Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Qupperneq 28
36
FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1989.
Andlát
Óskar örn Jónsson, Súluhólum 4, and-
aöist mánudaginn 24. júli.
Ingilaug Teitsdóttir, Tungu, andaðist
miðvikudaginn 26. júlí í Sjúkrahúsi Suð-
urlands.
Klara Rögnvaldsdóttir, Furugerði 1,
andaðist 26. júlí sl. á Borgarspítalanum.
Andrés B. Ólafsson bifvélavirki,
Nökkvavogi 20, andaðist á heimili sínu
þriðjudaginn 25. júií.
Aðalheiður M. Jóhannsdóttir, Stóra-
gerði 38, lést á Borgarspítalanum 26. júh
sl.
Jarðarfarir
Hermina Sigurðardóttir, sem andaðist
á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 23.
júlí, verður jarðsungin frá Áskirkju í dag
kl. 15.
-'Björgvin Þorsteinn Jónsson vélstjóri,
Heiðarvegi 22, Vestmannaeyjum, verður
jarðsunginn frá Landakirkju laugardag-
inn 29. júh kl. 14.
N. Jóhanna Olsen, Sigmundarstöðmn,
Þverárhhð, frá Klöpp í Reyðaríirði, and-
aðist 18. júlí sl. Að ósk hinnar látnu fór
útfórin fram í kyrrþey.
Sigmundur Einarsson, EUi- og hjúkr-
unarheimilinu Grund, andaðist 19. júh.
Útforin verður gerð frá Fríkirkjunni í
Reykjavik þriðjudaginn 1. ágúst kl. 13.30.
Útfór Helgu Magnúsdóttur kennara fer
ffam frá Dómkirkjunni mánudaginn 31.
júh nk. kl. 13.30.
Sveinn ísleifsson, Hvolsvelh, verður
jarðsunginn laugardaginn 29. júh kl. 14 í
Breiðabólsstaðarkirkj u.
Guðlaugur Stefánsson lést aðfaranótt
iaugardagsins 22. júh í Sjúkrahúsinu í
Vestmannaeyjum. Guðlaugur fæddist
þann 12. ágúst 1916 í Gerði í Vestmanna-
eyjum, sonur hjónanna Sigurfinnu Þórð-
ardóttur og Stefáns Guðlaugssonar, út-
vegsbónda og skipstjóra á Halkion. Hann
lauk námi frá Samvinnuskólanum 1933
og hélt síðan til Vestmannaeyja. Guð-
laugur gekk að eiga Laufeyju Eyvinds-
dóttur þann 31. maí 1941. Þeim varð
þriggja bama auðið. Laufey lést árið 1987.
Guðlaugur hafði starfað margt um dag-
ana, verið starfsmaður Útvegsbankans,
verið forstjóri Bæjarútgerðar Vest-
mannaeyja og séð um útgerð fjölskyld-
unnar. Útfór hans verður gerð í dag frá
^Landakirkju í Vestmannaeyjum.
Guðríður E. Magnúsdóttir Shetty
lyfjafræðingur lést 10. júh sl. Hún fædd-
ist 3. janúar 1912, dóttir hjónanna Magn-
úsar Einars Jóhannssonar og Rannveig-
ar Tómasdóttur. Hún lauk exam. pharm.
prófi 1949, fór í ffamhaldsnám við Phila-
delphia College of Pharmacy and Science
og þaðan iauk hún Bh. Sc. 1951. Hún gift-
ist skólabróður sínum Whital Shetty, dr.
í lyfjafræði, 7. mars 1953. Síðan hafa þau
búið í Bandaríkjunum. Þau eignuðust
einn son. Útfór hennar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Leiðrétting frá
frú Oddnýju
Thorsteinsson
„Með skírskotun til ágiskunar
blaðamanns DV (þ. 25. júlí sl.) um
að ég sé að skrifa ævisögu mína
vil ég segja þetta:
Ég er ekki að skrifa ævisögu.
Gettu aftur, blaðamaöur!
Oddný Thorsteinsson.
Kvikmyndir
Ótrúleg ævintýri
Ævintýri Munchausens
(The adventures of Baron Munchausen)
Aðalhiutverk: John Nevilie, Sarah
Polley
Leikstjóri: Terry Gilliam
Handrit: Terry Giiliam, Charles
McKeown
Tæknibrellur: Richard Conway
Sýnd í Stjörnubiói.
Sögusviðið er Evrópa á 18. öld.
Leikhópur er að flytja ævintýri
Munchausens mitt í umsátri
Tyrkja, þegar gamall og hrumur
maður ryðst upp á sviðið og lýsir
því yfir aö leikritið sé bull og vit-
leysa. Þetta gerðist allt öðruvísi. Já,
hann er kominn, sjálfur Munc-
hausen barón (John Neviile). Tyrk-
ir heíja skotárás, þegar Munc-
hausen er að segja sannleikann um
það sem á daga hans hefur drifið,
og áhorfendur flýja út, aliir nema
lítil stúlka, Sally (Sarah Polley),
sem vill fá að heyra alla söguna.
Munchausen heldur þá áfram með
söguna, en hún er í grófum dráttum
á þessa leið: Munchausen heim-
sækir Tyrkjasoldáninn ásamt vin-
um sínum, Albrest aflmikla, Ber-
höldurs hraðskreiða, Gusts hins
alheyrandi og blásandi og Gláms
alsjáandi. Munchausen og soldán-
inn stofna til veðmáls sem Munc-
hausen vinnur með hjálp vina
sinna. Að launum fær hann allt það
úr fjárhirslum soldáns sem sterk-
asti maður getur borið. Það endar
með því að þeir hirða aUt. Þetta lík-
ar soldáni ekki og sendir herinn á
þá vinina, og þannig byrjaði stríðið.
Nú viU Munchausen enda stríðið
en tU þess þarf hann að finna vin-
ina sína fjóra. Sally gerist laumu-
farþegi og kemst þannig með
Munchausen. Þau fara af stað í loft-
belg, komast tU tunglsins og finna
Berhöld þar. Frá tunglinu lenda
þau í miðju eldfjalli, þar sem þau
finna Albrest. Þaðan fara þau í
gegnum jörðina og út í Suðurhöf.
Þar gleypir hvalur þau en í maga
hvalsins finna þau þá Glám og
Gust. Nú eru alUr vinimir fundnir
og þá er að leggja í soldáninn, en
hvemig? Munchausen deyr ekki
ráðalaus frekar en fyrri daginn.
Sögurnar um Karl Friðrik
Híerónímus Munchausen barón
hafa gengið manna á miUi æði
lengi. Því er ekki að furða þó búið
sé að kvikmynda ævintýrin áður,
en það gerði Josef von Baky fyrst
1943. Árið 1962 endurtók Karel Se-
man leikinn og 1988 fetaði Terry
GiUiam í fótsporið. Terry GUliam
meðhöndlar ævintýrin á nokkuð
annan hátt en sögurnar segja til
um. í mynd GUUams er baróninn
gamall en yngist eftir hentugleika
hverju sinni. Vinirnir hans fjórir
era einnig gamUr og hmmir, tU að
auka möguleikana á gríni. Ævin-
týrunum er hhðrað tU þannig að
þau faUa betur að myndinni, en
flest koma þau fram í einhverri
mynd. Með hjálp förðunarmanna
tekst John NevUle að skapa hina
sönnu mynd af Munchausen bar-
ón. AUar tæknibrellur em fyrsta
flokks og framleiðslan öll mjög góð.
Þeir sem hafa lesið sögurnar um
Munchausen verða kanski fyrir
örUtium vonbrigðum, þar sem
GUliam fer ekki nákvæmlega eftir
þeim. (Einnig má finna boðskap um
vondu mennina sem vUja halda
stríði gangandi, sem er svoUtið á
skjön við ævintýrin). Ungir sem
aldnir ættu að geta átt góða stund
með Munchausen barón.
Stjörnugjöf: irk'A
Hjalti Þór Kristjánsson
Enn um búskmanninn
Guðirnir hljóta aó vera geggjaðir II
Aðalhlutverk: Nixau, Lena Farugia
Leikstjóri: Jamie Uys
Handrit: Jamie Uys
Sýnd i Bíóborginni.
í Kalahari eyðimörkinni býr búsk-
maðurinn Xixo sem fór með Coke-
flöskuna á enda veraldar og henti
henni í fossinn svo hún ylU þjóð
hans ekki skaða. Hann er kominn
aftur til fólksins síns. Ástandið fyr-
ir utan eyðimörkina er ekki eins
og best verður á kosið. Veiðiþjófar
herja á fílana og hermenn heija
hvorir á aðra. AUt er þetta fjarlægt
búskmönnunum, þar til dag einn
að þeir finna dauðan fil. Xiri og
Xisa em böm Xixos, en þau eiga
að fara heim og tilkynna um fíls-
hræið, en á leiðinni finna þau slóð
eftir bíl og ákveða að rekja hana.
Fyrir slysni lenda þau aftan á palU
hjá veiðiþjófum sem era á leið út
úr eyðimörkinni. Xixo uppgötvar
þetta og hleypur af stað til að bjarga
börnum sínum. Á meðan þetta ger-
ist verða kvenlögfræðingur og
karlnáttúrufræðingur stranda-
glópar í eýöimörkinni, þegar flug-
véUn þeirra nauðlendir í tré. Eftir
smávægUeg vandamál tekst þeim
að koma vélinni af stað, en það
tekst ekki betur tíl en svo, að nátt-
úrufræðingurinn verður eftir en
lögfræðingurinn flýgur aðeins
áfram en lendir svo aftur. Hún
kynnist enn betur dýrunum í kring
um sig, einkum þegar hún ætlar
að fá sér vatn. Hún lendir á miUi
tveggja andstæðra hermanna, nær
þeim á sitt vald, hittir búskmann-
inn, finnur náttúrufræðinginn, þau
lenda öU í klónum á veiðiþjófunum
en tekst að sleppa. Xixo finnur loks
börnin sín og aUir komast á leiðar-
enda.
Fyrir nokkrum áram gerði Jamie
Uys bráðskemmtUega gamanmynd
um búskmann og Coke-flösku. Hún
var hrá, en fersk og frumleg. Hann,
eins og allt of margir aðrir, taldi
að góð vísa væri aldrei of oft kveð-
in og gerði framhaldsmynd um
búskmanninn. Gallinn er bara sá
að hugmyndin er ekki lengur ný,
auk þess sem búskmaðurinn er í
hálfgerðu aukahlutverki núna.
Hugmyndaauðgi við smíði skond-
inna uppákoma er ábótavant og
sömu atriðin sífellt endurtekin. Það
er fyrirséð hvað mun gerast næst
og fátt kemur á óvart. Það eru helst
dýrin í myndinni sem halda hlátr-
inum við, því ekki gera leikararnir
það. Lena Farugia er látin endur-
taka sum atriðin aftur og aftur, en
eini tilgangurinn með því virðist
vera að sýna hennar fogru fótleggi.
Þeir sem ekki sáu fyrri myndina
um búskmanninn ættu að geta
skemmt sér bærilega, en það er
óvíst með hina.
Stjörnugjöf: -k'A
Hjalti Þór Kristjánsson
Hjónin Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir með þremur af dætrum Hjónin Sigríður Guðmundsdóttir og Ingvar Helgason.
sínum, Júlíu, Elísabetu og Guðrúnu.
Jóhann Egilsson, bankastjóri Iðnaðarbankans í Hafnarfirði, heilsar hér Frú
önnu Heiðdal. Fyrir aftan þau standa Júlíus Vífill Ingvarsson lögfræðingur
og Haukur Þórhallsson skipstjóri.
Þegar Bifreiðaumboð Ingvars Helgasonar flutti formlega I nýtt húsnæði var
haldið mikið hóf.
DV-myndir JAK
Ingvar Helgason:
Flytur formlega í nýtt húsnæði
Bifreiðaumboð Ingvars Helgason-
ar fluttí. í nýtt húsnæði á Sæviðar-
höfða 2 í byrjun apríl.
Húsið var ekki fullgert þegar flutt
var í það og var ákveðið að vígja það
ekki formlega fyrr en öllum frágangi
væri lokiö, en það var fyrir nokkrum
dögum. í tilefni vígslunnar var hald-
ið mikið hóf og komu í það um 200
manns.
Hönnun hússins er allnýstárleg.
Það er á fimmta þúsund fermetra að
stærð og byggt úr límtré. Arkitekta-
stofan að Túngötu 3 sá um hönnun
hússins en Steintak hf. sá um mestan
hluta byggingarframkvæmdanna.