Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Side 24
40
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989.
Smáauglýsingar - Sími 27022
Fréttir
■ Bflar til sölu
'86 árg. GMC Ciera Classic 4x4 6,2 I
dísil p/u með öllu, mjög vandað fíber-
hús og plastklædd skúffa, verð
1.470.000. Uppl. í síma 92-46641.
’83 árg. Ford F-250 p/u 4x4 6,9 I dísil.
4 gíra, beinskiptur, verð 1.080.000.
Uppl. í síma 92-46641.
■ Ymislegt
’79 árg. Ford Econoline E-350 4x4, V-8,
460 cu, sjálfskiptur, óinnréttaður, verð
880.000. Uppl. í síma 92-46641.
Pontiac LeMans, árg. 70 til sölu, 400
cc vél, 350 hö., turbo 400 sjálfskipting.
Góður, fallegur og kraftmikill bíll.
Uppl. í síma 96-27243 e.kl. 19.
Sandspyrna á nýju svæði í landi
Hrauns í Ölfusi verður haldin sunnu-
daginn 1. okt. og hefst kl. 14. Keppend-
ur verða að mæta fyrir kl. 12. Keppt
verður í öllum flokkum sem fá næga
þátttöku, þ.m.t. fólksbílar á venjuleg-
um hjólbörðum. Þetta er sama land
og keppt var á í gamla daga (1980) og
er að allra áliti frábært til nýrra meta.
Keppendur skrái sig í síma 652743
fimmtudagskvöldið 28. sept. á milli kl.
20 og 23. Kvartmíluklúbburinn.
Hárgreiösiustofan
^jpena
I.cirubakka 36 S 72053
Allar nýjustu tiskulínur í permanenti og
strípum. Gerið verðsamanburð. Opið
laugardaga 10-14, virka daga 9-18.
sCm^ðsstofan
SkóíaiK)rðnstíg3 Sími26641
September-tilboð. Viltu verða brún(n)?
Frábærir bekkir, góðar perur.
1. 34 spegla perur.
2. 2 andlitsljós.
3. Andlitsblástur.
4. Tónlist í öllum bekkjum.
5. Góðar sturtur.
6. Góð þjónusta.
Verð: 10 tímar á kr. 2.300, 20 tímar á
kr. 3.950. Við erum ódýrir, ekki satt?
Pantið tíma í síma 26641.
■ Þjónusta
Tökum að okkur alla almenna gröfu-
vinnu, allan sólarhringinn. Uppl. í
síma 75576 og hs. 985-31030.
Veggtennis. Opið alla virka daga frá
kl. 9-23, laugardag og sunnudag frá
kl. 10-17. Pantaðu strax.
Veggsport hf., Seljavegi 2,
sími 91-19011.
Úti á vegum
verða flest slys
+ í lausamöl \ÆFr
bevgium Æm
& við ræsi
og brýr
♦ við blindhæðir
YFIRLEITT VEGNA 0F MIKILS HRAÐA!
Stillum hraða í hóf
og HUGSUM FRAM méumferðar
AVEGINN! Wráð
Breski ísfiskmarkaðurinn:
Verðið fór upp úr
öllu valdi í gær
- dæmi var
„Ég man aldrei eftir öðru eins og
verið hefur hér á mörkuðunum í
þessari viku. Síðasta vika þótti slá
öll met en þessi gerir enn betur. Það
var verið að selja úr gámum frá ís-
landi á mánudaginn og meðalverðið
var 160 krónur fyrir kílóið úr öðrum
en 156 krónur úr hinum. Þá var Stak-
fellið að selja hér og var verðið frá
130 krónum og upp í 160 krónur fyrir
kílóið. Hér er um að ræða þorsk, ýsu
og kola,“ sagði Þórarinn Guðbergs-
son, umboðsmaöur í Grimsby, í sam-
tali við DV í gær.
um 200 krónur fyrir
Þórarinn sagði að dæmi væri um
að verð á ýsu hefði farið upp í 200
krónur kílóið í gær, þriðjudag. Þar
hefði að vísu verið um nokkra kassa
að ræða en þetta segði sína sögu um
það geipiháa verð sem nú fengist fyr-
ir fisk á Bretlandsmarkaði.
í þessari viku verða seldar um eitt
þúsund lestir af fiski frá islandi,
bæði úr gámum og skipum.
En hver er ástæðan fýrir þessu háa
verði nú?
„Segja má að allt fari saman, fisk-
seljendum í hag. Framboð af fiski er
kílóið af ýsu
lítið, það er loks farið að kólna í veðri
eftir samfellda hitatíð alveg síðan í
maí, fólk er almennt komið úr sum-
arfríi og skólar eru að byrja. Og svo
er það gömul saga og ný að fisk-
neysla í Bretlandi stóreykst á haust-
in og vetuma. Þegar allt þetta kemur
saman veldur þaö þessari verð-
sprengingu," sagði Þórarinn Guð-
bergsson.
Við þetta er svo því að bæta, hvað
varðar fisk frá íslandi, að sterlings-
pundið stendur í um eitt hundrað
krónumumþessarmundir. S.dór
MMenrand í
nokkrar
klukkustund-
ir á íslandi
Stjómmálalegur fulltrúi Fran-
cois Mitterrand Frakklandsfor-
seta leitaöi í gær til forsætisráöu-
neytisins og falaðist eftir fundi
viö forsætisráöherra íslands og
utanríkisráðherra um málefni
EFTA og EB. Sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra
aö sjálfsagt hefði verið að verða
viö því og verður fundurinn
þriðjudaginn 17. október.
Á sama tíma verður Vigdfs
Finnbogadóttir, forseti íslands, í
opinberri heimsókn i Sviss en
ljóst er aö utanrflosráöherra, Jón
Baldvin Hannibalsson, getur ekki
verið þar með henni eins og fyrir-
hugað var.
Frakklandsforseti hefur hér
aöeins nokkurra tíma viðdvöl og
fer utan aftur samdægurs.
-SMJ
Flotbryggja og bátahöfn vígö í Kópavogi:
Framkvæmdir fyrir
33 milljónir
Ný flotbryggja og bátahöfn hefur
verið tekin í notkun í Kópavogi. Þetta
er Kársneshöfn og er hún vestast á
Kársnesi. Þessi staður hefur verið
nýttur að nokkra leyti um árabil en
nú aö undanfornu hafa þar orðið
stórfelldar umbætur í hafnarmálum
fyrir minni fiskibáta.
Hafnargerð Kópavogs hófst á þess-
um stað áriö 1952 að frumkvæði
Finnboga Rúts Valdimarssonar heit-
ins. Var á næstu áram þar á eftir
byggður lítil bryggjusporður sem
nýtist bæði fyrir fiskiskip og farskip.
Af frekari framkvæmdum varð ekki
fyrr en um 1982 en þá var farið að
veita fé til hafnarinnar úr bæjarsjóði
og hafa verið veittar 33 milljónir í
hafnargerðina. Hefur síðan orðið
stórbreyting á öllum brag við höfn-
ina.
Verður unnið að frekari stækkun
hafnarinnar fram til 1992 en í ár var
lokiö við gerð mikils gijótgarðs og
fullkominnar flotbryggju fyrir um 40
Ólafur Önundarson klippir hér á
borðan og vígir hina nýju höfn. Ólaf-
ur hefur róið frá Kársnesi síðan
1946.
litla báta. Eftir þrjú ár er gert ráð
fyrir að þarna geti verið 110 bátar.
-SMJ
Merming___________________dv
Með tónkvísl að vopni
Tónlist síöustu tveggja alda hef-
ur stórskaðað eyra alls þorra
manna. Mettuð af þessari tónlist
vita eyran ekki hvaðan á þau
stendur veðrið þegar um þau flæð-
ir tónsköpun frá því fyrir eða eftir
þessar tvær aldir.
Margt er reyndar skylt með svo-
kallaðri eldri tónlist og nýrri tón-
list. í báðum ríkir gjaman gleðih
að vinna með efnivið á sértækan,
eða abstrakt hátt. Það er að segja
að vinna með efni óháð því hvort
sú vinna heyrist beinlínis. Besta
dæmið um þetta er krabbagangur,
eða laglína sungin aftur á bak. Þeg-
ar lína heyrist aftur á bak er naum-
ast nokkur leið að þekkja hana sem
þá sömu, þó er algengt að þannig
sé farið með laglínur í 16. aldar
tónlist. Þetta er gert vegna þess að
aðgerðin hefur byggingarlegar af-
leiðingar, þ.e. hún heimilar tón-
skáldinu að leiöa nýjar niöurstöður
af laginu, hún hefur vitsmunalegt
gildi, ákveöin einsleitni heyrist eft-
ir sem áður milli laglína og auk
þess gefur þetta verkinu dulið sam-
hengi.
Annars konar skyldleika má
nefna milli tónlistar fyrir hefð og
Tónlist
Atli Ingólfsson
eftir, svo sem það að í finustu gerð
af kontrapunkti forðuðust menn
eitthvað svo alþýðlegt sem stefia-
smíði. Minnisstæðar laghendingar
þekkjast varla í hinni þróuðu
kirkjutónlist. Það er ekki síst af
þessum sökum sem menn okkar
daga eiga í brösum með að melta
þessa tónlist. Hún flæðir áfram og
maður virðist hvergi ná góðu tang-
arhaldi á henni. . . efhannhlustar
eins og hann hlustar á Mozart.
í síöasta verki efnisskrárinnar í
Kristskirkju í gær, Miserere eftir
Allegri, heyrðum við að vísu hrein-
ar formlegar endurtekningar enda
verkið samið er fiölröddun í Pa-
lestrínastíl var að úreldast. Verkið
var vel sungið en ef til vill var dálít-
illar þreytu farið að gæta þar. Bæði
af þeim sökum og vegna þess aö
það er óheilt í sjálfu sér var flutn-
ingurinn ekki jafnheilsteyptur og í
frysta verkinu, Missa Papae Marc-
elli, eftir Palestrina. Flutningurinn
á Palestrina var sannarlega glæsi-
leg byijun á fyrstu tónleikum þessa
nýja sönghóps hér í bæ.
Hugsanlega fær nafn Lassusar
nokkra upphefð á næstu áram því
sumir tala um hann sem besta tákn
sameinaðrar Evrópu í tónlistinni
enda kom hann víða við. Hið
kynngimagnaða Stabat Mater hans
hljómaði fallega þótt ef til vill byði
verkiö upp á meiri átök en við
heyrðum. Það er í slíkum verkum
sem sönghópurinn þarf vandlega
að samhæfa blæ og túlkun og á
hann hugsanlega eftir að slípast
saman að þessu leyti.
Hópinn skipa góðir tónlistar-
menn og er alltaf unun aö heyra
söng sem stemmir svo vel. Enginn
vafi er að með Þeim vopnaða,
L’homme armé, glæðist vonin um
að við forum nú öðra hverju að
heyra snilldarverk 15. og 16. aldar
í besta ákjósanlegum búningi.
Krlstskirkja, þrlðjudaglnn 26. septemb-
er kl. 21.00.
Ensemble L’homme armé söng verk
eftlr Palestrlna, Lassus og Allegrl.
Atli Ingólfsson