Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1989.
11
HraSakstur~ *
er orsök margra
slysa. Miðum hraða
alltaf við aðstæður,
m.a. við ástand vega,
færð og veður.
Tökum aldrei
áhœttu! ||ujgeo*B
Stélið á suður-kóresku farþegaflugvélinni sem fórst í Líbýu í gærmorgun. Ekki er enn vitað hvað olli slysinu.
Simamynd Reuter
Tvær DC-10 vélar
hafa farist í
þessum mánuði
Flugslysið sem átti sér stað í Trí-
pólí í Líbýu í gær er annað flugslysið
á níu dögum þar sem DC-10 flugvél
kemur við sögu. Alþjóðasamband
flugfarþega hefur hvatt Bandaríkin
til að leiðrétta „innbyggða hönnun-
argalla" í vélunum og, ef þörf kref-
ur, kyrrsetja allar bandarísku DC-10
vélamar.
Talsmaður MeÐonald verksmiðj-
anna, sem framleiða vélamar, sögðu
í gær aö ekkert benti til þess að þær
væra orðnar of gamlar til að vera í
notkun. „DC-10 vélamar era tiltölu-
lega nýjar og munu verða í notkun
í langan tíma enn,“ sagði Geoffrey
Norris, talsmaður McDonald í Evr-
ópu.
Norris sagði að ekkert benti til að
aldur hefði komið við sögu slyssins
í Sioux-borg í Bandarikjunum þann
19. þessa mánaðar þegar 110 létust.
Slysið varð eftir sprengingu í stél-
hreyfli vélarinnar sem olli bilun í
vökvakerfl. Flugmaðurinn reyndi
nauölendingu en þá snerti annar
vængur vélarinnar jörðina með fyrr-
greindum afleiðingum.
Norris kvað það einnig ólíklegt að
aldur hefði átt þátt í brotlendingu
DC-10 vélar kóreska flugfélagsins
KAL í Líbýu í gærmorgun en þá er
talið að allt að sjötíu og átta hafi lát-
ist. Mikil þoka var á flugvellinum í
Trípólí og var flugmanniniun ráðlagt
að reyna ekki lendingu heldur fljúga
til Möltu. Þrátt fyrir það reyndi hann
að lenda vélinni.
Björgunarmenn bera á brott fórnarlömb flugslyssins í T rípólí í gærmorgun.
Simamynd Reuter
Samkvæmt fréttum var skyggni í
Trípóli mjög slæmt, eða um 240 metr-
ar. Talsaipbandslaust varð við vélina
um fimmtán mínútum áður en flug-
maðurinn reyndi lendingu. Ekki er
enn ljóst hvað olli slysinu.
Að sögn Norris era rúmlega 420
DC-10 vélar í notkun víðsvegar um
heiminn. Allar, fyrir utan 59 sem
bandaríski flugherinn notar, era í
notkun'í farþegaflugi.
DC-10 vélar hafa lent í nokkrum
slæmum óhöppum. í marsmánuði
árið 1974 létust 346 í versta flugslysi
sem DC-10 vél hefur lent í. Iila fest
hurð að farangursgeymslu vélar frá
tyrknesku flugfélagi losnaði við flug-
tak og vegna breytinga á þrýstingi
gaf gólf vélarinnar sig. í kjölfarið
brotnuðu vökvaleiðslur undir því.
Árið 1979 var slæmt ár í sögu DC-
vélanna. í maí fórst DC-10 vél Amer-
ican flugfélagsins eftir flugtak í
Chigaco. Vél á öðram væng vélarinn-
ar tættist af með þeim afleiðingum
að flugmaðurinn missti stjóm á vél-
inni. Tvö hundrað sjötíu og einn lést.
í október sama ár brotlenti DC-10 vél
Westem flugfélagsins á rangri flug-
braut vallarins í Mexíkó borg. Þá lét-
ust 75. Og í nóvember árið 1979 lenti
flugvél nýsjálenska flugfélagsins í
flugslysi á Erebus flalh og fórast all-
irumborð,afls257manns. Reuter
Deiluaðilar í Kambódíu
setja á friðarráðstefnu
Bandaríkin, Sovétríkin og Kína
ætla rnn helgina að reyna allt hvað
þau geta tfl að koma á friði í Kambód-
íu á sama tíma og bilið hefur aldrei
verið breiðara mifli hinna flögurra
stríðandi fylkinga. Utanríkisráð-
herrar ríkjanna þriggja verða ásamt
fufltrúum deUuaðUa á 20 þjóða ráð-
stefnu um frið í Kambódíu sem hefst
í París um helgina. Ráðstefnan kem-
ur í kjölfar funda defluaðUanna þar
sem ekkert samkomulag náðist.
DeUuaðUamir rifust um það fram á
fimmtudag hveijir ættu að sifla ráð-
stefnuna.
Eduard Sévardnadse, utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, var bjart-
sýnn við brottför sína tU Parísar í
gær og sagði að alþjóðleg samvinna
ætti að geta leyst deUuna. Nærvera
Sévardnadses, James Bakers, utan-
rfldsráðherra Bandaríkjanna, og
Qian Qichen, utanríkisráðherra
Kína, er tafln vega þungt á ráðstefn-
unni þar sem ríkin þrjú standa að
baki deUuaðUum í Kambódíu.
Viðræður hinna stríðandi fylkinga
í París fyrr í þessíiri viku lofa ekki
góðu um að friður komist á í landinu.
Eftir að viðræðumar fóra út um
þúfur deUdu aðUar um hveijir ættu
að vera fuUtrúar Kambódíu á ráð-
stefnunni sem haldin verður á sama
stað og Bandaríkjamenn og Víetnam-
ar bundu enda á Víetnamstríðið á 8.
áratugnum. DeUuaðUar samþykktu
þó að lokum að að sifla allir sem fuU-
trúar Kambódíu á ráðstefnunni.
Frakkar og Bretar taka einnig þátt
í friðarráðstefnunni og verður þetta
fyrsta utanför Johns Major, nýs ut-
anríkisráðherra Breta. Þá sifla ráð-
stefnuna fuUtrúar Japans og sex
ríkja Suðaustur-Asíubandalagsins.
Reuter
á laugardag
handa þér, ef þú hittír
á réttu tölumar.
Láttu þínar tölur ekki
vanta í þetta sinn!
iníKSII iThi„ I' 1 ' l ii ' 1 ’ 1 u_________■* f tl,rl i
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.