Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Qupperneq 38
50 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989. Fólk í fréttum Gissur Páll Gissurarson Gissur Páll Gissurarspn, tólf ára Kópavogsbúi, leikur Óliver í sam- nefndu leikriti sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Gissur Páll er fæddur 16. febrúar 1977. Foreldrar hans eru Gissur Sig- urðsson, fréttamaður á ríkisútvarp- inu, fæddur 7. desember 1947, og Þórlaug Ragnarsdóttir, fædd 20. des- ember 1953. Þau skildu. Maður Þórlaugar er Þorvarður Gunnarsson og eru hálíbræður Gissurar Páls, sammæðra, Gunnar, fæddur 24. október 1982, og Ragnar, fæddur 2. nóvember 1984, Þorvarð- arsynir. Hálfsystkin Gissurar Páls, sam- feðra, eru Guðbjörg Gissurardóttir, ungfrú Reykjavík 1988, Jón Grétar og Hrafnhildur. Kona Gissurar Sig- urðssonar er Auður Aðalsteinsdótt- ir. Þórlaug, móðir Gissurar Páls, er dóttir Ragnars Aðalsteinssonar, kaupmanns í Reykjavík, og Unnar Ólafsdóttur húsmóður. Þau skildu. Kona Ragnars er nú Guðrún Guð- mundsdóttir en maöur Unnar er Jóhann Jakobsson. Alsystur Þórlaugar eru Gyða Ragnarsdóttir, húsmóðir í Reykjvík, gift Sigurði Jóhannssyni bifvéla- virkja og Kristín Ragnarsdóttir, snyrtifræðingur í Reykjavík. Hálf- systir Þórlaugar, samfeðra, er Krist- ín Ragnarsdóttir. Ragnar, faðir Þórlaugar, er sonur Aðalsteins Guðmundssonar tré- smiðs og Gyðu Guðmundsdóttur, sem ættuð var af Snæfellsnesi en er nú látin. Aðalsteinn var ættaður úr Stakkadal í Aðalvík og var bóndi þar áður en hann flutti til Reykj- víkur 1933. Unnur, móðir Þórlaugar, er dóttir Ólafs Dagfinnssonar verkamanns og Þórlaugar Valdemarsdóttur Þau eru nú bæði látin. Systur Ólafs Dagf- innssonar voru Agatha og Sesselja Guðrún Dagfinnsdætur, fyrri og síð- ari kona Kristjáns Jóhanns Kristj- ánssonar, forstjóra Kassagerðar Reykjavíkur. Kristján í Kassagerðinni var hálf- bróðir, sammæðra, Sigurðar Páls- sonar vígslubiskup, fóður Gissurar, föður Gissurar Páls og koma íöður- og móðurætt hansþar saman. Önnur systkini Olafs Dagfmns- sonar voru Elías, faðir Alfreðs El- íassonar, forstjóra Loftleiða, og Stef- án, faðir Dagfinns flugstjóra og Sigr- únar, konu Hannesar Hafstein hjá Slysavamafélaginu en börn þeirra eru Stefán Jón Hafstein, dagskrár- gerðarmaður hjá rás 2, og Þórunn Hafstein, deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu. Gissur Sigurðsson, faðir Gissurar Páls, er sonur Sigurðar Pálssonar vígslubiskups og Stefaniu Gissurar- dóttur sem nú em látin. Systkini Gissurar Sigurðssonar eru Páll, járnsmiður á Seltjarnar- nesi, kvæntur Láru Höllu Jóhann- esdóttur garðyrkjufræðingi; Ólafur, fréttamaður hjá Sjónvarpinu, kvæntur Albínu Thordarson arki- tekt; Ingibjörg, býr í Bandaríkjun- um, gift R.L. Cordes sölumanni; Ing- veldur, þroskaþjálfi á Selfossi, gift Halldóri Helgasyni bókbindara; og Agatha Sesselja, ljósmóðir á Blönduósi, gift Jóni Baldri Jónssyni verslunarmanni. Sigurður vígslubiskup er sonur Páls Sigurðssonar, bónda í Hauka- tungu í Hnappadal, bróður Pálínu, langömmu Björns Arnórssonar hagfræðings. Móðir Páls í Hauka- tungu var Valgerður, systir Páls, langafa Péturs Sigurgeirssonar biskups. Stefanía, móðir Gissurar Sigurös- sonar, var dóttir Gissurar Gunnars- sonar, bónda í Byggðarhorni í Flóa, og Ingibjargar Sigurðardóttur, konu hans, systur Sigurðar, afa Eggerts Haukdal alþingismanns. Annar bróðir Ingibjargar var Þor- steinn, afi Markúsar Á. Einarssonar veðurfræðings. Systir Þorsteins er Ingibjörg Þorsteinsdóttir, móðir séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Amma Ingibjargar Sigurðardóttur var systir Fihppusar, langafa Ingi- gerðar, móður Guðrúnar Helgadótt- ur, forseta Alþingis. Móðir Ingibjargar var Margrét Þorsteindóttir, systir Páls, langafa Markúsar Arnar Antonssonar, og Þórðar, fóður prestanna Döllu og Gissur Páll Gissurarson. Yrsu Þórðardætra. Margrét Þorsteinsdóttir var dóttir Þorsteins Stefánssonar, sonar Guð- ríðar Guðmundsdóttur, dóttur Guð- mundar Þorsteinssonar á Kóps- vatni, en frá honum er Kópsvatns- ættin komin. Af Kópsvatnsættinni eru m.a. skákmennirnir Friðrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Þröstur Áma- son, Helgi Ólafsson, Héðinn Stein- grímsson og Þröstur Þórhallsson og einnig söngvararnir Guðrún Á. Símonar, Þuríður Pálsdóttir og Ein- ar Benediktsson í Sykurmolunum. Afmæli Til hamingju með afmælið 23. september Bjamastöðum, Hvítársíðu. Guðmunda Þórarinsdóttir, Meistaravöllum 29, Reykjavík. 95 ára Þórdís Símonardóttlr, Suðurkoti, Vatnsleysustrandar- hreppi. Sigurrós Magnúsdóttir, Laufbrekku27, Kópavogi. 85 ára 50 ára Teitný Guðmundsdóttir, Fehsbraut 2, Hölöahreppi. Sigriður D. Ólafsdóttir, Klébergi 5, Þorlákshöfn. Guðný Jóhannsdóttir, Suðurbraut 2, Hofsósi. 75ára Hólmfríður Sigurðardóttir, Hafnarstræti 45, Akureyri. Guðrún O. Jónsdóttir, Hagamel 8, Reykjavík, Laufey Sigurðardóttir, Tungustíg 3B, Eskifirði. ísabella Baldursdóttir, Akurgerði 10, Akranesi. 40ára 70ára Skúli Már Sigurðsson, Álftamýri 58, Reykjavík. MatthUdur Kristjánsdóttir, Hraunbæ 144, Reykiavík. Guðjón Þorvaldsson, Marbakkabraut 32, Kópavogi. Páh E. Kristjánsson, Austurbraut 5, Höfn í Homafirði. Sigurður Arnbjörnsson, Reyðarkvísl 2, Reykjavík. Þórður Páisson, Þorsteinsgötu 13, Borgamesi. Valgerður Stefánsdóttir, Efstaleiti 14, Reykjavík. 60 ára Guðmundur Jónsson, Sigurður Einarsson Sigurður Einarsson trésmiður, Silungakvísl 8, Reykjavík, er fertug- urídag. Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum, auk þess sem hann var í sveit á sumrin í Mýrdalnum. Hann hóf nám í Iðn- skólanum í Reykjavík 1965, lauk sveinsprófi í húsgagnasmíöi 1970 og sveinsprófi í húsasmíði 1972, en prófi frá Meistaraskólanum lauk hannl981. Sigurður hefur starfað viö tré- smiðar í Reykjavík síðan hann lauk iðnnáminu. Hann sat til skamms tíma í trúnaðarráði Trésmiðafélags Reykjavíkur. Sigurður hefur verið mikill áhugamaður um siglingar, en hann er einn af stofnendum Sigl- ingaklúbbsins Brokeyjar í Reykja- vík og sat þar í stjóm í sjö ár, þar af formaður í tvö ár. Þá starfar hann með ferðafélaginu Útivist og á sæti þar í svonefndum kjarna. Siguröur á þijú böm meö fyrrv. konu sinni, Hildi Skarphéðinsdótt- ur, fóstm í Reykjavík. Þau eru Ei- rún, f. 1971, menntaskólanemi í Reykjavík; Vaka, f. 1974, nemi, og Tinna, f. 1979. Auk þess á Siguröur dóttur frá því fyrir hjónaband, Ásu, f. 1969, starfsmann hjá Pósti og síma, í sambýh með Bjama Sigurðssyni sölumanni, en sonur þeirra er Atli Þór, f. 1989. Sigurður á fimm systkini. Þau era Jón Reynir, f. 1940, múrarameistari og b. að Steinsmýri í Meðallandi; Jóhann Þór, f. 1947, veggfóðrara- meistari í Kópavogi; Sigríður, f. 1951, húsmóðir í Reykjavík; Brand- ur, f. 1953, stýrimaður í Reykjavík, og Einar, f. 1955, bílstjóri í Reykja- vík. Foreldrar Sigurðar: Einar Jóns- son frá Reyni í Mýrdal, f. 29.7.1913, fyrrv. aðalgjaldkeri SÍS í Reykjavík, og kona hans, Sigrún Þórðardóttir húsmóðir, f. 24.8.1916, d. 21.1.1982. Foreldrar Einars voru Jón Ólafs- son, skólastjóri og sýsluskrifari í Vík í Mýrdal, og kona hans, Sigríður Einarsdóttir. Jón var sonur Ólafs Ólafssonar, b. að Lækjarbakka í Mýrdal, og konu hans, Ingibjargar Jónsdóttur frá Suöur-Götum í Mýrdal, Guð- mundssonar. Sigríður var dóttir Einars, b. í Reyni, Brandssonar, í Reynishjá- leigu, Einarssonar. Móðir Einars var Kristín Einarsdóttir, b. og hreppstjóra í Þórisholti, Jóhanns- sonar, íoður Gísla, langafa Jóns Þórs Þórhahssonar, forstjóra SKÝRR. BróðirKristínar var Jón, faðir Eldeyjar-Hjalta, afa Hjalta Geirs Kristjánssonar, forstjóra Kristján Siggeirsson hf. Annar bróðir Kristínar var Gunnlaugur Fossberg, afi Einars Thorlacius for- stjóra. Móðir Sigriðar var Sigríður Brynj- ólfsdóttir frá Litlu-Heiði í Mýrdal, Guðmundssonar, bróöur Jóns, afa Erlends Einarssonar, fyrrv. for- stjóra SÍS. Móðir Brynjólfs var Guö- rún, systir Helgu, ömmu Þorsteins Erhngssonar skálds. Guðrún var dóttir Hallgríms, b. á Neðra-Velh Brynjólfssonar, og konu hans, Guð- rúnar Ögmundsdóttur, systur Sæ- Sigurður Einarsson. mundar, foður Tómasar Fjölnis- manns. Guðrún var dóttir Ögmund- ar, prests á Krossi, Högnasonar og konu hans, Salvarar Sigurðardótt- ur, systur Jóns, afa Jóns forseta. Foreldrar Sigrúnar voru Þórður Jóhannsson, sjómaöurí Reykjavík, og seinni kona hans, Jóhanna Sig- ríður Eiríksdóttir. Móðir Þórðar var Guðbjörg, systir Eiríks, fóður Jó- hönnu Sigríðar. Eiríkur og Guð- björg voru böm Filippusar, b. á Bjólu í Holtum, Þorsteinssonar, b. í Kumla, Vigfússonar, lögréttumanns á Leiðólfsstöðum, Nikulássonar, b. á Suður-Reykjum í Mosfellssveit, Jónssonar. Móðir Fihppussar var Styrgerður Jónsdóttir, b. í Brekkum í Holtum, Filippussonar, prests í Kálfholti, Gunnarssonar. Móðir Eiríks var Sigríður Jónsdóttir. Siguröur verður í Þórsmörk um helgina. Hólmfríður Sigurðardóttir Hólmfríður Sigurðardóttir, síma- vörður á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Hafnarstræti 45, Akur- eyri, er fimmtug í dag. Hólmfríður fæddist á Akureyri og ólst upp á Fosshóh í Bárðardal. Hún hefur starfað hjá Landssímanum, bæði í Reykjavík og á Akureyri, auk þess sem hún hefur starfað á Sjúkrahúsinu á Húsavík og á Kleppsspítalanum í Reykjavík. Maður Hólmfríöar er Sigurður Þórarinsson, gæslumaður á geð- deild Fjóröungssjúkrahúss Akur- eyrtu-, f. 16.1.1944, sonur Þórarins Sigurðssonar og Laufeyjar Bjarna- dóttur en þau era bæði látin. Sigurð- ur er einnig píanóleikari en hann lék um skeið með danshljómsveit- inni Lúdó sextett og Stefán. Böm Hólmfríðar og Sigurðar era Svava Sigurðardóttir, f. 21.8.1971, og Sif Sigurðardóttir, f. 29.6.1973. Böm Hólmfríöar frá því fyrir hjóna- band era Guðbjörg Birgisdóttir, f. 22.7.1958, og Sigurður Lúther Gests- son, f. 17.1.1970. Systkini Hólmfríðar, sammæðra, eru Jóhannes P. Leósson, sem er látinn; Benedikt Leósson, kvæntur Ástu Alfreðsdóttur á Akureyri; Hreiöar Leósson, kvæntur Jónínu Aðalsteinsdóttur á Dalvík; Ólafur Leósson, í sambýli með Elsu Ey- þórsdóttur í Hvergerði; Sólrún Leósdóttir, ekkja í Keflavík; Leó Viðar Leósson, í sambýh með Ragn- heiði Jónsdóttur í Hveragerði; Fríð- ur Leósdóttir, gift Júlíusi Fossberg á Akureyri, og Kristján Leósson á Akranesi. Foreldrar Hólmfríðar: Sigurður Lúther Vigfússon, b. og veitinga- maður á Fosshóli, f. 30.9.1901, d. 13.11.1959,ogGyða Jóhannesdóttir, f. 14.8.1914. Stjúpfaðir Hólmfríðar er Leó Guð- mundsson, f. 24.11.1910. Hólmfríður verður ekki heima á afmæhsdaginn. Hólmfriður Sigurðardóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.