Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1989, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989. Kvikmyndahúsin - Kvikmyndahúsin - Kvikmyndahúsin - Kvikmyndahúsin - Kvikmyndahúsin Laugarásbíó: Hneyksli Laugarásbíó frumsýnir bresku úrvalsmyndina Hneyksli (Scandal) í dag. Hneyksli hefur vakiö mikla athygli aUs staðar þar sem hún hefur verið sýnd. Það er ekkert undarlegt að fólk sé forvitið um myndina, hún er byggð á einu mesta hneykslimáh sem upp hefur komið í Bretlandi, Profumo-mál- inu, sem varð til þess að þáverandi ríkisstjóm varð að hrökklast frá. Aðalpersónumar í máli þessu eru gleðikonumar tvær, Christine Ke- eler og Mandy Rice Davis, læknir- inn Stephen Ward og ráðherrann John Profumo. Er myndin byggð á endurminningum gleðikvennanna tveggja sem og ótal blaðagreinum sem hafa verið skrifaðar um máhð. Aðalpersónan í myndinni er Christene Keeler og er rakinn fer- ih hennar frá því hún kemur til London, kynni hennar af Ward sem leiða til að hún kynnist ráðherran- um John Profumo og einnig undir- heimalýð Londonborgar. Þegar svo blöðin komast í að ráherrann hafi haldiö við Keeler um leið og rúss- neskur njósnari hélt við hana fer allt í bál og brand. Ahar aðalpersónumar sem koma við sögu em lifandi í dag og hafa náð sér á strik aftur í lífinu nema Ward læknir sem framdi sjálfs- morð. Aðalhlutverkin í Hneyksh leika Joanne Whalley-Kilmer sem leikur Keeler, John Hurt leikur Stephen Ward, Ian McKellan leikur Profumo, Bridget Fonda leikur Mandy Rice-Davis og Jerome Krabbe leikur Ivanov. Leikstjóri er Michael Caton-Jones. -HK John Cusack og lone Skye leika aöalhlutverkin í Láttu það flakka. Bíóhöllin: Láttu það flakka Láttu það flakka (Say Anything) er létt og rómantísk gamanmynd sem Bíóhöhin fmmsýnir í dag. Aðalpersónan er Lloyd Dobler sem er ekki beint draumur ungra stúlkna. Hvað sem því líður verður hann hrifmn af fahegustu stúlk- unni í skólanum, Diane Court. Ekki aðeins er hún falleg, heldur er hún gáfuð, besti nemandinn í skólanum og þegar búin að fá thboð um skóla- vist í Englandi. Þaö er þvi engin furða að vinir Lloyd skuh hrista hausinn þegar hann tilkynnir þeim að hann æth sér að kynnast henni. Ekki lítur vel út fyrir Lloyd í byrjun en eftir því sem samband Diönu við föður sinn versnar dregst hún æ meira að Lloyd sem er ávaht tilbúinn þeg- ar á reynir... Aðalhlutverkin em leikin af ung- um leikumm sem em orðnir nokk- uð þekktir. John Cusack er aðeins tuttugu og tveggja ára gamall en hefur leikið í tólf kvikmyndum frá því, hann lék í sinni fyrstu kvik- mynd, Class, þar sem hann lék á móti Jacqueline Bisset. Hans þekktustu myndir em The Sure Thing, Eight Men Out, Sixteen Candles, Stand By Me, One Crazy Summer og Hot Pursuit. Ione Skye leikur Diönu Court. Hún er nítján ára og lék fyrst í kvikmyndinni River Edge aðeins sextán ára. Hún er dóttir söngvar- ans þekkta, Donovan. Ione fæddist á Englandi en ólst upp í San Fran- cisco og varð ung fyrirsæta. Leik- stjórinn Tim Hunter tók eftir henni og valdi hana í kvikmynd sína, Ri- ver Edge, og hefur hún síðan leikiö í þremur kvikmyndum og tveimur sjónvarpskvikmyndum. -HK Joanne Walley-Kilmer leikur gleðikonuna Christine Keeier. Bíóborgin: Náin kynni Náin kynni (When I Fall in Love) spannar tuttugu og fimm ár í lífi þriggja sögupersóna, fótboltahetj- unnar, unnustu hans og frænda. Myndin byrjar 1956 sem er minnis- stætt ár fyrir Gavin Gray (Denis Quaid). Hann er valinn besti leik- maður í háskólahði og á bjarta framtíð fyrir höndum í atvinhufót- boltanum. Sama ár er Babs Rogers (Jessica Lange) kosin fegurðar- drottning. „Hafðið þið nokkum tíma sé jafnglæsilegt par“ er setn- ing sem þau heyra oft. í bakgmnni þeirra stendur frændi Gavin, Donnie (Timothy Hutton), átján ára efnilegur nemandi sem dýrkar frænda sinn og unnustu hans. Fyr- ir Donnie er þetta byrjunin á ævi- langri dýrkun á þessum tveimur manneskjum. Gavin og Babs gifta sig og njóta lífsins meðan allt leikur í lyndi en atvinnuknattspyma er ströng íþrótt og kallar á mikh meiðsli og þrátt fyrir vilja verður Gavin að hætta í íþróttinni og stendur þá uppi atvinnulaus og kunnáttulaus. Babs, sem hafði lifað áhyggjulausu lífi, herðist við raunir mannsins síns og meðan stjama Gavins lækkar rís hennar á himni við- skiptalífsins. Það er því fljótlega hún sem fer að sjá fyrir fjölskyld- unni. Á meðan hefur Donnie klárað háskólanám með miklum ágætum og er orðinn söguprófessor. Upp- gör þeirra þriggja verður svo á tuttugu og fimm ára skólaafmæh. Leikstjóri Náinna kynna er Tayl- or Hackford sem starfar jöfnum höndum sem leikstjóri og framleið- andi. Hann varð fyrst þekktur er hann leikstýrði hinni vinsælu kvikmynd An Officer and a Gentle- man. Áður hafði hann leikstýrt einni leikinni kvikmynd, The Idolmaker. Hann hóf samt feril sinn í sjón- varpi við gerð heimildamynda fyrir sjónvarp og gerði margar shkar myndir er vöktu athygli. Þessi gmnnur að leikstjómarferh hans kemur í Ijós í hinni ágætu heim- ildakvikmynd sem hann leikstýrði um Chuck Berry, Hail! Haill Rock ’n’ Roh. Aðrar myndir sem hann hefur leikstýrt eru Against All Odds og White Nights. Þá var hann framleiðandi að La Bamba. -HK Dennis Quaid og Jessica Lange i hlutverkum fótboltahetjunnar og fegurð- ardrottningarinnar í myndinni Náin kynni. Sýningar Gallerí „einn-einn“, Skólavörðustíg 4a í dag kl. 18 opnar Sigríður Ásgeirsdóttir sýningu á teikningum, unnum í Edinborg árið 1985, og nokkrym grafíkmyndum. Sýningin stendur til. 16. nóvember og er opin alla daga kl. 14-18. Gallerí List, Skipholti 50B Jbnína Magnúsdóttir, Ninný, sýnir í Gall- erí List. Myndimar á sýningunni eru unnar á fllsar með postulínslitum, olíu á striga og krít á pappír. Sýningin er opin virka daga kl. 10.30-18, laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Henni lýkur 5. nóv- ember. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4 ' jóminja- og vélsmiðjumunasafnið er ipið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, funmtudaga, föstudaga og laugar- daga. Gallerí Madeira, Klapparstíg 25 Björgvin Pálsson sýnir Ijósmyndir. Sýn- ingin er opin alla daga W. 8.30-18. Henni iýkur föstudaginn 24. nóvember. Allar myndimar em til sölu. Gallerí Sævars Karls, - Bankastræti 9 Þar stendur yfir sýning á verkum Áma Páls. Sýningin stendur til 24. nóvember og er opin á verslunartíma frá kl. 9-18. Katel, Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu em verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafik og leir- munir. ^ Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnar- fiarðar I Hafnarborg stendup nú yfir sýning á verkum í eigu safnsins. Á sýningunni em olíumálverk og vatnslitamyndir eftir m.a. Kjarval, Ásgrím Jónsson, Finn Jóns- son, Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur, Júliönu Sveinsdóttur, Jón Engilberts og Svein Þórarinsson. Sýningin er opin kl. 14-19 og lýkur henni mánudaginn 6. nóv- ember. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Á Kjarvalsstöðiun standa yfir þrjár sýn% ingar. Sveinn Bjömsson sýnir verk sín. Þá stendur yfir sýning á verkum eftir Arvid Pettersen í boði Listasafns Reykja- víkur og stendur hún til 3. desember. í vesturforsal sýnir Kristín ísleifsdóttir u.þ.b. 80 skálar, vasa og ílát sem unnin hafa verið í leir á sl. tveimur árum. Sýn- ing hennar stendur til 12. nóvember. Sýn- ingamar em opnar kl. 11-18. Listgallerí, Einarsnesi 34 Tryggvi Ámason sýnir grafíkmyndir. Á sýningunni verða 25 nýjar grafikmyndir. Sýningin er opin kl. 14-20 daglega til 12. nóvember og er öllum heimill aðgangur. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla dag' kl. 13.30-16 nema mánu- daga. Höggmyndigarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Sýning í Odda, nýja hugvisindahúsinu, er opin daglega kl. 13.30-17. Þar em til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aöallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aö- gangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands, Frikirkjuvegi 7 Mynd októbermánaðar er olíumálverkið Svanir eftir Jón Stefánsson sem sýnd er á umfangsmikilli yfirhtssýningu málar- ans sem verður í safninu tfi 5. nóvember. Listasafnið er ópin alla daga nema mánu- daga kl. 11-17. Veitingastofan er opin á sama tíma. Leiðsögn í fylgd sérfræðings á fimmtu- dögum kl. 13.30-13.45. Safnast er saman í anddyri safnsins og er leiðsögnin öllum opin og ókeypis. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70 Þar stendur yfir sýning á verkum er Sig- uijón gerði á árunum 1960-62. Þetta em aðallega verk úr jámi. Þá era einnig sýnd aðföng og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár, þar á meðal myndir frá árunum 1936-46 sem hafa verið í einka- eign í Danmörku. Sýningin, sem mun standa uppi í vetur, er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og öll þriðjudags- kvöld kl. 20-22. Mokka kaffi v/Skólavörðustíg Þessa dagana heldur Ásgeir Lámsson myndlistarsýningu á Mokka-kaffi og er þetta tíunda einkasýning hans. Á sýning- unni em 20 myndir, flestar unnar með gvass og akrílhtum og em þær allar til sölu. Sýningin stendur fram eftir nóv- embermánuði. Nýhöfn, Hafnarstræti 18 Valgerður Bergsdóttir sýnir verk sín í Nýhöfn. Á sýningunni em stórar blý- teikningar á pappír. Teikningamar em flestar frá þessu ári og að hluta til unnar á vinnustofu í Listamiðstöðinni Sveaborg við Helsinki þar sem Valgerður dvaldist í sumar. Sýningin, sem er sölusýning, er opin frá kl. 14-18 um helgar og frá kl. 10-18 virka daga. Henni lýkur 15. nóv- ember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.