Alþýðublaðið - 09.07.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.07.1921, Blaðsíða 4
4 A LÞ|YÐUBLAÐIÐ í heildsölu og smásölu E.s. Sterling fer héðan nálægt 23. jiili til Leith og tekur bæði farþega og vörur þangað. — Skipið er væntanlegt hingað aftur um 6. ágúst og fer héðan aftur 12. ágást strandferð austur og norður um land. sr blað jafnaðarmanna, gefinn út á Akureyri. Kemur út vikuiega í nokkru stærra broti en „Vfsir". Ritstjóri er Halldór Frlðjónssoo. Yerkamaðurina er , bezt ritaður aiira norðlenzkra blaða, og er ágætt fréttablað. Allir Norölendingar, vfðsvegar um landið, kaupa hann. Verkamenn kaupið ykkar blöði Qerist áskrifendur frá nýjári á ýjfgreilsta jjHþýlnbl. AlþbL kostar I kr. á mánuðl. Kaupfélagið í Gamla bankanum. Slmi 102 6. Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: ólafur Friðriksson. Frentsmiðjan Gutenberr. Jtuk LcrtdoM', Æflntýri. Það fór hrollur um Sheldon, er honum flaug í hug, hvernig fara mundi um hinn yndislega líkama hennar, ef hákarl réðist á hana, og hann sagði hægt: „Eg vildi nú samt helst að þú létir það vera. Þú verður að viðurkenna, að það er hættulegt". 1 „Já, en einmitt þess vegna er varið 1 það“. Hann var rétt að því kominn að fleipra því út úr sér að hann vildi helst ekki missa hana, en hann áttaði sig. Hann hafði rekið sig á það, að hann mátti ekki mæla á móti henni. Það mundi til ills eins að láta bera hið minsta á ást hans á henni. „Sumum þykir gaman að skáldskap, öðrum að blá- köldura vetuleikanum og enn öðrum að hákarlskrokk- um,“ sagði hann ertinn. „En eg vildi samt, að eg gæti synt eins og þú. Það mundi kannske veita mér sama sjálfstraustið og þú hefir." „Á eg að segja þér nokkuð? Eg held það væri ágætt að giftast manni líkum þeim, sem þú ert að verða," sagði hún alt 1 einu; þetta var einn af útúrdúrunum, sem gerði hann svo oft undrandi. „Eg held áreiðanlega, að hægt væri að gera þig að ágætum eiginmanni — ekki einum þeirra, sem ætíð er skipandi, heldur manni, sem skilur að konan hans er sjálfstæð vera eins og hann sjálfur og hefir líka leyfi til framkvæmda á eigin spýtur. Eg fullvissa þig um, að mér finst þú vera að bæta þig.“ Hún hló og reið á brott, en hann stóð eftir daufur í bragði. Hefði houum getað dottið í hug, að bak við orð hennar lægi hinn minsti snefill af bligðunarsemi, ofurlítið af kvenlegum vandræðum, kvenleg tilraun til ástleitni og hvöt til hans, mundi hann hafa orðið glað- ari 1 bragði. En hann vissi fyrir víst, að það var dreng- urinn — ekki konan — sem kveðið hafði svo djarft að orði. Jóhanna reið eftir trjágöngunum, sem kokospálmarnir mynduðu; hún rakti um skeið spor villisvíns og snéri svo heimleiðis skemstu Ieið eftir stíg, sem lá yfir 20 ekr- ur af óræktuðu landi, er var vaxið reir. Grasið náði henni í mitti eða meira, og henni datt í hug að Go- goomy var einn af þeim, sem áttu að slá grasið. Hún kom þangað sem þeir höfðu verið að vinnu, en sá þá ekki. Hófatak hestsins heyrðist ekki á mjúkum jarðveg- inum, og þegar hún kom lengra heyrði hún svertingj- ana tala inn í grasinu. Hún stöðvaði hestinn og hlust- aði; og hún greip fastara um tamana. „Hundurinn, sem hann hefir inni í húsinu, er úti á næturnar," mælti Gogoomý á hinni hræðilegu Suður- hafsensku sinni, sem hann notaði, vegna þess að hann talaði ekki við menn af sömu ættkvísl og hann var sjálfur. „Þið veiðið grís, setjið kjöt í beitu á stóra öng- ulinn. Hundurinn étur það, þið veiðið hundinn eins og hákarl. Þið drepið hundinn. Hinn mikli hvíti maður sefur í stóra húsinu. Hvíta konan sefur í litla húsinu. Piltur, Adamu, sefur fyrir utan litla húsið. Þið drepið hundinn, drepið Adamu, drepið hvíta manninn, drepið hvítu konuna, drepið þau öll. Gnægð af byssum, gnægð púðurs, gnægð af öxum, gnægð hnífa, gnægð skjald- bökutanna, gnægð tóbaks — gnægð af öllu. Við látum það út í hvalabátinn. róum eins og fjandinn; sólin kem- ur upp, við langt í burtu.“ „Eg veiði grisinn, þegar sólin gengur undir," sagði mjóróma rödd, sem Jóhanna þekti að tilheyrði Gosse, manni af sömu ættkvísl og Gogoomy. „Eg veiði hundinn," ságði annar. „Og eg veiði hvitu konuna," hrópaði Gogoomy ákaf- ur. „Og eg veiði Kwaque, hann skal eg drepa í snatri." Jóhanna hlustaði ekki á meira af samsærinu. Reiðin yfirbugaði hana. Hún keyrði hestinn sporum og lét hann stökkva inn í grasið. Hún hrópaði: „Hvað er að ykkur piltar? Hvað gengur á?“ Þeim skaut upp alt í kringum hana, og sér til mikili- ar undrunar sá hún nú, að þeir voru tíu eða tólf. Þeg- ar hún sá hin reiðilegu andlit þeirra og alinnarlanga, þunga hnífa, sem þeir notuðu til að slá reirinn með, varð henni Ijóst, að hún hafði verið óvarkár. Hefði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.