Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Page 4
4
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989.
Fréttir
í
I
Harkaleg gagnrýni á
Kgregluna á Akranesi
Hörö gagnrýni kom fram á lög-
regluna á Akranesi I máiflutningi
í sem fór fram 1 Sakadómi Reykja-
vikur 1 gær. Málflutningurinn var
vegna máls'sem geröist í íbúð á
Akranesi í júní í sumar. Einn mað-
ur hlaut slæm sár vegna hníf-
stungu og kona skarst í andiiti af
sama hnífi. Bróðir mannsins, sem
særðist, hefur verið ákæröur fyrir
að ha£a beitt hnífhum gegn bróður
sínum og konunni. Þau þrjú höfðu
veriö við lyfja- og áfengisneyslu í
íbúöinni í meira en þrjá sólar-
hringa Þau voru öll undir miklum
áhrifum lyfia og áfengis. Við blóð-
og þvagprufu, sem tekin var af
þeim ákærða, kom í ijós að svo
mikiö magn lyfia var í lrkaraanum
að hann hefði litlu þurft að bæta
við til að fara yflr hættustig. Það
heföi sem sagt litlu mátt muna að
hann létist vegna ofneyslu lyfja.
Sá bræðranna sem særðist fór á
lögreglustöð og tilkynnti um at-
buröinn. Maðurinn var fluttur á
Sjúkrahúsið á Akranesi. Hann
reyndist mikið slasaður. Meðal
og verjendur sammála þar um
annars haföi lunga lagst saman.
Þegar lögregla kom í íbúðina var
konan þar fyrir, skorin í andhti,
og sá sem er ákærður var sofandi
í íbúöinni.
Deilur á rannsóknina
Verjandi þess ákærða, Hiimar
Ingimundarson hæstaréttarlög-
maður, gangrýndi þátt lögreglunn-
ar á Akranesi harkalega - þá sér-
staklega þátt Viðars Stefánssonar,
rannsóknarlögreglumanns á Akra-
nesi. Hilmar sagöi að Viöar hefði
strax gefið sér aö sá ákærði væri
sekur og inngangur fyrstu skýrsl-
unnar sannaði að svo heföi verið.
Þar segir aö maöurinn sé til yflr-
heyrslu vegna þess að hann hafi
sært tvær manneskjur með hnífl.
Hilmar sagði að rannsóknarlög-
reglumaðurinn hefði gefið sér
ákveönar forsendur og þær heföu
verið stefnumarkandi fyrir alla
rannsókn málsins.
í öðru lagi sagði Hilmar að rann-
sóknarlögreglumanninum heföi
láðst að greina þeim bræðranna
sem særðist frá því að hann þyrftí
ekki að geía skjh-slu þar sem sá
grunaði og hann eru bræður. Viö
ídómsalnum
Sigurjón M. Egilsson
dómsrannsóknina sagöi rannsókn-
arlögreglumaðurinn að hann heföi
sagt, við þann sem særðist, að hon-
um væri skylt aö gefa skýrslu. Það
er alrangt hjá lögreglumanninum.
í þriöja lagi segir Hilmar að brotið
hafi verið freklega á konunni, sem
var í íbúðinni, þegar hún var hand-
tekin og sett i fangageymslur. Kon-
an var lokuð inni klukkan 23.50 að
kvöldi og var ekki látin laus fyrr
en klukkan 14.00 næsta dag. Henni
var ekki gefinn kostur á réttar-
gæslumanni. í fjórða lagi var gagn-
rýnt að engir vottar voru við yfir-
heyrslur iögreglunnar á Akranesi.
Við dómsrannsókn bar rannsókn-
arlögreglumaðurinn því við að
hann kallaði ekki til votta nema
viðkomandi óskaöi þess. Sam-
kvæmt lögum um meöferö opin-
berra mála ber lögi-eglumanni aö
hafa votta viðstadda yfirheyrslur.
Þá var einnig deilt á það að blóð-
og þvagprufur voru ektó teknar af
ákæröa fyrr en klukkan að verða
hálfelleftí að kvöldi - en atburður-
inn varð snemma dags. Hilmar
Ingimundarson gagnrýndi rann-
sóknina harölega og Guöjón Magn-
ússon saksóknari deildi einnig á
vinnubrögð lögreglunnar en ektó
eins kröftuglega og Hilmar.
Viðar Stefánsson, rannsóknar-
lögreglumaður á Akranesi, sagði í
samtali við D V að hann gæti af siö-
ferðisástæðum ektó talað um þetta
mál í fjölmiölum.
Framburóí breytt
Viö fyrstu yfirheyrslur bar fólk-
inu nokkuð saman um atburði. Sá
sem er ákærður réðst að bróður
sínum og konunni þar sem þau
voru í rúmi í svefnherbergi íbúðar-
innar. Viö dórasrannsóknina
breyttu öll famburði sínum. Sá
bræöranna, sem særðist, sagðist
hafa fallið á hníflnn og særst við
það. Hann sagöi aö bróðir sinn
hefði hvergi komið nærri og ætti
enga sök á áverkunum. Þegar fólk-
ið var minnt á fyrri framburð sinn
sagði það lögregluskýrslumar frá
Akranesi vera marklausar. Fólkiö
bar við minnisleysi og slæmu and-
legu ástandi þegar atburðinn varö
og næstu daga á eftír. Þá sögðu þau
aö lögreglan á Akranesi hefði beitt
þau harðræði. Hilmar Ingimundar-
son hæstaréttarlögmaöur taldi það
harðræði þegar konan var lokuö í
fangageymslu klukkustundum
saman.
Sækjandinn vildi sem minnst
gera úr breyttum framburði fólks-
ins en verjandinn vildi á sama hátt
gera lítið úr því sem haft var eftir
fóltónu í lögregluskýrslunum frá
Akranesl
-sme
í kjölfar álitsgeröar umboösmanns Alþingis um Póst og síma:
Vangaveltur um að taka upp
dráttarvaxtakerfi í stað lokana
- segir Guömundur Bjömsson aðstoöarsímamálastjóri
„Það hefur oft komið til tals hér
hjá Pósti og síma að hverfa frá lokun-
um innan þessara 10-15 daga sem nú
tíðkast. Er þá rætt um aö taka upp
dráttarvaxtaútreikning þess í stað og
draga þá lokunina í einhvem tíma -
hugsanlega fram yfir næstu mánaða-
mót. Viö höfum hins vegar ektó haft
aðstöðu til að reikna út dráttarvexti
svo vel sé en það er t.d. mitóu auð-
veldara hjá Rítósútvarpinu sem hef-
ur einhverja fasta upphæð til inn-
heimtu. En við erum að taka til okk-
ar reikningsgerðina og þá hefur
komið til tals að taka upp dráttar-
vexti í stað lokunarinnar," sagði
Guðmundur Bjömsson aöstoöar-
símamálastjóri en fyrr í vikunni skil-
aði Gaukur Jörundsson, umboðs-
maður Alþingis, frá sér áliti vegna
kvörtunar frá 1988 á Póst og síma.
Er kvörtunin tilkomin vegna einnar
lokunaraðgeröar stofnunarinnar.
Guðmundur sagði að engin ákvörð-
un hefði verið tetón um breytingu
en það væri þó mögulegt að sú
ákvörðun kæmi í lok ársins.
í álitsgeröinni segir umboðsmaöur-
inn að hann telji þann frest sem sím-
notendur fái of stuttan og hvetur
hann tfl þess að athugað verði hvort
ektó sé hægt að breyta reglum sem
nú gflda um lokun ef gjöld eru ektó
greidd á eindaga.
„Ég vill kalla þetta álit umboðs-
mannsins vinsanflega ábendingu um
það hvort ektó megi lengja lokunar-
frestinn. Á það ber hins vegar að líta
að auðvelt er að hringja tfl okkar ef
fólk hefur ektó peninga handbæra
og biðja um frest fram að næstu
mánaðamótum. Flestu skilafóltó
stendur þetta tfl boða og þvi finnst
mér aðgerðir okkar alls ektó
óskammfeilnar lokunaraðgerðir,"
Guðmundur sagði að notendur síma
hér á landi væru vel yflr 100.000 og
lokunaraðgeröir um hver mánaða-
mót stóptu þúsundum.
Þá gagnrýndi umboðsmaðurinn að
einstaka aðilar nytu sérþjónustu og
fengju aukatflkynningu um lokun án
þess aö fyrir því væri lagastoð. Guð-
mundur sagði að hér væri um
sjúkrastofnanir og ýmsar opinberar
stofnanir að ræöa og þvi hefði þótt
ástæða tfl að þjónusta þær sérstak-
lega.
-SMJ
Að lokinni móttökunni í aðsetri Brimborgar var ekið með borgarstjóra og
aðra gesti niður á nýju brúna við Miklatorg, en vagninn var einmitt fyrsta
ökutækið sem ók yfir brúna eftir vígslu hennar i gær. DV-mynd GVA
' \
Hestamannafélagið Faxi í Borgarfirði klofiiar:
Hestamenn í Borgarnesi hyggja á
stofnun nýs hestamannafélags
Félagar í Hesteigendafélaginu í
Borgamesi hyggja á stoftíun nýs
hestamannafélags sem áæflaö er
aö verði aðeins fyrir hestamenn
sem búsettir eru í Borgamesi. í
raun er um það að ræða að gera
Hesteigendafélagið að hesta-
mannafélagi en Hesteigendafélagiö
hefur hingaö tfl verið deild innan
Faxa. Þessir hestamenn telja sér
betur borgiö með stofnun nýs fé-
lags. Um 50 félagar í Faxa munu
því þurfa að gera upp við sig hvort
þeir ætli aö vera áfram f Faxa eða
hinu nýja félagi.
Samkvæmt lögum Landssam-
bands hestamanna má hver hesta-
maður aðeíns vera fuflgildur með-
limur í einu hesmmannafélagi.
Hin8 vegar er ektó víst að það sam-
rýmist lögum Landssambandsins
aö loka hestaraannafélagi fyrir öðr-
um en íbúum ákveöins svæðis.
Stjóm Landssambandsins á eftir
aö samþykkja stofnun hins nýja
féiags. Fullgfldir meðlimir í Faxa
munu víst ektó geta orðiö félagar
1 hinu nýja félagi fyrr en á næsta
ári.
Formaöur Faxa er Guörún
Fjeldsted á Ölvaldsstöðum. Hún er
ektó alls kostar sátt við aö hesta-
mönnum í Borgarfirði sé tvístrað á
þennan hátt en undirstrikar að
enginn ágreiningur eða deildur séu
ábakviö stofnun þessa nýja félags.
„Þeir í Hesteigendafélaginu
byggðu upp mikiö svæði í sumar
þar sem við i Faxa héldum íslands-
mót. Þeir tejja að þeir geti haldiö
svo mörg raót þar og fengiö miklar
tekjur af mótshaldinu. Eins horfá
menn tfl lottópeninga sem félög
innan ÍSÍ £á en hestaraannafélögin
eru aö ganga inn í íþróttasamband-
ið hvert af ööru. En þaö kemur sér
illa að vera að sundra hestamanna-
félagi í ektó stærra héraöi. Mér
finnst að þaö ætti frekar aö reyna
að sameina hestamenn. Annars
veit ég ektó hvaða afleiöingar verða
af stofnun þessa nýja félags en það
gæti dregið dilk á eftir sér þegar
um 50 manns fara úr 240 manna
félagi," sagði Guðrún við DV.
Faxi er með aðstööu í Faxaborg
við Feijukot en þar sem löggæsla
er dýr i Borgarfjarðarhéraði hefur
félögum þar reynst erfitt að halda
samkomur í dreifbýlinu. Því hefur
Faxi horft tfl aðstöðu Hesteigenda-
félagsins í Borgarnesi sem hið nýja
hestamannafélag mun væntanlega
taka víð.
-hlh
Fyrsti af tuttugu
nýjum strætis-
vögnum
Davíð Oddsson borgarstjóri tók við
fyrsta vagninum af tuttugu nýjum
strætisvögnum af Volvo-gerð frá
Brimborg hf. í gærdag.
Samningur um kaup á þessum tutt-
ugu vögnum var gerður fyrr á þessu
ári og skulu vagnamir tuttugu af-
hentir á næstu fjórum árum.
Undirvagn strætisvagnanna er af
gerðinni Volvo B10M MKIII, sem er
ný kynslóð vagna frá Volvo. Yfir-
bygging vagnsins er sænsk, frá Saffie
Karosseri, og er úr sérstatóega seltu-
vöröu áli.
Vélin í vagninum, sem er ný, er
hönnuð með sérlega lága mengunar-
staöla í huga og stenst allar þær
merigunarkröfur sem settar hafa
afhentur
verið í Bandaríkjunum og Svíþjóð og
eiga að taka gildi á næstu árum.
Vagninn rúmar 90 farþega, þar af
31 í sæti. Mitóð hefur verið gert tfl
að auka þægindi farþega og má nefna
aö í vagninum er mjög öflugt hita-
og loftræstikerfi og öll farþegasæti
eru klædd plussátóæði. Fullbúinn á
götuna kostar hver vagn á verðlagi
dagsins í dag í kringum tíu og hálfa
milljón króna.
Er Davíð hafði tetóð við lyklinum
að þessum fyrsta vagni þá afhenti
hann Sveini Bjömssyni lytólinn, sem
þakkaði Brimborgarmönnum gott
samstarf við undirbúning að smíði
vagnanna.
-JR