Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1989, Síða 4
4
FIMMTUDAGUR 31, ÁGÚST 1989.
Fréttir
EfnahagstiUögur Sjálfstæöisflokksins:
Afnám ríkis-
ábyrgðar og sala
á ríkisbönkunum
- eru meðal tillagnaima sem birtast eiga á Alþingi sem frumvörp
„Það er ætlun okkar að flytja þessa
stefnu inn á Alþingi í haust með laga-
frumvörpum og erum við komnir vel
á veg með smíði þeirra," sagði Þor-
steinn Pálsson, formaður Sjálfstæð-
'isflokksins, um leið og hann kynnti
niöurstöður þingflokksins sem hefur
unnið að stefnumótun undanfarið.
Hefur þingflokkurinn fundað í tvo
daga við að slípa tillögurnar.
Hefur niðurstaðan verið gefin út
sem „Yfirlýsing um fijálslynda um-
bótastefnu í atvinnumálum“. Helstu
þættir stefnunnar eru settir fram í
12 liðum:
1. Gengi krónunnar verði skráð á
efnahagslegum forsendum og ekki
lengur háð pólitískum duttlungum.
- Þeir sem versh með gjaldeyri
ákveði verð hans.
2. Viðskiptabankar og sparisjóðir
fái fullar heimildir til að versla með
erlendan gjaldeyri, taka erlend lán
og takast á hendur skuldbindingar
við erlenda aðila.
3. Gjaldeyrisviðskipti verði gefin
fijáls í áföngum fram til 1. janúar
1992.
4. Eiginíjármyndun í atvinnulífinu
verði örvuð með margvíslegum ráð-
stöfunum í skattamálum, m.a. verði
frádráttarheimildir vegna hluta-
bréfakaupa auknar. Þá verði eigna-
skattar vinstri stjórnarinnar af-
numdir.
5. Millifærslusjóðir verði afnumd-
ir.
6. Starfsemi Verðjöfnunarsjóðs
fiskiðnaðarins verði hætt en almenn
heimild veitt til myndunar sveiflu-
jöfnunarsjóða með sparnaði.
7. Embætti oddamanns ríkisstjóm-
arinnar við fiskverðsákvarðanir
verði lagt niður og fiskverð því á
ábyrgð fulltrúa sjávarútvegsins.
8. Ný vinnubrögð við fjárlagagerð.
Ráðuneyti og stofnanir geri tillögur
um útgjöld innan tekjuramma.
9. Heimildir til aukafjárveitinga úr
ríkissjóði verði stórlega skertar.
10. Landsbankinn og Búnaðar-
bankinn verði gerðir að hlutafélög-
um og seldir úr ríkiseign í áföngum.
Nota á andvirði af sölu bankanna til
að stuðla að lausn á vanda land-
búnaðarins og til náttúru- og um-
hverfisvemdar.
11. Virðisaukaskattur á að vera í
tveim þrepum: Almennt þrep og ann-
að lægra þrep fyrir matvæh.
12. Ríkisábyrgð á starfsemi Fisk-
veiðasjóðs, Iðnlánasjóðs og Stofn-
lánadeildar landbúnaðarins á að af-
nema.
Það kom fram hjá Þorsteini og Ól-
afi G. Einarssyni, formanni þing-
flokks sjálfstæðismanna, að þeir gera
kröfu um að gengið verði til kosninga
þegarístað. -SMJ
Skotmaöurinn á Sogaveginiun:
Starfaði sem öryggisvörður
Maður sá sem hleypti skotum af
riffium og haglabyssu í húsi við
Sogaveg á þriðjudagsmorgun hefur
starfað sem öryggisvörður. Sam-
kvæmt upplýsingum frá fyrirtæki
því sem maðurinn starfaði við er
hann ekki lengur öryggisvöröur.
Forráðamaður fyrirtækisins sagði í
samtali við DV aö búið hefði verið
að setja manninn af áður en hann
hleypti af byssunum.
Þrír menn voru í íbúðinni og tveir
þeirra voru starfsmenn umrædds
fyrirtækis. Hinn öryggisvörðurinn
missir ekki vinnuna vegna þessa at-
viks enda mun hann ekki hafa tekið
þátt í „byssuleiknum".
„Fólk hér hefur eðlilega áhyggjur
af þessu. Það er erfitt að fylgjast með
og taka ábyrgð á hvað starfsmenn
gera í sínum fríum. Svona æði getur
runnið á menn burtséð frá því við
hvað þeir starfa. Ég hef áhyggjur af
því að þetta atvik muni skaða fyrir-
tækið og þá um leið það fólk sem hér
starfar. Ef svo verður bitnar þetta á
blásaklausu fólki,“ sagði forráöa-
maður fyrirtæksins.
Það er alsiða hjá pollum sem veiða marhnút að spýta upp í hann áður
en honum er sleppt og það gerðu þeir Karl Sólnes, Friðrik Sólnes og Skúli
Harðarson um leið og Ijósmyndarinn smellti af. DV-mynd S
Stolið til að greiða
gamlan stuld
„Þetta er eins og maður sem stelur
peningum og stelur síðan enn meiru
til að borga gamla þjófnaðinn," sagði
Othar Örn Petersen, varaformaður
Samtaka spariljáreigenda, um ráða-
gerðir ríkisstjórnarinnar um aö
leggja skatt og vaxtatekjur og nota
hluta af tekjuauka ríkissjóðs til að
lækka eignarskatta.
„Við höfum ekki fundað sérstak-
lega um þessar tillögur en þetta virð-
ist bara vera enn ein aðfórin að
sparifjáreigendum. Af hveiju ætti
það að vera skattfijálst aö lána ríkis-
sjóði í stað þess aö setja spamaðinn
inn í almenna kerfið. Með þessu er
ríkið að búa sér til sérstaka aðstööu.
Þeir eru með þessu að útiloka önnur
spamaðarform til þess að stækka
sinnhluta,“sagðiOtharÖm. -gse
Tilboðið til Borgaraflokksins:
„Hreint - segir Ólafur G. Einars lögbrot“ son þingflokksformaður
„Mér firm9t þetta virðingarleysi stjómarflokkanna fyrir lögum, embætti umhverfisráöuneytis sem er ekki búið að stofiia og ráðuneyti
araflokksins, býsna alvarlegt mál. Er ég þá að ræða um það tílboð að Borgaraflokkurinn fái ráðherra án um. Meðan beöiö er eftir þeirri lög- gjöf á hann að fá ráöherrastööu og sérstök viðfangsefiii. Þetta segi ég
ráðuneytis og að hann fái viöfangs- efni sem heyra undir aðra ráð- að sé lögbrot því þaö er óheinúlt að flytja einhver tiltekin viðfangs-
herra. Ég ætla að leyfa mér aö fuU- yrða að það sé hreint lögbrot,“ sagði Ólafur G. Einarsson, formað- ur þingflokks sjálfstæöismanna, efni ftá einum ráöherra til ann- ars,“ sagði Ólafúr og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæöis- flokksins, benti á að ekki væri gert
um tUlögur þær sem nú ganga ó mÍUi ríkisstjómarinnar og Borg- araflokksins. „Þarna er einum ráöherra ætlaö ráð fyrir því í lögum að menn væru ráöherrar í ríkisráöi án þess að fara með eitthvert tíltekiö ráð- herraembætti. -SMJ
í dag mælir Dagfari___________
Vaxtaskattar
Fjármálaráðherra hefur tilkynnt
þingflokkunum að nú sé illt í ári.
Ef allt'fer sem horfir stefnir í
fimmtán milljaröa króna halla á
næstu fjárlögum. Sá halh bætist við
aUa milljarðana sem ríkissjóður
eyðir umfram fjárlög á þessu ári.
Þetta em slæm tíðindi og þá sérs-
taklega slæm fyrir þingflokkana,
sem nú sjá gæluverkefnin fara í
súginn og litlu sætu málin sín fara
í ruslakörfuna ef ekki verður eitt-
hvað að gert. Þetta veit fjármála-
ráðherra og hann Veit að þingflokk-
amir em ekki tilbúnir til þess frek-
ar en fyrri daginn að draga eitthvað
úr útgjöldum ríkisins, enda mundu
þingmennimir ekki lengur geta
stundað fyrirgreiðslupólitíkina og
hrossakaupin þegar ekkert er til
skiptanna.
Fj ármálaráðherra veit hvað hann
er að gera. Næst lætur hann leggja
fram tillögur um nýjar skattlagn-
ingar til að fjármagna fimmtán
milljarðana, vegna þess að ekki
fara þingflokkamir aö mótmæla
því að ríkissjóður nái sér í meiri
peninga tíl að standa undir gælu-
verkefnunum. Ráðherra og alþingi
hefur aldrei skort hugmyndaflug
fil að finna upp nýja skatta, þegar
ríkissjóður þarf á meiri peningum
að halda. Kjósendum finnst stund-
um að alþingismennimir þeirra
séu Utiir gáfumenn og ennþá minni
framkvæmdamenn, en það verður
hins vegar ekki sagt um þá þegar
kemur að sköttunum. Þaö verður
hver að eiga sem hann á. Þing-
menn, ríkisstjómir og ráðherrar
hafa sýnt ótrúlega útsjónarsemi við
álagningu skatta og aldrei hefur
staðið á framkvæmdum eftir að
búið er að uppgötva nýja skattaleið.
Nú hefur fjármálaráðherra lagt
fram tillögu um nýjan skatt. Búast
má við því að alþingi taki þeirri
tiUögu vel, enda kemur það sér vel
fyrir þingið að fá nýjan skatt og
nýja peninga tfl að standa undir
útgjöldunum sem ákveðin em á
þingi. Það skiptir þingmenn og ráð-
herra ekki máU þótt almenningur
greiði skattinn, og það skiptir al-
menning áreiðanlega ekki máli
heldur, vegna þess að þetta em jú
peningar sem þingmenn þurfa á að
halda tU að geta gert almenningi
greiða. Það er auövitað mikið betra
aö ríkissjóður og alþingi hafi yfir
peningum almennings að ráða
heldur en almenningur sjálfur, því
ríkið veit miklu betur hvemig al-
menningur á að fara með sína eigin
peninga.
TU að stuðla að þessu ætlar ríkis-
sjóður að skattleggja peningana,
sem almenningur á og hefur fyrir
misskUning verið að spara sér og
leggja inn á vaxtareikninga í bönk-
unum. Þessi skattur hefur tvíþætt-
an tUgang. Annars vegar að ná pen-
ingum af almenningi til að hjálpa
almenningi og svo hins vegar að
koma í veg fyrir að almenningur
sé að leggja peninga til hliðar, sem
eru miklu betur komnir í ríkissjóði.
Á undafomum ámm hafa vextir
veriö gefnir ftjálsir og almenning-
ur hefur séð sér hag í því að ávaxta
fé sitt í bönkum og sparisjóðum.
Almennur spamaður hefur auki.st
að mun í þjóðfélaginu vegna þess-
arar óráðsíðu almennings að vilja
eiga sína eigin peninga og ávaxta
þá. Við þessu verður að stemma
stigu með því að hræða fólk frá
sparnaðinum og skattleggja vext-
ina, sem fást fyrir að eiga peninga.
Þessu hljóta aílir stjómmálamenn
að fagna, enda ófært til lengdar aö
almenningur safni sér fé, sem ekki
er til ráðstöfunar fyrir ríkissjóð,
sem sífellt er í buUandi halla. Auð-
vitað á ríkið réttmæta heimtingu á
þessum peningum. Almenningur
fer Ula með sitt eigið fé og oftar en
ekki er því eytt í allt annaö heldur
en ríkissjóður mundi gera.
Einhver kann kannski að segja
sem: svo að þetta sé afgangsfé af
launum eða tekjum almennings
eftir að almenningur er búinn að
borga tekjuskatt og söluskatt og
eignaskatta. Það má vera rétt, en
þá sjá allir aö tekjuskatturinn og
söluskatturinn og eignaskatturinn
em ekki nærri nógu háir, ef al-
menningur á eitthvað eftir, þegar
hann hefur borgað aUa hina skatt-
ana. Þetta gengur ekki lengur og
fjármálaráðherra gerir rétt í því að
bæta vaxtaskatti við til að tryggja
að almenningur hætti að spara og
eiga yfirleitt eitthvað eftir, þegar
skattamir hafa verið greiddir.
Dagfari