Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989.
37
Skákogbridge
Stórmótið í Tilburg:
Kasparov efstur en
Jóhann vinnur og tapar
- Karl siglir hraðbyri á íslandsmeistaratitil
Jóhann Hjartarson teflir af mik-
illi hörku á stórmótinu í Tilburg í
Hollandi og annaðhvort vefur hann
andstæðingum sínum upp í fáum
leikjúm ellegar hlýtur sömu örlög
sjálfur. Að loknum sex umferðum
hafði hann 3 vinninga og deildi
þriðja sæti. Kasparov var einn efst-
ur með 5 vinninga og gamli refur-
inn Kortsnoj i 2. sæti. í gærkvöldi
átti að tefla sjöundu umferð og þá
síðustu í fyrri hrinu en áttunda
umferð verður tefld á morgun,
sunnudag. Þá mætir Jóhann
Kortsnoj og hefur nú hvítt en fyrri
skák þeirra félaga lyktaði með til-
tölulega auðfengnum sigri
Kortsnojs.
Mótið er geysilega vel skipað,
skríður í 16. styrkleikaflokk FIDE.
Einna athyglisverðast er að Kasp-
arov, heimsmeistarinn, og Ivant-
sjúk, líklegur framtíðaráskorandi,
eru báðir meðal þátttakenda.
Ivantsjúk hefur verið í miklum sig-
urham að undanförnu og er
skemmst að minnast sigurs hans í
Linares í febrúar, þar sem hann
varð fyrir ofan sjálfan Anatoly
Karpov. Hann hefur áreiðanlega
áhuga á því að skjóta Kasparov
einnig aftur fyrir sig en er heims-
meistarinn er í slíkum ham gæti
þaö reynst erfitt.
Kasparov tefldi í Tilburg árið 1981
en átti erfitt uppdráttar. Varð í 6.
- 8. sæti ásamt Spassky og Anders-
son. Hann kenndi þvi um að hann
hefði leikið vinningsstöðunum niö-
ur - fengið aðeins hálfan vinning
úr fjórum vænlegum toflum. En
mótið var afskaplega sterkt og ár-
angur Kasparovs var því engin
hneisa. Nú veit hann að hverju
hann gengur. í fyrstu skákum sín-
um með hvítu lék hann kóngspeð-
inu fram í fyrsta leik, sem hann
gerir sjaldan í seinni tíð. Hann
vann Hollendinginn Piket, sem
beitti drekaafbrigði Sikileyjarvarn-
ar, og Sax sá aldrei til sólar í Sche-
veningen - afbrigöi sömu byrjunar.
En síðan hefur Kasparov aftur snú-
ið sér að drottningarpeðinu, bæði
gegn Ivantsjúk, en skák þeirra lauk
með jafntefli, og síðan gegn Jó-
hanni í sjöttu umferð. Þar kom
Kasparov með nýjung gegn Vínar-
afhrigði drottningarbragðs, fórnaði
manni og vann í 25 leikjum.
Þetta er sömuleiðis í annað skipt-
ið sem Jóhann teflir í Tilburg en
hann stóð sig afar vel þar í fyrra,
hreppti 3 - 5. sæti, á eftir Karpov
og Short. Ekki blés byrlega fyrir
honum í fyrstu er hann tapaði fyr-
ir Kortsnoj. Hollendinginn unga,
Jóhann sigraði Ljubojevic glæsilega.
Jeroen Piket, vann Jóhann síðan í
2. umferð, þá auðvelt jafntefli með
svörtu gegn Ivantsjúk og í 4. um- 8
ferð geröi Jóhann sér htið fyrir og 7
fór létt með Ljubojevic, eftir aðeins
tveggja tíma taflmennsku. Síðan 6
jafntefli gegn Agdestein, sem verð-
ur að telja vel af sér vikið gegn
4
Skák
Jón L. Arnason
norska íslendingabananum. En í
sjöttu umferð kom skellurinn gegn
heimsmeistaranum.
Jóhann þurfti ekki að hafa mikið
fyrir sigrinum gegn Ljubojevic í 4.
umferð. Þeir endurtóku skák sem
Jusupov og Nogueiras tefldu á
áskorendamótinu í Montepellier
1985. Jusupov vann þá skák auð-
veldlega en Júgóslavinn sókndjarfi
ætlaði sér að endurbæta tafl-
mennsku Nogueiras.
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Ljubomir Ljubojevic
Drottningarbragð
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. Bg5
Rbd7 5. cxd5 exd5 6. e3 c6 7. Bd3
Bd6?! 8. Rf3 Rf8 9. Re5! Db6 10. 0-0
Bxe5 11. dxe5 Rg4 12. Da4 Dxb2? 13.
Hacl a5
I A #41 I
A AAA
A
A Á & ÉL
# m
A
A W A A A
2 2*
Þótt ótrúlegt sé er Ljubojevic með
síðasta leik sínum að reyna að end-
urbæta taflmennsku svarts í þessu
afbrigði. Skákin Jusupov - Nogu-
eiras tefldist 13. - Bd714. Dd4!! (hót-
ar allskyns riddaraleikjum og máta
síðan á d6 eða c7) f6 15. exf6 gxfB
16. Bxf6 Hg8 17. Rb5! Dxb5 (eða 17.
- Dxd4 18. Rd6 mát) 18. Bxb5 Re6
19. Db2 cxb5 20. Bh4 og Nogueiras
gafst upp.
Eftir textaleikinn hefur
Ljubojevic e.t.v. aðeins reiknaö
með 14. Rxd5 Dxe5 með máthótun
á h2 eða 14. Dd4 Db4 í peðsvaldi.
En næsti leikur Jóhanns setur strik
í reikninginn.
14. Rb5!
Vinningsleikur. Ekki gengur 14.
- cxb5 15. Hxc8 + ! Hxc8 16. Bxb5+
og vinnur og nú má svara 14. -
Dxe5 meö 15. Bf4. Svartur er glatað-
ur.
14. - Re6 15. Rd6+ Kf8 16. Dxg4
Dxe5 17. Rxc8 h5 18. Rb6! hxg4 19.
Rd7+ Ke8 20. Rxe5 Rxg5 21. Hbl Re6
22. Hxb7 Hh5 23. Rxf7 Rc5 24. Bg6!
Og Ljubojevic gafst upp.
Karl á sigurbraut
Ekkert lát virðist vera á sigur-
göngu Karls Þorsteins á Skákþingi
Islands sem lýkur á morgun,
sunnudag. Er tvær umferðir voru
til loka hafði hann örugga forystu
og er þetta birtist er hugsanlegt aö
hann hafi þegar tryggt sér sæmdar-
heitið „Skákmeistari íslands 1989“.
Eftir níu umferöir af ellefu hafði
Karl aöeins leyft tvö jafntefli og
haföi hálfs annars vinnings forskot
á næsta mann. Þannig var staðan:
1. Karl Þorsteins 8 v.
2. Jón L. Árnason 6,5 v.
3. -4. Björgvin Jónsson og Þröstur
Þórhallsson 5,5 v.
5. Hannes Hlífar Stefánsson 5 v.
6. Tómas Björnsson 4 v.
7. Ágúst Sindri Karlsson 3,5 v. og
biðskák
8. -9. Rúnar Sigurpálsson og Þröst-
ur Ámason 3,5 v.
10. Guðmundur Gíslason 3 v.
11. Jón G. Viðarsson 2,5 v. og bið-
skák
12. Sigurður Daði Sigfússon 2,5 v.
Tíundu umferð átti aö tefla í gær-
kvöldi en ellefta og síðasta umferð
hefst kl. 15 í dag í húsakynnum
Útsýnar í Mjódd.
Karl hefur tefit leikandi létt á
mótinu til þessa og haft tiltölulega
lítið fyrir sigrunum. Þó hafði hann
heppnina með sér gegn Þresti Þór-
hallssyni er hann lenti í miklum
erfiðleikum en tókst að klóra í
bakkann og vinna síðan skákina
er Þröstur lék af sér drottningunni
i jafnteflisstöðu.
Lítið á hvernig Karl tefldi gegn
Hannesi í 8. umferð. Eftir mistök
Hannesar hefur Karl stórsókn sem
reynist óviðráðanleg.
Hvítt: Karl Þorsteins
Svart: Hannes Hlífar Stefánsson
Nimzoindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2
d5 5. cxd5 exd5 6. Bg5 h6 7. Bh4 0-0
8. e3 c6 9. Bd3 He8 10. Rge2 a5 11.
h3 Ra6 12. a3 Be7
Hægfara áætlun svarts er e.t.v. í
lagi ef hvítur svarar í sömu mynt
en Karl notar tækifærið og blæs til
sóknar á kóngsvæng. Riddari
svarts er utangátta á a6.
13. g4! b5 14. Hgl Bd7?
Eftir þennan máttlausa leik verð-
ur ekki lengur við neitt ráðið.
15. g5 Rh5 16. Bh7+ KÍ8
8 1
7 iii A ÉL
o* A 5 A A A A Á
4 A ÉL
3 A & A A
a* A
1 s & a
A B C D E F G H
17. Bg6! hxg5
Ef 17. - fxg6 þá 18. Dxg6 og riddar-
inn á h5 á sér ekki undankomu
auðið, þar eð 18. - hxg5 19. Dxh5
gxh4 strandar á 20. Dh8+ og mát í
næsta leik.
18. Bxh5 b4
Ef 18. - gxh4 þá 19. Bxf7! og 19. -
Kxf7 20. Dg6+ verður mát. Svartur
er ekki öfundsverður af stöðunni
en leikurinn í skákinni þjónar þó
einungis hagsmunum hvíts.
19. Ra4 bxa3 20. bxa3 g6 21. Bxg6 Bf6
Ekki 21. - fxg6 22. Dxg6 og vinnur.
22. Bh5 gxh4 23. Dh7 Be6 24. Rf4 Dd6
25. Hg8+
og svartur gafst upp vegna af-
brigðisins 25. - Ke7 26. Rg6+ Kd7
27. Rb6 + og vinnur. -JLÁ
Bikarkeppni Bridgesambands íslands:
Urslit ráðast um helgi á Hótel Loftleiðuin
Úrshtaleikurinn í bikarkeppni
Bridgesambands íslands fer fram
um helgina á Hótel Loftleiðum og það
eru sveitir Modern Iceland og Braga
Haukssonar sem eigast við.
Sveit Braga er með höfuðleður
tveggja bestu sveita landsins undir
beltinu, sveita Flugleiöa og Pólaris,
en hún vann þær báðar með litlum
mun. Modem Iceland hefir hins veg-
ar þurft að hafa minna fyrir hlutun-
um. Þá syeit skipa bræðurnir Her-
mann og Ólafur Lárussynir, Magnús
Ólafsson, Páll Valdimarsson og Jak-
ob Kristinsson, en sveit Braga skipa
auk hans Sigtryggur Sigurðsson,
Ásmundur Pálsson, Guðmundur
Pétursson, Ásgeir Ásbjörnsson og
Hrólfur Hjaltason.
Allt stefnir í spennandi úrslitaleik
og fyrirhugað er að sýna hluta leiks-
ins í beinni útsendingu á Stöö 2.
Sveit Modern Iceland vann Skrap-
sveitina nokkuð öragglega í undan-
úrslitum, meðan sveit Braga marði
sveit Flugleiða með 3 impa mun.
Sömu spil voru spiluð í báðum leikj-
um. Við skulum skoða eitt þeirra.
N|í° ♦9876432
¥ 3
♦ K 8
+ 754
♦ Á 10
¥ G 9 8 2
♦ Á G 6 5 2
+ 10 2
N
V A
S
♦ 5
¥ Á K 6
♦ D 10 9 4
+ ÁKG63
♦ KD G
¥ D 10 7 5 4
♦ 73
♦ D 9 8
1 leik Flugleiða og Braga voru spiluð
þijú grönd á báðum borðum sem
unnust þegar spaðarnir skiptust 7-3.
Reyndar unnust fiögur grönd á báð-
um boröum því suður lendir í óverj-
andi kastþröng í hjarta og laufi.
í hinum leiknum milli Modem Ice-
land og Skrapsveitarinnar var allt
annað upp á teningnum.
Þar sátu í opna salnum n-s Páh
Valdimarsson og Magnús Ólafsson,
en v-a Jacqui McGreal og Hjördís
Eyþórsdóttir. Þar gengu sagnir á
þessa leið:
Norður Austur Suður Vestur
pass llauf pass lhjarta!
2 spaðar 4 hjörtu pass pass
Ekki verri samningur en þrjú grönd,
þótt legan sé engan vegin eins hag-
stæð.
Páh taldi spihð nokkuð sterkt og
því þyrfti að grípa til örþrifaráða.
Hann spilaði því út tígulkóng. Varla
gat sagnhafi vænst betra útspfis og
þess vegna var sorglegt að hún skyldi
tapa spilinu. Hún drap útspilið með
ás, tók tvo hæstu í trompi og fékk
vondu fréttimar. Síðan spilaði hún
spaðaás og trompaði spaða. Einfalt
er nú að vinna spihð með því að taka
tvo hæstu í laufi, trompa lauf, spila
tígli á drottningu og meira laufi. Tí-
undi slagurinn kemur þá með fram-
hjáhlaupi á trompgosann. Með
spaðalegunni gengur sú leið líka að
spila tígh og gefa þar með aðeins
þrjá slagi á tromp. Jacqui fór hins
vegar aðra leið og fór einn niður.
A hinu borðinu sátu n-s Krisfián
Már_og Rúnar, en a-v Hermann og
Ólafur.
Bræðumir komust fljótt og örugg-
lega í slemmuna :
Norður Austur Suður Vestur
pass llauf lhjarta 2tíglar
3spaöar 4grönd pass Shjörtu
pass 5grönd pass 61auf
pass 6tíglar pass pass
pass
Norður sphaöi út hjartaþristi og Ól-
afur drap með kóng og svínaði
trompinu. Norður drap á kónginn og
spilaði meira trompi. Ólafur tók nú
tvo hæstu í laufi og trompaði lauf.
Þegar drottningin kom var slemman
upplögð og reyndar vinnst slemman
líka þótt drottningin komi önnur.
Ágæt slemma og aukabónus af
hinu borðinu þegar geimið tapaðist.
Stefán Guðjohnsen