Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1989. Spumingin Borðarðu mikið græn- meti? Erna Þorkelsdóttir: Dálítiö. Yfirleitt tómata, gúrkur og salat. Tryggvi Óttarsson: Já, íslenskt grænmeti eins og tómata og gúrkur. Inga Sæland: Já, svona frekar. Aðal- lega agúrkur, gulrófur og kál. Þóra Briem: Nei, mér finnst betra að borða ávexti. Sigurlína Hauksdóttir: Ég borða ekki mjög mikið af því, þaö er svo dýrt. Lífríki Mývatns: og andstaða „Segja má að landiö í kring sé að fjúka burt, yfir Mývatn og víðar,“ segir m.a. i bréfinu. Frá Mývatni. Lesendur Ofríki Stefán Stefánsson skrifar: Það liggur við að manni blöskri það ofstæki og sú andstaða - jafnvel of- ríki sem búið er að sýna vegna þess sem kallað hefur verið „baráttan fyr- ir lífríki Mývatns". Nú, allra síðustu daga, hefur þessi umræða blossað upp eina ferðina enn og í þetta sinn fyrir tilstilli núverandi menntamála- ráðherra. Honum hefur líklega ekki fundist hann hafa verið í sviðsljósinu um stund. Það eru nú ekki alltaf Ölduselsskólamál, eða kjarabarátta kennara! Þannig fékk menntamálaráðherra inni í Ríkisútvarpinu (hann á það nú sennilega inni hjá stofnuninni fyrir að stuðla að nýhækkuðum afnota- gjöldum og breyttu innheimtukerfi) til að koma með yfirlýsingu um að hugsanlega þyrfti að loka verksmiðju Kísiliðjunnar við Mývatn tímabund- ið! Allir sem málin þekkjá vita að Kís- iliðjan við Mývatn hefur ekkert með dvínandi lífríki Mývatns aö gera. Það var talið sannað fyrir mörgum árum af sérfræðingum að kísilgúrtaka úr Mývatni hefði bætandi áhrif á lífríkið á botni vatnsins fremur en hið gagn- stæða. Ekkert hefur komið fram enn- þá sem breytir þeirri skoðun. Það er hins vegar annar hlutur sem allir sem vilja vita eru sammála um og það er uppblástur og mold- og sandrok frá öræfunum og eyðiflák- Námsmenn í Svíþjóð „Við“ skrifum: Við erum hér tvær íslenskar fjöl- skyldur búsettar í Svíþjóð. Við undr- umst mjög hina góðu afkomu ís- lenskra hjóna sem bæði eru í námi og með tvö böm. En þetta viröist vera gegnumgangandi hjá íslensku námsfólki hér, almennt skoðað. Hjón með tvö börn (hjónin bæði í námi) fá á mánuði frá LÍN (Lánasjóði íslenskra námsmanna) 12.729 sænsk- ar krónur (samkvæmt uppl. frá LÍN 17. mars sl). Þar sem þetta er „lán“ en ekki tekjur fá þau einnig frá sænska ríkinu svokallaðan húsalei- gustyrk sem er 1600 krónur sænskar - miðað viö leigu á 4 herbergja íbúð sem kostar 2.400 s.kr. á mánuði. Þau fá svo aðvitað einnig bama- bætur að sænskum hætti, 970 s.kr. á mánuði. Og þar sem námsmenn borga engan tekjuskatt hafa þessi hjón 15.199 s.kr. á mánuði til að fram- fleyta sér (u.þ.b. 135 þúsund kr. ís- lenskar). Smiðir t.d. hafa löngum talist til hátekjufólks hér og hafa u.þ.b.1 ..800 s.kr. á mánuði. Af þeirri upphæö em svo teknar 4.864 s.kr. í skatt. Til þess aö smiðurinn hafi sömu afkomu og íslensk „námsmannahjón" verður hann því að afla 23.000 s.kr. á mán- uði! - Hjónin verða semsé bæði að vera í hátekjuflokki! Já, og svo fá námsmenn líka fríar ferðir fram og til baka til íslands einu sinni á ári fyrir fjölskylduna. - Það er. styrkur sem LÍN greiðir. Okkur finnst nú að með þeirri afkomu sem námsmenn hafa gætu þeir greitt sína farseðla sjálfir, rétt eins og 'aðrir gera. Við skulum athuga það að námsfólkið er ekki „sent úr landi“ eða þarf að „flýja“ land. Það velur sjálft. Námsmenn eiga líka að leggja eitthvað á sig eins og við hin. - Eða er það ósanngjamt? áskilur sér rétt til að stytta bréf og símtöl sem birtast á lesendasíðum blaðsins. unum nærliggjandi sem ógnar lífríki við og í Mývatni. Það má segja að landið í kring sé að fjúka yfir Mý- vatn og víðar. Þama kemur margt tll, svo sem ágangur búsmala bænda á gróið land og almennt eftirlits- og aðgerðarleysi ráðamanna nyrðra til að stemma stigu við gróðureyðingu. En það em lífræðingarnir, helstu stuðningsmenn ráðherra Alþýðu- bandalagsins, sem vilja knýja á um „rannsóknir" og þá er helst einblínt á iðju- og verksmiðjuframkvæmdir hvers konar, eins og t.d. Kísiliðjuna, sem er eins konar „stóriðja" norðan- lands. Og nú er tækifærið. Á meðan Jón Einarsson skrifar: Þessi himinhrópandi kindakjötsút- sala, sem nú dynur yfir, er ekkert annað en einn stór blekkingarvefur. Maður á vart orö til að trúa því að íslenskir neytendur séu tilbúnir aö kyngja því að greiða tvisvar fyrir sömu vömna. Allir vita að þetta er ársgamalt kjöt og samkvæmt samningi við ríkið er það skuldbundið til að kaupa allt kindakjöt sem ekki selst á markaðin- um. Og þar í er þetta kjöt, sem nú Alþýðubandalagið hefur völdin er um að gera að standa að hvers konar rannsóknum, þörfum og óþörfum á vegum allra þeirra stofnana sem til- tækar eru: Líffræðistofnunar HÍ, rannsóknastofnunar við Mývatn og nú síðast „alhliöa-nefndarinnar" sem á að fylgjst með þróun lífríkis út frá náttúruverndarsjónarmið- um. Eitt er þó nauðsynlegt. Það verður a'ð tryggja að kíkirinn sé settur fyrir blinda augað til að útiloka alla aðra ógn en Kísiliðjuna við Mývatn - líka aðalskaðvaldinn, landfokið, sem er að kæfa lífríki vatnsins. er verið að bjóða, með 10% afslætti! Nú em skattgreiðeindur búnir að greiða fyrir þetta kjöt svo að þeir ætttu í raun að fá það alveg frítt eða, segjum fyrir svona 10 til 20% af mats- verði. En að greiða tvisvar fyrir sama kjötið er náttúrlega gróf blekking. Og því miður láta íslenskir neytend- ur, húsmæður og fjölskyldufeður, allt yfir sig ganga. Lítill munur á þeim og sauðkindinni sem leidd er til slátnmar þæg og þjóöholl. Konráð Friðfinnsson skrifar: „Lax, lax, lax og aftur lax,“ sungu valkyrjurnar forðum á plötu með Guðmundi Jónssyni söngvara og naut hún töluverðra vinsælda. - Já, laxinn kvað gripa suma heljartökum. Þeir sömu láta sig ekkerí muna um að standa í vatni upp að mitti flestar sínar frístundir, með stöng í hönd og keipa. Það bregst hins vegar ekki þeg- ar garparnir „setja í’ann“ að pressan mætir á staðinn og spyr: Notar þú maðk eða flugu? - eða þríkrækju, ha? - bætir einhver meinfýsinn við. Síðan fær press- an fjálglega lýsingu á atburðarr- ásinni. Hvernig hann beit á, hvernig laxinn ólmaðist og hvernig honum var landað o.s.frv. - Allt mjög nákvæmt en kannski ekki sannleikanum sam- kvæmt eins og sagan af veiði- manninum sem glímdi við „þann stóra“ klukkustundum saman. Fram og aftur. Niður fossa og flúðir barst æðisgengin barátta manns og dýrs, Loks er kappinn hafði sprengt bráðina og hugðist draga aflann að bakkanum eftir margra kílómetra þeysing blasti allt í einu við manngreyinu út- vatnaður saltfiskur! Dvelji erlendir höfðingjar hér lengur en daginn þykir sjálfsagt að drífa viðkomandi inn í bíl, klæða þá í vaðföt, fá þeim veiði- tæki í hendur og planta þeira síð- an niður í næstu sjáanlega sprænu þar sem fangs er von. - En ætli hinum útlendu frnnist öllum gaman að renna fyrir fisk í íslenskum ám? Mér er reyndar ekki kunnugt um hvaö höfðingjar'hugsa. Leyfi mér samt að segja: sumum - en ekki öllum - er það hreinasta pína. Vot og köld martröð þar sem tínúnn sniglast áfram. Þaö þykir víst fínt að stunda laxadráp á íslandi enda ekki á færi neinna aukvisa að kaupa daginn á 100 þúsund krónur stöngina. Þetta gera ektó aörir en þeir sem eiga talsvert undir sér. - Og þeir verða nú að fá aö „snobba" svolítið. Mörg veiöi- svæði eru seld á 35-40 þúsund krónur, skilst manni. - Það eru ekki nema 90-95% af mánaöar- hýru minni! Ljósanotkun bifreiða: K.P. hringdi: . Ég get engan veginn verið sam- mála þeim sem stundum hafa verið að tjá sig fylgjandi Ijósa- notkun bifreiða að deginum til yfir bjartasta tíma ársins. Heldur ektó skyldunotkun sætisbelta í bílum - nema öllum sé gert það að skyldu. En eins og allir vita eru leigubílstjórar ekki skyldugir að nota sætisbelti. Ástæðan sögð vera; kyrkingarhætta aftan frá! (af hættulegum farþegum vænt- anlega). Mig langar til að koma þeirri frómu ósk á framfæri að lög- reglustjóri eða þá bara dóms- málaráöherra taki nú rögg á sig og stuðli að afnámi Ijósanotkun- ar, a.m.k. í borg og bæ, yfir há- bjartan daginn. Einnig afnámi laga um notkun sætisbelta - nema að sú skylda gangi yfir alla jafht. Sætisbeltareglan er ektó jafhfáránleg og ljósaskyldan, nema af þvi að sú fyrri mismunar ökumönnum hrikalega. Báðar þessar reglur í umferðar- 'lögunum eru löggjafanum til há- borinnar skammar og þær verð- ur að endursmiða hið bráðasta eða aðlaga mannlegri skynsemi. „Þæg og þjóðholl er hún leidd til slátrunar". - Neytendur eru lika þægir og þjóðhollir, að mati bréfritara. Kindakjötsútsalan er gróf blekking

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.