Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989. Útlönd Endurskoða afstöðu til hvalveiða Norskum yflrvöldum hefur tekist að fá Bushstjómina til aö endur- skoða afstöðu sína til hvalveiða Norömanna. Samtúnis mun norska stjómin hefja upplýsingaherferð meðal annarra gagnrýninna aðild- arríkja Alþjóða hvalveiðiráðsins. Utanríkisráöherra Noregs, Thor- vald Stoltenberg, tiikynnti frétta- mönnum þetta í gærkvöldi eftir skyndifund með viöskiptaráðherra Bandaríkjanna, Robert Mosbacher. Fyrr í vikunni hafði Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Nor- egs, útskýrt fyrir Bush Bandaríkja- forseta afstöðu Norðmanna í hval- veiðimálum. Ritiau Thorvald Stoltenberg, utanrikis- ráðherra Noregs. Leit er nú hafln að brennuvargi þeim sem kveikti í líni í dönsku far- þegaferjunni Tor Scandinavia aöíaranótt mánudagsins. Tveir farþegar, sænsk hjón, létu iifið í eldsvoðanum og tugir manna voru fluttir á sjúkra- hús vegna reykeitrunar. Mestur hluti farþeganna, sem voru 540, hélt áfram til Englands með annarri ferju en aörir hættu viö Englandsfór sína og héldu heim. Lögregl- unni var ekki kunnugt um að um íkveikju heföi veriö aö ræða þegar far- þegamir tvístruðust en nöfn þeirra alira eru skráð. Yfirheyrslur yflr skipveijum heflast fljótlega. Sænskur sérfræðingur segist ekki vera jafhviss og danska rannsóknar- lögreglan að um íkveikju hafi verið að ræða. Segir hann hitaleiðslur hafa getað ofhitnað, dæmi séu fýrir að slíkt hafl valdiö bruna. Reyndar tók sérfræðlngurinn fram að íkveikjum um borð i farþegaferjum færi fjölg- andi. Ritzau ogTT Fridarsamningur undirritadur Skæruliöar i Kólumbíu hafa komíst aö triðarsamkomulagi við yfirvöld. Simamynd Reuler M-19 skæfuliðahreyfingin 1 Kólumbíu undirritaði friöarsamkomulag við yfirvöld í gær þar sem kveöiö var á um að skæruliðar legðu niður vopn á næsta ári. M-19 hreyfingin, sem er þekktasta skæruiiðahreyfing landsins, vakti á sér alþjóöaathygli er meðlimir hennar tóku opinbera byggingu í Bogota á sitt vald. í átökunum viö skæruliöa féilu hundraö manns. Þá voru skæruliöar sakaðir um samvinnu viö eiturlyfjahringina sem nú heyja stríð við yfirvöld. Reuter Krefjast ekki toHabandalags Sendimenn EFTA, Frfverslunar- samtaka Evrópu, í Brussel greindu fVá því í gær að EFTA-löndin sex hefðu ekki krafist tollabandalags við Evrópubandalagið, EB, í nýaf- stöðnum viðræðum um aðgang innra markaði bandalagsins. Sögðu þeir að aöaláherslan lögð á aö gera viðskiptin milli EFTA og EB frjálsari. Reyndar væri tollabandalag ein leiðin að þvi markmiði. Jacques Delors, framkvæmda- stjóri EB, vísaöi því á bug I Evrópu- ráöinu í gær að bandalagiö hygðist Ihuga alvarlega fjölgun aðildar- landanna áður en innri markaöur þess er orðinn að veruleika 1993 Eftir þaö kemur fjölgun til greina, sagði Delors. Hann gat þess þó að ef aðildarrikin yröu 16 til 17 gæti o'röið um erfiðleika að ræöa, Það myndi hafa í för með sér aö stofii- anir bandalagsins yrðu að fá meiri VÖld. Ritzau Jacques Delors, (ramkvæmda- stjóri Evrópubandalagslns. Simamynd Reuter Paul McCartney í Noregi Paul McCartney hóf hfjómleika- ferö sína um heiminn í Drammen í Noregi í gær og þóttu þeir takast með ágætum. Norðmenn taka ofan fyrir honum og segja að McCartney sé og verði stór stjama. Þóttu tónieikarnir vera ekta bítlatónleikar og voru fjórtán lag- anna fiá þeim tíma er Paul lék með John, George og Ringo. Hin lögin þrettán voru frá ýmsum tímum á ferliMcCartneys. ntb Fyrrum bitltlinn Paul McCartney hóf helmsreisu sina i Noregi í gær. Simamynd Rauter Stjórnarmyndun er nú lokið í Póllandi en enn eru erfiðleikatímar framundan. Teikning Lurie Pólsk stjómvöld: Vilja eins millj- arðs dollara lán Pólski fjármálaráðherrann hefur hvatt vestrænar ríkisstjómir til að leggja fram eins milljarðs dollara lán, nokkurs konar „stööugleikalán", til að styðja stífar efnahagsaðgerðir rík- isstjórnarinnar og styrkja gjaldeyr- isforða landsins. Vestrænir embættismenn sögðu í gær að ráðherrann, Lezsek Baic- erowicz, heföi átt viðræður við vest- ræna fjármálaráðherra þar sem hann heföi kynnt áætlun um hvernig ríkisstjóm sín hygðist umbreyta hriktandi efnahag Póllands í frjáls- ara markaðskerfi eins og tíðkast á Vesturlöndum. Hagfræðingar ríkisstjórnar Pól- lands hafa lagt fram nákvæma áætl- un þar sem barist er á þrennum víg- stöðvum; gegn verðbólgu, til að tryggja erlendar lánveitingar og heíja umbætur í efnahagsmálum. Ríkisstjórn sú sem nú situr að völd- um í Póllandi er sú fyrsta í rúm fjöru- tíu ár þar í landi sem ekki lýtur stjóm kommúnista. Þess í stað er hún und- ir forsæti Samstöðu, hinna óháðu verkalýðssamtaka sem gjörsigruðu kommúnistaflokkinn í þingkosning- um fyrr í sumar. Velgengni áætlunar hagfræðinga pólsku stjórnarinnar byggist að sumu leyti á stuðningi vestrænna þjóða. Ríkisstjórnir Vesturlanda hafa heitið stuðningi við „þær sögu- legu breytingar“ sem nú eiga sér stað í austantjaldsríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Sú lánveiting sem fjármálaráðherrann fór fram á í gær er hluti af mun stærri lánaósk, þar á meðal stuðningi Vesturlanda til að endurgreiða tæplega íjörutíu millj- arða dollara erlenda skuld. Pólska stjórnin hefur gefið í skyn að hún muni fara fram á við vestræna banka og lánastofnanir, sem lánað hafa Pólverjum um þriðjung skuldar þeirra við útlönd, að fjármagna allar vaxtagreiðslur lánanna á næstu tveimurárum. Reuter Stokkhólmur fundarstaður ísraela og Palestínumanna? Stokkhólmur gæti orðið fundarstað- ur ísraelsstjómar og palestínskrar sendinefndar, að því er Sten Anders- son, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Sagði ráð- herrann að viðræður milli ísraela og Palestínumanna myndu að öllum líkindum eiga sér stað í haust. Hann viidi þó ekki tala um hvemig þátt- töku Frelsissamtaka Palestínu- manna, PLO, yrði háttað. Fyrir viku hitti Andersson utanríkisráðherra ísraels, Shimon Peres, aö máli í ferð sinni um Mið-Austurlönd. Andersson nefndi einnig New York qg Kaíró sem mögulega fundarstaði ísraela og Palestínumanna. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, hafnaði í gær tillögu Egypta um viðræður í Kaíró. Sagði hann það myndu verða uppgjöf. í ávarpi til kaupsýslumanna sagði Shamir aö augljóst væri að PLO myndi velja Sten Andersson, utanríkisráöherra Sviþjóðar, seglr viöræður milli ísra- ela og Palestínumanna líklegar í haust. Reuter og TT fulltrúa Palestínumanna. „Hverjir koma til Kaíró?“ „Auðvitað leiðtogar uppreisnarinnar, þeir munu koma eins og sigurvegarar," sagði forsæt- isráðherrann. Kvað hann enga ástæöu fyrir ísraela að viðurkenna uppreisnarleiðtogana sem sigurveg- ara. Yitzhak Rabin, vamarmálaráð- herra ísraels, komst að samkomulagi við Mubarak Egyptalandsforseta í síðustu viku um að egypsk yfirvöld útnefndu fulltrúa Palestínumanna til viðræöna í samráði við ísrael og ónefnda arabíska aðila. Þykir aug- ljóst að átt haíi verið við PLO. Boö þetta hleypti af stað deilum innan ísraelsku stjórnarinnar. Likudflokkur Shamirs hafnar þátt- töku Palestínumanna utan herteknu svæðanna en Rabin og nokkrir félag- ar hans úr Verkamannaflokkniun segja að nokkrir utan hemámssvæð- anna geti tekið þátt sem ráðgjafar. Andersson verðlaunaður Utanríkisráðherra Svíþjóöar, Sten Andersson, tekur á móti viðurkenn- ingu á föstudag sem alþjóðlegur stjómarerindreki ársins 1988. At- höfnin fer fram í Washington þar sem friðarsamtökin Pax World Fo- undation afhenda honum verðlaun- in. Er það vegna viðleitni Anderssons til að koma á viðræðum milli Frels- issamtaka Palestínumanna og Bandaríkjastjórnar sem honum hlotnast heiöurinn. Sendiherra Svía hjá Sameinuðu þjóðunum, Jan Eliasson, á einnig í vændum verðlaun. Þau fær hann frá tímaritinu Diplomatic World Bullet- in sem fjallar um málefni Sameinuðu þjóðanna. Hefur Eliasson verið til- nefndur Stjórnarerindreki ársins 1989 vegna starfa sinna fyrir Svíþjóð, norræna hópinn og fyrir umheim- inn, sérstaklega vegna starfsins sem sérlegur sendimaður framkvæmda- stjóra SÞ í íran-írak deilunni. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.