Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989. 13 áskilur sér rétt til aðstytta bréf og símtöl sem birtast á lesendasíðupi blaðsins. * Verð miðað við staðgreiöslu. Lesendur Styðjum iðnaðarráðherra Þorsteinn Þorsteinsson skrifar: Sl. laugardagskvöld var viðtal í „Hringsjá“ Sjónvarpsins við iðnað- arráðherra, Jón Sigurösson, Tveir fréttamenn spurðu hann um hina ýmsu þætti sem varða stóriðju hér á landi og einnig um framhald á samningum um stækkun álvers- ins. - Þetta var einkar fróðlegt við- tal og skýrði vel hvað viö íslending- ar erum háðir því aö framhald verði á stóriðju hér í einhverri mynd til að styrkja afkomumögu- leika þjóðarinnar. I þessum þætti var einnig sýnt frá fundi í Alþýðubandalaginu, þar sem þeir forsætisráðherra og menntamálaráöherra lýstu sig andsnúna því sem iðnaöarráðherra hefur verið að ræöa á fundum sín- um á landsbyggðinni, m.a. um frek- ari framkvæmd stóriðju og stað- setningu hennar á landinu. - Ég gat ekki betur séö og heyrt á máflutn- ingi ráðherranna Steingríms og Svavars en að þeir htu hugmyndir iönaðarráðherra sem einhvers konar skemmdarstarfsemi. Jón Sigurðsson - „Þarf því nú að fá stuðning allra þjóðholira íslend- inga...“ Það má þó öllum vera Jjóst að iönaöarráðherra ræðir nú eitt mik- ilvægasta mál okkar íslendinga og sem þarf aö leysa mjög fljótlega. Verði niöurstaðan sú aö einstaka ráðherrar geti komið í veg fyrir stóriðju og stækkun álversins í Straumsvík er ekkert um annaö aö ræöa en atvinnuleysi og síöan land- flótta vinnufærra manna. Þaö má raunar líta á það sem uppgjöf af hendi okkar íslendinga að ætla að láta einangrunarpostula eins og suma frammáraenn Al- þýðubandalagsins kúga lands- menn til fylgis við einhæft atvinnu- lif og að útiloka allt frekara sam- starf við erlendar þjóðir um aö nýta þá orku sem hér finnst og ein- ungis er hægt að nota viö fram- leiðslu sem viö ráðum ekki sjálfir viö að koma af stað. Iðnaðarráöherra þarf því nú aö fá stuöning allra þjóðhollra íslend- inga til að vinna áfram að því aö fá erlent fjármagn til uppbyggingar í atvinnulífi okkar. Ástandið er aö verða svo alvarlegt hér að án er- lends fjármagns verður aðeins stöðrnm og þá er of seint aö taka upp þráðinn. SONGUR Viljum gjarnan taka á móti fáeinum ungum og mús- íkölskum mönnum sem áhuga hafa á að æfa söng. Kór Neskirkju Sími organista 25891 Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtalínni eign: Laufskálar 11, Hellu, þingl. eign Guðmundar Vignis Sigurbjarnarsonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. sept. 1989 kl. 16.00. Uppboðs- beiðendur eru Ólafur Garðarsson hrl., Hákon H. Kristjánsson hdl., Gjald- skil sf„ Ásgeir Thoroddsen hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Sýslumaður Rangárvallasýslu EIGNASKATTAR Fundur til stofnunar eignaskattsdeildar Húseigenda- félagsins verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 27. september 1989, kl. 20 í sal sameignar iðnaðar- manna að Skipholti 70, 2. hæð. Dagskrá: 1. Stofnun eignaskattsdeildar. 2. Almennar umræður. Áhugafólk um lækkun eignaskatta er hvatt til að mæta. Athugið breyttan fundartíma. Stjórnin Dómsmálaráðherrar og löggæslan Borgari skrifar: Mér blöskraði þegar fyrrverandi dómsmálaráðherra sat fyrir svörum í sjónvarpssal fyrir nokkru og rætt var viö hann um tíðar líkamsárásir í Reykjavík. Mér fannst eins og þetta kæmi honum ekki við. Þannig verk- aði málflutningur hans á mig. - Þaö er hka hlægilegt að bera saman störf tveggja lögreglumanna, sem reyna að hafa hemil á mannfjölda í miöborg Reykjavíkur, og eins löggæslumanns í smábæ úti á landsbyggðinni. Vandamálin þarna eru mjög ólík. Þaö er líka hiö mesta rugl og vit- leysa að allt lagist með forvarnar. starfi og fræöslu. Það er aöeins með verulegri fjölgun löggæslumanna í Reykjavík og á landsbyggðinni sem málið leysist. Þótt það kosti fé kostar það líka fé þegar fólk er lengi frá vinnu vegna slysa og líkamsárása. Lögreglan í Reykjavík er svo fáhð- uð orðin að hún getur ekki sinnt al- mennri löggæslu, hvaö þá umferðar- stjórn. Þegar nýr lögreglustjóri var skipaður af fyrrverandi ráðherra voru löggæslumenn látnir hætta al- mennri löggæslu á götum Reykjavík- ur. Við það fylltist allt af rónum í miðborginni. Eg held að þær þúsund- ir erlendra ferðamanna, sem gistu Reykjavík sl. sumar, hljóti að segja frá þessum ógæfumönnum sem fylltu alla bekki í höfuöborginni. - Það er ekki góð auglýsing. Ég man þá tíð þegar röggsamir lög- regluþjónar stjórnuöu umferö í miö- bænum og viö Laugaveginn. Fólk gat leitað til lögreglunnar með ýmis mál, jafnt íslendingar sem útlending- ar. - Nú er mikil þörf á þessu. Að sjá róna vaöa uppi meö betl og frekju við innlenda sem erlenda er daglegur viöburður, svo hörmulegt sem þaö er. Ég tek það skýrt fram að lögreglu- menn og -konur vinna sitt starf af dugnaði og alúð. Þaö er því sannar- lega ekki við þau að sakast. Ég skora á nýjan dómsmálaráð- herra að taka til óspilltra málanna, t.d. með því að fjölga lögreglumönn- um í Reykjavík og úti á landi, því meö lögum skal land byggja. Það ætti þó enn aö vera í fullu gildi. Sú var tíðin að lögreglan vann sérstaklega vlð umferðarstjórn - segir m.a. í bréfinu. flf utboð Fjarskiptastöð í Gufunesi Uppsteypa Póst- og símamálastofnunin (í Reykjavík) óskar eftir tilboðum í að steypa upp og gera fokhelda stækkun fjarskiptastöðvar í Gufunesi. Heildargólfflötur nýbggingarinnar er um 370 m2 og rúmmál um 1800 m3. Jarðvinnu í húsgrunni er lokið og hefur verið fyllt upp undir undirstöður. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar hf., Borgartúni 20, Reykjavík, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 18. október 1989 kl. 11.00. VERKFRÆÐISTOFA STEFÁNS 'ÓLAFSSONAR HF. F.R.V. BORGARTÚNI 20 ÍOS REYKJAVlK SlMI 29940 9 29941 Nú eru þeir kaldir hjá Rönning í Kringlunni Kæliskápar, frystiskápar og frystikistur á mjög góðu verði! Nú á haustdögum seljum við kæliskápa frá 21.000 kr.\ frystiskápa frá 26.950 kr., sam- byggða kæli- og frystiskápa frá 37.500 kr. og frystikistur frá 39.406 kr.* Mikið úrval - margar stærðir og gerðir frá 0SBY, SN0WCAP og GRAM. Nýtið ykkur einstakt tækifæri. Jtf RÖNNING KRINGLUNNI 8-12/103 REYKJAVÍK/SÍMI (91)685868

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.