Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989. 7 pv_______________________________Fréttir Búhöldum finnst golfvöllurinn nógu stór: „Þeir geta bara spilað fleiri hringi“ ÞórhaHur Ásmnndsson, DV, Sauðárkróki: Jarðeigna- og búfjárnefnd Sauðár- króks hefur mótmælt því eindregið að land það sem golfklúbburinn hef- ur sótt um til stækkunar á golfvellin- um verði látið af hendi. Búhöldum á Nöfunum óar við útþenslustefnu kylfmga á Króknum. „Við höfum ekkert á móti því að fólk eigi sér áhugamál, en við viljum gjaman fá að vera í friði með okkar. Við erum ekki búin að gleyma því raski sem við urðum fyrir með til- komu golfvallarins á sínum tima. Mér fmnst að golfmenn geti alveg látið sér þetta duga. Þeir geta bara spilað íleiri hringi á vellinum," sagði valkyijan Þorbjörg Ágústsdóttir, for- maður Félags sauðfjáreigenda á Króknum. Nú er verið að helluleggja Strandgötuna í Hafnarfiröi og er búlst við að umferð verði hleypt á hana undir mánaðamótin. DV-mynd BG Strandgafan hellulögð Miklar framkvæmdir standa nú yfir við Strandgötu í Hafnarfirði. Er verið að skipta um allar lagnir í göt- unni og helluleggja hana. Einnig er verið að koma fyrir gróöri, bæði ein- stökum tijám og gróðrarkerum við hana. Að sögn Kristjáns Knútssonar, for- stöðumanns framkvæmdadeildar Hafnarfjarðarbæjar, er ekki fyrir- hugað að gera Strandgötuna að göngugötu heldur stendur til að hægja á umferðinni um hana. Það er annar áfangi verksins sem unnið er við núna. Nær hann frá Linnetstíg suður fyrir Hafnarborg. Áætlaður kostnaður við hann er um 30 milljón- ir króna. Er búist við að vinnu við hann ljúki um næstu mánaðamót og þá verður umferð leyfð aftur um göt- una. í fyrra var lokið að fullu við fyrsta áfanga sem náði frá Reykja- víkurvegi að Linnetstíg. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær endanlega verður lokið við verkið. -JSS Bæjarstjórn Sauðárkróks: Vill að þingmannafrum- varpið verði endurflutt ÞórhaBur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Anna Kristín Gunnarsdóttir hefur dregiö til baka tillögu sína í lögsögu- málinu sem hún lagði fram 13. júní sl. en því var vísað aftur til bæjar- ráðs. Tillagan var á þá leið að í staö þingmannafrumvarpsins, sem lagt var fram á Alþingi í vor, yrði enn um sinn leitað samninga milli Sauð- árkróks og Skaröshrepps - nú með milligöngu þriðja aðila, væntanlega eins af þingmönnum kjördæmisins. Á bæjarstjómarfundi í síðustu viku var þvi fagnað að full samstaða væri innan bæjarstjórnarinnar í lögsögu- málinu. Tillaga Önnu var ekki tekin fyrir í bæjarráði fyrr en 30. ágúst sl. Hún segist reyndar enn vera sömu skoð- unar og í vor og að nýta hefði átt sumarið til samningaumleitana, samningaleiðin hafi ekki verið full- reynd. Bæjarráð lagði fram bókun þar sem harmað er að hreppsnefnd Skarðshrepps skyldi slíta viðræðum um lögsögumál á árinu 1988, sem leiddi til þess að þingmenn lögðu fram á alþingi frumvarp um stækk- un lögsögu Sauðárkróks (Sjávarborg og Áshildarholt, innsk. blm.), að beiðni bæjarstjórnar Sauðárkróks. í bókuninni segir ennfremur að um leið og bæjarráð leggi áherslu á að umrætt fmmvarp verði endurflutt í upphafi næsta þings vilji ráðið lýsa yfir því að það hafi ætíð verið og sé enn tilbúið til viðræðna við fulltrúa Skarðshrepps um samskipti sveitar- félaganna. Þrír teknir á Akureyri Lögreglan á Akureyri tók í fyrra- að brjóta lög um hraðakstur innan- dag þijá ökumenn fyrir of hraðan bæjar. Sá þeirra sem hraðast ók akstur. Allir voru þeir teknir fyrir mældist á 85 kílómetra hraða. -sme wmm' Brottför: föstud; Heimkoma: mánu Verö frá kr. 30.78( imiiiaKn aga eða laugardaga idaga eða þriðjudaga \ Miöaö við gistingu í | tvíbýli í Lúxemborg Helgarferð til Lúxemborgar og Trier Vai*A fro br ^ m Mióað við gistingu 1 tvibý,i T Cl U 11 d I\1 • HU í Trier. Innif. akstur milli Lúx og Trier Helgarferð til Lúxer - flug - bíll og íbúð/hús Verð frá kr. 30.690 m.v. 2 í bíl og íbúð MK Veró frá kr. 29.690 Sg/} m.v. 4 í bíl og húsi. nborgar og Hostenberg 1 Fciékr æ llafnarstrxtí 2 - Sími 62-30-20/ " Slökkvum sparifjárbálið Opinn fundur um skattlagningu vaxtatekna almennings Fundurinn er haldinn sunnudaginn 24. september 1989 í Súlnasal Hótel Sögu kl. 14.00. DAGSKRÁ Kl. 14.00 Setning fundarins Othar Örn Petersen hr!., varaformaður Samtaka sparifjáreigenda. Kl. 14.15 Þrjú stutt framsöguerindi Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi Guðríður Ólafsdóttir, Félagi eldri borgara Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra Kl. 14.40 Hver er stefna stærstu stjórnmálaflokkanna varðandi skattlagningu vaxtatekna almennings? HringBörðsumræður og spurningar úr sal undir stjórn Ingva Hrafns Jónssonar. Þátttakendur: Alþýðubandalag: Ólafur Ragnar Grímsson Alþýðuflokkur: Jón Sæmundur Sigurjónsson Framsóknarflokkur: Steingrímur Hermannsson Kvennalisti: Þórhildur Þorleifsdóttir Sjálfstæðisflokkur: Þorsteinn Pálsson Kl. 16.00 Almennar umræður (eins og tími leyfir) Fundarstjóri: Kristján Gunnarsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík. Sparifjáreigendur og aðrir áhugamenn um sparnað eru hvattir til að mæta og kynna sér hvað er raunverulega að gerast í skattamálunum o.fl. Samtök sparifjáreigenda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.