet Palme
sem sagði Pettersson vera manninn
sem starði kuldalega á deyjandi eig-
inmann hennar nokkrum augnablik-
um eftir að hann var skotinn. Réttur-
inn var heldur ekki á einu máli um
áreiðanleik vitna sem sögðu að þau
hefðu séð Pettersson elta Palme-
hjónin þegar þau voru á heimieið úr
kvikmyndahúsinu. Morðvopnið
fannst aldrei og enginn sá Pettersson
með byssu í hendi.
í áliti meirihluta dómsins segir að
framburður Lisbet Palme heíji það
yfir allan skynsamlegan vafa að Pett-
ersson sé maðurinn sem skaut tvisv-
ar á hjónin. En Carl-Anton Spak og
Mikael af Geijerstam dómarar sögðu
nokkrar líkur á því að Lisbet Palme
skjátlaöist þar sem svo langur tími
væri liöinn frá morðinu og þar sem
hún hefði ekki þekkt morðingjann.
Ame Liljeros, lögfræðingur Pett-
erssons, sagði að skjólstæðingur sinn
væri rólegur og bjartsýnn á framtíð-
ina. Það væri hann líka. Saksóknar-
inn í málinu sagðist ekki vera svo
viss um að gæfan myndi snúast á
band með Pettersson. „Dómarar geta
líka verið ósammála. Slíks eru mörg
dæmi,“ sagði hann.
Reuter
Líklegt er talið að Christer Petters-
son, sem í gær var dæmdur í lífstíö-
arfangelsi fyrir morðið á Olof Palme,
verði sýknaður þegar mál hans verð-
ur tekið fyrir í áfrýjunarrétti eftir
átta vikur að því er lögspekingar í
Svíþjóð segja. Undirrétturinn, sem
fann Pettersson sekan um morðið,
var skipaður átta mönnum. Báðir
dómarar réttarins vildu sýkna hann
þar sem sannanir fyrir sekt hans
þóttu ekki nægar en sex kviðdóm-
endur, allir leikmenn, voru á öðru
máii. Pettersson hafði áður hlotið 63
refsidóma.
„Hann verður látinn laus nema
eitthvað stórkostlegt gerist," sagði
Jan Karlsson lögfræðingur sem hef-
ur fylgst með réttarhöldunum.
Ritstjóri dagblaðsins Arbetet sagði
að Svíar viltu vita hver hefði myrt
Palme en niðurstöður dómsins færðu
þá engu nær lausn málsins. „Óvissan
ríkir enn eftir aö rétturinn komst
ekki að sameiginlegri niðurstööu,"
sagði hann.
Claes Bergström, lagasérfræðingur
sænska útvarpsins, sagði aö dómarar
krefðust stundum haldbetri sannana
og þess vegna væri ástæða til að ætla
að dómaramir í áfrýjunarréttinum
yrðu sammála dómurum undirrétt-
Líklegt er talið að Pettersson verði sýknaður ef hann áfrýjar dómnum (rá
í gær. Simamynd Reuter