Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Page 10
10
FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1989.
Uflönd
I hungurverkfalti
Forsetakosningar 1 íran í dag:
Lögregla i Suður-Kóreu hafði míkinn viöbúnað i gær þegar nokkrír prest-
ar reyndu að komast að landamaerum Norður-Kóreu til að hitta að
mðli Im Su-kyung sem fór i yfir landamaerin þvert á vilja yfirvakia i
Suður-Kóreu. Simamynd Reuter
Tveir Suður-Kóreubúar hafa hafiö hungurverkfall til aö leggja áherslu
á kröfur sínar um sameiningu Norður- og Suöur-Kóreu. Um tylft mótmæl-
enda víðsvegar að sagði að þeir myndu einnig neita sér um mat til stuðn-
ings kröfunum um sameiningu, sem og til að krefjast þess að ung náms-
kona, Im Su-kyung, sem fór yfir landamærin þvert á viija yfirvalda í
Suöur-Kóreu, hiljótL ekki refsingu þegar hún snýr heim á ný. Im, sem fór
til Noröur-Kóreu í friöargöngu, hefur ákveðið að snúa ekki heim aö sinni
vegna þess að þá á hún á hættu að verða handtekin.
Bretum bregdur ekki
Breskir embættismenn ypptu bara öxlum yfir yfirlýsingum Francois
Mitterrand Frakklandsforseta um að samningur um sameiningu gjald-
miöia aðildarrikia Evrópubandalagsins kunni að verða undirritaöur án
samþykktar Breta ef þeir halda áfram andstööu sinni við EMS, Mynt-
bandalag E vrópu. Þetta kom fram í viðtali Mitterrands við frönsk dagblöð.
Thatcher, forsætisráðherra Breta, hefur sagt að Bretland muni taka
þátt í EMS þegar rétti tíminn verður kominn, þegar verðbólga hefur
minnkað í Bretlandi. Mitterrand sagði að svo kynni að fara að hin ríkin
undirrituðu samning án þátttöku Breta.
Salmonellufaraldur í Englandi
Þrír hafa látist og aDt að eitt hundraö veikst af salmonellufaraldri í
BretJandi. Aö sögn erabættismanna heilsugæslumála hafa tvö dauösfall-
anna veriö rakin til smits í svínakjöti en ekki er vitað um upptök smitsins
í þriðja tilfellinu. Taliö er aö tvö hinna látnu, sem voru á áttræðisaldri,
hafi neytt kjöts frá tveimur verksmiöjum í Noröur-Wales. Þriðja fórnar-
lambiö, íjörutíu og sjö ára gömui kona, lést í norðurhluta Englands á
þriðjudag. „Þaö er næsta víst að um fleiri tilfelli verður aö ræða næstu
daga,“ sagöi Ken Deas, yfirmaður hefisugæslumála í bænura Chester í
norðvesturhluta Englands.
Samkvæmt opinberum tölum létust að minnsta kosti tuttugu og þrír
af völdum salmonuellusýkingar i eggjum í fyrra. Vitað er um hátt i sjö
þúsund ttlfelli sýkingar það sem af er þessu ári. Ungbörnum, eldra fólki
og bamshafandi konum er hættast við að veikjast af völdum salmonellu-
bakteriuimar sem veldur uppköstum og niðurgangi.
Khasoggi laus úr prísundínni
imwmmm «mt n mmwu
Rafsanjani
sigurstranglegur
íranir ganga að kjörborðinu í dag
og kjósa sér nýjan forseta. Helsti
stjómarandstööuhópur írans hefur
þegar fordæmt kosningamar og sagt
þær ólögmætar.
Auk forseta kjósa íranir um ýmsar
viðamiklar breytingar á stjórnarskrá
landsins sem meöal annars miða að
því að gera forsetaembættið mun
valdameira.
Ali Akbar Rafsanjani, forseti ír-
anska þingsins, er talinn sigur-
stranglegastur í þessum kosningum
sem eru fiórðu forsetakosningarnar
í íran. Nær því hver einasti stjóm-
málahópur í íran hefur lýst yfir
stuðningi við framboð Rafsanjanis
sem margir vestrænir ráðamenn og
fréttaskýrendur telja vera með hóf-
samari stjómmálamönnum í íran.
Kosningamar á morgun eru fyrstu
kosningamar sem fram fara í
landinu eftir lát ayatollah Khomeinis
sem lést í byrjun síðasta mánaðar.
Kosningaaldur er miðaður við
fimmtán ár í íran og segja embætt-
ismenn að 24 milljónir írana hafi
kosningarétt.
Eini mótframbjóðandi Rafsanjanis
er Abbas Sheibani, frönskumenntað-
ur fimmtíu og átta ára lækni. En
fréttaskýrendur telja að kraftaverk
þurfi til að hann beri sigur af hólmi.
Sheibani hefur ekki tekist að tryggja
sér nægan stuðning í íran og hafa
jafnvel hópar, sem stutt hafa kosn-
ingu hans til þings, yfirgefið hann í
þessu máh. Hann bauð sig fram til
forseta árið 1981 en tapaði.
Rafsanjani, sem verið hefur forseti
íranska þingsins í níu ár, er af mörg-
um vestrænum fréttamönnum talinn
vera sá er taldi Khomeini á að sam-
þykkja vopnahlé það sem komst á í
átta ára stríði írana og íraka í fyrra.
Auk þess er hann yfirmaður hersins
en þann titil hlaut hann þegar fór að
halla undan fæti í styrjöldinni við
írak. Reuter
Rafsanjani, forseti íranska þingsins, er talinn líklegur til að bera sigur af
hólmi í forsetakosningunum sem fram fara í dag.
Adnan Khasoggi, saudi-arabíski vopnasalinn, er nú laus úr prísund-
Inni. Hann hefur verið i fangelsi, ásakaður fyrir að aðstoða Marcos,
fyrrum forseta Fillppseyja, við að fela eignir þess siðarnefnda. Khas-
oggi verður að bera rafmagnsarmband til að lögregla geti fylgst með
ferðum hans.
Símamynd Reuter
Handtóku leiðtoga
israelsk hersveit réðst inn í líbanskt þorp í þyrlu síðasthðna nótt og
handtók róttækan leiðtoga shíta-muslíma, aö því er ísraelska útvarpið
skýrði frá í dag. Hermennirnir brutust inn á heimili Abdels Kareem
Obeid sjeiks úr Hizbohah-hreyfingunni, myrtu lífvörð hans og koraust
síöan undan á þyrlunni
Hermennirnir lentu í gljúfri skammt frá þorpinu Jibsheet, norðan landa-
mæra ísraels og Líbanons, aö því er útvarpið hafði eftir ritskoðurum
hersins. Þeir kefluöu eiginkonu Obeids og námu hann brott ásamt tveím-
ur ættingjum hans.
Tahð er að ísraelsmenn ætii að láta Obeid í skiptum fyrir þijá ísraelska
hermenn sem tahð er að séu í haldi Hizbohah-hreyfingarinnar sem nýtur
stuðnings stjómarinnar í íran. Fyrr í þessum mánuði réðust ísraelsmenn
á bækistöövar Hizboliah í Líbanon og handtóku menn úr hreyfingunni
Reuter
Zhao kennt um
verðbólguna
Kínversk stjómvöld réðust harka-
lega í dag á talsmenn hraðrar upp-
byggingar efnahagslífsins með að-
stoð verðbólgunnar. Þar var greini-
lega átt við Zhao Ziyang, fyrram for-
mann kommúnistaflokksins, sem nú
er sakaöur um fjölda yfirsjóna í
stefnu sinni. í ritstjórnargrein á for-
síðu kínversks dagblaðs í dag segir
að verðbólgan á síðustu áram hafi
farið úr öUum böndum með þeim
afleiðingum að mikiö fjárútstreymi
hafi verið úr bönkum og kaupæði.
Blaðið segir að braskarar einir hafi
hagnast á ástandinu en heiðarlegir
launamenn tapað.
í forystugreininni segir að verð-
bólgan sé að hluta tilkomin vegna
mikiUar eftirspurnar frá iðnfyrir-
tækjum landsins en bætir síðan viö
að að mestu sé hún sök forystu-
manna sem hafi hampað jákvæðum
áhrifum verðbólgunnar. Vestrænn
stjómarerindreki sagði að hér væri
greinhega verið að vega að Zhao sem
var rekinn úr formennsku í flokkn-
um í síðasta mánuði eftir harða
valdabaráttu.
Zhao var talsmaður hraðrar upp-
byggingar og hann fór fyrir metnað-
arfuUum aðgeröum til endurbóta á
efnahagslífi landsins á meðan hann
var forsætisráðherra frá 1980-1987.
Efnahagssérfræðingar, sem fylgdu
Zhao að málum, töldu að mikil verð-
bólga væri í lagi ef henni fylgdi hröð
efnahagsuppbygging. Aðrir töldu að
verðbólgan myndi meira að segja
örva umbætur í efnahagslífinu.
Reuter
Zhao Ziyang, til hægri, ásamt Deng Xiaoping þegar betur áraði fyrir flokks-
formanninum fyrrverandi. Símamynd Reuter