Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1989, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989. 19 Dans- staðir Artún, Vagnhöfða 11 Gömlu dansamir fostudagskvöld kl. 21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3. Hljómsveitin Danssporið leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Casablanca, Skúlagötu 30 Diskótek fóstudags- og laugardags- kyöld. Danshöllin, Brautarholti 22, s. 23333 Hljómsveitir á fjórum hasðum fóstu- dags- og laugardagskvöld. Duus-hús, Fischersundi, sími 14446 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Fjörðurinn, Strandgötu 30, simi 50249 Hljómsveit leikur fyrir dansi á föstu- dags- og laugardagskvöld. Danshúsiö Glæsibær, Álfheimum, sími 686220. Hljómsveit Hilmars Sverrissonar leikur fyrir dansi um helgina. Gömlu dansarnir með Reyni Jónas- syni á sunnudagskvöld. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík Hljómsveitin Gildran leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavik, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardags- kvald. Borgjrkrám^er opin til kl. 24 báoa dagana. Gömlu dansarnir sunnudagskvöld. * Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir föstudags- og laugardags- kvöld. Lifandi tónlist. Opið frá kl. 19-1. Hótel Island, Ármúla 9, simi 687111 Sýningin „Söngleikir og rokkóperur" fóstudags- og laugardagskvöld. Stjómin leikur fyrir dansi. Ásbyrgi „Kvöldið er fagurt", kabai'ettsýning Hauks Morthens ásamt Erlu Þor- steinsdóttur, Jóhönnu Linnet og hljómsveit. Haukur Morthens og hljómsveit leika fyrir dansi Hótel Saga Hin vinsæla skemmtun Ómars Ragn- arssonar, Þjóðarspaug í 30 ár, sýnd á laugardagskvöld. Hljómsveitin Eins- dæmi leikur fyrir dansi. Keisarinn v/Hlemmtorg Diskótek fóstdags- og laugardags- kvöld. Staupasteinn, Smiðjuvegi 14D, S. 670347 Hljómsveit leikur fyrir dansi föstu- dags- og laugardagskvöld. Tunglið og Bíókjallarinn, Lækjargötu 2, sími 621625 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Ölver, Álfheimum 74, s. 686220 Opiö fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Hljóm- sveitin Hrím leikur um helgina. Hollywood: Ungfrú Hollywood Annað af þremur kynningar- kvöldum ungfrú Hollywood-keppn- innar verður í kvöld. Kynntar verða stúlkur númer fjögur, fimm og sex. Þá mun Síðan skein sól kynna lög af væntanlegri hljóm- plötu sinni. Er þetta í fyrsta skipti sem Sólin kemur fram í langan tíma. Fleira verður til skemmtunar í Hollywood í kvöld, Jói Bach og María sýna rokkdans og bifreiða- íþróttakappar, sem Sam-útgáfan styrkti til keppni í sumar, munu mæta á staðinn. Þriðja og síðasta kynningarkvöld ungfrú Hollywood-keppninnar fer fram í nóvemberlok. Urslit hggja síðan fyrir í janúar á næsta ári. Síðan skein sól kynnir lög af væntanlegri hljómplötu I Hollywood I kvöld. Sálin hans Jóns míns eins og hún er skipuð I dag, talið frá vinstri. Magnús Stefánsson, Stefán Hilmarsson, Friðrik Sturluson, Jens Hansson og Guðmundur Jónsson. Sálin í Aratungu Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur nýlega lagt lokahönd á ellefu laga breiðskífu sem væntan- leg er á markað seinna í þessum mánuði. Af því tilefni mun sveitin á næstu vikum leika á dansleikjum JC Bros aðstoðar Hallbjöm Eins og alþjóð veit sendi Hall- björn Hjartarson söngvari frá sér nýja plötu sem eingöngu var gerð með það í huga að hjálpa dóttur- syni hans að komast í viðamikla læknisaðgerð erlendis. Félagar í JC Bros eru hrifnir af slíku framtaki og hjartahlýju og ætla því að aðstoða Hallbjörn við að selja plötuna um helgina. Þeir treysta á að til séu fjölmarg- ir með sömu hjartahlýju og Hall- björn og vonast til að vel verði tekið á móti sölumönnum þeirra. Þeir verða staðsettir víða um borgina um helgina og munu einnig ganga í hús. og tónleikum víða um land. Á föstudag mun Sálin leikaá dansleik í félagsheimilinu Aratungu í Ár- nessýslu og á laugardag kemur sveitin fram við opnunarhátíð á nýjum veitingastað þar sem áður var Broadway. Á báðum þessum stöðum mun Sálin leika efni af nýju plötunni í bland við eldra efni og gamalgróin soul- og rokklög. Bachmann-Möller-Bernburg mun um helgina og næstu helgar leika á nýjum veitingastaö, Mannþingi, sem er staðsettur viö Borgartún. Bach- mann-Möller-Bernburg er skipað André Bachmann, Karii Möller og Gunnari Bernburg. Vaflaust leika þeir meðal annars lög af nýrri plötu með André Bachman, Til þín, sem inniheldur lög sem eiga vel við á skemmtistaö sem þessum. Heiti potturinn: Tríó Ómars Einarssonar Að venju er djasskvöld í Heita pottinum á sunnudagskvöld. í þetta skiptið mun tríó Ómars Einarsson- ar leika ásamt sérstökum gesti, Guðmundi Ingólfssyni. Tríóið skipa Ómar Einarsson, sem leikur á gítar, Þórður Högnason leikur á bassa og Jón Björgvinsson leikur á trommur. Guðmundur mun svo slá sína strengi eins og hann einn er fær um. Styrktarsjóður Húnvetninga: Fjáröfhmar- dansleikur Magnús Ólafeson, DV, Húnaþingi Hið árlega styrktarsjóðsball veröur á Blönduósi næstkomandi laugardagskvöld, 4. nóvember. Dansleikur þessi er jafnan fjölsótt- ur enda er hann aðalfjáröflunarleið Styrktarsjóðs Húnvetninga. Á dansleiknum er jafnan efnt til happdrættis og fleira gert til þess að afla fjár í sjóðinn. Markmið Styrktarsjóðsins er að veita Húnvetningum hjálp þegar óvænta erfiöleika ber að höndum, en þó fyrst og fremst að hjálpa í erfiðum sjúkdómstilfellum þar sem ekki er veitt næg aðstoð af hálfu opinberra aðila. Einnig eru fjár framlög veitt til þess að kaupa lækningatæki eða gera aðstöðu sem skapar bætta sjúkrahjálp og heilsugæslu í héraði. Það voru nokkur félög á Blöndu- ósi sem stofnuöu sjóðinn 1974 og skiptast fulltrúar þessara félaga á um að vera í stjórn sjóðsins. Veitingahúsið 22: Tónleikar Infemo 5 Félagsskapurinn Inferno 5 mun standa fyrir tónleikum á efri hæð Veitingahússins 22 annað kvöld. Þar mun hljómsveitin Inferno 5 flytja „vitsmunalega tónlist með hugvíkkandi heiöingjataktí". Þess má geta að gemingaþjóriusta In- femo 5 verður í fríi þetta kvöld vegna velheppnaðs gemings í Holl- andi nýverið. Allir em velkomnir gegn vægu gjaldi. Sjallinn á Akureyri: Komdu í kvöld Dægurlagahátíðin Komdu í kvöld hefur nú lokið sér af í Broadway, enda sá staður ekki lengur tíl í sömu mynd og áður og nú er kom- ið að Akureyringum að líta þessa miklu dægurlagahátíð. Verður fyrsta sýning á henni í kvöld. Dægurlagahátíð þessi er til heið- urs Jóni Sigurðssyni bankamanni sem staðið hefur í sviðsljósi ís- lenskrar dægurlagatónlistar í fimmtíu ár. Lög hans og textar hafa lifað með þjóðinni svo áratugum , skiptír og mörg verið á hvers manns vömm. Margir af þekktustu dægurlaga- söngvurum landsins taka þátt í sýningu þessari, má þar nefna Ellý Vilhjálms, Þuríði Sigurðardóttur, Pálma Gunnarsson, Þorvald Hall- dórsson, Hjördísi Geirsdóttur og Trausta Jónsson, en hann er sonur Jóns Sigurðssonar. Kynnir er út- varpsstjórinn Bjarni Dagur Jóns- son. Hljómsveit Ingimars Eydal sér um undirleik í sýningunni og leik- ur síðan fyrir dansi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.