Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1989, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1989, Blaðsíða 1
Unnið að uppsetningu mynda á sýningu 27 grafíklistamanna í Norræna húsinu. Norræna húsið: íslensk grafík í tuttugu ár Tuttugu ár eru liöin frá því félagiö íslensk grafík var endurreist. í tilefni af áfanga þessum verður haldin af- mælissýning í Norræna húsinu. Á sýningunni ggfur aö líta verk eftir 27 félagsmenn. í tilefni afmælisársins hefur félagiö einnig staðið fyrir út- gáfu sýningarskrár þar sem upplýs- ingar er aö finna um hvem hinna fjörutíu og sex meölima félagsins. Auk þess hefur sjötta grafíkmappa félagsins veriö gefin út. Bæöi sýning- arskrá og grafíkmappa veröa til sýn- is á samsýningu félagsins í Norræna húsinu. Þaö hefur verið fastur liður í starfi félagsins íslensk grafík að halda samsýningar annaö til þriðja hvert ár þar sem gefur að líta þaö mark- verðasta af grafíklist félagsmanna hverju sinni. Ennfremur hefur félag- ið staðiö fyrir útgáfu á grafíkmöppu þau ár sem sýningin hefur ekki verið haldin. Að þessu sinni kemur mapp- an út á sama tíma og samsýningin þar sem kynnt eru sex verk eftir jafn- marga listamenn. Sýningarskráin, sem nú hefur ver- iö gefin út, er nokkuð frábrugðin fyrri skrám þar sem um sjálfstætt upplýsingarit er að ræða, ótengt samsýningu félagsins í Norræna húsinu. Þannig hefur félagið kynnt verk félagsmanna með ýmsu móti undanfarin tuttugu ár, þó sérstak- lega í formi sýninga sem einkum hafa verið haldnar á Norðurlöndum en einnig í Bandaríkjunum og á meg- inlandi Evrópu. Ennfremur hefur félagiö staðið fyr- ir kynningum á erlendri grafíklist á íslandi. Má þar á meðal annars nefna síðustu og viðamestu grafíkviðburð- ina, Graphica Atlantica á Kjarvals- stoðum 1986 og Norræna grafíkþrí- árið í Norræna húsinu 1988. Samsýning félagsins íslensk grafík í tilefni 20 ára afmælisársins verður opin daglega frá 14-19. Sýningunni lýkur 19. nóvember. Stutt mynd um dráp verður sýnd á pólsku kvikmyndavikunni, en hún var einnig sýnd á nýafstaðinni kvikmyndahátíð listahátiðar. Regnboginn: Pólsk kvikmyndavika Á vegum pólska sendiráðsins verð- ur pólsk kvikmyndavika í Regn- boganum dagana 4.-9. nóvember. Kvikmyndavika hefst með sýningu á Móðir King fjölskyldunnar sem er í leikstjórn Janusz Zaorski, laugar- daginn 4. nóvember kl. 14.00. Leik- stjórinn verður viðstaddur frumsýn- inguna. Fimm aðrar kvikmyndir verða sýndar. Ber þar fyrst að telja tvær myndir eftir Krzystof Kieslowski sem byggðar eru á boðorðum. fyrst skal telja verðlaunamyndina Stutt mynd um dráp sem byggð er á fímmta boðorðinu, Þú skalt ekki morð fremja. Sú kvjkmynd var ein aðalmyndin á nýafstaðinm kvik- myndahátíð. Hin myndin er Stutt mynd um ást, sem er nýjasta kvik- mynd Kieslowski. Er sú mynd byggð á sjötta boðorðinu, Þú skalt ekki drýgja hór. Þá verður sýnd New York kl. fjögur eftir miðnætti, leikstjóri Krysztof Krauze, Svanasöngur, leikstjóri Ro- bert Glinski og Málefni karla, leik- stjóriJanKidawa-Blonski. -HK Háskólabíó: Fimm kórar ogein lúðra- sveit Tónlistarsamband alþýðu held- ur þriðju hausttónleika sína i Háskólabíói á morgun, laugar- daginn 4. nóvember, en tónleikar þessir eru haldnir annað hvert ár. Aö þessu sinni koma fram fimm kórar og einlúðrasveit. Kóramir, sem koma fram, eru Álafosskór- inn, Grundartangakórinn, Rar- ik-kórinn, Reykjalundarkórinn og Samkór Trésraíðafélags Reykjavíkur. Lúðrasveitin, sem leikur, er Lúðrasveit verkalýðs- ins. Hver hópur mun flytja 15-20 mínútna efnisskrá en auk þess munu allir hópamir flytja tvö lög sameiginlega. Danssýning í Iðnó í Iðnó verður frumsýnd í kvöld sýningin Pars Pro Toto - Fjögur dansverk, en það mun vera í fyrsta skipti sem sérstök danssýning er sett upp þar. Að Paris Pro Toto standa félagar úr íslenska dansflokknum og fleiri. Verkin fjögur eru eftir fjóra höf- unda sem hafa óhkan bakgmnn. Markmið sýningarinnar er að fanga ólíka strauma nútímadansins í sjálf- stæð verk sem mynda heild. Enda er Pars Pro Toto komiö úr latínu og þýðir hluti fyrir heild. Fyrsta verkið, Orante 89, við tónhst Sofia Gubaiduhna er eftir Sylvia Von Kospoth sem kemur sérstaklega frá Hollandi sem gestur þessarar sýn- ingar. Annað verkið er Laus Festa eftir Ingólf Bjöm Sigurðsson við hljóð- verk Páls Sveins Guðmundssonar, síðan Vera eftir Lám Stefánsdóttur við tónlist John Speight og loks Saga úr Eden eftir Hany Hadaya við tón- hst frá miðöldum eftir Oswald Von Wolkenstein og fleiri. Dansarar eru Auður Bjarnadóttir, Birgitte Heide, Friðrik Thorarensen, Björgvin Friðriksson, Helga Bern- hard, Hany Hadaya, Guðmunda Jó- hannesdóttir, Katrín Þórarinsdóttir, Ingólfur Björn Sigurðsson, Lilja Ingvarsdóttir, Lára Stefánsdóttir, Margrét Gísladóttir og Ólafía Bjarn- leifsdóttir. Einnig koma fram leikar- arnir og hljóðfæraleikaramir Árni Pétur Guðjónsson, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Richard Kom og Óskar Ingólfsson. Sýningar verða tíu talsins og er síðasta sýning áætluð 25. nóvember. Danshöfundarnir fjórir, Ingólfur Björn Sigurðsson, Lára Stefánsdóttir, Hany Hadaya og Sylvia von Kospoth. listasafn ASÍ: Krítarmyndir Veturliða Myndlistarsýning Veturliða Gunnarssonar verður opnuð í Lista- safni ASÍ á morgun, laugardaginn 4. nóvember, kl. 15. Veturhði Gunnarsson er þekktur málari sem sýnir nú fjölbreyttar krít- armyndir sem opna okkur sýn inn í síkvika veröld þorps og strandar. Veturhði hefur gengið langar fjör- ur og rissað niður andartaksstemn- ingar við úfínn sjó. Mottó hans í myndsmíðinni eru orð úr Þorpinu eftir Jón úr Vör, „Enginn slítur þau bönd sem hann er bundinn heima- högum sínum. - Móðir þín fylgir þér á götu er þú leggur af stað út í heim- inn en þorpið fer með þér alla leið.“ Veturhði fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 1926. Hann var við nám í Handíðaskólanum þegar þar kenndu Kurt Zier og Engilberts. Síð- an lá leið hans til Kaupmannahafn- ar. Þar var Veturhði á konunglegum hstaháskóla og einnig Grafíska skól- anum. Þá sótti hann einkatíma hjá Jóni Stefánssyni. Veturliði hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum. Eftir hann eru verk á fjöl- mörgum listasöfnum. Veturliði er einn af stofnendum félagsins íslensk grafík sem stofnað var 1954. Sýning Veturliða verður opin alla virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20. Sýn- ingunni lýkur 19. nóvember. Vetrliði Gunnarsson sýnir kritarmyndir í Listasafni ASÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.