Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Qupperneq 24
32
Fréttir
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1989.
DV
Málamiðlun stjómarinnar í virðisaukanuin:
Ostur, skyr og smjör
hækka um f jórðung
- svo kindakjöt, fiskur og mjólk geti lækkað um 8 prósent
Ef kindakjöt, fiskur og nýmjólk á
að lækka um 8 prósent samkvæmt
tillögum Ólafs Ragnars Grimssonar
fjármálaráðherra leiðir það til þess
að ostur, smjör, skyr og undanrenna
hækka um 25 prósent á sama tíma.
Ástæðan er sú að jafnframt því sem
gert er ráð fyrir að kindakjöt, fiskur
og mjólk verði greidd niður í gegnum
skattkerfið verði dregið úr hefð-
bundnum niðurgreiðslum. Til að ná
fram 8 prósent lækkun á þeim vörum
sem eiga að lækka verður því að
hækka þær vörur sem ekki eru í
þessum flokki en njóta nú niður-
greiðslna.
Með því að hækka skattprósentuna
í virðisaukaskattinum úr 22 prósent-
um í 25 prósent aukast tekjur ríkis-
sjóðs um 4,2 milljarða. Með því að
greiða kindakjöt, fisk og nýmjólk
niður í gegnum skattkerfið svo að
verð þeirra lækkar til jafns við það
sem það yrði ef þessar vöru bæru 15
prósent skatt fara um 800 til 900 millj-
ónum úr rikissjóði. Á móti þeirri
upph,æð er síðan gert ráð fyrir því í
tillögum Ólafs Ragnars að niður-
greiðslur verði lækkaöar um 300
milljónir. Hrein tekjuaukning ríkis-
sjóðs vegna hækkunar á skattprós-
entunni er því um 3,6 til 3,7 milljarð-
ar.
Af þeim niðurgreiðslum sem nú
eru greiddar úr ríkissjóði renna um
42 prósent til að greiða niður áhrif
matarskattsins. Langstærsti hluti
þess fer í að niðurgreiða áhrif hans
á kindakjöt á mjólk. Rétt rúmar 300
milliónir fara síðan til að greiða nið-
ur áhrif matarskattsins á smjör,
skyr, ost og undanrennu.
í tillögum Ólafs er ekki greint ná-
kvæmlega frá því hvemig staðið
verður að þessari niðurgreiðslu í
gegnum skattkerfið né hvar þessar
300 milljónir verða skornar niður af
hefðbundnum niðurgreiðslum. Ef
verð á kindakjöti, fiski og nýmjólk á
að lækka eins og skatturinn á þess-
um vörum væri lækkaður úr 25 pró-
sentum í 15 prósent þá er ekki hægt
að lækka niðurgreiðslur á kjöti og
mjólk. Eftir stæðu einungis þær 300
milljónir sem runnið hafa til að
greiða niður áhrif matarskattsins á
aðrar mjólkurvörur.
Áhrif af þessum tillögum á matar-
verð yrðu því þær að kindakjöt, fisk-
ur og nýmjólk myndu lækka um 8
prósent en smjör, ostur, skyr og und-
anrenna myndu hækka um 25 pró-
sent. Þannig myndi mjólkurlítrinn
lækka úr 63,10 krónum í 58,10 krónur
og 2 kílóa lambalæri úr 1.374 krónum
í 1264 krónur. 400 gramma stykki af
brauðosti myndi hins vegar hækka
úr 273 krónum í 341 krónu, 500
gramma smjörstykki úr 240 krónum
í 300 krónur og skyrdós úr 57 krónum
í 71 krónu.
-gse
Stykkishólmur:
Nýja kirkjan forgangs-
verkefni kvenfélagsins
- gaf 190 þúsund til
Valdimar Hreiðarsscm, DV, StykJdshólmi:
Ekki alis fyrir löngu kom saman
hópur fólks í hinni nýju og glæsilegu
kirkju sem verið er að byggja hér í
Hólminum. Voru þar mættar sókn-
amefnd kirkjunnar og stjórn Kven-
félagsins Hringsins í Stykkishólmi.
Sesselja Pálsdóttir, formaður kven-
félagsins, afhenti kirkjunni kr.
190.000 að gjöf og skyldi fénu varið
til kaupa á skírnarfonti úr marmara
í kór kirkjunnar. i máli Sesselju kom
fram að kvenfélagið hefði alla tíð
sinnt málefnum kirkjunnar og nú
væri komið að því að kirkjan væri
forgangsverkefni hjá kvenfélaginu.
kaupa a skímarfonti
Lýsti hún þeim vilja kvenfélagsins
að félaginu og bæjarbúum öllum
mætti auðnast að lyfta sameiginlega
því grettistaki að búa kirkjuna vel
þeim munum er hún þarfnast.
Bjami Lárentsínusson, formaður
sóknamefndar, tók við gjöfmni fyrir
hönd sóknarnefndar. Lýsti hann í
stuttu máli fyrirhuguðum búnaði
kirkjunnar og lét þess getið að verk-
efnin væm næg. Að lokum tók sókn-
arpresturinn í Stykkishólmi, sr. Gísli
Kolbeins, til máls. Hann þakkaði
kvenfélaginu veittan stuðning og lét
í ljós von um að vel tækist til með
síðasta áfangann í byggingu kirkj-
unnar hér í Stykkishólmi.
DV-mynd Valdimar
Sesselja Pálsdóttir afhendir Bjarna Lárentsínussyni gjöfina.
Fangakapall
Besti vinur Ijóðsins (leiksins):
Leiklestur á Hótel Borg.
FANGAKAPALL
Höfundur og leikstjóri: Valgeir Skagfjörö
Leikendur: Hanna Maria Karlsdóttir,
Steinn Ármann Magnússon og Viöar
Eggertsson
Besti vinur ljóðsins steig smá-
hliðarspor nú í vikunni, og stóð
fyrir leiklestri á verki Valgeirs
Skagfjörð, Fangakaph. Enginn á
von á því að ljóðstraumar hafi
þomað upp nú í sumar, en þetta
var ágætt innlegg í dagskrá Hunda-
daga, og mætti besti vinurinn gera
eitthvaö þessu líkt oftar.
Leiklestur er smátt og smátt að
ryðja sér til rúms hér á landi og
með slíkum uppfærslum gefst ág-
ætt tækifæri til að kynna verk, sem
ekki em tök á að færa upp í bili.
Hvort sem um er að ræða sígild
verk eða ný, má með þessu móti
koma á framfæri leikritum, sem
ella hefðu legið í láginni.
Við uppfærsluna á Fangakapli er
reyndar gengið aðeins lengra en í
venjulegum leiklestri. Í stað þess
að flytjendur lesi leikritið upp
klæddir sínum eigin fötum og án
sviðsútbúnaðar, er hér komið fyrir
fáeinum sviðsmunum og leikendur
klæðast í stíl persónanna, þó að
þeir styðjist enn við handritin.
Valgeir Skagfjörö hefur að und-
anfömu verið mikilvirkur við
skriftir auk þess sem hann bæði
leikur, syngur og semur lög. Nokk-
ur verk hans hafa verið færð upp,
bæði í sjónvarpi og á sviði, og er
skemmst að minnast sýningar
Þjóðleikhússins á leikriti hans,
Leildist
Auður Eydal
Brestiun, í vetur leið.
í Fangakapli íjallar hann enn
einu sinni um tengsl náinna ætt-
ingja, sálarkreppu og myrkar
minningar. Hér eru það móðir og
sonur, sem elda grátt silfur, sam-
band þeirra er blanda af ást og
hatri og hvort um sig er þjakað af
voðalegum minningum.
Karlmenn hafa verið örlagavald-
ar í lífi Lovísu, sem er ístöðulítil
og veikgeöja. Hún situr við það
daginn út og inn að leggja von-
lausan kapal, sem aldrei gengur
upp. Láras, sonur hennar, er upp-
kominn og brallar ýmislegt, sem
ekki þolir dagsins ljós.
Tengsl þeirra eru sem fyrr segir
flókin og höfundur leiðist út í ærið
reyfarakenndar lýsingar á reynslu
þeirra fyrr og síðar.
Kapallinn, sem aldrei gengur upp
verður tákn fyrir líf þeirra og til-
veru. Sami kapallinn er lagður
endalaust. Hann gengur aldrei upp,
er alltaf eins, en þó nýr í hvert
skipti, sem hann er lagður.
Lítið verður úr beinum persónu-
lýsingum. Lárus er töffari og
hörkutól, en lítið er skyggnst inn
fyrir skelina. Steinn Ármann
Magnússon fær þannig fá tækifæri
til að sýna annað en þjösnaskap og
ofbeldi og verður persónan fyrir
bragðið heldur einht og gamal-
kunn.
Hanna María Karlsdóttir leikur
Lovisu og lagöi ágætan grunn að
túlkun á hrjáðri konu, sem þráir
lystisemdir lífsins. Handritið var
henni htið til trafala og mótun per-
sónunnar var komin vel á veg.
Lovísa kemst í samband við Þor-
finn, misheppnað ljóðskáld, í gegn-
um einkamálaauglýsingu. Hann er
feiminn og hahærislegur, en heim-
sókn hans dregur óvæntan dhk á
eftir sér.
Viðar Eggertsson ieikur Þorfinn
og kitlar hláturtaugar áhorfenda
með ankannalegum tilburðum
framanaf. Þegar á hður kemur æ
betur í ljós að Þorfinnur er ekki í
sem bestu jafnvægi. Viðar átti í
töluverðu bash með að túlka breyt-
inguna sannfærandi.
Höfundur, sem jafnframt er leik-
stjóri, sýnir ömurlega tílveru þessa
fólks í heldur spaugilegu ljósi í fyrri
hluta verksins, en þó með kaldr-
analegum undirtón. Þegar á hður
snýst verkið upp í einhvers konar
hrohvekju með tilheyrandi átökum
og minnir þá helst á færibanda-
framleiddar, vesturheimskar kvik-
myndir.
Helsti galhnn á verkinu er hversu
erfitt höfundur á með að gera það
upp viö sig hvers konar verk hann
er að skrifa. Honum er oft mikið
niðri fyrir, en reynslusaga þessara
lánlausu einstakhnga rennur mik-
ið th út í sandinn. Persónumar ná
ekki dýpt og verkið verður þannig
meira í ætt við afþreyingu en alvar-
legan skáldskap.
-AE
Karl Gústaf kom til Islands í gær:
Konungur söng
við Tjornina
- brá sér í Bláa lónið og gekk um miðbæinn
Karl Gústaf Svíakonungur kom th
landsins í gær ásamt 15 fylgdar-
mönnum. Hann gisti í Reykjavík í
nótt eftir vel heppnaðan dag með vin-
um sínum og öryggisvörðum.
Skömmu eftir komuna í gær brá
hópurinn sér í sundfót og fóru í Bláa
lónið þar sem menn böðuðu sig og
áttu þar góða stund. Þegar haha tók
að kvöldi gekk Karl Gústaf áleiðis
að veitingahúsinu Við Tjörnina. Var
farið sem leið lá um miðbæinn og
framhjá Reykjavíkurtjöm.
Lá vel á kóngi og fylgdarhði um
áttaleytið að aflokinni gönguferð um
miðbæinn þegar hópurinn settist að
snæðingi á veitingahúsinu Við
Tjömina. Rúnar Marvinsson mat-
reiðslumeistari sá um matseld fyrir
konung eins og hann mun reyndar
gera á næstu dögum er Karl Gústaf
fer á veiðar á Austurlandi.
„Þeir sungu og skemmtu sér kon-
unglega undir borðum og frábáðu sér
aht „konunglegt“ thstand", sagði
Rúnar í samtali við DV. „Ég held aö
með honum séu gamlir vinir og
skólafélagar og þeir vom mjög án-
ægðir með ahan viöurgjöming. Þeir
tóku lagið og þökkuðu síðan fyrir sig
með handabandi að lokinni um 3ja
tíma langri máltíð. Karl Gústaf er
ákaflega venjulegur maður og mjög
viðkunnanlegur."
Rúnar sagði að Sviamir hefðu
fengið tartfiskseyði Artica, beitu-
kóng að hætti hússins, léttsteikta
svartfuglsbringu í hunangslagaðri
púrtvínssósu og blóðbergi, kampa-
vínssorbet, smjörsteiktan skötusel
með humri, sveppum og brieostasósu
og að lokum blandaðan eftirrétt með
súkkulaðitertu og ávöxtum.
í dag heldur Karl Gústaf th Austur-
lands þar sem hann mun verða að-
stoðarmaður Hákonar Aðalsteins-
sonar við hreindýraveiðar.
Rúnar Marvinsson hefur útbúið
nesti fyrir ahan hópinn. Síðan mun
hann taka á móti veiðimönnunum
annað kvöld í húsi Gunnars Gunn-
arssonar skálds á Skriðuklaustri og
er matseðilhnn þegar ákveðinn.
„Ég reikna með að hafa m.a. lamba-
steik á laugardagskvöldið. En það er
alveg ljóst að nýskotið hreindýr
verður ekki matreitt þá,“ sagöi
Rúnár.
Hákon Aðalsteinsson sagði í sam-
tah við DV í morgun að hann biði
eftir konungi. „Ég get ekki sagt með
vissu hvenær við byrjum veiðamar.
Ef þeir koma tímanlega þá getum við
byrjað í dag. Við gistum líklega í ein-
hveijum skála uppi á heiðum í nótt
- en það ræðst af því hvar dýrin
eru,“ sagði Hákon.
-ÓTT